Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Side 10
10 LAUGARDAGUR 20. JUNl 1987. Frjálst,óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Við erum enn að læra Fiskmarkaðurinn, sem hófst í Hafnarfirði í þessari viku, er mikilvægt spor í atvinnusögu íslendinga. Hann er þáttur í hruni skipulagsstefnunnar, sem átti fyrra blómaskeið sitt á einokunartíma einveldiskonunga og hið síðara á verðlagsráðatíma framsóknarmanna. Loksins er farið að verðleggja fisk hér á landi á sama hátt og tíðkazt hefur frá örófi alda annars staðar í heim- inum. Við erum að eignast okkar Billingsgate, Fulton og Rungis. Markaðshyggjan hefur haldið innreið sína í langsamlega mikilvægustu atvinnugrein okkar. Fyrsta uppboðið er strax farið að hafa áhrif. Kaup- endur kvarta um, að seljendur kunni ekki að ísa fisk í kassa. Vafalaust mun misjafnt markaðsverð fljótlega leiða til, að sjómenn og skipstjórar læri að ganga þann- ig frá vörunni, að hún gefi hæst verð á markaði. Eftir upphafið getum við farið að furða okkur á, hvernig okkur tókst að halda áratugum saman slíku dauðahaldi í skipulagsstefnuna, að við erum nú fyrst að veita okkur munað markaðsins. Við munum fljótlega hætta að skilja, hvernig gamla kerfið var kleift. En á þessu andartaki þróunarinnar getum við um leið skilið, hvers vegna öll stjórnmálaöfl þjóðarinnar eru enn sammála um að halda áfram skipulögðu og dauðvona kerfi ríkisrekstrar í landbúnaði. Menn eru einfaldlega svona rígbundnir í hefðbundnum formum. Allt til hins síðasta olli tilhugsunin um fiskmarkað mikilli skelfingu framsóknarflokksmanna allra flokka. Afturhaldsmönnum tókst að koma í veg fyrir, að fisk- markaðir hæfust í vertíðarbyrjun eftir áramótin. Þeir gerðu það með því að halda áfram opinberu fiskverði. Alþingismenn sæta oft strangri gagnrýni. En þeim til mikils hróss má þó segja, að þeir settu á ofanverðum vetrinum lög, sem heimiluðu stofnun fiskmarkaða í landinu. Þar með var grundvellinum skyndilega kippt undan hinu gamla verðlagningarkerfi hins opinbera. Afturhaldið virðist ekki hafa áttað sig á, hvað var að gerast. Meðan menn kepptust við að innrétta fisk- markaði í Hafnarfirði og Reykjavík, voru málsvarar hinna gömlu tíma að dunda sér í varnarstríði gegn frjálsu fiskverði og í heilagri krossferð gegn gámafiski. Samband íslenzkra samvinnufélaga og helmingurinn af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna höfðu forustu um að verjast frjálsu fiskverði. Þegar fyrsti söludagur nýja markaðsins í Hafnarfirði var kominn í einnar viku ná- lægð, gafst þessi armur afturhaldsins skyndilega upp. Lífseigari og alvarlegri er krossferðin gegn gámafisk- inum. Forstjórar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda hafa skipu- lega reynt að blekkja þjóðina á því sviði, með öflugum stuðningi grófra fréttafalsana í Ríkissjónvarpinu. Afturhaldið er enn að reyna að fá þjóðina til að trúa, að freðfiskur sé verðmætari en ferskur fiskur og að Evrópubandalagið tolli freðfisk meira en ferskan fisk í atvinnubótaskyni fyrir sinn eigin fiskiðnað. Allt er þetta hin aumasta lygi, sem hefur því miður síazt inn. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði og förunautar hans í Reykjavík og vonandi víðar um land munu slá vopnin úr höndum afturhaldsins. íslenzkur fiskur mun hér eft- ir strax á hafnarbakkanum finna sitt markaðsverð, hvort sem hann síðan lendir í gámi, frystingu eða söltun. Með fiskmörkuðum hafa íslendingar stigið síðbúið risaskref inn í efnahagslega framtíð, sem öðrum þjóðum hefur verið kunn fortíð öldum og árþúsundum saman. Jónas Kristjánsson Albert Gore er spáð miklum frama í bandariskum stjórnmálum. Getur einhver orðið forseti? Þegar kvennamál Gary Harts riðu honum að fullu opnuðust framboðs- mál demókrata í Bandaríkjunum upp á gátt. Það er augljóslega orðið nokkuð erfitt að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til forseta- frambjóðandans. Kennedybræður komust upp með kvennafar en Gary Hart ekki. Ger- aldine Ferraro myndi trúlega ráð- leggja fólki með undarleg peninga- og skattamál að láta framboð eiga sig. Eiginmaður hennar var grillað- ur vegna slíkra mála þegar hún fór í framboð með Walter Mondale. Frambjóðandinn þarf að vera geysilega aðlaðandi en má aldrei hafa misstigið sig, vera vellauðugur en aldrei hafa gert umdeilanlegan hlut í peningamálum, hafa skoðanir á öllu milli himins og jarðar en vera óumdeildur. Hver í ósköpunum getur uppfyllt allar þær kröfur sem smám saman hafa orðið til í kringum þetta merki- lega embætti? Fjölskyldumaðurinn Hvemig líst ykkur á þennan? Hann er öldungadeildarþingmaður frá Tennessee og fetar í fótspor föður síns. Hann er fæddur 1948 og er því af 68 kynslóðinni, var á móti Víet- namstríðinu en fór þó í herinn þegar skyldan kallaði. Hann er hamingju- samlega kvæntur kæmstunni úr gaggó. Hann er töfrandi í framkomu og íþróttamaður góður (var fyrirliði fótboltaliðsins í menntó). Hann hleypur sér til heilsubótar, drekkur ekki kaffi og borðar epli og gulrætur í hádeginu. Síðast en ekki síst er hann ágætlega ríkur og nýtur góðs stuðnings efnaðra demókrata. En hvað með pólitíkina? Jú. Hann er kreddulaus, raunsær og kærleiks- ríkur demókrati og sameinar hinar nútímalegu áherslur Gary Harts og umhyggju Cuomos ríkisstjóra New York fyrir þeim fátæku. Hver í ósköpunum er þetta? Hann heitir Albert Gore og er einn Af erlendum vettvangi Guðmundur Einarsson fyrrverandi alþingismaður af þeim sem spáð er miklum frama í bandarískri pólitík. Trúlega er hann dæmigerður fyrir þá sem geta haslað sér völl í þessum erfiða bar- daga. Þungavigtarmaðurinn Hér að framan voru talin upp at- riði sem ekki vega að vísu þyngst, en eru engu að síður mikilvæg í ímynd forsetaefiiisins. Þyngra vegur t.d. að í þingstörfum, bæði í fulltrúa- og öldungadeild, hef- iu- maðurinn þótt sýna fádæma dugnað. Hann var vel metinn rann- sóknablaðamaður eftir að námi og herþjónustu lauk og þykir beita þeim aðferðum við undirbúning þingmála. Sem dæmi um dugnaðinn er gjaman sögð sú saga að 1980 tók hann sæti í einni af hermálanefndum fulltrúa- deildarinnar. Til þess að kynnast vopnum og vömum vann hann reglubundið 8 klst. á viku í 13 mán- uði við könnun heimilda. í ársbyrjun 1982 skrifaði hann síðan fyrstu greinina sína um vamamál. Greinin vakti í fyrstu enga athygli. En bandarísk sendinefhd, sem fór til Moskvu skömmu seinna til að ræða afvopnunarmál, komst að því að Rússamir vildu einungis ræða það sem þeir kölluðu „Gore áætlunina". Þá fóm heimamenn að athuga skrifin. Síðan hafa Kissinger o.fl. tekið undir hugmyndir hans. Önnur mál, sem Gore hefur beitt sér í , em t.d. eyðing ózonlagsins, lyfjakostnaður hins opinbera og kjamorkuvetur. Hann skipulagði ráðstefnu í Tennessee um Altzhei- mer sjúkdóminn og kannaði þörfina á tölvukerfi til að auðvelda líffæra- flutninga. Hann hefur líka barist fyrir aðgerðum til að létta heimils- lausu fólki lífið. 1984 vakti það athygli að hann tók drjúgan þátt í að fá þingið til að samþykkja lög um reykingavamir. Þar þótti hann sýna hugrekki því í heimaríkinu em þúsundir tóbaks- bænda. Selst hann? Þama höfum við dregið upp mynd af hinum upplagða frambjóðanda. Hann er fallegur, hugrakkur og dug- legur. Hann er nýstefhumaður, sem líka sinnir hinum klassísku við- fangsefnum Demókrataflokksins. Hann er trúaður og elskar fóstur- jörðina. Heima hjá honum virðist allt vera í góðu lagi. Spuming er nú hvort hann leggur til við og lifir af þá undarlegu grjót- mulningsvél sem forsetapólitíkin í USA er orðin. Guðmundur Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.