Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Síða 9
9
#......... ' "
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
DV
Krefjast aðgerða
af hálfu stjórnar
Um sjö hundruð og fimmtíu þús-
imd manns tóku í gær þátt í
mótmælaaðgerðum í Barcelona á
Spáni vegna sprengjutilræðis Baska
þar í borg á föstudag þegar seytján
ve^farendur létu lífið í sprengingu í
bílageymslu við stórverslun. Reiði-
öldur þær, sem gengið hafa yfir Spán
frá því á föstudag, virðist ekki ætla
að lægja að sinni. Spánverjar neita
að taka skýringar ETA, aðskilnað-
arhreyfingar Baska, gildar og fjöl-
miðlar krefjast þess nú að stjómvöld
í landinu grípi til afgerandi aðgerða
gegn hryðjuverkamönnum.
Mótmælaaðgerðimar í gær vom
hinar fjölmennustu sem sögur fara
af í Barcelona. I fararbroddi fyrir
mótmælagöngunni gengu Jordi Pu-
jol, forseti héraðsstjómar Katalóníu,
og Jesus Eguiguren, forseti þings
Baska.
Felip Gonzalez, forsætisráðherra
Spánar, átti um síðustu helgi tvo
langa fundi með Jose Barrionuevo,
innanríkisráðherra landsins, þar
sem þeir ræddu hugsanlegar aðgerð-
ir gegn ETA.
Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA,
hefúr lýst ábyrgð á sprengingunni á
hendur sér, en segir að mistök hafi
orðið í sambandi við hana því alls
ekki hafi verið ætlunin að myrða svo
marga almenna borgara sem raun
varð. Hefur hreyfingin beðist afsök-
unar á atburðinum.
Hundruð þúsunda Spánverja fóru í gær í mótmælagöngur um götur Barcelona vegna sprengjutilræðis Baska
í síðustu viku. Þeir krefjast nú aðgerða af stjórnvöldum.
Simamynd Reuter
Kongsbergmálið
vindur upp á sig
Björg Eva ErlendsdóttirJDV, Osló
Sala Kongsberg Vaapenfabrikk á
hátæknibúnaði til Sovétríkjanna
dregur sífellt lengri dilk á eftir sér.
Johan Jörgen Holst, vamarmálaráð-
herra, fer í kvöld til Bandaríkjanna
til að reyna að blíðka þarlend stjóm-
völd.
Nefhd á vegum norsku ríkisstjómar-
innar hefur komist að þeirri niður-
stöðu að herða þurfi reglur um sölu á
tæknibúnaði til landa Varsjárbanda-
lagsins. Thorvald Stoltenberg, utan-
ríkisráðherra, segir að nýju reglumar
þurfi að taka gildi samstundis. Sam-
kvæmt þeim verður hert eftirlit með
öllum fyrirtækjum sem selja tækni-
búnað til austantjaldsríkjanna. Auk
þess verða þyngri refsingar við brotum
á COCOM reglunum sem kveða á um
hverskonar tæknibúnað megi selja til
þessara landa. Fram til þessa hafa
brot á COCOM reglunum varðað allt
að 6 mánaða fangelsi en núna eiga
slík brot að geta haft í för með sér
allt að 5 ára fangelsi.
Stoltenberg sagði einnig að Kongs-
berg vopnaverksmiðjan þyrfti að gera
nákvæma grein fyrir viðskiptmn sín-
um við Sovétríkin allt frá 1970.
Kongsbergmálið hefúr nú þegar haft
alvarleg áhrif á samskipti Bandaríkj-
anna og Noregs. Fyrir sjálfa vopna-
verksmiðjuna er málið spuming um
líf og dauða. Verksmiðjan hafði í sjón-
máli samning við Bandaríkin um sölu
á Penguin rakettum til bandaríska sjó-
hersins. Hætti Bandaríkjamenn við
þennan samning, á verksmiðjan sér
ekki viðreisnar von.
Mikið álag er á íbúum Kongsberg
en samfélagið þar er háð tilvist vopna-
verksmiðjunnar. Læknar og sálfræð-
ingar hefja brátt rannsóknir á
íbúunum til að kanna hvaða áhrif
óvissan hefúr á þá.
Gangrýni Bandaríkjanna í garð
Noregs og Japan sem einnig átti þátt
í Sovétviðskiptunum, verður sífellt
harðari. New York Times skrifaði í
gær að japanska Toshiba fyrirtækið
og Kongsberg Vaapenfabrikk hefðu
eyðilagt forskot það sem NATO ríkin
hefðu haft á Sovétríkin í kafbátahem-
aði. Ennfremur að stjómvöld beggja
landanna hefðu sýnt málinu fullkomið
kæmleysi með því að taka málið ekki
föstum tökum.
Norsk stjómvöld reyna nú að bjarga
því sem bjargað verður af vináttu
Bandaríkjanna því mikið er í húfi.
Aðallega geta Norðmenn tapað fé
vegna vináttuslitanna en staða Noregs
innan NATO hefur einnig áhrif.
Gro Harlem Bmndtland, forsætis-
ráðherra, hefur ritað Reagan, Banda-
ríkjaforseta persónulegt afsökunar-
bréf þar sem hún boðar herta löggjöf
í Noregi til að Kongsberg málið endur-
taki sig ekki.
Viðbrögðin við bréfi Brundtlands
eru misjöfri í Noregi. Formaður
Vinstrisósíalista, Theo Koritzinsky.
segir að Bandaiíkjamenn hafi sýnt
með framkomu sinni að það séu þeir
sem ákveði leikreglumar þegar um
sölu á viðkvæmum búnaði til Varsjár-
bandaiagsríkja sé að ræða. Noregur
hefur undanfarið átt það til að vera
óþægt NATO-land. Nú hafi Banda-
ríkjamenn tak á Norðmönnum og geti
komið í veg fyrir frekari hliðarspor
þeima í framtíðinni „Gro Harlem
Brundtland leggst við fætur Ronalds
Reagans," segir formaður Vinstrisós-
íalista.
Jan P Syse, formaður þingflokks
Hægrimanna, fannst bréfið skynsam-
legt og sagði að sérhvert landi >töí
að þjóna sínum hagsmunum í viðskipt-
um við önnur ríki.
Óeirðirnar i Seoul, höfuðborg S-Kóreu, halda áfram þótt stjórnmálaflokkar
landsins virðist þokast i samkomulagsátt. Símamynd Reuter
Þokast í samkomu-
lagsátt í
Hægt og sígandi virðist þokast í
samkomulagsátt í deilumálum ríkis-
stjómar og stjómarandstöðu i
S-Kóreu og virðast báðir aðilar nú
reiðubúnir til að leita málamiðlunar-
lausnar. Ekkert lát hefúr þó orðið á
óeirðum stúdenta í Seoul, höfuðborg
S-Kóreu, og í gær kom til átaka
milli tugþúsunda þeirra og sveita
óeirðalögreglu í borginni.
Bandarísk stjómvöld hafa sent
háttsettan embættismann til Seoul
til viðræðna við bæði ríkisstjóm
S-Kóreu
landsins og stjómarandstöðu. Hafa
Bandaríkjamenn hvatt Suður-
Kóreumenn til að leysa vandamál
sín án íhlutunar af hálfu hers lands-
ins. Sendimaður Bandaríkjastjómar,
Gaston Sigur aðstoðamtanríkisráð-
herra, mun ræða við Kóreumenn í
dag og á morgun. Hann hefur lýst
því yfir að hættan á byltingu hersins
i landinu sé auðvitað alltaf fyrir
hendi en hins vegar telji hann hana
ekki mikla nú sem stendur.
Útlönd
Tyrklr hóta endur-
skoðun á NATO-aðild
Kenan Euren, forseti Tyrklands,
sagði í gær að Tyrkir kynnu að
taka til endurskoðunar aðild sína
að Atlantshafsbandalaginu í ljósi
þeirrar afstöðu Evrópuþingsins að
viðurkénna fúllyrðingar Armena
um þjóðarmorð ú þeim í fyrri
heimsstyijöld.
Leiðtogar Tyrkja hafa lýst þeirri
skoðim sinni að þessi yfirlýsing
Evrópuþingsins hafi verkað hvetj-
andi á aðskilnaðarsinna meðal
Kúrda sem um síðustu helgi myrtu
þijátíu íbúa smáþorps í Tyrklandi.
I ræðu í gær sagði Euren að það
gæti verið gagnlegt að setjast nið-
ur og endurskoða að nýju
NATO-aðild Tyrklands. Sagði
hann að hklega yrði næsta skref
Evrópuþingsins að krefjast þess að
Tyrkir gæfu Armenum eftir hluta
lands síns, vegna ofsóknanna gegn
þeim fyrr á öldinni.
„Jafrivel Varsjárbandalagið ger-
ir ekki slíkar kröfúr á hendur
Tyrklandi. Þessar kröfúr koma frá
Grikkjum, frá öðmm aðildarríkj-
um (að NATO). Slíkt stenst ekki,
slik bandalög standast ekki,“ sagði
forsetinn í rasðu sinni.
BÍLASALAN
HLÍÐ
Borgartúni 25,
SÍMAR 17770 og 29977
M. Benz 608 D árg. 1981, langur,
m/kúlutoppi, ekinn 160 þ. km.
Verð 795.000
Scout II árg. 1976, 8 cyl. Verð
265.000.
Sýnishorn úr
söluskrá
Toyota Corolla 1300 árg. 1986.
Verð 345.000.
Ford Escort 1300 árg. 1986.
Subaru station árg. 1985.
Verð 540.000.
Honda Accord E.X. árg. 1985.
M.M.C. Pajero (stuttur) árg. 1985,
ek. aðeins 23 þ. km.
Daihatsu Charade árg. 1983,
ek. aðeins 33. þ. km.
Lada Lux árg. 1985,
ek. aðeins 13. þ. km.
Toyota Cressida dísil árg. 1983,
ek. aðeins 70. þ. km.
Subaru station árg. 1984.
Verð 440.000
Subaru station árg. 1983.
Verð 355.000
M.M.C. Sapporo (2000) árg. 1982,
ek. aðeins 62. þ. km.
Mazda 323 G.T. árg. 1982,
ek. 55 þ. km.
Mazda 929 station árg. 1981,
ek. aðeins 69. þ. km.
Mikil sala - Vantar allar
gerðir bíla á skrá
og á staðinn.
Opiö öll kvöld til kl. 22.00
nema laugardaga til kl.
18.00.
Sunnudaga frá kl. 13.
00-17.00.
Sölumaður: Þorfinnur
Finnlaugsson.