Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987., 17 KONUNGLEG HEIMSÓKN Á ÍSLANDI Sænsku konungshjónin: Vilj a hafa lífið sem eðlilegast Þegar Madelein.e, yngsta bárn sænsku konungshjónanna, fæddist þann 10. júní 1982 var hún fyrsta barnið í 124 ár sem sá dagsins ljós i gömlu Drottningholm höllinni. Síðasta konunglega fæðingin i höllinni var þegar Gústaf V. fædd- ist árið 1858. Gamla barokkhöllin, sem einu sinni var miðdepill alls í sænska konungslífinu, var nú aftur tekið í notkun. Ástæða þess að Gústaf og Silvía ákváðu að flytja í höllina var umhyggja fyrir börn- um sínum. Þarna gætu börnin leikið sér í stóra trjágarðinum og gengið út og inn eftir geðþótta. Áður höfðu þau getað leikið nokkra stund á dag undir stöðugu eftirliti öryggisvarða. Með því að búa í gömlu höllinni áttu börnin að fá að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er fyrir kóngabörn. Þau ganga i venjulega skóla og leik- skóla og koma heim með vinina þegar þannig liggur á þeim. Við gömlu höllina er góður leikgarður og nóg pláss fyrir unga krakka að rasa út, á hjólum eða í öðrum leik. Vissulega er barnanna gætt af ör- yggisvörðum en án þess að þau finni fyrir því. Þeir konungar, sem búið hafa í Drottningholm, hafa búið sínar íbúðir eftir hentugleikum. Til dæmis valdi Gústaf V. að hafa sina íbúð í norðurhluta byggingarinnar en Gústaf VI. Adolf valdi að hafa sína í þeim syðri. Sú íbúð hentaði einnig best fyrir Karl Gústaf og Silvíu. Áður en þau gátu flutt inn í höllina þurfti mjög margt að lag- færa og gera upp og kostaði það talsverðar fjárhæðir. Eiginlega hafði ekkert verið gert fyrir höllina. síðan Gústaf VI. Adolf lét gera lag- færingar á henni i kringum 1950. Mestu var kostað til þess sem var nauðsynlegast að gera, svo sem að skipta um gluggarúður, laga karma, skipta um lagnir og raf- magnsleiðslur. Þá var sett nýtt postulín á baðherbergi og útbúið nýtt eldhús sem bæði væri hægt að nota daglega og við veislur. Einnig fengu konungshjónin nýtt eldhús í sinn bústað þar sem nýi tíminn var látinn ráða með örygg- isbarnalæsingum og þess háttar. Á meðan breytingarnar stóðu yfir tóku bæði konungshjónin mikinn þátt í þeim. Þau sátu og lögðu á ráðin með vinnumönnum og létu óskir sínar í ljós. Þau völdu liti sjálf, teppi og þess háttar. Pastellit- ir réðu ferðinni í vali hjónanna. Áður fyrr í tíð gömlu kónganna var margra manna þjónustulið i vinnu í höllinni. Þá var reyndar Drottn- ingholm aðeins notuð part úr ári og kbm þá þjónustuliðið með frá Stokkhólmshöllinni. í dag eru tímarnir breyttir. Sænsku kon- ungshjónin hafa aðeins tíu manns hjá sér í vinnu nú. Sú sem heldur saman þjónustunni er húsfrúin. Hún segir til um þrif og matseld- ina. f eldhúsinu er matreiðslu- meistari og tveir þjónar eru í að leggja á borð og þjóna til borðs. Herbergisþerna og herbergisþjónn hugsa um klæðnað konungshjón- anna. Þau sjá um að alltaf sé til taks réttur klæðnaður á réttum tíma og að hann sé hreinn og heill. Þjónustufólk í hreingerningum sér um að halda höllinni hreinni, alls 220 herbergjum. Þá eru þrjár barn- fóstrur i starfi og hafa þær allar herbergi nálægt börnunum. Það er nauðsynlegt vegna þess hversu hjónin þurfa oft að fara að heiman. Að sjálfsögðu er bílstjóri á heimil- inu en hann sér aðallega um að aka börnunum til og frá skóla. Kóngur og drottning aka oftast sjálf til og frá vinnu. Um helgar fer þjónustu- fólk í frí og er þá konungsfjölskyld- Silvia, Gústaf og börnin, Viktoría 10 ára, Karl Philip 8 ára og Madeleine 5 ára. Myndin er tekin í Drottningholm. Drottningholm höllin þar sem sænska konungsfjölskyldan hefur búið siðan 1982. Að visu búa þau litlum hluta byggingarinnar en óhætt er að segja að rúmt sé um þau. íbúð an yfirleitt ein heima. Er það einsdæmi í evrópsku konungdæmi. Þegar fjölskyldan flutti í Drottn- ingholm var það ekki bara gott fyrir bömin, heldur einnig fyrir konungshjónin. Þá varð meiri breyting frá starfi og heimili en áður. Er þau bjuggu í íbúðinni i Stokkhólmshöllinni var vinnan nánast sama og heimilið. Nú ekur kóngur á hverjum morgni um níu- leytið í vinnuna og heim aftur um sexleytið. Drottningin hefur styttri vinnutíma og ef hún getur reynir hún að vera heima hjá börnunum. Eldri bömin tvö fara í skóla og eru fyrstu sænsku konungsbörnin sem umgangast alþýðubörn í sínum skólum. Karl Gústaf á örugglega margar skemmtilegar minningar tengdar þessari 300 ára gömlu höll. Á jólum safnaði Gústaf V. börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörn- um saman og útdeildi jólagjöfum í málverkasalnum í Drottningholm höllinni. Þar var tekið fram alls kyns gamalt dót og fengu börnin að leika sér að gömlu leikföngun- um. Konungsfjölskyldan hefur ekki haldið þessum sið. Eins og aðrar fjölskyldur vilja þau skapa sinn eigin stíl og hafa haldið jólin bæði að sænskum og þýskum sið. Ibúð sænsku konungsfjölskyld- unnar í Drottningholm er aðeins ætluð þeim sjálfum, þjónustufólki og nánustu ættingjum. Opinberir salir hallarinnar eru notaðir fyrir alls kyns móttökur, sérstaklega á sumrin. I meira en fjögur hundruð ár hef- ur kóngafólkið í Sviþjóð farið til Drottningholm til að hvíla sig á bæjarlífmu. Hins vegar voru það í upphafi mest konur sem þangað fóru á sumrin á meðan menn þeirra voru á veiðum eða við vinnu. Þeir komu þá aðeins í stuttar heimsókn- ir. Þarna var fyrst aðeins lítið hús, sem síðan var byggt við, kevpt húsgögn og dýrindis málverk. í dag eru innanstokksmunir hallarinnar frá mörgum ólíkum tímum. Það var Karl X. Gústaf sem lét byggja nú- verandi höllina í kringum 1660 en saga Drottningholm er þó miklu eldri. Samantekt -ELA Ný þýsk gæðafilma frá Agfa Meó 3 myndir frítt 12 og 24ra mynda litfilmurríar frá Agfa eru í raun 15 og 27 mynda. Þú færð því alltaf 3 í kaupbæti. plúsa Sveigjanleiki í lýsingu Nýja Agfa litfilman hefur mikið svig - rúm frá réttri ljósnæmisstillingú. Mikilvæg mynd verður því ekki ónýt. Náttúrulegir litir Nýja Agfa litfilman skilar þér myndum í sömu litum ttg mannsaugað nemur þá. Samanburður er sann færandi. AGFA+3 Alltaf Gæðamyndir AGFA A Stefan Thorarensen Siðumúli 32, 108 Reykjavik - Simi 91- 686044

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.