Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Qupperneq 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
I gærkvöldi
DV
Guðjón Pedersen leikari:
Auglýsingamar
skemmtilegastar
Ég hlustaði ekkert á útvarp í gær
nema þessi diskótek. sem ég kalla
svo. Ég veit ekki hvort þetta var rás
2. Bylgjan eða Stjaman. finnst það
ekki skipta niáli.
Ég er vanur að hlusta á fréttimar
á gömlu gufunni og breytti ekki út
af þeirri venju í gær. Ég sé ekki Stöð
2 og get því ekki tjáð mig um efnið
þar. Hins vegar horfði ég á fréttir í
sjónvarpinu. geri það alltaf. það er
svona fastur punktur í tilverunni.
Ég sá líka auglýsingamar sem mér
finnst eitthvert skemmtilegasta eínið
í sjónvarpinu. ég hef mjög gaman
af jjeim.
Ég missti því miður af þessu
norska leikriti. Viltu dansa? Það eru
Guðjón Pedersen.
oft góðar myndir á mánudagskvöld-
um.
Ég sá með öðm auganum viðtalið
hans Ögmundar Jónassonar við
sænsku konungshjónin. Það var
hálfflippað, ég býst ekki við að fylgj-
ast með þegar þau koma hingað í
dag.
Yfirleitt horfi ég ekki mikið á sjón-
varp, ekki nema fréttir og auglýsing-
ar. Og útvarpið er yfirleitt bara í
gangi. Það skiptir ekki öllu hvað í
því er. Þessar nýju útvarpsstöðvar
hafa þannig áhrif á mig að ég er
farinn að hafa meira gaman af því
hlusta á mínar eigin plötur, hlusta
á það sem ég vil heyra, ekki bara
sama lagið daginn út og daginn inn.
Barnaskór í miklu litaúr-
vali, bæði tau og leður.
Verð frá 400 kr.
smáskór
Sérverslun með
barnaskó
Skólavörðustig Gb,
bakhlið nýja hússins.
Gengið inn
frá Skólavörðustíg.
Póstsendum. S. 622812.
ATH! Opið á laugardögum
kl. 18-12 í júni.
Andlát
Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur. Stóragerði 10.
lést í Landakotsspítala laugardaginn
20. þ.m.
Helga Karlsdóttir, Brúnalandi 2.
lést í Landakotsspítala 21. júní.
Guðmunda Eyjólfsdóttir, Asvalla-
götu 63. andaðist í Borgarspítalanum
að kvöldi 21. júní.
Auður Vigfúsdóttir hárgreiðslu-
meistari. Seiðakvísl 25. áður til
heimilis að Vogalandi 16. lést í
Landakotsspítala þann 20. júní.
Ragnar Magnússon, Fögrukinn 25.
Hafnarfirði. lést að kvöldi 18. júní.
Sölvi M. Sigurðsson frá Undhóli í
Skagafirði. Bjarkargötu 8. Reykja-
vík. lést hinn 20. þessa mánaðar.
Ferðalög
Gönguklúbburinn Hana nú
íKópavogi.
Á hverjum laugardegi allan ársins hring
fer Göngúklúbbur Frístundahópsins Hana
nú í Kópavogi í sitt vikulega bæjarrölt.
Það er komið saman að Digranesvegi 12
kl. 10 f.h.. drukkið molakaffi og rabbað
saman og síðan gengið um bæinn í klukku-
tíma, Þessi laugardagsganga er ekki
eingöngu ætluð fyrir fyrir félaga í Hana
nú heldur eru allir Kópavogsbúar vel-
komnir í gönguna. 1 laugardagsgöngunum
er rölt um bæinn og margir Kópavogsbúar
hafa kynnst bænum í fyrsta sinn í göngun-
um. 1 laugardagsgöngunni er gengið í
hægðum sínum og hæfir hún vel fjölskyld-
um og oft ganga tvær eða þrjár kynslóðir.
Aðstandendur Hana nú vilja hvetja íbúa
í Kópavogi - unga og aldna - til að reyna
þennan einfalda og skemmtilega tóm-
stundakost.
Tapað - Fundið
Pils og peysa tapaðist
Hvítt stutt pils og peysa tapaðist í verslun-
arferð um Laugaveginn. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 41907.
Herdís týnd
Herdís er grásvört læða og var með gula
ól þegar hún hvarf frá heimili sínu að
Grettisgötu fyrir tveimur mánuðum. Hún
gæti verið komin að goti núna. Þeir sem
einhverjar upplýsingar geta gefið um ferð-
ir hennar eða afdrif eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma 29758.
Tilkyrmingar
Jónsmessutónleikar Dóm-
kórsins.
í dag, 23. júní, mun Dómkórinn í Reykja-
vík halda Jónsmessutónleika í Dómkirkj-
ST. 23-31 Verð 890,-
Ársæll Gunnarsson lést 15. júní sl.
Hann fæddist í Reykjavík 5. júlí 1957.
Foreldrar hans voru hjónin Gunnar
M. Björnsson. sem nú er látinn. og
Erla Arsælsdóttir. Ársæll hóf nám í
loftskeytafræði og að því námi loknu
hóf hann störf hjá ritsímanum og
vann þar óslitið til vors 1987. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Erla Inga
Skarphéðinsdóttir. Þeim hjónum
varð tveggja barna auðið. LTtför Ar-
sæls verður gerð frá Garðakirkiu í
dag kl. 13.30.
Lilja Rannveig Bjarnadóttir,
Skúlagötu 76. er lést 12. þessa mán-
aðar. verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju í dag. þriðjudaginn 23.
júní. kl. 13.30.
Jóhannes H. Guðjónsson frá Pat-
reksfirði. Bólstaðarhlíð 32. Reykja-
vík. verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag. þriðjudaginn
23. júní. kl. 15.
Útför Guðgeirs Jónssonar bók-
bindara. sem lést 7. júní sl.. fer fram
frá Dómkirkjunni þann 24. júní kl.
13.
Sigfús Jóhannsson, Sléttahrauni
15. Hafnarfirði. verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag.
þriðjudaginn 23. júní kl. 15.
Mabel Sigurjónsson, Hátúni lOb.
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
29. júní kl. 13.30.
Jens Vitkov, Keldgárdvej 113. 9600
AARS. Danmörku. andaðist á heim-
ili sínu 21. júní. Jarðarförin fer fram
23. júní.
Sumarferð Húnvetningafé-
lagsins
Húnvetningafélapið í Revkjavík fer í sína
árlegu sumarferð laugardaginn 27. júni.
Brottför verður kl. 08 frá félagsheimilinu.
Skeifunni 17. Ekið um bvggðir Borgar-
fjarðar og kvöldverður snæddur í Borgar-
nesi. Fararstjóri er Guðmundur
Gáðbrandsson. Allar upplýsingar um ferð-
irnar gefnar í síma 671673. Þátttaka
tilkynnist fyrir 24. júní.
Sumarferðir frá Neskirkju um
Strandir og til Þýskalands
Að þessu sinni hefur Strandasýsla orðið
fyrir valinu sem innanlandsferð í ár. Farn-
ar verða tvær fjögurra daga ferðir. sú fyrri
16. júlí og hinn síðari 22. júlí. Fyrstu nótt-
ina verður kvöldverður og gisting á
Bifröst. á Laugarhóli í Bjarnarfirði aðra
nóttina. þá þriðju er aftur gist á Laugar-
hóli. Séð er fyrir mat og kaffi alla ferðina
svo að menn þurfa ekki að taka annað
með sér en góða skapið og sundfötin. því
að auðvitað bregða allir sér í sundlaug
Guðmundar hins góða. Lagt verður upp í
Þýskalandsferðina 20. ágúst og gist í Ham-
borg í fjórar nætur. því næst verður gist
í miðaldarbænum Goslar og farið þaðan
m.a. að austur-þýsku landamærunum og
til háskólabæjarins Göttingen. Eftir 6
gistinætur liggur leiðin til Delmenhorst
sem er smábær sunnan við Bremen. Allar
nánari upplýsingar um ferðirnar veita
kirkjuvörður og sr. Frank M. Halldórsson
í viðtalstímanum.
Jónsmessuganga Útivistar
Þriðjudag 23. júní:
Létt áhugaverð leið um Sog, Djúpavatn
og Ketilstíg að hverasvæðum í Krísuvík.
Gott útsýni af Sveifluhálsi. Brottför kl. 20
frá BSÍ, bensíns. Verð kr. 600. Fararstjór-
ar: Kristján M. Baldursson og Þorleifur
Guðmundsson.
Miðvikudagur 24. júní:
kl. 8 Þórsmörk - Goðaland. Sumardvöl.
kl. 20 Reykjaborg - Hafravatn. Létt ganga
í Mosfellssveit. Verð kr. 400, frítt f. börn
m. fullorðnum. Brottfor frá BSÍ, bensíns.
Helgarferðir 26.-28. júní.
1. Þórsmörk - Goðaland. Gist í Otivistar-
skálunum Básum. Gönguferðir við allra
hæfi.
2. Vestmannaeyjar. Sigling eða fiug.
Svefnpokagisting. Gönguferðir um Heima-
ey. Bátasigling kringum eyjuna.
3. Húsafell - Eiriksjökull. Tjaldgisting.
Gengið á jökulinn og hellamir Surtshelfir
og Stefánshellir skoðaðir með meiru. Uppl.
og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606
ög 23732. Sjáumst. Útivist.
dóttir sem fjallar um framtíð hjónabands-
ins. Auk þess verður greinargerð frá
kirkjufræðslunefnd um hjúskaparfræðslu
í heildarmynd kirkjufræðslunnar. Settur
biskup, sr. Sigurður Guðmundsson, mun
stýra prestastefnunni. Prestastefnan hofst
með guðsþjónustu í Borgarneskirkju í
morgun. Næstu daga munu svo prestar
landsins taka þátt í kjörhópum sem fjalla
um efni sem tengist aðalumræðuefninu.
Prestastefnunni lýkur á fimmtudagskvöld
t Hallgrímskirkju í Saurbæ.
unni og hefjast þeir kl. 22. Ef veður leyfir
syngur kórinn fyrst fyrir utan kirkjuna
nokkur íslensk þjóðlög.
Jónsmessuhátíð við Norræna
húsið
I kvöld verður að vanda haldin Jóns-
messuhátíð við Norræna húsið og standa
norrænu vinafélögin að henni ásamt hús-
inu. Þarna verður mikið um dýrðir.
Skólahljómsveit Kópavogs leikur,
stúlknakór frá Opsal í Noregi syngur,
keppt verður í pokahlaupi og reiptogi og
dansað kringum Jónsmessubál. Við húsið
verður reist maístöng að norrænum sið.
Dreift verður blöðum með ýmsum textum,
íslenskum og norrænum, og er vonast til
þess að fólk taki hressilega undir í íjölda-
söng. Ekki má heldur gleyma Færeyinga-
félaginu en félagar í því mæta í
þjóðbúningum og stíga færeyskan dans.
Enginn ætti heldur að þurfa að svelta því
að þarna verða seldar pylsur og svala-
drykkir og geta þeir sem vilja grillað
pylsurnar sjálfír. Kaífistofa Norræna
hússins verður líka opin svo að þeir sem
ekki hafa gaman af að sjá sjálfir um mat-
seldina geta leitað þangað. Skemmtunin
hefst kl. 19.30 með því að skólahljómsveit-
in leikur undir stjórn Björns Guðjónsson-
ar og síðan rekur hvert skemmtiatriðið
annað. Allir eru velkomnir.
Hátíðafundur Steinsteypu-
nefndar
verður haldinn í Kristalsal Hótel Loftleiða
í dag, 23. júní, og hefst hann kl. 13. Tilefni
fundarins er 20 ára afmæli nefndarinnar.
Erindi flytur dr. Gunnar Idorn, sen er
fremsti alkalisérfræðingur í heiminum í
dag. Mun hann fjalla um alkalívandamál
í heiminum nú á dögum. Ennfremur verða
störf nefndarinnar kynnt.
Hjónaband í þjóðfélagi sam-
tímans
Prestastefnan 1987 verður haldin í Borgar-
nesi dagana 23. 25. júní. Að þessu sinni
er aðalefni prestastefnunnar hjónaband í
samfélagi samtímans og eru framsögu-
menn 3, sr. Árni Pálsson, sem ijallar um
kirkjuna og hjónabandið, dr. Bjarni Sig-
urðsson, sem ræðir um þjóðfélag og
hjónaband, og sr. Solveig Lára Guðmunds-
SÚÍU &
SÝNINGARTJALO
SandAftTÚN 26 S. 626644
0PIÐ AUA 0A6A FRÁ 9-J
NíMA SUNNUD.
Ný þjónusta hjá G.J.
Gísli .Jónsson & Co. hefur tekið upp nýja
þjónustu til að auðvelda fólki að eignast
nýjan tjaldvagn eða hjólhýsi, að laka gam-
alt upp í nýtt. í þessu skyni hafa þeir reist
300 fermetra sUílgrindarhús -sem staðsutt
er að Borgartúni 26 (lóðin bak við Bíla-
naust). Þarna sýna þeir og selja hjólhýsi
tjaldvagna' fjórhjól og kerrur alls kon-
ar, bæði nýtt og notaö. Þá laka þeir einnig
að sér að selja slíka hluti f'yrir l'ólk gegn
sölulaunum. Síðan er hugmyndin aö nýla
húsið í vetur.sem geymslu fyrir hjóUtýsi,
tjaldvagna og fleira.
Þriðju norrænu varmadælu-
dagarnir
standa nú yfir í Reykjavík, nánar tiltekið
í Borgartúni 6. Þeir fyrstu voru haldnir í
Þrándheimi 1982 og aðrir í Stokkhólmi
1985. Þessi ráðstefna er haldin af sam-
starfshópi um varmadælur sem heyrir
undir Norrænu ráðherranefndina og sér
Orkustofnun um undirbúninginn fyrir
hönd íslands. Ráðstefnugestir verða um
170, þar af 140 annars staðar af Norður-
löndum. Varmadælur nýta ýmsa orkugjafa
sem ekki er unnt að nýta á annan hátt,
t.d. volgrur, hita sjávar og grunnvatns.
Þær eru mikið notaðar annars staðar á
Norðurlöndunum til upphitun húsa og í
iðnaði. Alls verða flutt 28 erindi og meðal
efnis, sem fjallað verður um, eru varma-
dælur í fiskeldi, hitaveitum og við nýtingu
á varma úr reyk. Sérstaklega verða tekin
fyrir áhrif kælimiðla (Freon) á umhverfi
en varmdælur vinna eftir sömu lögmálum
og kælivélar.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Auður Vigfúsdóttir
hárgreiðslumeistari, Seiðakvísl 25, áður til heimilis
að Vogalandi 16, lést á Landakotsspítala þann 20.
júní. Jarðarförin auglýst síðar.
F.h. aðstandenda,
Jónas Þórðarson
Spakmæ3ið
Betra er að falla með sæmd en sigra með svikum.
- Máltæki indíána