Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987. 15 Ræktun sjóbirtings Fréttir berast þessa dagana um mikla laxveiði í mörgum ám. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem áhuga h^fa á stangaveiði og hugsa margir til sumarsins sem í hönd fer.^ Samt hefur þetta allt einn mikinn galla. Laxveiðileyfi eru svo dýr að einungis fáir sjá sér fært að kaupa þau. Það þarf því að gefa almenn- ingi kost á ódýrari veiðileyfum. Sjóbirtingsveiði Leyfi til að veiða á sjóbirtingi hafa lengst af verið á lægra og viðráðan- legra verði heldur en leyfi til lax- veiði. Þessi veiði hefur víða verið eftirsótt og nægir að benda á Ölfusá þar sem mikið var veitt af sjóbirtingi fyrir 10 20 árum og einnig fyrr. Þessi veiði er orðin lítil í dag og virðist sem sjóbirtingur hafi verið ofveiddur þannig að stoíhin gengur til þurrð- ar. Sjóbirtingur er viðkvæmur fyrir ofveiði og það tekur hann lengri tíma að stækka heldur en lax. Einn- ig gengur sami sjóbirtingur oft í ámar og er þannig í meiri hættu að veiðast. Laxinn gengur venjulega einu sinni úr sjó en örsjaldan 2-3 sinnum. Ræktum sjóbirtinga Það hafa á undanfómum árum oft verið uppi hugmyndir um að rækta sjóbirting. Þetta hefur verið gert með nokkrum árangri, en hann hef- ur verið takmarkaður. Þarna kemur margt til. Þrátt fyrir litlar endm'- heimtur hingað til er auðvelt að rækta sjóbirting og það þarf að gera í stórum stíl. Það væri margra hag- ur, bæði veiðibænda og stangaveiði- mahna. Einföld hugmynd I mörgum málum þarf opinbera forystu og framlag úr ríkissjóði. Þetta er gert þegar einkaframtak vantar og almennir og víðtækir hagsmunir em í veði. Svo hagar til KjaUarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður ef hægt er að rækta sjóbirting með árangri, sem raunar er vel hægt, eins og áður sagði. Það myndi fljótlega auka sjóbirtingsveiði, ef t.d. 100- 200.000 sjógönguseiðum af sjóbirt- ingi væri sleppt í ósa ánna við suðurströndina, t.d. Ölfusá, Þjórsá, Hólsá eða Markarfljót o.s.frv. Þessi seiði yrði að merkja og skoða síðan árangurinn. Það væri vel þess virði að kosta tilraunina af opinberu fé þar sem einstaklingar virðast ekki treysta sér til framtaksins. Ef vel tekst til mætti selja í þetta ódýr veiðileyfi sem lagður væri á einhver skattur til að kosta framhaldið. Allir gætu hagnast. Skemmtilegur fiskur Sjóbirtingsveiði á stöng getur ver- ið eins skemmtileg og laxveiði. Þetta er allra dómur sem reynt hafa. Fyrir 50-100 árum vom ámar við suður- ströndina fullar af sjóbirtingi og hann var stór. Sögur em af sjóbirt- ingi sem var 25-26 pund og án efa er einn og einn til sem er enn þyngri. Þótt sjóbirtingur sé oftast 2-3 pund í dag var mikið áður af fiski sem var 6-8 pund og fkkur yfir 10 pundum var algengur. í þessu sambandi má benda á frásagnir af netaveiði fyrir 50-70 árum, en þá veiddist enn mik- ið af stórum sjóbirtingi. Þétta kæmi allt aftur með mikilli og vel heppn- aðri ræktun. Niðurlag í dag reynum við að finna nýjm- atvinnugreinar fyrir sveitimar sem geta komið í staðinn f\TÍr þessar gömlu, svo sem framleiðslu á kinda- kjöti sem sætir vaxandi gagnrýni. Þama getur sjóbirtingur átt stóran hlut. Ríkisstjómin ætti að kosta mvnd- arlegt framtak í ræktun sjóbirtings og árangurinn kæmi fljótt í ljós. Þá myndi margur veiðimaðurinn eiga skemmtilegan og ekki of dýran dag við stangaveiði - á sjóbirtingi. Lúðvik Gizurarson „Þrátt fyrir litlar endurheimtur hingað til er auðvelt að rækta sjóbirting og það þarf að gera í stórum stíl. Það væri margra hagur, bæði veiðibænda og stangaveiði- manna.“ „Sjóbirtingsveiði á stöng getur verið eins skemmtileg og laxveiði. Þetta er allra dómur sem reynt hafa.“ á íslandi Skólasjönvarp I þjóðfélagi okkar er mikil þensla. Allt á að gerast í hvelli og menn vinna mörg störf til þess að dæmið gangi upp og er þá ekki nema eðli- legt að ýmsir þættir verði útundan. Uppbygging sjónvarps og nú á síð- ustu árum uppbygging hinna frjálsu fjölmiðla hefúr verið hröð og á marg- an hátt merkileg en stundum finnst mér að of geyst hafi verið farið í hlutina. Ríkissjónvarpið er rúmlega tutt- ugu ára gamalt og hefur þar verið unnið þrekvirki, oft við þröngan kost. Bryddað hefur verið upp á nýj- ungum og náðst hefur mikil breidd í dagskrárgerð með skemmtiþáttum alls konar, fræðslu og fréttum. Eitt skil ég þó ekki og hef aldrei skilið og það er af hverju ekki er skólasjón- varp á morgnana og daginn að vetri til. Ég man eftir árinu 1960, er ég gekk í sænskan skóla, mig minnir að það hafi verið í apríl 1960, þegar skólasjónvarp hófst í því landi. Nem- endur voru undirbúnir í marga daga fyrir þennan mekisatburð og man ég enn vel eftir þessum fyrsta skóla- sjónvarpsþætti, grasafræðikennslu- mynd sem tók um klukkutíma. Menn sátu stjarfir og fylgdust með þessu undri og allir í bekknum gátu svarað spumingum æfingaheftisins að þættinum lokpum. Slíkur var KjaHarinn Friðrik Brekkan blaöafulltrúi Menningar- stofnunar Bandarikjanna máttur nýjungarinnar og ánægja yfir þessu nýja kennslutæki. Það em liðin tuttugu og sjö ár síð- an þetta gerðist og oft hefur maður heyrt raddir þess efnis að ekki eigi að „lepja allt upp“ eftir Svíum fyrir skólakerfið. Það má deila um slíkar staðhæfingar en skólasjónvarp er búið að vera til um áratuga skeið, bæði í Bandaríkjunum. Englandi. Noregi og víðai', þannig að við þurf- um ekki að hugsa okkur að við séum að herma eftir neinum sérstökum. En mér finnst það vera fyrir neðan virðingu okkar að nýta ekki dýrt dreifikerfi ríkissjónvarps og það hæfileikaríka fólk sem við eigum í kennarastétt. Ég tel að ef hugmvnd- in um skólasjónvarp hefði komist í framkvæmd fyrir um fimmtán árum nyti kennarastéttin meiri virðingar og kennarar hefðu hærra kaup en raun ber vitni. Menn og konw úr þeirri stétt hefðu lært á þeim tima og tileinkað sér nýja tækni og vinnu þannig að hraðinn og framfarimar í skólakerfinu hefðu orðið meiri en er. Hefði skólasjónvarp verið fyrir hendi í þessi fimmtán ár, sem ég nefni, hefði verið hægt að koma í veg fyrir alls kvns tilraunir og mgl í skólakerfinu sem einstakir kennar- ar og skólastjórar höfðu og hafa eflaust enn uppi. Þröngsýni Það má og nefna þröngsýni sem ríkti hjá mörgum í kennarastéttinni en er að hverfa. þröngsýni sem ef til vill mótaðist af skorti á víðsýni og skilningi hjá þeirra yfirboðurum sem vom ef til vill framlenging af danska tímanum á Islandi. Ég er ekki að segja að skólasjón- varp sé allra meina bót en ég harma það að menntamálayfirvöld skuli hafa algerlega „gleymt“ eða vawækt þennan þátt. Það er sárt að horfa upp á þá stefnu sem sjónvarpsnotk- unin hefúr í meginatriðum tekið. Fyrir utan fáeina vísinda- og nátt- úralífsþætti snýst stærsti hlutinn af senditíma beggja stöðvanna um af- þrevingu. í jjokkabót em komnar nokkrar útvarpsstöðvar sem enn auka á afþreyingarframboðið. Tilviljanakennt Ríkissjónvarpið hefúr svo vissu- lega stundum gripið inn í og orðið að liði við ýmis stærri verkefni. svo sem nú á liðnu ári og í vor vegna átaks til uppbyggingar á starfi sam- takanna Vímulaus æska. Mér hefur samt fundist þetta vera tilviljana- kenndara heldur en að unnið sé markvisst. Einhver poppari sagði nýlega að það væri ekki í tísku leng- w að éta dóp og þvf gerði hann það ekki. Ef það nú kæmist allt í einu í tísku að éta dóp á nýjan leik væri samt hætta á því að viðkomandi byrjaði aftur á dópinu. Þannig er með svo margt sem gert er bæði í sjónvarpi og annars staðar að það er meira unnið af hendingu og án markvissrar stefnu. Fyndist mér að stefria bæri að því að koma af stað reglulegri fræðslu fyrir skólana í gegnum sjónvarpið nú þegar í haust er skólastarfið hefst. Við eigum dreifikerfið, við eigum hæfileikafólk- ið til að vinna við slíkt verkefni og ég vona að einhvers staðar undir niðri eigum við líka viljann. Friðrik Ásmundsson Brekkan „Ég tel að ef hugmyndin um skólasjónvarp hefði komist í framkvæmd fyrir um fimm- tán árum nyti kennarastéttin meiri virð- ingar og kennarar hefðu hærra kaup en raun ber vitni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.