Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNI' 1987. Fréttir Furðuleg skatt- heimta Fjöldi fclagsmanna í Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda hefur að undanfomu hringt á skrifstofu fé- lagsins og látið í ljós undrun sína með væntanlegan eignaskatt á bif- reiðir, sem talinn er munu nema um 1-1,5% af matsverði bifreiða án tillits til efhahags eigenda. Svo segir í fréttatilkynningu sem DV hefur borist frá FÍB, sem lýsir furðu sinni með þessa skattheimtu Enn fremur segir: „Ekki virðist ætlun að leggja þennan skatt á eftir venjulegum reglum um út> svar, tekjuskatt né eignaskatt, heldur virðist hann eiga að vera fasteignaskattur á bifreiðir. Fas- teignaskattur er lagður á að mestu án tillits til efhahagsstöðu þess sem skrifaður er fyrir eigninni, enda ekki óeðlilegt þar sem slíkur skatt- ur felur í sér greiðslu á ýmiss konar þjónustu fyrir notendur eignarinn- ar. Slika skatta leggja bæjarfélögin á og veita þjónustu í staðinn.'* Þá er vikið að því að þjónusta ríkisins við bifreiðaeigendur er greidd með ýmiss konar gjöldum, til að mynda skráningargjaldi, og álag ríkisins oft mjög hátt. Varð- andi skatta á rekstrarvörur bif- reiða segir í bréfinu að einungis 30% af þeim séu notuð til þjónustu við bifreiðaeigendur eða vegfa- rendur, annað fari í samsóun ríkisins. Síðan segir: „Þessi „fasteigna- skattur" á bifreiðir mun fela i sér gróft brot á því sérstæða og vitur- lega samkomulagi aðila vinnu- markaðarins og ríkisstjórnarinnar í febrúar 1986, sem leiddi til stöðug- leika verðlags og minnkandi verðbólgu, landsmönnum öllum til hagsbóta. Ef af þessari skattlagn- ingu yrði, með þeim hætti sem áður er lýst í ofannefhdri fregn, þá væru stjómvöld að svíkjast aft- an að því láglaunafólki, sem á umliðnu ári eignaðist í fyrsta sinn bifreið á eðlilegu verði í þeirri trú að fjármunir þeirra yrðu ekki teknir til baka með nýstárlegri skattlagningu." -JFJ Fræðslustjórínn á Vestfjörðum Skólastjórinn hefur staðið sig vel „Ég harma það að sættir hafa ekki tekist og óttast það að tillaga skólanefhdarinnar skaði skólann og starfið sem þar þarf að vinna. Ég hefði talið gmndvöll vera fyrir sátt- argerð ef vilji hefði verið fyrir hendi og ágreiningsmálin þannig jöfnuð án þessara aðgerða," sagði Pétur Bjamason, fræðslustjóri á Vestfjörð- um, um málefni Héraðsskólans á Reykjanesi en þar hefur skólanefnd- in farið fram á að skólastjórinn láti af störfum. Pétur sagði að skólanefndin hefði skrifað greinargerð þar sem hennar sjónarmið kæmu fram en þar er tal- að um agaleysi, að ekki sé staðið nógu vel við bakið á kennurum og ekki farið eftir tilmælum skólanefnd- ar um ýmsa hluti. Pétur bjóst vart við sáttum úr þessu en undirstrikaði að það hefði hann talið æskilegast og lagt fram bókun þess efnis. Pétur sagði að ef Skarphéðinn Ól- afsson léti ekki sjálfviljugur af störfum myndi málið að öllum lík- indum koma til kasta ráðuneytisins sem tæki endanlega ákvörðun í þessu máli en Skarphéðinn lýsti því yfir í DV í gær að hann myndi sitja sem fastast. „Ég sem fræðslustjóri hef enga ástæðu til annars en að bera honum gott orð. Það hafa verið margvísleg agavandamál þama eins og í öðrum slíkum stofnunum og ákvarðanir skólastjóra því umdeildar." Hefur skólastjórinn þá að þínu mati gegnt starfi sínu vel? „Það er mitt mat, já.“ -JFJ Hálfdán með einn af hundum sinum, tíkina Rósu. DV-mynd GVA Maðurinn sem drap hundana: „Tel mig vera í fullum rétti“ „Ég tel mig vera í fullum rétti að drepa hundana á mínu landi. Það er margbúið að kvarta undan þessum hundum, þeir hafi bitið fé. Auk þess hafa þeir ekki verið þrifnir eins og lög gera ráð fyrir. Fé hefur verið dæmt í annan flokk vegna hundsbits en við þögðum alltaf yfir þessu til að hlífa kallinum,“ sagði Ólafur Guðmundsson en hann er einn þeirra sem nýverið drápu fjóra af hundum Hálfdáns Ólafssonar að Uppsölum í Seyðisfirði við Isafjarðardjúp. Allt fr á árinu 1979 hafa verið deilur milli Ólafs Guðmundssonar og Hálf- dáns Ólafssonar vegna hundaræktar Hálfdáns. Ólafur er ættaður frá Hnjótum, næsta bæ við Uppsali, sem nú er í eyði. Ólafur var með bú á Eyri í Seyðisfirði til skamms tíma og segir Ólafur að á þeim tíma hafi hann átt í stöðugum vandræðum með hunda Hálfdáns. Ólafur vill meina að hundar Hálfdáns séu ekki þjálfað- ir til eins né neins, þetta séu allt villihundar. í sama streng tók Magn- ús Jónsson, bóndi að Minni- Hnappadal í Álftafirði, hann segist hafa klagað til yfirvalda fjórum til fimm sinnum á undanförnum árum vegna hundanna. „Síðastliðinn vetur taldi ég þrjátíu og tvo hunda hér í fjallshlíðinni. Aðrir eru skyldugir til að þrífa sína hunda en Hálfdán kemst upp með það að hafa sína hunda óþrifna, það er erfitt að sjá hvers vegna,“ sagði Magnús Jóns- son. Ólafur Guðmundsson sagði að hann myndi ekki hika við að keyra á hunda Hálfdáns yrðu þeir á vegi hans. Þetta væru villihundar sem aldrei hefðu veitt mink eða tófu. Að minnsta kosti hefði Hálfdán ekki skilað einu einasta skotti hingað til. Hálfdán Ólafsson sagði Ólaf ljúga þessu, hundar sínir legðust ekki á fé, þeir eltu ekki bíla og létu fólk í friði. -sme í dag mælir Dagfari Hver verður forsætis? Nú virðist allt klappað og klárt í myndun nýrrar ríkisstjómar. Mál- efnin liggja fyrir eftir að kratamir ákváðu að bakka með öll stefnumál sín og íhaldið ákvað að bakka með stefhumál sín og Framsókn ákvað að bakka með stefnumál sín. Hvað gera menn ekki fyrir þjóðina þegar ráðherrastólamir em annars vegar? Þríflokkamir em meira að segja búnir að koma sér niður á það hvað gera skuli til að byrja með, sem er ákaflega lofsvert, enda nauðsynlegt að gera eitthvað til að byija með ef ekkert verður gert þegar fram í sæk- ir. Þeir kalla þetta fyrstu aðgerðir, en um þessar fyrstu aðgerðir hefur staðið nokkur ágreiningur því nú- verandi stjómarflokkar vildu lengi vel að ekki jrði gripið til fyrstu að- gerða. Með því urðu þeir að viður- kenna að eitthvað væri ógert frá tíð núverandi ríkisstjómar, en það stangast á við það sem þeir sögðu í kosningabaráttunni og er ekki nógu gott. Þessu hafa þeir líka kyngt af tillitssemi við þjóðina sem er orðin langþreytt eflir nýrri ríkisstjóm og þeir sjálfir orðnir langþreyttir eftir nýjum ráðherrastólum. Það er aðeins eitt vandamál eftir. Hver á að verða forsætisráðherra? Allir em þeir jafhhæfir, Jón Bald- vin, Þorsteinn og Steingrímur, og því er úr vöndu að ráða. Lítum að- eins á nokkrar staðreyndir sem mæla með hveijum og einum. Jón Baldvin Hannibalsson er bú- inn að leiða þessar stjómarmyndun- arviðræður. Hann hefur umboðið frá forsetanum. Hann hefur kokgleypt stærsta bitann með því að fallast á að Framsóknaráratugurinn ffam- lengist í tvo áratugi. Jón Baldvin drap Bandalag jafnaðarmanna, bauð þingmönnum þess í framboð fyrir Alþýðuflokkinn þar sem vonlaust var að þeir næðu kjöri. Hann jók . þingmannatölu Alþýðuflokksins nægilega til að drepa núverandi rík- isstjórn og hefur síðan lagt sig fram um að endumýja hana. Þessi maður er réttborinn til forystu, samkvæmt baráttuaðferðinni: ifyou cannot beat them, join them. Steingrímur Hermannsson er nú- verandi forsætisráðherra. Vinsældir hans eru svo miklar að Framsóknar- flokkurinn stendur í stað í kjörfylgi þótt enginn vilji lengur með flokkinn hafa. Steingrímur var ómögulegur sjávarútvegsráðherra. Hann var ómögulegur landbúnaðaráðherra. Hann verður ómögulegur utanrík- isráherra. Hann er eini íslendingur- inn sem er ómögulegur í allt annað heldur en að vera forsætisráðherra. Þar að auki fældi Steingrímur Stefán Valgeirsson úr Framsóknarflokkn- um en hefur síðan boðið honum formlega aftur til liðs við Framsókn upp á býtin: if you cannot beat them, join them. Þessi maður er réttborinn til forystu. Þorsteinn Pálsson er ekki lengi búinn að vera formaður í Sjálfstæð- isflokknum. Þó hefur hann unnið það afrek að fækka kjósendum flokksins um þriðjung. Hann fældi Albert í sérframboð vegna þess að hann vill ekki hafa menn í flokknum sem draga að fylgi. Þorsteinn er greinilega sams konar snillingur og Jón Baldvin í því að drepa flokka, þó að sá sé að vísu munurinn að Jón Baldvin drepur aðra flokka meðan Þorsteinn drepur sinn eigin. Þar að auki er Þorsteinn í þeirri aðstöðu að geta kálað öllun núverandi ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins að undanskildum sjálfum sér. Hann starfar eftir sömu kenningu og hin- ir: if you cannot beat them, join them. Með því formerki þó að Þor- steinn vill þannig stækka hópinn sem er á móti flokknum en ekki þann sem er í honum. Þorsteinn hefur alla burði til að verða góður forsætisráðherra. Allir hafa þeir þremenningamir það sameiginlegt að koma öðrum fyrir kattarnef. Jón Baldvin fyrrver- andi þingmönnum Bandalagsins, Steingrímur sjálfum sér og Þor- steinn samheijum sínum og flokks- mönnum. Allir ættu þeir að fara létt með að drepa ríkisstjórnina. Það er algert aukaatriði þótt mál- efnin sé rýr. Engu skiptir þótt flokkamir bakki með stefhumál sín. Aðalatriðið er að næsti forsætisráð- herra sé vanur maður í að koma sjálfum sér, flokki sínum og ríkis- stjórn fyrir kattamef sem fyrst; Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.