Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Page 10
10
LAUGARDAGUR 11. JULÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS .KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Gorbatsjov og gróðinn
Gorbatsjov Sovétleiðtogi er að reyna að efla hagstyrk
Sovétríkjanna og auka hagkvæmni efnahagslífsins.
Hann hefur áttað sig á, að til þess þarf hann að virkja
gróðahvatir og leyfa markaðsöflum að leysa miðstýr-
ingu af hólmi. Um þetta standa deilur í flokki hans.
Aðgerðir Gorbatsjovs stefna ekki að annarri þróun
í átt til lýðræðis og mannnúðar en nauðsynleg kann
að reynast til áð ná hinum hagrænu markmiðum. Opn-
un í þjóðfélaginu er ekki markmið út af fyrir sig, heldur
ill nauðsyn til að gera Sovétríkin arðsamari og ríkari.
Hinn villimannlega styrjöld Sovétríkjanna i Afgan-
istan er rekin af sömu hörku og fyrr. Fólki hefur ekki
verið gert auðveldara að flytjast frá Sovétríkjunum.
Ekkert lát er á misþyrmingum andófsmanna á geð-
veikrahælum. Leppríkin eru tugtuð í sama mæli og áður.
Jákvæð áhrif af hagstefnu Gorbatsjovs sjást helzt í
samskiptum austurs og vesturs. Frumkvæði Sovétríkj-
anna í tilraunum til samkomulags um takmörkun og
samdrátt vígbúnaðar er mikilvægur þáttur í að beina
afli atvinnulífsins að hagkvæmari verkefnum.
Hin hagrænu sjónarmið, sem eru að baki þíðustefn-
unnar, draga ekki úr gildi hennar fyrir Vesturlönd.
Atlantshafsbandalagið þarf að mæta frumkvæðinu á
virkari hátt en gert hefur verið að undanförnu og láta
þíðuna leiða til samninga um hjöðnun vígbúnaðar.
Heima fyrir má búast við frekari deilum um hina
nýju hagstefnu Gorbatsjovs. Yfirstétt kommúnista-
flokksins mun ekki átakalaust sleppa neinu umtals-
verðu af völdum sínum og lífsþægindum. Þegar hefur
verið reynt að spilla fyrir breytingunum og tefja þær.
Herferðin gegn ofneyzlu áfengis hefur gengið fremur
illa. Ennfremur hafa tilraunir til að leyfa mönnum að
stunda brask utan vinnu í mörgum tilvikum haft þveröf-
ug áhrif, því að kerfið hefur einmitt tekið þá hastarlega
í gegn, sem ætluðu að hafa hag af nýbreytninni.
Hinir fjölmörgu og valdamiklu, sem hafa hag af kyrr-
stöðu, bíða þess færis, að í ljós komi, að efnahagsávinn-
ingur breytinganna reynist lítill, en herkostnaður sé
of þungbær, til dæmis í formi of mikillar tilætlunarsemi
hinnar nýju miðstéttar, sem eflist í breytingunum.
Mikil valdastreita út af þessu getur á óbeinan hátt
aukið ófriðarhættuna í heiminum. Það er gamalkunnug
saga, að menn reyna að draga úr ágreiningi inn á við
eða breiða yfir hann með því að draga upp ýkta mynd
af erlendum óvini, sem menn verði að sameinast gegn.
Ef hins vegar Gorbatsjov tekst að herma vel eftir
Ungverjum og Kínverjum í að virkja markaðshyggjuna,
er óhjákvæmilegt, að sovézka þjóðfélagið fari að ókyrr-
ast og vilji losna úr fleiri spennitreyjum. Það getur leitt
til friðsamari og hættuminni Sovétríkja í framtíðinni.
Gorbatsjov er að hreinsa flokk, ríkisbákn, her og
leyniþjónustu. Hafin eru endurmenntunarnámskeið til
að sníða nýja tegund stjórnenda. Alls staðar er þörf á
menntuðu fólki til að gera Sovétríkjunum kleift að
fylgja efnahagslega í humátt á eftir vestrinu.
Þetta hámenntaða fólk sættir sig ekki endalaust við
að hafa ekkert að segja í stjórnmálum og þurfa að sæta
ömurlegum fjölmiðlakosti. Það fer að heimta frelsi til
að hafa fjölbreyttar skoðanir og til að njóta íjölbreytts
upplýsingaflæðis utan kerfis ríkis og flokks.
Gorbatsjov getur misst völdin eins og Krjústjoff. Til-
raun hans er vörðuð hættum, bæði heima fyrir og út á
við. En hún getur einnig reynzt efla frelsi og frið.
Jónas Kristjánsson
Réttlætið kemur
í reykvískt hús
Einu sinni var réttlætið á ferð í
Reykjavík. pað ákvað að fara inn í
eitt hús þar. Og auðvitað fór það
íyrst inn í þvottaherbergið. Þar hafði
verið regla að hver íbúð ætti sinn
’ þvottadag, en nú fór réttlætið fyrir
hjartað í- ungu fólki á annarri hæð.
Auðvitað var það skólagengið og
sagði:
Þvottur verður'ekki óhreinn á ein-
hverjum ákveðnum dögum, svo það
er órökrétt að hver íbúð hafi fastan
þvottadag. Þeir dagar eiga að vera
eftir þörfum.
Nú lögðu allir heilánn í bleyti, og
að sjálfsögðu sigruðu rökin. En
hvemig átti að leysa jafii erfitt mál,
eftir að niðurstaðan var fengin? Það
var gert með heimilistölvu og gamli
listinn tekinn niður. Hver tölva
sendi boð inn á aðrar tölvur run
„óhreinindamagnið" í þvotti íbú-
anna. Og þá vildi svo til og állt
æxlaðist þannig, að óhreinindin fóru
jafnt í þvottinn, eftir komu tölvanna,
svo að allar íbúðir fengu sama
þvottadag.
Yfir þessu stóðu allir á gati. Eng-
inn réð neitt við neitt. Og að lokum
varð lausnin sú, að allir fluttu úr
húsinu,-
Húsið stóð autt í nokkum tíma.
Síðan fór nýtt fólk að spá í það. Og
að lokum losnaði fasteignasalan við
það í hendur bráðungs fólks, sem var
að byxja lífið, nýkomið úr skólunum.
Nú er það vitað að hús búa í mönn-
um og menn búa í húsum, enda hefur
skáldið sagt það, svo innan skamms
hófst sami vandinn en í nýrri mynd.
Réttlætið fór að snuðra í kringum
húsið. Og þegar það fór inn byijaði
það ekki að djöflast i þvottahúsinu,
heldur hljóp það í stigana.
Áður hafði það verið regla að hver
íbúð sæi um ræstingu á stigum, nið-
ur á næstu hæð, í einn mánuð í senn.
Þetta hafði gengið prýðilega. En
núna sagði afskaplega fær maður í
reikningi:
Þótt allir séu tvífættir, það er bæði
rökrétt og jafhrétti i því, þá fara
þeir ekki jafn oft upp og niður stig-
ana. íbúamir á annarri hæð til hægri
geta verið með meira rennirí en íbú-
eunir á stigapallinum til vinstri. Og
þess vegna er það rangt að skipta
stigaþvottinum rétt niður á íbúðir.
Auðvitað sá þetta hver heilvita
maður, og það vom allir í húsinu.
En hvemig átti að leysa jafn gífúr-
lega flókið mál?
Það var gert með því að nota sömu
aðferð og þegar umferð er talin á
vegum, lítil svört leiðsla lögð fyrir
framan dyr hverrar íbúðar og hún
tengd kassa.
Mælingin stóð yfir í mánuð, en
síðan var umferðin reiknuð út á árs-
grundvelli. Og þá kom í ljós að í
húsinu var svo mikið jafhrétti í
umferðarmálum að það var farið
hnífjafht út úr öllum íbúðunum. Svo
einn daginn vom allir íbúamir
komnir með skúringarfötur í stig-
ana. Þar rakst hver á annan, svo
ekkert varð um stigaþvott. Og í stað-
inn fyrir hann hellti hver úr sinni
fötu yfir náungann. Við það varð svo
mikill uppsteytur að enginn réð neitt
við neitt. Þá var eina lausnin að
allir fluttu úr húsinu. Auðvitað gat
enginn ráðið við svona flókna stöðu.
Og þá er bara að leysa vandann með
því að fara.
Nú beið húsið autt, uns farið var
að auglýsa það til sölu, og svo byggð-
ist það nýju fólki. Og aftur sönnuð-
ust orð skáldsins, að menn búa í
húsum og hús búa í mönnum. Það
kom fram í því, að visir hlutir em
landlægir í húsum, þótt alltaf sé ver-
ið að skipta um íbúa. Svona er
skýringin á ljóði skáldsins auðsæ.
Og nú hljóp réttlætið í húsið og lagð-
ist á hitaveituna, sem hafði verið
sameiginleg til þessa.
Það er ekkert réttlæti að skipta þvottadögum á milli ibúða.
Karlmaður, sem var sprenglærður
pípulagningameistari, sagði að ekki
notuðu allir íbúamir jafn mikið heitt
vatn, því misjafnlega margir byggju
í íbúðunum. Og hann sagði það ekki,
þótt hann meinti það, að piparkarl
á fyrstu hæð væri alltaf í baði og
eyddi meira vatni en fjölskylda hans,
sem var bamafjölskylda. En allir
skildu, og þess vegna fékk hver sína
lögn, og þá hljóp hitaveitukostnað-
urinn svo upp úr öllu valdi að
íbúamir hlupu hreinlega úr húsinu
og reyndu að forða sér. Og jafnréttið
líka, því það hafði aldrei komist í
annað eins hús og valdið þvílíkum
usla.
Nú stendur húsið autt og er óselj-
anlegt. Og það er vegna þess að
væntanlegir kaupendur, sem koma
til að skoða húsið, sjá að húsþakið
er ekki jafnt yfir því öllu. Og svo er
gmnnurinn ekki heldur jafh undir
því. Þannig að ef einhver flytti í það
væm íbúamir þar ekki á jöfiium
gmndvelli. í því er ekkert réttlæti.
Auðvitað getur enginn leyst þetta.
Og þess vegna verður húsið molað
niður.
I talfæri
Guðbergur
Bergsson