Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987. 21 NaumthjáVíkingum Víkingar nældu sér í 2 dýrmæt stig þegar liðið sigraði FH-inga í 2. flokki karla á Kaplakrikavelli á mánudags- kvöld. Leikur liðanna var frekar slakur en þó brá fyrir ágætis knatt- spymu hjá báðum liðum. Sigur Víkings var fyllilega sanngjam og hafa þeir nokkuð sterku liði á að skipa sem þó á að geta leikið betur en það gerði gegn FH. Leikurinn fór rólega af stað en það vom FH-ingar sem fengu fyrsta færið og vom reyndar óheppnir að skora ekki en boltinn fór í tréverkið í stað þess að fara inn fyrir marklínuna. Þegar leið á leikinn fóm Víkingar að ná undirtökunum og í tvígang varði Jónas Hjartarson mjög vel frá Víking- um. A 30. mínútu náðu Víkingar síðan forystunni með marki Úlfs Jónssonar sem var FH-ingum mjög erfiður í þess- um leik með krafti sínum og hraða. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik né í upphafi síðari hálfleiks. Liðin skiptust á að sækja en það vom Víkingar sem uppskám annað mark á 73. mínútu. Úlfur Jónsson var aftur á ferðinni og skoraði með góðu skoti utan úr teig. Rétt fyrir leikslok tókst FH-ingum að laga stöðuna. Ólafur Kristjánsson óð í gegnum Víkings- vömina og skaut knettinum í stöngina og þaðan hrökk boltinn í Knút sem skoraði auðveldlega fyrir opnu mark- inu. FH-liðið barðist mjög vel í þessum !eik en það vantar miklu meiri breidd í liðið. Meistaraflokksmennimir Ólaf- ur Kristjánsson og Hlynur Eiríksson vom bestu menn liðsins. Þá átti Jónas Hjartarson ágætan leik í markinu. Liðið tefldi fram þremur 3. flokks mönnum og sýnir það hve breiddin er lítil í liðinu. Ulfúr Jónsson var bestur Víkinga að þessu sinni en í liðinu em margir góðir leikmenn sem náðu þó ekki að sýna sitt besta í þessum leik. Nýkomin til landsins! OLRRIS fjórhjól Ótvíræður sigurvegari samkvæmt prófun Algjörlega sjálfskipt Hátt og lágt drif með 100% læsingu á öllum hjólum Læsist sjálfkrafa í framdrifi þegar þörf krefur Vökvabremsur á öllum hjólum • 6" fjöðrun á öllum hjólum Allar gerðir fyrirliggjandi Komið og fáið bæklinga Aðeins kr. 185 þúsund Góðir greiðsluskilmálar Nýtt Polarisumboð í Reykjavík: Inter rent/Bílaleiga Akureyrar, Skeifunni 9, símar 31615 og 31815. Sala - Viðgerðir - Varahlutir Léttari en önnur - aðeins 205 kg - 22 hö. Allar gerðir fjórhjóla fyrirliggjandi. Komið og ræðið við sölumenn okkar. Einkaumboð á íslandi Hjólbardaþjónustan Hvannavöllum Ub, Akureyri simi 96-22840 Sanitas 1 \ | BÉ v. J Jff Jp Knattspyma unglinga íslandsmótið í knattspyrnu Úrslft í íslandsmoti 5. flokks A-riðill: Víkingur - Valur 1-2 FH - Víkingur 7-3 Valur - ÍR 3-0 Týr-UBKO-O Þór V. - UBK 1-2 Fram - Þór V. 1-1 B-riðill: ÍBK - Leiknir 6-2 Skallagrímur - Grindavík 0-2 Þróttur - Skallagrímur 1-0 Grindavfk - Þróttur 6-1 Selfoss - Reynir 2-2 Leiknir - Fylkir 6-2 Reynir - Grindavík 1-0 C-riðill: Þór Þ. - Afturelding 1-2 Njarðvík - Ármann 0-5 Afturelding - Víðir 2-1 Hveragerði - Njarðvík 5-2 Grundarfjörður - Þór Þ. 0-6 Grótta - Víðir 1-1 Ármann - Hveragerði 5-1 E-riðill: Völsungur F-riðill: Þróttur N. Tindastóll 12-1 Súlan 4-0 Úrslít í íslandsmoti 4. flokks A-riðill: Víkingur - KR 1-1 ÍA - Fylkir 12-0 Fram - UBK 3-1 ÍBK - Týr 1-6 Afturelding - Týr 1-4 KR - Fram 1-1 B-riðill: Leiknir - FH 1-9 Valur - Leiknir 5-0 FH - Haukar 7-1 ÍK - Valur 0-3 Víðir - Haukar 7-1 C-riðill: Grindavík - Ármann 9-0 Eyrarbakki - Þróttur 1-2 Ármann - Eyrarbakki 1-1 Úrslit í íslandsmóti 3. flokks A-riðill: Víkingur - KR 2-1 Valur - Þróttur 8-0 KR - Týr 2-2 Víkingur - Týr 0-2 ÍR - Valur 1-3 ÍK - Fram 1-3 B-riðill: Njarðvík - Fylkir 1-2 Þór V. - Leiknir 4-0 fBK - Haukar 8-0 Fylkir - Haukar 3-0 C-riðill: Víkingur Ól. - Eyrarbakki 0-3 Afturelding - Ármann 3-2 Hveragerði - Víkingur Ól. 2-1 Eyrarbakki - Grundarfjörður 7-1 Skallagrímur - Reynir 2-2 Ármann - Grótta 1-8 Grótta - FH 1-8 Úrslit í íslandsmóti 2. flokks A-riðill: KR - ÍBV 4-1 FH - Víkingur 1-2 Fram - Stjaman 0-0 B-riðill: Höttur - KA 0-0 UBK - Höttur 2-0 Fylkir - Grindavík 4-2 C-riðill: Eyrarbakki - Njarðvík 3-3 Reynir - Tindastóll 4-5 Fram sigraði IK í hörkuleik Strákamir í 3. flokki Fram gerðu góða ferð í Kópavoginn á þriðjudags- kvöldið og lögðu þar að velli IK-inga með þremur mörkum gegn einu í hörkuleik. Framarar spiluðu þennan leik mun betur en gegn ÍR-ingum á dögunum og tóku leikinn strax í sínar hendur. ÍK-liðið átti sér ekki viðreisn- ar von í fyrri hálfleik og vom undir stanslausri pressu Framara. Á10. mín- útu náðu Framarar forystunni í leiknum þegar Eysteinn skoraði eftir mistök markvarðar ÍK. Framarar gáfu IK-liðinu engin grið og héldu áfram að sækja látlaust. Það bar árangur því að á síðustu mínútu fyrri hálfleiks bættu þeir öðm markinu við. Steinar lék laglega í gegnum vöm heima- manna og skoraði síðan sjálfur fram hjá úthlaupandi markverðinum. ÍK-menn komu frískir til leiks í síð- ari hálfleik og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Eftir nokkurt miðjuþóf náðu Framarar skyndisókn og Hauk- ur Pálmason rak endahnútinn á góða sókn með því að skora laglegt mark. Staðan var þá orðin vonlaus fyrir ÍK- inga en með mikilli baráttu tókst þeim að skora og var þar á ferðinni Stefán Guðmundsson. Eftir markið fylltust IK-menn miklum eldmóði en þrátt fyr- ir heiðarlegar tilraunir tókst þeim ekki að minnka muninn enn frekar. Framarar léku þennan leik mjög vel og voru áberandi fljótari í boltann og almennt sterkari á vellinuni. Þeir Steinar og Eysteinn voru bestu menn liðsins að þessu sinni. Lið ÍK var frek- ar slakt í þessum leik og liðið var mjög lengi að komast af stað en undir lokin sást ágætis leikur hjá liðinu sem sýnir að það getur gert vel á góðum degi. Enginn sérstakur skaraði ffarn úr í liðinu í þessum leik. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.