Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987. Fréttir Hluti af kindakjötsfjallinu á öskuhaugunum í Gufunesi í gær. Skattgreiðendur losna samt ekki undan því að borga, Kjötfjöll minnkuð á kostnað skattgreiðenda Landbúnaðarkjötfjöllin íslensku leggjast enn þungt á herðar skatt- greiðenda. Með niðurgreiðslum, út- flutningsbótum og millifærslusjóðum flæða milljarðar úr vösum skattgreið- enda en duga þó vart til að halda aftur af upphleðslu kjötfjalla. Við slátrun í haust er gert ráð fyrir að 12.900 tonn kindakjöts bætist ofan á kjötfjallið. Spáð hefur verið að inn- anlandsneyslan verði í ár um 8.200 tonn þrátt fyrir að með 15-20% niður- greiðslu á verði sé reynt að auka söluna. Forsendur spárinnar eru þó að breytast. Salan innanlands að undan- fömu hefur verið meiri en menn bjuggust við. Einnig hefur verið rætt um enn meiri niðurgreiðslur, um 230 milljónir króna, upp í 28% af verði, til að örva söluna í sumar og haust. Óniðurgreitt heildsöluverð á kinda- kjötskílóinu er frá 1. júní um 294 krónur. Niðurgreiðslan er um 52 krón- ur. Smásöluálagning er misjöfn eftir verslunum og hlutum skrokksins en af óniðurgreiddu heildsöluverði fær bóndinn, samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, um 217 krónur, slátur- og heildsölu- kostnaður er rúmlega 70 krónur og sjóðagjöld um 6 krónur. Reynt er að koma hluta af kjötfjall- inu til útlanda. Gallinn er sá að útlendingar vilja greiða miklu minna en íslendingar þurfa að borga fyrir kindakjötið. Möguleikar em nú taldir á að selja 1.800 til 2.200 tonn til Japan en aðeins fyrir 900 til 1.000 dollara tonnið eða 35 til 39 krónur kílóið. Rætt er um að 800 tonn af kjöti, sem Framleiðnisjóður hefur keypt fullu verði af bændum, verði send til Japan, svo og 318 tonn sem em á ábyrgð bænda. Óvíst er hvort ríkissjóður kem- ur til með að greiða útflutningsbætur með þessum 1.118 tonnum. Verði af 2.200 tonna sölu til Japan mun ríkissjóður ömgglega þurfa að greiða fúllar bætur með helmingi þess magns. íslenskir skattgreiðendur munu trúlega borga 256 krónur á móti 37 krónum sem Japaninn borgar. Athygli vakti á dögunum þegar ákveðið var að selja nautakjöt fyrir slikk, 5 krónur kílóið, í refafóður. Sú upphæð samsvarar flutningskostnaði til refabúsins. Nautakjötið í refina, að verðmæti um 100 milljónir króna, munu skatt- greiðendur greiða að helmingi með 50 milljóna króna framlagi ríkissjóðs í gegnum Framleiðnisjóð. Nautabónd- inn mun borga um 30% en sláturleyfis- hafinn um 20%. Nýjasta leiðin til að minnka kjöt- fjöll er einfaldlega sú að aka kjöt- skrokkum á öskuhauga. Skattgreið- endur losna samt ekki undan því að borga öskuhaugakjötið. Upplýsingar lágu ekki fyrir í gær um hversu stóran hluta þeir borga. -KMU Heildsöluverð kindokjöts skiptist þannig: Sjóðir londb.2X Sláturhús og heilds.25% (SlS) Verð 6 kindakj. úr búð I Japan ^Japanski neytandinn borgar 13X Bóndinn fær 73X Islendingar borga 87% bessir borga kindokj. úr búð Skattgreiðandinn Rlkið Niðurgr. 18X Þessir borga nautakj. fyrir refino sígfpÍRefabóndinn 2X Skattgreiðandinn 50X Neytandinn borgar 82X fNautabóndinn 29X |Sléturleyfishafinn I9X Væringar vegna reksturs Héraðsskólans í Reykjanesi: Skólastarfið í lamasessi? Miklar væringar hafa verið að undanfömu í fsafjarðardjúpi vegna reksturs Héraðaskólans í Reykja- nesi. Virðist svo vera sem samskipti skólastjóra við skólanefnd og kenn- ara hafi ekki verið upp á það besta en þessir aðilar telja ýmsar brotal- amir i stjómun skólans. Nú hefur máUð komist á það stig að ráðherra hefúr fengið greinargerð í hendur frá fyrrverandi kennurum sem gáfúst upp á samstarfi við skólastjórann og skólanefnd veltir fyrir sér fram- haldi málsins. „Þetta er leiðindamál og ekki batnar það eftír að það er orðið fiöl- miölamatur en við teljum að skóla- stjórinn hafi sýnt óafsakandi Unkind gagnvart nemepdum sem gerðu í rauninni ekkert annað en að apilla fyrir eðlilegu skólastarfi. Örfáir nemendur komust upp með það að eyðileggja kennslu í fiölmennasta bekknum án þess að skólastjórinn gripi í taumana,“ sagði Kjartan Gunnar Kjartansson, en hann var við kennslu á staðnum í vetur. Námfúsír gátu ekki lært „Við erum einnig þeirrar skoðunar að skólastjórinn hafi ekki sýnt þá samstöðu og þann trúnað sem nauð- synlegur er við þessar aðstæður. Stundum hafði maður það á tilfinn- ingunni að skólastjórinn atæði fremur með erfiðustu nemendunum heldur en þeim kennurum sem voru að reyna að halda einhverri mynd á skólastarfinu. Réttur þeirra nem- enda sem eitthvað vildu læra var fullkomlega fyrir borð borinn í fiöl- mennasta bekknum,1' sagði Kjartan ennfremur. Kennurum hótað likamsmeiðingum Kjartan gat þess að komið hafi til handalögmála milli kennara og nemenda og kennurum hafi verið hótað líkamsmeiðingum af nemend- um. Þá komust nemendur upp með mikil skemmdarverk á húsnæði skólans, og erfiðustu nemendumir sýndu skólasystkynum sínum yfir- gengilega framkomu án þeas að þurfa að sæta ábyrgð svo nokkru næmi. Stúlkur hafi verið þuklaðar og nýnemi neyddur til að dansa nak- inn fyrir skólafélaga sína. Þó var nemendum vikið úr skóla þegar þeir höfðu næstum drepið skólafélaga sinn með því að hleypa á hann raf- straumi. Starfsandinn ómögulegur En agamálin eru ekki allt Kjartan segir að skólastjórinn hafi verið ía- látur og ómannblendinn og baktalað samstarfemenn sína. Skipst hafi í tvö hom, annars vegar skólastjórann og venslafólk hans og síðan annað starfefölk. Hafi þetta allt gert starfe- andann ómögulegan. „Eg myndi telja ófært að starfrækja áfram skól- ann nema annaðhvort eða hvort tveggja komi til, skólastjóraskipti eða róttæk breyting á hlutverki skól- ans,“ sagði Kjartan. Vill lítið segja Jón Guðjónsson, formaður skóla- nelndar, vildi lítið um málið segja og taldi ekki ástæðu til að upplýsa það í fiölmiðlum á meðan það væri óafgreitt frá skólanefhd. „Það er ágreiningur á milli skólanefndar og skólastjóra varðandi skólastarfið og það getur verið að hann fari til ráð- herra," sagði Jón. Á að láta skólastjórann hætta? „Það kemur á daginn þegar við á,“ sagði Jón og bætti því við að hann vildi ekki gerast dórnari í þessu máli eða ægja neitt sem væri tor- tryggilegt á þessu stigi. Ýmislegt væri óljóst í sambandi við ágrein- ingsefnin sem þyrftí að athuga. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.