Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 20. JUNÍ 1987. KONUNGLEG HEIMSÓKN Á ÍSLANDI : ■ Fjórir ættliðir samankomnir. Myndin er tekin við skírn Karls Gústafs en þaó er langafi hans, þáverandi konungur Sviþjóðar, Gústaf V., sem sit- ur undir honum. Til vinstri er afi Karls, Gústaf VI. Adolf og á bak við er faðir litla prinsins, Gústaf Adolf, en hann lét lífið i fiugslysi árið 1947 og varð því aldrei konungur. Hér er litli prinsinn, örlítiö eldri, í fangi móður sinnar, Sibyllu prins- essu, en hún lést árið 1972, ári áður en sonurinn tók við krúnunni. 19. september 1973 tók Karl Gústaf viö af afa sínum, Gústaf VI. Adolf, sem konungur Svíþjóðar, þá aðeins 27 ára gamall. Gamli maðurinn, sem var orðinn niræður, lá þá banaleguna og lést skömmu siðar, eða 25. september 1973. Myndin sýnir Karl Gústaf daginn sem hann tók við krúnunni. Við jarðarför Gústafs VI. Adolfs 25. september 1973. Karl Gústaf kveður afa sinn, sem var honum einnig sem faðir. Mikill fjöldi gesta frá mörg- um löndum var við þessa jarðarför og hópur fólks einnig fyrir utan. Gústaf VI. Adolf var mikils metinn maður og vinsæll. Hann hafði haldið upp á níræðisafmælið nokkru áður en hann dó. Nýi kongurinn var á allra vörum, hann var ungur og ókvæntur, og hon- um var fylgt eftir við hvert fótmál. Karl XVI. Gústaf fór í margar opinberar heimsóknir á þessum fyrstu árum sínum. Þessi mynd er tekin 1974 en þá fór hann í opinbera heimsókn til Noregs. Á mvndinni eru með honum Sonja krónprinsessa, Haraldur krónprins, þá Karl Gústaf og loks Ólafur V. konungur og Astrid prinsessa. Eftir margra ára örvæntingu Svía vegna Svíakonungsfann hann loks sína útvöldu. 12. mars 1976 opin- beraði hann trúlofun sina og Silviu Sommerlath frá Þýskalandi. Þau giftu sig 19. júní sama ár i Stór- kirkjunni i Stokkhólmi. Brúðkaupið vakti að vonum mikla athygli. Arið 1975 kom Karl Gústaf Svíakonungur í opinbera heimsókn til íslands í boði forsetahjónanna, Halldóru og Kristjáns heitins Eldjárns. Myndin var tekin á Hótel Sögu. Þessi mynd var tekin af brúðhjónunum ásamt nokkrum gesta þeirra. Þar má meðal annarra sjá Baldvin Belgiukonung, Kristján Eldjárn, for- seta íslands, Kekkonen Finnlandsforseta, foreldra brúðarinnar, Alice og Walther Sommerlath, brúðhjónin, Bertil prins, Ingrid drottningarmóð- ur í Danmörku, Ólafur Noregskonung og Margréti Danadrottningu. Sænsku konungshjónunum fædd- ist fyrsta barnið 14. júli 1977. Það var dóttir og hlaut hún nafnið Vikt- oría. Hún er krúnuarftaki en Sviar breyttu lögum sinum til að kven- maður gæti tekið við krúnunni. Arið 1981 var frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, boðið i opin- bera heimsókn til Svíþjóðar. Sú heimsókn - vakti mikla athygli enda aðeins ár liðið frá því kvenforsetinn tók við hér á íslandi. Þessi mynd var tekin i Svíþjóðarheimsókn Vigdísar. ■ ■: Sænska konungsfjölskyldan hefur stækkað. Nú eru börnin orðin þrjú; Viktoria, sem verður tíu ára i júli. Karl Philip, átta ára og loks Madel- eina fimm ára. Þetta er hin myndarlegasta fjölskylda. I fyrra, 30. apríl, hélt Sviakongur upp á fertugsafmælið. Minna var um dýrðir nú. Myndin var tekin á afmælis daglnn er Karl Gústaf varð 41 árs. Með honum er fjölskyldan. tr ■ s A-l [ \ m \Wmj$ •nr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.