Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
31
Sandkorn
Flugbókasafn
Háskólans
Það styttist í að útibú Há-
skólans á Akureyri verði
opnað og að kennsla hcfjist
þar. Meðal fyrstu kennslu-
greina er hjúkrunarfræði og
fer vel á því þar sem Akur-
eyringarhafa lengi staðið
framarlega í hvers konar
hjúkrun. Aftur á móti or ckki
reiknað með mjög mörgum
nemendum til að byrja með
og því þykir úrhendis að hafa
mikið kennaralið yfir þessu
verkefni einu. Þess vegna á
að láta kennara úr Háskólan-
um í Reykjavík fljúga norður
daglega. Nýi Háskólinn verð-
ur þar af leiðandi meira en
það, hann verður líka flug-
skóli en þá aðallega fyrir
kennarana.
Nú vakna margar spurning-
ar vegna þessa nýmælis í
skólahaldi hér á landi og þar
á meðal spyrja menn hvernig
fari með bóklegar heimildir
hjúkrunarfræðinema. Verður
flogið með bókasafn Háskól-
. ans norður á hverjum degi og
það gert að flugbókasafni þar
með? Það væri svo sem ekkert
vitlausara en ýmislegt annað.
Framsóknar-
dropar á
Isafirði
Ný kaffistofa hefur verið
opnuð vestur á Isafirði, svo
gott sem á skrifstofu Fram-
sóknarflokksins við Hafnar-
stræti. Hvað sem kaffistofan
annars heitir kallar V est-
firska fréttablaðið hana Tíu
dropa. Þetta er auðvitað tákn-
rænt eins og allt á þessum
stjórnarmyndunartímum.
Fólk fær sem sagt einn dropa
á hvern væntanlegan ráð-
herra og fer auðvitað vel á því
að skála í kaffi fyrir nýrri rík-
isstjórn sem er ekki fædd.
Annars er þessi kaffistofa
fyrir fleiri hluta sakir merki-
leg því þarna verður boðið upp
á heimabakstur með kaffinu
en oinnig má drekka te eða
ávaxtasafa. Gestir geta því
látið alveg eins og heima hjá
sér án þess að vera þar og má
nærri geta að ýmsir verða
fegnirþeirri nýbreytni ein-
stöku sinnum.
Forstöðumað-
urinn er ekki
forstöðumaður
Forstöðumaður Bifreiðacft-
irlits ríkisins er ekki forstöðu-
maður Bifreiðaeftirlits
ríkisins. Þetta er nýjasta nýtt
I málefnum þessarar merku
stofnunar sem á að þjóna bif-
. reiðaeigendum en er hætt því
'og logar þess í stað stafnanna
á milli í illdeilum.
Guðni Karlsson varð for-
stöðumaður Bifreiðaeftirlits-
ins fyrir mörgum árum en
skömmu eftir síðustu áramót
var starfi hans skipt og Hauk-
ur Ingibergsson varð fram-
kvæmdastjóri sem sér um
fjármál og daglegan rekstur.
Guðni stjórnar síðan fámennri
tæknideild en heldur engu að
síður forstöðumannstitlinum
þótt það þýði sem sagt alls
ekki að hann sé forstöðumað-
ur.
Pólitísk
knattspyma
Einum nýju þingmannanna
varð heldur en ekki á í mess-
unni á sunnudaginn. Þing-
maðurinn er rétt nýstiginn
upp úr kosningasigrinum og
er tekinn til við fyrri iðju. sem
er að skora mörk í knatt-
spyrnu. Þetta hefði svo sem
getað verið í lagi ef þingmað-
urinn hefði ekki byrjað á því
að skora hjá besta knatt-
spyrnuliðinu í sínu eigin
kjördæmi, sem sé Skagaliðinu
í A. Þetta var sem sagt Ingi
Bjöm Albertsson borgara-
flokksmaður sem skoraði fyrir
Val í Reykjavík.
Alltfyrir Davíð
Maðurinn sem borgar skatt-
inn, Þorvaldur Guðmundsson
eða Tolli í Síld og fiski, er
búinn að kaupa sér nýjan bíl.
Hann seldi Benzinn og keypti
Cadillac eins og Davíð Odds-
son er nýbúinn að koma sér
upp af því að hann á að vera
eitthvað ódýrari en Benz. Þeg-
arTolli var spurður hvers
vegna hann væri kominn á
sams konar bíl og borgarstjór-
inn svaraði hann: Ja, hvað
gerir maður ekki fyrir hann
Davíð?
Sérkennilegur
sjúkdómur
Sú saga kemur að vestan að
þar hafi á dögunum fundist
sérkennilegur sjúkdómur sem
olli sjúklingnum verulegum
ama og aðstandendum þung-
um áhyggjum en var svo
skjótlæknaður að það á sér
varla margar hliðstæður.
Sjúklingurinn er þekktur
fyrir að fá sér nokkuð oft og
mikið neðan í því en eftir eina
rispuna var hann greinilega
orðinn verr á sig kominn en
vanalega og gat nú með engu
móti gert sig skiljanlegan.
Hjúkrunarkona staðarins var
kvödd á vettvang og leist
henni þannig á að sjúklingur-
inn hefði sennilega fengið
snert af heilablóðfalli og að
talfærin væru af þeim sökum
lömuð.
Var nú hringt í lækni sem
kom með eldingarhraða frá
næstu læknamiðstöð. Læknir-
inn byrjaði á því að opna
munn sjúklingsins - og viti
menn. Samstundis varð ljóst
að sjúklingurinn hafði sett
fölsku tennurnar þannig upp
í sig síðast að gómarnir víxl-
uðust. Læknirinn tók því
gómana út úr manninurn og
setti þá rétt upp í hann aftur
og þar með hafði sjúklingur-
inn fengið fullan bata af
þessum óvenjulega sjúkdómi.
Jón Baldvin
allurí 13
Glöggir menn og athugulir
hafa nú komist að því, að
happatala Jóns Baldvins
Hannibalssonar verkstjóra
hlýturað vera 13 - eða að
hann trúi því að minnsta kosti
sjálfur. Þannigermáliðvaxið
að síminn heima hjá Jóni
Baldvini er með númerinu
21-513, skrifstofa hans í
Skjaldbreið, einu útibúa Al-
þingis, er númer 13 og þar er
innanhússsíminn númer 513.
Jón Baldvin er fæddur 1939
en eins og mjög margir vita
er þrisvar 13 samtals 39.
Keypti eigin
fisk af öðrum
Sjólastöðin í Hafnarfirði var
með helstu kaupendum á fiski
á fyrsta uppboði Fiskmarkað-
arins hf. þar syðra. Það hefði
ekki verið svo merkilegt ef
ekki hefði verið eingöngu á
boðstólum afli úr togaranum
Otri sem Sjólastöðin gerir út.
I Fiskifréttum segir fram-
kvæmdastjórinn, Haraldur
Jónsson, að þeir hafi greitt
hærra verð fyrir fiskinn en ef
þeir hefðu landað honum
beint í eigin vinnslu. I sama
blaði segir aftur á móti Gísli
Geirsson hjá Sjávarfiski hf. að
hann hafi fengið fiskinn á
uppboðinu á lægra verði en
fyrirtækið hafi greitt að und-
anförnu. Þannig virðist
uppboðið hafa leitt menn sam-
an á miðri leið í fiskverðinu.
Umsjón: Herbert Guómundsson.
Fréttir
Pálína komin
heim á Skarðsá
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri
„Það er nokkuð síðan ég kom af
sjúkrahúsinu. Ég veit ekki til að lækn-
amir hafi gert neitt við mig í vetur
en áður var ég skorin í báðar mjaðm-
ir fyrir sunnan," sagði Pálína Konr-
áðsdóttir á Skarðsá í Skagafirði. Hún
er eina konan á íslandi sem býr í torf-
bæ.
Pálína segist eingöngu vera með
hross núna. „Það er ekki minn bú-
skapur. Það var allt fé skorið niður
síðastliðið haust eftir að þeir fundu
riðu í einni kindinni." Pálína er með
um 20 hross og finnst henni það ekki
stórbrotinn búskapur en unir sér vel
á Skarðsá. „Þetta er búið að vera gott
vor og ég varð að komast hingað heim
af sjúkrahúsinu."
Kökuát í góðu veðri
Örtröð mikil var við opnun á nýju
konditori og bakaríi Sveins bakara við
Álfabakka í Mjóddinni.
Á sunnudag opnaði Sveinn hundrað
og fimmtíu fermetra verslun yfir bak-
aríinu og þar er bæði hægt að kaupa
vörana og taka með sér heim eða setj-
ast niður og snæða á staðnum. Virðast
ríðskiptavinir kunna vel að meta ný-
breytnina og setið var jafnt úti undir
bera lofti sem inni. allan sunnudaginn.
-baj
DV-mynd GTK
NÝTT SÍMANÚMER
62-17-80
5UNUR
Ef þig vantar tjald þá höfum við það,
einnig bakpoka, svefnpoka, grill, dýnur o.fl. o.fl.
—II —
EYJASLÓÐ 7 - SÍMI 621780