Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987. 1 ! ! I í í Tilkyimingar Starfslaun til listamanna Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti hinn 22. janúar sl. að veita þrívegis sérstök starfslaun til listamanna í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Eru starfs- launin veitt til 3ja ára. Verða fyrstu starfslaunin veitt á þessu ári en síðan verða 3ja ára starfslaun einnig veitt á ár- unum 1988 og 1989. Þeir einir listamenn koma til greina við veitingu starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Skulu listamennirnir í umsókn skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfí meðan þeir njóta starfslaunanna. Starfslaunin skulu kunngerð á afmælis- degi Reykjavíkur, hinn 18. ágúst, ár hvert og hefst afgreiðsla þeirra 1. september eft- ir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar fyrir 30. júní nk. Bréf til vina Krossins Bókaútgáfa kaþólsku kirkjunnar á Islandi hefur gefiö út bækling með þessu heiti eftir Louis-Marie Grignion de Montfort, stofnanda Montfort-reglunnar sem um langan aldur hafði á hendi trúboð ka- þólsku kirkjunnar hér á landi. De Mont- fort var uppi 1673-1716, skrifaði margt um guðfræðileg efni og orti andleg ljóð. Einn- ig var hann þekktur predikari á sinni tíð. Dr. Hinrik Frehen biskup bjó bækling þennan undir útgáfu og var það síðasta verk hans í þágu kaþólsku kirkjunnar en hann lést á sh ári. Gunnar F. Guðmunds- son þýddi bæklinginn, st. Franciskussyst- ur í Stykkishólmi prentuðu hann og heftu og káputeikningu gerði Anna G. Torfa- dóttir. Aðalfundur SÍR var haldinn á Höfn í Hornafirði 10. og 11. júní 1987. Á fundinum voru fulltrúar flest- allra raforkufyrirtækja landsins og þeirra stofnana sem þeim tengjast: Rafmagnseft- irlits ríkisins, Verkfræðideildar Háskól- ans, Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytis- ins. Meginviðfangsefni fundarins, auk aðalfundarstarfa, var að fjalla um gjald- skrá Landsvirkjunar, innheimtumál rafveitna, orkugetu raforkukeriisins og samband þess og Háskóla íslands. Þá var fjallað um rannsóknir og þróun á raforku- sviðinu. Fundurinn samþykkti samhljóða ályktun þar sem því var fagnað að gjald- skráin skuli hafa verið tekin til endur- skoðunar með það fyrir augum að verðhlutfall afls og orku endurspegli til- kostnað við vinnslu og flutning orkunnar. Jafnframt var lögð áhersla á að dreifiveit- ur og notendur fengju nægilegan aðlögun- artíma að breyttu verði og gjaldskrá. 1 sambandi við umræðumar kom fram sú skoðun að mikilvægt væri að stjómvöld röskuðu ekki samkeppnisaðstöðu raforku með aðflutningsgjöldum og sköttum eins og nú er þegar gert. Nýskipaðir sendiherrar Þrír nýskipaðir sendiherrar afhentu 2. júní sl. forseta Islands trúnaðarbréf sín að við- stöddum Matthíasi Á. Mathiesen utanrík- isráðherra. Þeir em: sendiherra Spánar, hr. Ramón Femandez de Soignie, sendi- herra Israels, hr. Yehiel Yativ, og sendi- herra Chile, hr. Luis Alberto Reyes. Sendiherrarnir þágu síðan boð forseta Is- lands í Ráðherrabústaðnum ásamt fleiri gestum. Sendiherrarnir þrir hafa aðsetur í Osló. Jónsmessuhátíð á Staðarfelli Hin árlega fjölskylduhátíð styrktarfélags Staðarfells verður haldin að Staðarfelli í Dölum dagana 26-28. júní. Fjölbreytt dag- skrá verður alla dagana, m.a. söngur, leikir fyrir börn, íþróttir, varðeldur, diskó- tek og hin frábæra danshljómsveit Popp- rósin leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Eins og af fyrri hátíðum verður ágóða varið til styrktar uppbygg- ingu eftirmeðferðarheimilisins að Staðar- felli. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir alla, unga sem aldna, að mæta og skemmta sér í fallegu umhverfi á friðsælum stað. Sæta- ferðir verða frá Rauða húsinu kl. 18 á föstudag og kl. 10 á laugardag. Þroskaþjálfaskóla íslands slitið Þann 20. maí sl. var Þroskaþjálfaskóla Islands slitið að viðstöddum fjölda gesta. Útskrifaðir voru 23 þroskaþjálfar. Inn- tökuskilyrði í skólann eru þau að nemend- ur skulu hafa lokið stúdentsprófi er þeir hefja námið. Námstíminn er þrjú ár og skiptist í bóklegt nám og starfsnám. Náms- greinar eru bæði af uppeldis- og heilbrigð- issviði. Skólinn lýtur yfirstjóm heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins og var heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helga- dóttir, viðstödd athöfnina. Með reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra undirritaði í maí sl. er Þroskaþjálfa- skóla íslands heimilað að mennta ófaglært starfsfólk á stofnunum fyrir fatlaða. I ráði er að bjóða við fyrstu hentugleika tveggja ára námsbraut við Þroskaþjálfaskólann fyrir þennan hóp. Breyttur opnunartími hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins Frá og með 18. júlí nk. breytist opnunar- tími hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins í Reykja- vík þannig að opið verður frá kl. 8-15 í stað kl. 8-16. Sami opnunartxmi verður á afgreiðslum bifreiðaeftirlitsins í Hafnar- firði og Keflavík utan hvað þar verður lokað í hádeginu frá kl. 12-13 eins og ver- ið hefur. Verið er að endurskoða opnunar- tíma á öðrum afgreiðslustöðum fyrirtækis- ins um land allt og verður nýr opnunartími auglýstur á hverjum stað eftir því sem ákvarðanir verða teknar. Aðalfundur skólameistarafélags Islands var haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi dagana 3. og 4. júní sl. Auk venjulegra fundarstarfa voru haldin nokk- ur erindi um skólamál. Á fundinum voru gerðar nokkrar ályktanir, m.a. þessi: „Eft- irmenntun er ein helsta leið mannsins til að komast hjá stöðnun. Þetta á ekki síst við um skólastarf þar sem meginviðfangs- efnið er undirbúningur manna undir líf og störf við sífellt nýjar aðstæður. F undur- inn hvetur til þess að skólum á Islandi verði skapað íjárhagslegt svigrúm til eftir- menntunar kennara og ítrekar fyrri tillög- ur um að hver skóli fái ákveðið hlutfall af launakostnaði í þessu skyni.“ Á fundin- um urðu miklar umræður um málefni framhaldsskóla og skólamál almennt. I stjóm félagsins voru kjörin: Ingvar Ás- mundsson, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, formaður. Kristín Bjamadótt- ir, áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Til vara: Björn Teitsson, skólameistari Menntaskólans á Isafirði, og Kristinn Kristmundsson, skólameistari Mennta- skólans á Laugarvatni. VJ'I' !'l' Spakmælið Vér elskum sjaldan þær dyggðir sem vér höfum ekki sjálfir til að bera. - Shakespeare M«lxH«l«QABttUC3QU« Ný bók frá Menningarsjóði 1 tilefni af sjötugsafmæli Þorbjörns Sigur- geirssonar prófessors hinn 19. júní kemur út hjá Menningarsjóði afmælisrit til heið- urs Þorbirni. Rit þetta nefnist „I hlutarins eðli“ og er 434 bls. að stærð, prýtt íjölda mynda og inniheldur tvö sérprentuð kort. Eðlisfræðifélag Islands hafði forgöngu um útgáfima. Ritstjóri er dr. Þorsteinn 1. Sig- fússon, eðlisfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskólans. Bókinni er skipt í þrjá meginhluta. Alls skrifa 24 íslenskir vís- indamenn greinar í bókina sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast starfi og hug- sjónum Þorbjörns Sigurgeirssonar á einhvern hátt en Þorbjörn er einn af frum- herjum rannsókna I nútímaraunvísindum hér á landi. I fyrsta þætti bókarinnar er fjallað um sögu rannsókna í þessum fræð- um á íslandi og einkum tekið mið af eðlisfræði og jarðvísindum. Einnig er í fyrsta þætti stutt minningaágrip og saga Rannsóknarráðs rakin. I öðrum þætti bók- arinnar er fjallað um íslensk rannsóknar- efni sem spanna allt frá segulsviðsmæling- um og jöklarannsóknum til hraunkæling- ar og hraunhitaveitu. Alls eru í þessum þætti bókarinnar 13 greinar. Síðasti þáttur bókarinnar er fræðslugreinar um eðlis- fræði nútímans. Greinar í þessum flokki eru, eins og margar greinar ritsins, þær fyrstu sinnar tegundar á aðgengilegu ís- lensku máli. I ritnefnd afmælisritsins eru auk ritstjóra þeir Leó Kristjánsson, Páll Theodórsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Pétursson. Fyrstu matarfræðingarnir brautskráðir frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Við skólaslit Fjölbrautaskólans í Breið- holti þann 22. maí sl. voru fyrstu matar- fræðingarnir brautskráðir. Námið er hliðstætt menntun „ökonoma" á Norður- löndunum, að öðru leyti en því að hér er það fellt inn í áfangakerfi íjölbrautaskóla og getur því eðlilega lokið með stúdents- prófi. Starfssvið matarfræðinga er stjórn- un mötuneyta heilbrigðisstofnana en mikil vöntun er nú á fólki með matarfræðinga- menntun í þau störf. Matarfræðingarnir, ■sem útskrifuðust, eru, talið frá vinstri: Sesselja Hauksdóttir, Friðgerður Guðna- dóttir, Guðrún Sigurgeirsdóttir og Hugrún Högnadóttir. Safnaðarfélag Asprestakalls Sumarferð félagsins verður sunnudaginn 5. júlí og farið verður í Þórsmörk. Verð 1.500 kr. með öllu. Nánari upplýsingar gefur Guðrún í síma 37788. Kvöldferð Kvenfélags Neskirkju Konur, sem ætla í kvöldferð Kvenfélags Neskirkju nk. mánudagskvöld, tilkynni þátttöku sína fyrir sunnudagskvöld í síma 13119, Hildigunnur, eða 13726, Hrefna. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins minnir á Jónsmessuferðina laugardaginn 20. júní. Farið verður í Þórsmörk frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu kl. 9 árdegis. Upplýsingar gefa María, s. 656417, og Arndís, s. 53826. Kvenfélagasamband Kópavogs Laugardaginn 20. júní verður farið að Fanná í Kjós og gróðursett í Kvenna- brekku. Farið verður á einkabílum frá félagsheimili bæjarins kl. 10. f.h. Hare Krisna með samkomu Fylgismenn Hare Krisna-hreyfingarinnar á Islandi halda samkomu (veislu) í Þrídr- angi, Tryggvagötu 18, sunnudagana 21. og 28. júní, kl. 16. Á samkomunni verður meðal annars kynnt heimspeki og menn- ing vedafræðanna indversku og kyrjaðir verða andlegir söngvar og möntrur á sanskrít. Síðan verða bornir fram ljúffeng- ir jurtaréttir. Tapað - Fundið Mjása er týnd Hún hvarf frá heimili sínu, Hjaltabakka 22, fyrir ca hálfum mánuði. Hún er svört og hvít. Ef einhverjir hafa orðið hennar varir eða vita um afdrif hennar eru þeir vinsamlegast beðnir um að láta vita í síma 71252. Seðlaveski tapaðist á bensínstöð í Garðabæ 17. júní sl., um kl. 20.30, var ung stúlka svo óheppin að glata svörtu seölaveski er hún var að kaupa bensín í sjálfsalanum á bensínstöð í Garðabæ. Stúlkan, sem vinn- ur við innheimtustörf hjá DV, var með mikið af peningum og ávísunum í veskinu. Heiðvirður fínnandi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 27022 (innan- hússnúmer 241) á daginn eða s. 38207 á kvöldin. F’undarlaunum heitið. Lotta er týnd Hún týndist fyrir viku frá Njálsgötu 36. Hún er þriggja ára gömul. Ef einhver hef- ur orðið hennar var eða veit um afdrif hennar er hann vinsamlegast 'beðinn að hringja í síma 46052. Happdrætti Happdrætti Skíðasambands íslands 20. maí sl. var dregið í happdrætti Skíða- sambands Islands sem verið hafði í gangi frá því fyrr í vetur. Vinningar féllu þann- ig: 1. vinningur kom á miða nr. 1068, 2. nr. 1725, 3. nr. 2034, 4. nr. 561 og 5. nr. 1960. Vinninga skal vitja innan árs frá drætti á skrifstofu SKl í Iþróttamiðstöð- inni í Laugardal, sími 83377. Ymislegt Borgarspítalinn fær öndunarvél að gjöf Hinn 22. maí sl. færði Lionsklúbburinn Freyr Borgarspítalanum að gjöf nýja önd- unarvél til notkunar á gjörgæsludeild. Lætur nærri að verðmæti gjafarinnar sé um kr. 1.400.000. Öndunarvélin er af teg- undinni Siemens Elema og er af fullkomn- ustu gerð. Mikil þörf var orðin á að fá nýja öndunarvél til viðbótar þeim sem fyr- ir voru og kemur þessi vél því að góðum notum á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Lionsklúbburinn Freyr hefur áður aíhent Borgarspítalanum veglegar gjafir og með því sýnt spítalanum og skjólstæðingum hans mikinn hlýhug og skilning. Á með- fylgjandi mynd, sem tekin var við af- hendingu tækisins, eru fulltrúar gefanda, yfirlæknir og hjúkrunarfræðingar á gjör- gæsludeild, ásamt stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Borgarspítalans. Afmæli : ** 70 ára er í dag, 20. júní, frú Sólbjörg J. Vigfúsdóttir, Njarðarbraut 16, Innri-Njarðvik. Fyrri eiginmaður Sólbjargar var Vernharður Eggerts-. son sem látinn er fyrir mörgum árum. Seinni eiginmaður hennar er Guð- mundur Sveinsson skipasmiður. Afmælisbarnið verður að heiman í dag. 60 ára verður á morgun, 21. júní, Jón Ármann Héðinsson, Birkigrund 59, Kópavogi. Hann og kona hans, Ágústa Guðmundsdóttir, hafa opið hús að heimili sínu eftir kl. 17 á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.