Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Side 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
íþróttir
Frábært kast hjá Vésteini
- náði OL-lágmarki og átti stórkostlega kastseríu
Kringlukastarinn sterki úr HSK,
Vésteinn Hafsteinsson, náði mjög góð-
um árangri á kastmóti sem fór fram á
Selfossi í gær. Vésteinn sem sýndi það
á Flugleiðamótinu að hann er í miklu
stuði þessa dagana, gerði sér lítið fyrir
og kastaði 64,30 m sem er hans næst
besti árangur. Aðeins íslandsmet hans,
65,60 m, er betra.
„Ég hef aldrei verið betri,“ sagði
Vésteinn en hann sýndi mikið öryggi
í köstum sínum og náði mjög góðri
• Vésteinn Hatsteinsson er greinilega í góðu formi þessa dagana. Hér er hann
í öflugu útkasti á Flugleiðamótinu DV-mynd S
Dregið í Bikamum
Dregið var Mjólkurbikamum í gær-
kvöldi og drógust þá eftirfarandi lið
saman:
ÍR - Víkingur
Grindavík - Selfoss
Leiknir R. - ÍBV
Reynir S. - Stjaman
Leiftur Ó - KS
Þróttur N./Huginn - Höttur/Einherji
Sigurvegaramir úr þessum leikjum
leika síðan í 16 liða úrslitum með
1. deildarliðunum. -SMJ
kastseríu - líklega þeirri bestu sem
íslendingur hefur náð en þrjú köst
voru yfir 63 metra. Serían var þannig;
61,62 m, 64,12 m, 60,82 m, 63,58 m, og
64,30 m. Með þessu kasti er Vésteinn
vel yfir ólympíulágmarkinu sem er 63
m. Hann þarf þó að ná lágmarkinu
aftur á næsta ári. Um næstu helgi
keppir Vésteinn með landsliðinu í
Portúgal og verður spennandi að fylgj-
ast með honum í keppni við Knut
Hjeltnes fremsta kringlukastara
Norðurlanda.
A mótinu i gær varð Helgi Þór
Helgason í 2. sæti, kastaði 48,16 m og
Pétur Guðmundsson varð þriðji með
47,46. Pétur sigraði síðan í kúluvarpi,
kastaði 17,25 m. Hildur Harðardóttir
HSK sigraði í kúluvarpi kvenna, kast-
aði 12,24 m. -SMJ
Framarar hættir
í körfuknattleik
Körfuknattleiksdeildin lögð niður
Á aðalfundi Fram í gærkvöldi var
ákveðið að leggja körfuknattleiksdeild
félagsins niður. Þetta kemur mönnum
ekki svo á óvart því deildin hefur ver-
ið starfrækt af leikmönnunum sjálfum
undanfarin ár. Sem gefur að skilja er
orðið mjög erfitt að halda því starfi
áfram, sérstaklega þar sem nokkrir af
leikmönnum félagsins höfðu hugsað
sér til hreyfings.
„Deildin mun ekki starfa áfram um
óákveðinn tíma,“ sagði Bjöm Magn-
ússon sem er einn þeirra leikmanna
liðsins sem orðið hefur að standa í
stjómunarstörfum. „Það er einfald-
lega enginn gmndvöllur fyrir því að
starfrækja deildina áfram. Enginn fæst
til starfa í stjórn og þetta hefur allt
lent á okkur leikmönnunum." Bjöm
sagði að auðvitað væm það vonbrigði
að þurfa að taka þessa ákvörðun sem
væri tekin í algerri neyð. Meistara-
flokkur félagsins hélt sæti sínu í
Úrvalsdeildinni vegna fjölgunar í
deildinni en sem kunnugt er þá töpuðu
Framarar öllum sínum leikjum þar.
Þá verða yngri flokkar félagsins einn-
ig lagðir niðm-.
„Þetta var eina ráðið í stöðunni og
ég veit ekki hvort þetta var svo mikill
missir. Yngri flokkar voru varla starf-
ræktir lengur í deildinni," sagði Birgir
Lúðvíksson formaður Fram um þessa
ákvörðun. Þá kom það fram í máli
Birgis að körfuknattleiksdeildin
skuldar ekki neitt.
Ekki er ljóst hvaða lið tekur sæti
Fram i Úrvalsdeildinni en líklega
verður það UBK. Þó hefur komið til
tals að láta aðeins 8 lið leika í deild-
inni á næsta ári.
-SMJ
• Jón Hjaltalín Magnússon og Matthías Á. Mathiesen takast í hendur eftir að sá síðarnefndi hafði veitt viðtöku gull
merki HSÍ. DV-mynd GUh
Lacoste
mótiðá
morgun
Á morgun, miðvikudag, fer fram
Lacoste-mótið i Grafarholti hjá
Goliklúbbi Reykjavíkur. Bakhjarl-
ar þessa móts eru umboðsaðilar
Lacoste fyrirtækisins hér á landi
sem er einkum þekkt fyrir fatnað
sinn, gleraugu og snyrtivörur.
Leikin verður punktakeppni,
Stableford, 7/8 forgjöf, hámarks-
gefin forgjöf 18. Skráning og
pöntun á rástímum er í síma 82815
og 84735. Ræst verður út frá kl.10.
Eriksen áfram
í Sviss
Danski landsliðsmaðurinn John
Eriksen hefur framlengt samning
sinn við svissneska félagið Ser-
vette Genf til ársins 1990.
Eriksen, sem kom síðastliðið
haust til Genfar frá hollenska lið-
inu Feyenoord, hefur skorað flest
mörk allra í Sviss eða 28. -JÖG
Ráðherra sæmdur heiðursmerki
Þrír menn voru sæmdir heiðursmerkj-
um Handkhattleikssambands Islands
eftir síðustu viðureign íslendinga og
Dana í fyrrakvöld.
Daninn Erik Larsen, ráðamaður í
þarlendu handknattleikssambandi og
Matthías Á. Mathiesen utanríkisráð-
herra, fengu báðir gullmerki í barminn
en Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari
ársins í V-Þýskalandi, hlaut hins veg-
ar silfurmerki.
Erik Larsen hefur árum saman verið
sendiherra íslenskra handknattleiks-
manna í Evrópu ef svo má að orði
komast. Hann hefur margsinnis komið
á tengslum milli Islands og annarra
þjóða á vettvangi handnattleiksins og
með því móti gert íþróttinni ómetan-
legt gagn hér heima.
Matthías Á. Mathiesen hefur á síð-
ustu árum unnið ötullega að fram-
gangi handknattleiksins hér á íslandi
og þá sérlega hvað varðar framkvæmd
hugmyndar um HM hérlendis á næsta
ártatug.
Jóhann Ingi Gunnarsson hefur á síð-
ustu árum verið útvörður íslenska
handboltans í einu mesta ríki þeirrar
íþróttar í heiminum, V-Þýskalandi.
Störf hans í þágu handknattleiksins á
erlendum vettvangi hafa beint sjónum
manna til Islands og að handknatt-
leiknum sem þar er stundaður.
Það er því ljóst af ofantöldu að merk-
in munu sóma sér vel á barmi þessara
þriggja heiðursmanna. -JÖG
• Þjálfari og leikmaður maímánaðar, lan
Menm
- Guðni Bergsson o
Eins og fram kom í blaðinu fyrir
skemmstu var ákveðið að taka upp þau
nýmæli hjá DV að velja leikmann og þjálf-
ara fyrir ákveðin tímabil á yfirstandandi
keppnismisseri.
Fyrsta tímaskeiðið, sem í hlut á, er
maimánuður og knattspyrnumenn þess
mánaðar voru báðið kjömir úr röðum
Valsmanna.
Þetta em kempurnar Guðni Bergsson,
sem leikmaður, en Ian Ross sem þjálfari.
Eins og ófáum er kunnugt um unnu
Valsmenn Reykjavíkurmótið í knatt-
spymu með glæsibrag þar sem þeir fengu
ekki á sig mark. Þá sátu þeir í öðm sæti
íslandsmótsins við lok maímánaðar eftir
glæstan sigur á ÍBK, 7-1, og jafntefli við
Víði í Garði, 1-1.
Guðni Bergsson h'efur verið einn burð-
arása Valsliðsins það sem af er þessu
leikári og Ian Ross hefur stefht markvisst
að ágætum árangri með þjálfun sinni og
stjóm.
I spjalli við DV, skömmu eftir að þeim
Guðna og Ross vom kynntar niðurstöð-
umar í kjörinu, þökkuðu báðir liðsheild-
inni úrslitin:
„Það er mikill heiður að vera kjörinn
leikmaður mánaðarins með hliðsjón af
öllum þeim mönnum sem spila í fyrstu
deildinni,“ sagði Guðni Bergsson.
„Nafngiftina á ég þó öðm fremur að
þakka félögum mínum í Valsliðinu. Ég
hef fundið mig mjög vel í þeirra hópi enda
höfum við það að markmiði að leika hver