Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Side 2
2
LAUGARDAGUR 11, JÚLÍ 1987.
Fréttir
Svínarrfm fara
í Vamarliðið
- hátfsvínslegir viðskiptahættir
„Þetta eru nú eiginlega hálfsvínsleg-
ir viðskiptahættir," sagði einn þeirra
kjötkaupmanna sem hafa pantað heila
svínaskrokka hjá Sláturfélaginu en
svo fengið skrokkana rifjalausa. „Það
hefur aldrei verið hægt að fá svínarif-
in ein og sér hjá Sláturfélaginu en það
kastar tólfunum þegar skrokkamir
koma riíjalausir því svínarif eru sér-
staklega vinsæll grillmatur svona yfir
hásumarið."
Ástæða þess að Sláturfélagsmenn
brugðu á það ráð að fjarlægja svínarif-
in áður en skrokkamir em seldir, er
einföld: I mars sl. gerði Sláturfélagið
sölusamning við Vamarliðið um sölu
á fjörutíu tonnum af kýrkjöti og fimm
tonnum af svínarifjum á einu ári. Slát-
urfélagið þarf því að verða sér úti um
hundmð kílóa af svínarifjum í hverri
viku.
„Við slátrum svona u.þ.b. hundrað
og sjötíu svínum á viku en þurfum að
fá rif úr sjötíu til áttatíu svínum. Við
tökum því rifin úr tæpum helmingi
þeirra svína sem við slátrum," sagði
Steinþór Skúlason, framleiðslustjóri
hjá Sláturfélaginu.
„Það er að vísu rétt að svínarif em
vinsæll hluti af svíninu en kaupmenn
ættu samt ekki að tapa á því að kaupa
af okkur rifjalaus svín, enda er heild-
söluverðið á heilum og hálfúm svínum
267 krónur kg en heildsöluverðið á
svínariíjum ekki nema 178 krónur kg.
Ég get hins vegar skilið að menn séu
óánægðir með það að fá ekki þennan
vinsæla grillmat um þetta leyti árs,“
sagði Steinþór.
Því má svo bæta hér við að verð á
svínakjöti er frjálst, þannig að Slátur-
félagið ákveður sjálft sitt verð í
þessum efnum. Það má því kannski
segja að þeir Sláturfélagsmenn hafi
ráð undir rifi hverju. -KGK
Svinarifin fara beint til vamarliðsins.
Reiðhöllin vígð með mikilli viðhöfn
Reiðhöllin í Víðidalnum var vigð
með mikilli viðhöfn og lúðrablæstri í
gærkvöldi. Hestamenn sýndu ýmis at-
riði hestamennskunnar og ræður vom
fluttar. Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra óskaði hestamönnum til
hamingju með Reiðhöllina, Jónas
Jónsson búnaðarmálastjóri flutti er-
indi og Sigurður J. Líndal, formaður
stjómar Reiðhallarinnar hf., rakti
sögu hallarinnar. Böm úr Reiðskólan-
um í Geldingaholti sýndu hæfhi sína
undir stjóm Rosemarie Þorleifsdóttur,
landslið íslands í hestaíþróttum reið
um svæðið með jóreyk, Sigurbjöm
Bárðarson og Barbara Meyer vom
með glæfrareiðatriði og stóðhestar frá
Stóðhestastöð Búnaðarfélags Islands
vom kynntir. Einnig sýndu efstu ungl-
ingar frá síðasta landsmóti hesta-
manna fáguð reiðatriði og hindmna-
rstökk var sýnt. Félag tamninga-
manna reið um svæðið og flokkur
fagurra kvenna sýndi á sér betri hlið-
ina. Einnig var meira um dýrðir hjá
hestamönnum. Reiðhöllin er því tekin
í notkun og mun meðal annars hýsa
landbúnaðarsýningu dagana 14.-20.
ágúst næstkomandi. Framkvæmda-
stjóri Reiðhallar hf. er Gylfi Geirsson
en umsjónamaður Garðar Hreinsson.
-E.J.
Meint kynferðisafbrot hjóna:
Upphafið í Svefneyjum
- fmmhaldið í Hafharflrði
Umræðumar um meint kynferðia-
afbrot hjóna í Hafiiarfirði hafa
eðlilega vakið mikla athygli. Mæð-
umar, sem DV birtí viðtal við
8Íðastiiðinn þriðjudag, sögðu raeðal
annars aó þær heföu gefið skýrslur
hjá RannBÓknarlögreglu ríkisins.
Lögmaður hjónanna, sem grunuð
em um kynferðisafbrotin, segir hins
vegar að það sé ekki rétt, foreldram-
ir hafi aldrei verið kallaðir til
rannsóknarlögreglu. Erfitt er að fa
upplýsingar hjá rannsóknarlögregl-
unni um málið svo þar stangast tvær
fullyrðingar á.
Hitt er aftur Ijóst að maður situr
í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls.
Kona mannsins hefúr viðurkennt að
hafa tekið myndir af stúlkunum svo
það er ekki myndanna vegna sem
maðurinn er í gæsluvarðhaldi.
I umfjöllun um þetta viðkvæma
mál hefur verið getið mikið um sum-
ardvalarheimilið sem hjónin ráku í
Svefheyjum sumarið 1985. Sam-
kvæmt því sem næst verður komist
er upphaf málsins einmitt í Svefiteyj-
um. Myndimar komu til framköllun-
ar löngu síðar, eða um mánaðamótin
apríl maí á þessu ári. Á þeim tíma
sem leið á milli þess að dvölinni í
Svefiieyjum lauk og þar til myndim-
ar komu fram var mikið samband á
milli fjölskyldna annarrar stúlkunn-
ar og hjónanna. Reyndar er móðir
stúikunnar og konan æskuvinkonur.
Hjónin gættu oft stúikunnar á heim-
ili sínu í Hafnarfirði ef forcldrar
hennar þurftu á gæslu fyrir hana aö
halda. Myndimar umræddu voru
teknar á heimili þeirra í Hafnarfirði.
Það hafa ekki allir verið sáttir við
að fjöfmiðlar fjalli um mál sem þetta.
En hefur umræðan áhrif? Móðir, sem
áttí tvö böm í Svefheyjum, sagði í
samtali við DV að á miðvikudags-
morgun hefði verið hringt í sig frá
Félagsmálastofhun og henni boðin
aðstoð vegna bama sinna. Móðirin
segist aldrei hafa leitað tíl Félags-
málastofriunar vegna bama sinna,
hvorki vegna dvalar þeirra í Svefn-
eyjum né af öðra tilefhi. Þessi
upphringing frá Félagsmálastofriun
kemur daginn eftir að frásögn mæðr-
anna tveggja birtist í DV. Sú móðir
segir að böm sín hafi verið afar á-
nægð með dvölina í Svefneyjum en
eftir að þetta mál kom upp hafí hún
spurt öðruvísi en áður um dvöhna
og hafi eldra bam sitt sagst hafa séð
hjónin uppi í rúmi hafandi samfarir.
-sme
Verðbólga 19 % í ár
- segir Þorsteinn Pálsson
Stjómvöld gera ráð fyrir að verð-
bólga á þessu ári verði 19 prósent. Á
næsta ári er vonast til að hún verði
10 prósent. Frá þessu skýrði Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra á
fundi með blaðamönnum er bráða-
birgðalög um efhahagsaðgerðir
ríkisstjómarinnar vora kynnt í gær-
morgun.
Þjóðhagsstofnun áætlaði í maí-
mánuði að verðbólgan í ár yrði á
bilinu 13 tíl 15 prósent.
Þorsteinn Pálsson sagði ennfrem-
ur á blaðamannafundinum að gert
væri ráð fyrir því að jöfhuður næðist
í viðskiptum við útlönd á þessu ári.
-KMU
Rúmlega 180
fjóriijólakæiiir
„Þetta var hrein og bein plága fyrir
nokkru en sem betur fer hefúr dregið
úr þessu og ég held að fjórhjólaæðið
sé liðið undir lok. Hins vegar er það
ljóst að ríkisvaldið tók ekki nógu
snemma á þessu,“ sagði lögreglumað-
ur úti á landi þegar DV innti hann
eftir hvemig gengi að fást við fjórhjól
í umdæminu.
Af samtölum við lögreglumenn í
stærstu kaupstöðum landsins má ráða
að yfir 180 kærur vegna fjórhjóla hafi
borist frá því í vor. Gera má ráð fyrir
því að einhverjar kærur hafi auk þessa
komið inn á borð tíl lögreglumanna á
smærri stöðum. Lögreglumönnum ber
þó flestum saman um að kærumar séu
þó minni hluti afskiptanna. Meira sé
um að þeir hafi afskipti af fjórhjólum,
áminni menn eða leysi mál á staðnum.
Lögreglumenn sögðu að fjórhjóla-
menn létu sig oftast hverfa áður en
lögreglan næði að komast á vettvang
og þó lögreglan kæmist á vettvang
víluðu sumir þeirra ekki fyrir sér að
stinga þá af. Það væri ójafn leikur,
fjórhjólamenn keyrðu út í torfærur og
lögreglan gæti ekki fylgt þeim eftir.
Lögreglumenn vora almennt sam-
mála um það að fjórhjólaæðið væri
runnið af mönnum. „Um leið og þetta
var tekið föstum tökum minnkuðu
spjöllin," sagði Karl Hermannsson í
Keflavík og gat þess að verið væri að
leita að svæði fyrir fjórhjól til að vera
á.
„Það hefði aldrei átt að hleypa þess-
um tækjum inn í landið. Þetta er á
við 10 rollur í gróðureyðingu," sagði
lögreglumaður úti á landi en flestir
lögreglumennimir sögðu að hjólin
heföu valdið umtalsverðum náttúru-
spjöllum. Var lögreglan á því að
strangar reglur þyrfti að setja um
notkun hjólanna og leyfa þau aðeins
á ákveðnum svæðum.
Þó að afskipti lögreglunnar af fjór-
hjólum hafi verið misjafhlega mikil
eftir byggðarlögum þá var það aðeins
í Vestmannaeyjum sem engin vand-
ræði höfðu verið. „Hér er leiga með 6
hjól og hefur ekki komið til vand-
ræða. Þeir gerðu braut um nýja
hraunið og hafa ekki farið út fyrir það
og við höfum yfir engu að kvarta,“
sagði lögreglumaður í Vestmannaeyj-
um.
-JFJ
Kostar rúmar 43 kr.
að láta vekja sig
- hækkun um tæp 140%
„Skýringin á þessari miklu hækkun
er sú að þessi þjónusta var áður langt
undir kostnaðarverði en nú, þegar
vekja þarf að meðaltali þúsund manns
á morgni, þarf að hafa fjóra starfs-
krafta í þessu eingöngu, og álagið er
mikið,“ sagði Jóhann Hjálmarsson,
blaðafulltrúi Pósts og síma, um hækk-
un sem hefur orðið á þeirri þjónustu
Landsímans að vekja fólk með sím-
hringingu á morgnana. Gjaldið
hækkaði um tæp 140% um mánaða-
mótin, úr 18,45 kr. í 43,75 kr. Jafnffamt
var tekin upp sú nýbreytni að bjóða
upp á eins konar pakka en þá era
menn vaktir á hveijum morgni í mán-
uð og borga fyrir það 750 krónur.
„Hins vegar vita ekki margir af þeim
möguleikum sem stafræna símakerfið
bíður upp á,“ sagði Jóhann. „Þeir sem
hafa sex stafa símanúmer og eru með
takkasíma, sem hefur takkana stjömu
og ferhyming, geta látið vekja sig á
mun ódýrari hátt. í stuttu máli er að-
ferðin þannig: Beðið er eftir són og
þá er stimpluð stjama síðan talan 55
og loks aftur stjama. Á eftir því er
stimplað inn hvenær síminn á að
hringja, segjum klukkan hálfatta að
morgni, þá er sett inn talan 0730 og á
eftir því er ýtt á takkann með fer-
hymingnum á. Þá kemur símsvari sem
staðfestir að skilaboðin séu móttekin.
Síðan hringir síminn á réttum tíma
Að nýta sér þetta sjálfvirka kerfi kost-
ar ekki nema 9,75 krónur.“
Ýmsar aðrar gjaldskrárbreytingar
urðu hjá Pósti og síma um mánaða-
mótin og hækkuðu gjöld fyrir þjónustu
að meðaltali um 9,5%.
Sem dæmi um breytingar á verði
símtala má nefna að 3 mínútna símtal
á staðartaxta, sem áður kostaði 1,98
kr. að degi til, kostar nú 2,34 kr. Utan
dagtaxta, eftir kl. 18.00, kostar jafn-
langt símtal 1,95 kr. en kostaði áður
1,32 kr.
Mínútugjald til og frá sjálfvirka far-
símakerfinu verður kr. 7,80. Ársfjórð-
ungsgjald fyrir síma hækkar úr 585
kr. í 641 kr. Eru ffamangreind gjöld,
utan vakningargjaldsins, án sölu-
skatts.
-BTH
Ráðstefna um öiyggismál
Mikil umræða hefur verið undanfarin
ár um aukin flotaumsvif, tæknilega
þróun og stefriubreytingar á sviði sjó-
hemaðar á norðurhöfum. Þessi
umræða hefur verið mest í Bandaríkj-
unum og á Norðurlöndum og var m.a.
haldin ráðstefna um þessi mál á vegum
Harvard háskóla í Bandaríkjunum í
ágúst 1985.
Dagana 7.-10. ágúst nk. mun Center
for intemational affairs við Harvard
háskóla halda aðra ráðstefnuna um
þessi mál og verður hún haldin hér á
landi í samvinnu við Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands.
Til ráðstefnunnar verður boðið
fræðimönnum, stjómmálamönnum og
háttsettum embættísmönnum frá Evr-
ópu, Bandaríkjunum, Kanada og
Japan.
Ráðstefnan er fjármögnuð með
styrkjum frá stjómvöldum á Norðurl-
öndum og í Bandaríkjunum.
-ES