Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987. 11 Fallist í framsóknarfaðma? Langt er um liðið írá þeim vordög- um er landsmenn gengu til alþingis- kosninga. Allan þennan tíma hafa stjómmálaforingjar verið að ræða saman um myndun, eða ekki mynd- un, nýrrar ríkisstjómar. Hjá þeim hefur enn ekki gengið saman þótt nú sé látið líklega um niðurstöðu í næstu viku. Fari svo gæti ný ríkis- stjóm tekið við völdum um eða eftir 25. júní, þ.e. tveimur mánuðum eftir kjördag. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um samstjóm Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Þrátt íyrir allt sem á vmdan er gengið í fjandsamlegum yfirlýsing- um forystumanna sumra þessara flokka í garð hver annars kemur myndun slíkrar ríkisstjómar ekki á óvart. Þvert á móti. Ég minnist þess að morguninn eftir kjördag var ég spurður að því í umræðuþætti í ríkis- útvarpinu hver væri líklegasta stjórnarmyndunin. Ég svaraði því til að eftir mikið sjónarspil, sem sett yrði á svið af flokkunum og taka myndi langan tíma, væri langsenni- legast að mynduð yrði ríkisstjóm þessara þriggja flokka. Ekkert sem gerst hefur síðan gefúr tilefni til að breyta þeirri spá. Hvers vegna? Menn hafa spurt, einkum framan af stjómarmyndunartímabilinu: hvers vegna? og bent á þá staðreynd að þær breytingar, sem urðu í kosn- ingunum á styrkleika stjómmála- flokka og samtaka, hafi gefið vísbendingar um að kjósendur vildu annars konar ríkisstjóm. Það er auðvitað rétt. Sigurvegarar kosninganna voru jú Borgaraflokkurinn og Samtök um kvennalista. Sá flokkur, sem mestu tapaði, var hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn staðnæmdist sem brot af hefðbundinni stærð og var einungis bjargað frá hmni vegna góðrar frammistöðu formannsins í Reykjaneskjördæmi. Alþýðuflokk- urinn fékk mun minna fylgi en forysta hans vonaðist til og hafði ástæðu til að ætla af fylgisþróun síð- ustu missera fyrir kosningamar. Með þetta i huga segja menn sem svo: Varla em þessi úrslit merki þess að kjósendur vilji sjá þessa þrjá tap- flokka fara saman i ríkisstjóm? Því er til að svara að þótt þessar spumingar séu eðlilegar frá því sjón- armiði að breytingar á vilja almenn- ings, einsog þær koma fram í kosningaúrslitum, eigi að endur- speglast í breyttri stjóm landsins þá ganga þær engu að síður á skjön við kaldan raunvemleikann. Sá vemleiki, sem við búum við í stjómmálum, hvað sem menn kunna að segja á tylliöögum um vald og áhrif fólksins, e þessi: það er al- menningur í landinu sem kýs þingmenn með reglulegu millibili og ákveður þar með í reynd hvaða flokkar geta þingræðislega séð starf- að saman, þ.e. hafa til þess meiri- hluta á Alþingi. En það em fámennir hópar stjórnmálamanna sem mynda ríkisstjómir. Að kosningum loknum er valdið einfaldlega foringjanna. Og vangaveltur um hugsanlegan vilja almennings em fjarri huga þeirra þegar þeir leggja stjómar- myndunarkapal sinn. Annað skiptir þá miklu meira máli. Hvernig stjórn? Það er eðli ríkisstjóma að þær koma flestu því merkasta sem þær gera í framkvæmd á fyrri hluta kjör- tímabils, þ.e. á fyrstu einu til tveimur ámnum. Það sem síðar geríst er oft harla léttvægt, ef ekki beinlínis þjóð- inni til tjóns, einsog dæmin sanna. Það þarf því engan að undra að í þeim viðræðum, sem fram hafa farið að undanfömu, hefur mikið verið rætt um svokallaðar „fyrstu aðgerð- ir“. Þá er átt við aðgerðir í efnahags- málum fram til næstu áramóta. Það skiptir miklu máli fyrir árang- ur og afdrif þessarar næstu ríkis- stjómar hvemig hún tekur á málum í upphafi. Miðað við þær fréttir, sem borist hafa af fyrirætlunum forystumanna þessara þriggja flokka, verður ekki sagt að líkur séu á að slík ný stjóm fari vel af stað. Nokkur atriði hljóta að vekja þar sérstaka athygli: Mestöll orka foringjanna hefur farið í að hugsa upp og reikna út nýja skatta á almenning. Þessa skattpeninga á að nota til þess að troða upp í sum göt fjárlaganna og til þess að halda áfram útþenslu hins opinbera. I þessu skyni hafa menn rætt um að skattleggja helstu nauð- synjar almennings, svo sem einsog matvömr keyptar með greiðslukort- lun og bíla sem em fyrir löngu orðnir nauðsynleg hjálpartæki hverrar fjöl- skyldu og hækka með söluskatti um íjórðung verð nauðsynlegra heimilis- og atvinnutækja tæknialdarinnar, svo sem tölva. Alþýðuflokkurinn, sem hefur um árabil hamast gegn hagsmunakerfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, ekki síst í landbúnaðargeir- anum, virðist ætla að sættast á óbreytt ástand og jafhvel standa að því að henda í enn ríkara mæli skatt- peningum landsmanna í nær botn- lausa niðurgreiðsluhít þeirrar stefriu sem hefur nú síðast leitt stjómvöld út í það siðleysi í hungmðum heimi að kasta þúsundum, ef ekki tug- þúsundum, skrokka af kindakjöti á haugana. Ekkert hefúr af alvöm verið rætt um að hafa hemil á opinbera kerf- inu, laga það til eða spara í opin- berum rekstri, ef marka má yfirlýs- ingar sumra foringjanna sjálfra. Hvað segir þetta okkur? Líklega fyrst og fremst tvennt: Að ekki muni eiga sér stað sú vem Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aöstoðarritstjóri lega stefnubreyting með tilkomu Alþýðuflokksins í ríkisstjóm sem vænta mátti vegna yfirlýsinga for- ystumanna þess flokks undanfarin misseri. Að þau skilaboð, sem kjósendur sendu foringjunum með þeim miklu breytingum sem urðu á stöðu flokka í síðustu alþingiskosningum, munu ekki hafa áhrif á skipan næstu stjómar lýðveldisins. Vandræði í góðærinu Það hefur að sjálfsögðu vakið vemlega athygli manna að stjóm- málaforingjamir skuli nú, í miðju góðærinu, sitja viku eftir viku við að reyna að koma skikk á efriahags- málin eina ferðina enn. Ábyrgð á þessu ber fráfarandi rík- isstjóm. Hún hefur hleypt verðbólgunni á skrið á nýjan leik með ábyrgðarlaus- um hætti. Nýjustu tölur sýna að við erum enn á ný komnir í sérflokk með Tvrkjum og öðrum vanþróuðum ríkjum sem verðbólgukóngar. Hækkanir visitölunnar síðustu mán- uði má fyrst og fremst rekja til aðgerða opinberra aðila: beinna hækkana á opinberri þjónustu af ýmsu tagi eða hækkana sem leitt hafa af öskuhaugakerfi hinnar opin- bem landbúnaðarstefnu. Fjárlagahalli ríkisins skrifast einnig á fráfarandi ríkisstjóm vegna þess að þar er ekki um slys að ræða heldur meðvitaða stefriu. Steingrímur, Þorsteinn og Jón Baldvin sitja því við að reikna út nýja skatta á almenning til þess að mæta þeim vanda sem Þorsteinn og Steingrímur hafa sjálfir búið til í einu mesta góðæri sem þjóðin hefur þekkt. Jafnvel OECD-stofnunin í París. sem yfirleitt skammar ekki nokkum mann í skýrslum sínum, gat ekki hjá því komist að vara við því andvara- leysi gagnvart hugsanlegu bakslagi í efriahagsmálum sem felst í riðskiln- aði fráfarandi ríkisstjómar. Hér sannast auðvitað enn einu sinni að fjórða stjómarár ríkis- stjóma er þjóðinni hættulegast. Kannski það sé lausn að stytta kjör- tímabilið og kjósa til Alþingis á tveggja eða þriggja ára fresti? Hringdans Sérstök ástæða er til að rifja lítil- lega upp hringdans Jóns Baldvins i stjómarmyndunarleik síðustu mán- aða, ekki síst vegna þess að sú atburðarás segir svo mikið um is- lensk stjómmál samtímans. Síðustu misseri hefur Jón Baldvin talið tvo flokka öðrum verri. Framsóknarflokkurinn hefúr að hans áliti verið óalandi og óferj- andi, tákn þess kerfis sem Alþýðu- flokkurinn ætlaði að brjóta niður. Þess vegna ætti að setja Framsókn- arflokkinn til hliðar og láta aðra stjóma landinu, þ.e. Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Um þetta hefur formaður Alþýðuflokksins lát- ið falla mörg stór og þung orð sem auðvelt er að vitna til. Hin stjómmálasamtökin, sem Jón Baldvin taldi ósamstarfshæf í ríkis- stjóm, var Kvennalistinn. Um það gaf hann einnig afdráttarlausar yfir- lýsingar. Þegar ljóst varð skömmu fyrir kosningar að kloiningur Sjálfstæðis- flokksins myndi gera drauminn um viðreisnarmynstm- að engu sneri Jón Baldvin við blaðinu hvað Kvenna- listann áhrærði og bauð þingmönn- um hans upp á samstarf við Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk. Þetta bónorð ítrekaði hann strax eftir kosningamar en hélt áfram að útskúfa framsóknarmönnum. En fljótlega eftir kosningar vildi Jón Baldvin róa á önnur mið. Hann dró upp úr pússi sinu gamlan draum um nýsköpunarmvnstur, þ.e. sam- starf Sjálfstæðisflokks \dð Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag. Gefriar vom fjálglegar \-firlýsingar um möguleikana á nánu samstarfi A- flokkanna, gott ef ekki samruna, og þar með myndun blokkar sem yrði verðugur samstarfsaðili Sjálfstæðis- flokksins. enda em A-flokkamir sameiginlega með hliðstætt fylgi og Sj álfstæðisflokkurinn. Þessar hugmvndir gufuðu upp eftir nokkrar þreifingar og viðræður. Al- þýðubandalagið hvarf út úr mynd- inni og síðan Kvennalistinn einnig. En Jón Baldvin lét það ekki aftra sér. Einsog Faust forðum sneri hann sér í nevð sinni að hinum „vonda“ sem hann hafði áður hafnað, þ.e. Framsóknarflokknum. Og brátt hevrðust þau tíðindi að vel færi á með forvstumönnum þeirra fjand- flokka. Einhverjir þingmenn töluðu jafnvel um sögulegar sættir en fá- leikar hafa verið með þessum flokk- um síðan slitnaði upp úr hjónabandi hræðslubandalagsins fyrir um þrem- ur áratugum. Þessi hringdans er forvitnilegt skoðunarefni, ekki síst vegna þess hvað hann segir okkur um stefnu- festuna og prinsippin í íslenskum stjómmálum um þessar mundir. Það er svo forvitnilegt að velta því fyrir sér hvemig Alþýðuflokknum muni reiða af i framsóknarfaðmlag- inu. Faust átti sína Gretchen og barg því um síðir sálu sinni. Hvað með Jón Baldvin? Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.