Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987. 13 dv __________Neytendur Hver er réttur okkar? Ýmsar heimildarbætur vasapeninga, sem eru 3.928 kr. á mánuði. Mæðra- og feðralaun er heimilt að greiða til maka lífeyrisþega þegar bætur almannatrvgginga falla niður vegna vistunar á stoíhun. Elliheimilsvist. Ef fólk vistast á elliheimili rennur ellilífeyrir og tekjutrygging til greiðslu á gjaldinu, sem nú er 36.196 kr. á mánuði. Ellilíf- eyrir og tekjutrygging er óskert, 20.747 kr., svo Tiyggingastofnunin greiðir mismuninn, kr. 15.449, fyrir þá, sem engar aðrar tekjur hafa, í formi uppbótar. Auk þess fær vist- maðurinn greidda vasapeninga. kr. 4.674, á mánuði. Aftur á móti þurfa þeir vistmenn, sem einhveija aðrar tekjur hafa, t.d. eftirlaun. að taka þátt í kostnaðinum af vistgjaldinu eftir ákveðnum regl- um. - Gilda bæði fyrir elli- og örorkulífeyrisþega Tiyggíngamál: Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhveijar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavik. Uppbót er heimilt að greiða vegna lyfjakostnaðar, hárrar húsaleigu, umönnunar eða vistunar á stofnun. Umsókn þarf að fylgja læknisvottorð eða húsaleigukvittanir þegar það á við. ' Makabætur er heimilt að greiða maka lífeyrisþega, sem ekki fær líf- eyri sjálfur, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi svo sem umönnun lífeyr- isþegans. Hámark makabóta er 16.598 kr. á mánuði. Barnalífeyrir. Tryggingaráð getur ákveðið að greiða bamalífeyri með bömum ellilífeyrisþega ef þau em innan við 18 ára aldur. Örorkulífeyr- isþegi á aftur á móti skilyrðislausan rétt á bamalífeyri og er hann greidd- ur tvöfaldur ef foreldramir em báðir lífeyrisþegar. Barnalífeyrir með hveiju bami er 4.642 kr. á mánuði. Nýlega vom samþykkt lög um að lífeyrisdeild væri heimilt að fram- lengja greiðsluna til 20 ára aldurs ef um skólanám bams væri að ræða. Bifreiðastyrk er heimilt að greiða vegna rekstrar bifreiðar, sem bóta- þega er nauðsyn að hafa vegna hreyfihömlunar. Styrkurinn er greiddur ársfjórðungslega og miðast við verð á 200 1 af bensíni í hvert skipti. Bifreiðalán em einnig veitt í svip- uðum tilfellum. Nema þau 80 þús. kr. en 140 þús. kr. til þeirra sem eru mjög hreyfihamlaðir. Endurgreiðast þau á 3 eða 4 árum og bera 8% vexti. Sjúkrahúsvist. Dveljist lífeyrisþegi lengur en einn mánuð á stofhun, þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir hann, fellur lifeyrir hans niður ef vistin hefur verið lengri en 4 mánuð- ir alls á undanfömum 24 mánuðum. Þó er ævinlega greiddur útskiáftar- mánuðurinn. Heimilt er þó að víkja frá þessum tímamörkum ef sérstak- lega stendur á. Sjúklingurinn heldur þó öðrum tekjum, t.d. eftirlaunum, en ef hann er alveg tekjulaus fær hann greidda Mataikostnaður aðeins hæni en í páska- mánuðinum „Heimilishaldið gengur sinn va- nagang - upp. Matarkostnaður aðeins lægri en í páskamánuðinum eða tæpl 7 þús. kr. á mann. „Ann- að“ miklu hærra eða rúml. 80 þús. kr.,“ segir m.a. í bréfi frá I.H., vin- konu okkar. I.H. skrifar okkur jafnan bréf einu sinni í mánuði þegar hún sendir okkur upplýs- ingaseðilinn. Það er hressandi að fá bréfin frá I.H. og við birtum þau eða kafla úr þeim svo aðrir geti notið þeirra með okkur. í upphafi þessa bréfs kvartar I.H. yfir fyrirkomulagi á Eurovision keppninni, en þar sem svo langt er síðan keppnin var haldin og rætt hefur verið um þetta mál á öðrum vettvangi sleppimi við þeim kafla bréfsins. l.H. heldur áfram:,,Til að bæta upp kvörtunartóninn fékk ég mjög góða þjónustu á bónstöðinni á KIöpp. Það veitti ekki af að tjöru- þvo og bóna bílinn. Sú þjónusta kostaði kr. 1.400 og svo fékk ég kvcikjara og minnisbók í „rabat“ Það var allt annað að sjá bílinn á eftir. Skuldabréf, víxill og Visa var 15.500 kr., dagblöðin kr. 1000, líkn- arhappdrætti 1.600 og bensín kr. 1.985, svipað og í síðasta mánuði þrátt fyrir hækkun. Mér finnst að snyrtivörur hafi hækkað ískyggilega, ekkert Glas- gowverð á þeim! Rakakrem, næturkrem, andlitsvatn og augn- skuggar kostaði kr. 7.733 og dugar örugglega ekki lengur en til hausts. 6g keypti fjögur sett af barna- nærfötum, sem kostuðu 2.160 kr., Niedlands minnir mig að þau heiti, en þau eru gæðavara miðað við verð. Binnig keypti ég tvennar stuttbuxur fyrir 3ja og 5 ára, sem kostuðu 1.220 kr., í mjög góðri barnafataverslun á Vesturgötu 12. Þar er einnig lipur afgreiðsla. Ég skoðaði líka sumarbuxur og gallabuxur í nokkrum verslunum. Finnst mér skörin vera farin að færast heldur betur upp í bekkinn þegar svona fatnaður fyrir smá- börn er á bilinu 1.500-1.800 kr. Galladerhúfa á eins árs kostaði 610 kr. (Þetta er náttúrulega bilun!) Ég endaði í Vöggunni, Laugaveg 12a, þar sem ég fékk mjög góða afgreiðslu hjá nýjum eiganda og verðlag ekki hátt. Með sólbaðskveðju,I.H.“ Meðalkostnaður á mann á heim- ili l.H. í maímánuði var 7800 kr., en aðeins eru tveir í heimili. „Ann- að“ er rúmlega 80 þús. kr. eða miklu hærra eins og segir i bréfinu. Við þökkum I.H. fyrir bréfið og sendum henni sumarkveðjur. -A.BJ. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fuUrí ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022. 1 . ,A /1 # M ¥ ■# W/ff "T/%/% vvru Hd A/. IH.fVV,- 4 saman i ou i viku. Brottför alla fimmtudaga. flugosbiii (VTKmMC FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.