Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987. 15 Kristján Bersi Ólafsson, skóla- meistari í Flensborg, fjölbrauta- skólanum í Hafnarfirði, mætir í dag Smára Geirssyni, skólastjóra Verk- menntaskólans í Neskaupstað. Eins og um síðustu helgi eru spurn- ingar þær, sem lagðar eru fyrir hina lærðu menn, engar venjulegar grunnskólaspurningar og raunar hætt við að bestu nemeridur fram- haldsskólanna þurfi að hugsa sig rækilega um ætli þeir að svara fleiri en einni eða tveimur spurn- ingum rétt. Kristján Bersi taldi það ekki saka þótt skólameistarar þyrftu að beita gráu sellunum - en tók fram, eins og reyndar fleiri skólameistarar sem við höfum spjallað við - að hann væri óneitanlega harður í horn að taka, þessi Baldur Símon- arson, sem snýr saman hvert próf ásamt Gunnari Gunnarssyni. Við sögðum frá því í síðasta blaði að Kristján Bersi myndi mæta Vil- hjálmi Einarssyni, meistaranum á Egilsstöðum, í þessu tölublaði. Af því gat hins vegar ekki orðið þar eð Vilhjálmur forðaði sér úr landi. Við gómum hann síðar. Sérgrein David Owen Vitanlega er svo um margar spurningar í keppni eins og þessari að það rná flokkast undir heppni hvort keppandi getur svarað rétt. Fyrsta spurningin, sem hér kemur á eftir, er til dæmis af því tagi. Við skulum þá vinda okkur í leikinn: 1) David Owen, foringi breska jafnaðarmannaflokksins, er læknir að mennt; en hvaða sér- grein lagði hann fyrir sig? Hvorugur keppenda gat svarað þessari spurningu rétt. Smári giskaði á heimilislækningar - og verður það að teljast góð ágiskun því kannski fengi David Owen fleiri atkvæði ef hann hefði heimsótt sjúklinga sína og stofnað til persónulegra kynna. 2) Hvað heitir söngvarinn sem varð númer eitt í nýafstaðinni söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva? Smári hafði þetta á hreinu. En nafn söngvarans hafði hins veg- ar farið framhjá Kristjáni Bersa. Reyndar grunar okkur að Kristján hafi munað eftir nafni mannsins - en það hafi komið honum á óvart að spurt hafi verið um svo alþýðlega keppni. 3) Old Faithful nefnist goshver í Yellowstone-þjóðgarðinum í USA; hvenær hætti hann að gjósa? Hvorugur keppenda hafði þetta rétt en báðir giskuðu á ártöl ekki fjarri réttu lagi. 4) Hvers vegna var hverinn nefnd- ur Old Faithful? Það vissu þeir Kristján Bersi og Smári með vissu og fengu stig. 5) Á einum stað í Evrópu lifa villt- ir apar; hvar? Báðir fengu stig fyrir þessa spurningu en apar þessir munu vera hvítir á lit - og hafast við á kletti við Miðjarðarhaf. 6) Hvar er hafnarborgin Tema? Um það hafði Kristján Bersi ekki hugmynd. En Smári hafði nýverið flett í sjómannariti þar sem borgarinnar var eitthvað getið. Stundum er heppnin manni hliðholl. 7) Hvað heitir höfuðborgin í New York ríki? Það mundi Kristján Bersi rétt. En Smári giskaði út í bláinn. 8) Hvaða iðn lærði Stefán íslandi? Hvorugur hafði af því frétt. Kristján giskaði á hattasaum - sem er raunar ekki svo fjarri lagi - en rangt þó. 9) NefnduþrjádaliinnafFnjóska- dal. Hvorugur keppenda er að norð- an og því varð fátt um svör. 10) Tilsitter-ostur er kenndur við borgina Tilsit sem er nú í: a) Finnlandi b) Póllandi c) Tékkóslóvakíu d) Rússlandi Báðir héldu Tilsit vera í Tékkósló- vakiu - sem er rangt. Úrslitin urðu því þau að Smári Geirsson í Neskaupstað bar sigur- orð af Kristjáni Bersa í Hafnarfirði. Smári krækti í fjóra vinninga en Kristján Bersi þrjá. Dómarinn lét þau orð falla um þetta próf að það teldist góð frammistaða að ná þremur til fimm réttum af þessum tíu spurningum. Meistararnir geta því báðir vel við unað. Um síðustu helgi sigraði Guðni Guðmundsson, rektor MR, með fjórum vinningum. Hann og Smári taka því þátt í undanúrslitum síðar i sumar. Rétt svör: •(P (01 jn|BpB]]BAjnquiix So jn[BpBi]B[fi ‘jn[BpjBjXuisqi0[a (6 UglBJBJJBy (8 ÁUBqiy (i nuBqo i (9 JBRBJqjO ý (6 ijsajj JBpunjsnqqniq b b30] -n]39J ubuibs uinjB sobS uuBjq (p 6961 (8 UBhoq Auuqop (g BmgpqnfsBSnBj, (] Vorum að fá aukasendingu af hinum sívinsæla Ford Fiesta k,338.000.- Opið virka daga kl. 9-18 laugardaga kl. 10-17 TIL AFGREIÐSLU STRAX 2 Framtíð VIDSKEIFUNA FORD UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON HF. S: 685100 - 689633 Verð frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.