Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
Útlönd
Muammar Gaddafi, ieiðtogi Líbýu, sagði í gær að ef arabaríki vildu ná
virðingu yrðu þau að koma sér upp kjamorkuvopnum. Sagði hann kjam*
orkuvopn vera nauðeynleg sem vamarvopn og að Arabarfki yrðu að vera
reiðubúin að beita þeim ef öryggi þeirra og sjálfetæði væri ógnað. Sagði
Gaddafi að arabar yrðu að hafa undir höndum slík vopn þar til þeir væm
orðnir þúsund milljónir að tölu, þar til þeir lærðu að gera drykkjarvatn úr
sjó og þar til þeir frelsuðu Palestínu. Yrði þessum vopnum beitt ef öryggi
ríkjanna væri ógnað, hvort sem þaö væri með eða án kjamorkuvopna.
Fred Astaire látinn
Pred Astaire lést i gær, áttatíu og átta ára gamall, úr lungnabólgu á
sjúkrahúsi í Century City, einni af útborgum Los Angeles í Bandaríkjunum.
Astaire lék í miklum fjölda kvikmynda, flest dans-og söngvamyndir, og varð
einkum kunnur fyrir leik sinn með stjömunni Ginger Rogers. í upphafi fer-
ils síns var Astaire ekki talinn til mikils líklegur því umboðsmaður einn
sagði um hann að hann gæti hvorki leikið né dansað vel og væri að auki
ofurlítið sköllóttur. Á löngum og gifturíkum feili hefur Astaire þó afsannað
þessar kenningar.
Hamadei verður ekki framseldur
Gabriele Steck-Brommer, skipaður lögfræðingur Mohammed Ali Hama-
dei, sem talinn er hafa verið einn af flugræningjum þeim sem tóku þotu frá
Trans World Airlines traustataki árið 1985, fagnaði í gær þeirri ákvörðun
stjómvalda í Vestur-Þýskafandi að framselja Hamadei ekki til Bandaríkj-
anna.
í flugráni því, sem Hamadei er talinn hafa átt aðild að, var einn bandarísk-
tn- farþegi í þotunni, kafari úr bandaríska sjóhemum, myrtur.
Talið er að Hclmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, hafi tekið þessa ákvörð-
un í þeirri von að komn í veg fyrir að v-þýskir gíslar, sem em í haldi í
Líbanon, verði myrtir.
Talið er að embættismenn V-Þýskalands skýri Bandaríkjamönnum frá því
í dag að Hamadei verði sóttur til saka fýrir rétti í Frankfurt, fyrir fiugrán,.
morð og að hafa haft sprengiefhi undir höndum.
Dauðadómur fyrir morðtilraun
Kínverskur háskólastúdent, sem fyrr í ies. um mánuði særði átta af starfe-
mönnum háskóla síns með hnífi, var í gær dæmdur til dauða. Pilturinn réðst
inn á fund í skólanum eftir að hafa verið vísað úr skóla fyrir lélegan náms-
árangur og veittist að skólastjóra og sjö öðrum starfemönnum með hnffi.
Hann komst síðan undan á hjóli.
Ný tegund kæUgama frá Japan
Japanir sýndu í gær í fyrata sinn nýja tegund kælikerfa fyrir gáma sem
þeir fullyrða að geri kleift að fiytja osta og önnur fersk matvæh með skipum
fyrir þriðjung af því sem það kostar að flytja þau með flugvélum.
Kælikerfi þetta, sem hægt er að setja í venjulega gáma, á aó halda matvæl-
unum við rétt hitastig og rakastig í allt að sextíu daga.
Kælikerfi þetta hefur þegar verið reynt og farmur af camembertosti, sem
sendur var frá Frakklandi til Japan fyrr á þessu ári, var úrskurðaður í full-
komnu ástandi við komuna þangað þrátt fynr þijátf u og fimm daga á hafi úti.
Segja Japanir að kæUkerfi þetta megi nota til að flytja ávexti og græn-
meti og að hægt verði að flytja gámana á flutningabifreiðum landveg ef á
þurfi að halda.
Sovétmenn ekki hasfir enn
Háttsettir bandarískir embættismenn munu í næsta mánuði skýra sovésk-
um starfebræðrum sfnum frá þvi að bandarísk stjómvöld telji ekki að
Sovétmenn hafi áunnið sér rétt til að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefhu um
lausn á deilumálum Mið-Austurlanda.
Auk þess að fjalla um leiðir til að binda enda á átök araba og ísraela í
Mið-Austurlöndum er búist við að fyrirhuguð ráðstefna fjalli um styrjöldina
milli fran og írak, svo og Afganistan. Shultz, utanrfkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagði nýlega að Sovétríkin gætu leikið stórt hlutverk í friðarmálum
í Mið-Austurlöndum en hefðu hins vegar ekki enn sýnt vilja til að gera
það. Hann sagði að Sovétraenn yrðu þess vegna að sýna fram á hæfiú sína
til að taka þátt í ráðstefhu af þessu tagi áður en aðild þeirra yrði sam-
þykkt. Ekki hefrtr verið tiltekið hvað Sovétmenn þurfa til að vinna.
Boðar þjóðarstyrjöld
til hægri sem vinstri
Corazon Aquino, forseti Filippseyja,
boðaði í gær „þjóðarstyijöld" gegn
bæði vinstri og hægri mönnum sem
nú reyna að steypa ríkisstjórn hennar
á eyjunum. Sagði Aquino í gær að
óvinir ríkisstjómarinnar, bæði til
hægri og vinstri, hefðu ekki látið af
herferðum sínum gegn lýðræði í
landinu, þrátt fyrir að þjóðin hafhaði
þeim í kosningunum í síðasta mánuði.
Sagði Aquino að það væri friður og
frelsi þjóðarinnar sem þessir aðilar
reyndu að eyðileggja og því væri
greinilega þörf á þjóðarstyrjöld gegn
hermdarverkum þeirra.
Aquino gaf þessa yfirlýsingu sína i
ræðu við afinælishátíð filippínska flot-
ans sem var 89 ára í gær. Hún gaf þá
yfirvöldum hers og vamarmála fyrir-
mæli um að skipuleggja aðgerðir til
þess að nota vald þjóðarinnar til þess
að stöðva hryðjuverkin.
Aquino sagði að fyrirsátin sem gerð
var presti einum um síðustu helgi, svo
og morð á þrjátíu og tveim lögreglu-
mönnum á þessu ári og sprengjutil-
ræði við opinberar byggingar í
Corazon Aquino, forseti Filippseyja, kemur til afmælishátíðar (ilippinska
sjóhersins þar sem hún boðaði herferð sína. -Símamynd Reuter
verkamenn og uppræta þá.
Aquino skýrði frá því í gær að hópar
andkommúnista sem skipulagt hafa
borgaralega aðgerðahópa, myndu fá
að bera skotvopn. Hins vegar yrði
þeim gert að starfa undir stjóm hers
eða lögreglu.
Manila, væm allt merki örvæntingar
og tilraunir til að ná aftur með ógnun-
um því sem óvinir stjómarinnar hafa
glatað í kosningum.
Hún sagði að slíkt yrði ekki heimil-
að, stjómvöld myndu stöðva hryðju-
Opinn vopnamarkaður í Evrópu
Hermaður gætir vamarmálaráðherra 13 NATO-ríkja sem ákváðu i gær að
gera vopnaiðnaðinn í Evrópu ábatasamari.
Vestur-Evrópa á að verða einn
vopnamarkaður og framleiðsla og sala
á vopnum NATO-ríkjanna í Evrópu
verður samræmd. Þetta var niður-
staða fundar vamarmálaráðherra 13
NATO-ríkja í Evrópu sem funduðu í
Sevilla á Spáni í gær.
Ráðherrarnir komu sér saman um
drög sem hafa það að markmiði að
gera Vestur-Evrópu sjálfetæðari
vopnaframleiðanda. Einnig á vopna-
framleiðslan að verða ábatasamari
atvinnuvegur en hingað til. Drögin
gera ráð fyrir að fyrirtæki í einu ríki
geti tekið að sér að framleiða hergögn
fyrir annað ríki en stefhan hingað til
hefur verið sú að hvert ríki um sig
framleiði sem mest af þeim hergögnum
sem það notar.
Andrew Young, vamarmálaráð-
herra Bretlands, sagðist vona að fleiri
ríki fylgdu fordæmi Breta og gæfu sem
flestum smáfyrirtækjum tækifæri til
að þéna á hergagnaiðnaðinum með
því að gera þau að undirverktökum í
stærri verkefnum.
Þessi ákvörðun vamarmálaráðherr-
anna stuðlar að því að gera efhahagslíf
viðkomandi þjóða enn háðara fram-
leiðslu á vopnum. Vopn og framleiðsla
þeirra em hætt að vera hluti af vöm-
um sjálfetæðra ríkja, eins og áður var.
Hergagnaframleiðsla er fyrst og fremst
orðin ábatasamur atvinnuvegur og
engu máli skiptir í hvaða höndum þau
á endanum lenda.
Olympíuleikamir verða
haldnir í Suður-Kóreu
Þrátt fyrir miklar óeirðir í Suður-
Kóreu undanfarið og þá hótun
kommúnistaríkja að taka ekki þátt í
ólympíuleikum þar hefur Alþjóða
ólympíunefndin ekki uppi neinar áætl-
anir um að flytja leikana þaðan til
annarrar borgar. Talsmaður nefndar-
innar sagði í gær að engar breytingar
hefðu orðið á afetöðu hennar, að
ákveðið hefði verið að halda ólympíu-
leikana 1988 í Seoul og í Seoul yrðu
þeir haldnir.
Undanfamar vikur hafa víða skotið
upp kollinum efasemdir um að mögu-
legt reynist að halda leikana í S-Kóreu
næsta sumar. Hafa tvær borgir þegar
boðist til að halda leikana, það em
Los Angeles í Bandaríkjunum og V est-
ur-Berlín. Báðar borgimar segjast
reiðubúnar til þess að halda leikana
með stuttum fyrirvara, enda séu öll
Ólympíufáninn veröur dreginn að hún
við ráðhús Seoul, höfuðborgar S-
Kóreu, í dag til þess að minnast
stofnunar Alþjóða ólympiuhreyfingar-
innar árið 1894. Símamynd Reuter
nauðsynleg mannvirki þegar fyrir
hendi.
Tillaga bo.rgarstjóra V-Berlínar
hljóðaði upp.á að bæði Austur- og
Vestur-Berlín myndu halda leikana í
sameiningu. Stjómvöld í A-Þýska-
landi hafa þegar hafnað þeirri
hugmynd sem óraunhæfri.
Olympíuleikamir voru haldnir í Los
Angeles árið 1984. í Berlín hafa þeir
ekki verið haldnir síðan 1936.
Það hefur aldrei komið fyrir, frá því
að ólympíuleíkamir vom endurreistir
árið 1896, að hætt hafi verið við þá
vegna innanlandsátaka. Þrisvar hefur
ólympíuleikum verið afetýrt, það er
árin 1916,1940, þegar þeir áttu að vera
í Helsinki, og 1944, en þá áttu þeir að
vera í Tokýo. I öll skiptin var leikun-
um aflýst vegna heimsstyrjalda.