Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 11. JÚLl 1987.
11
Lífseigur er Matti
Þegar ráðherralisti Sjálfstæðis-
flokksins var kunngerður varð mér
að orði: Lífseigur er Matti.
Þannig hafa sjálfsagt fleiri hugsað.
Þama voru menn búnir að velta fyr-
ir sér ráðherraefnum Sjálfstæðis-
flokksins í marga daga með tilgátum
og getgátum um þennan og hinn.
En aldrei minntist neiim ó Matthías
Á. Mathiesen frekar en hann væri
ekki til. Yfirleitt var ekki talið að
gamla ráðherragengið ætti sér lífs-
von og þar var Matthías meðtalinn.
En hvað gerist ekki? Á síðustu
stundu skýtur nafni Matthíasar upp
á yfirborðið og áður en nokkur mað-
ur getur snúið sér við er hann
munstraður í nýju ríkisstjómina.
Svona menn hafa niu líf, ef ekki
fleiri, og enn einu sinni sannast að
Matthías Á. Mathiesen er ekki i
pólitík fyrir ekki neitt. Ég tek ofan
fyrir ráðherranum, jafnvel þótt ég
kjósi ekki á Reykjanesinu.
En það era ekki allir sem taka
ofan fyrir Matthíasi. Á Morgun-
blaðinu sáu þeir ástæðu til þess á
fæðingardegi stjómarinnar að senda
Matthíasi eftirfarandi kveðju:
„Það lofar því miður ekki alltof
góðu, hvemig staðið var að end-
umýjun í ráðherrahópi flokksins.
Matthías Á. Mathiesen átti að víkja
fyrir nýjum manni, hann hefur gegnt
ráðherraembætti í átta ár. Hann átti
þess kost að hliðra til fyrir nýjum
manni og sýna samstarfsmönnum
stórhug en valdi ylvolgan stólinn
eftir Matthías Bjamason sem sætti
sig við þá ákvörðun formannsins,
ásamt Ragnhildi Helgadóttur og
Sverri Hermannssyni að snúa sér
nú alfarið að löggjafarstöríúm og
hvíla sig á framkvæmdavaldinu og
hafa þau öll sýnt raunsæi i þeirri
afstöðu...“ „.. .áframhaldandi vera
Matthíasar Á. Mathiesen í ráðherra-
embætti veitir nýrri ríkisstjóm
Þorsteins Pálsonar ekki þann ferska
svip sem ella hefði orðið.“
Þannig hljóðaði sá boðskapur og
eins og sjá má era Matthíasi ekki
vandaðar kveðjumar. Sjálfsagt á
þessi Morgunblaðsrödd hljómgrann
meðal ýmissa í þingflokknum sem
nú eiga um sárt að binda eftir ósigur
í slagnum um ráðherrasætið hans
Matthíasar.
Toppurinn á tilverunni
Nú má auðvitað segja að allur
þessi ráðherraslagur sé bæði hégóm-
legur og hlægilegur. Það er eins og
himinn og jörð séu að farast þegar
menn fá ráðherrasóttina. Þar er eng-
inn annars bróðir í leik, rétt eins og
menn eigi líf sitt undir róðherratign-
inni. Eins og það er skemmtilegt eða
hitt þó heldur að eiga í eilífum úti-
stöðum innan þings og utan, standa
berskjaldaður í sviðsljósinu árið um
kring og geta aldrei um frjálst höfuð
strokið fyrir betli og bænarbréfum
vegna hagsmunaárekstra út og suð-
ur.
En þetta vilja menn og þetta er
hinn kaldrifjaði veraleiki stjóm-
málanna. Ráðherradómur er vald og
valdið er freistandi fyrir þá sem hafa
gert það að ævistarfi sínu að ráðsk-
ast með hagi fólksins og abbast upp
á annarra manna jússur. Ráðherra-
dómur er líka vegtylla í mannvirð-
ingarstiganum, toppurinn á
tilveranni, ef menn leggja mest upp
úr því á lífsleiðinni að loka sig inni
á kontórum og fundum hálfa ævina
til að ræða um vapdamál annarra.
Sumir era líka þannig gerðir að þeir
meta ævistarfið eftir metorðum og
telja titlana og tækifærin sem þeim
áskotnast á framabrautinni.
Hversu hégómlegt sem utanað-
komandi og ópólitísku fólki finnst
þetta titlatog er rétt að viðurkenna
að þessimi fúllnægingarþörfum
stjórmálamannanna verður ekki
breytt og þess vegna munu bræður
berjast til hinsta manns þegar ráð-
herrastóll er í augsýn. Þetta er þeirra
veröld, þeirra metnaðiu, alveg eins
og það er kappsmál hjá öðrum að
hækka i launum, hækka í störfum
eða hækka í prófum. Lögmálin verða
aldrei umflúin né heldur duttlungar
einstaklinganna, eftir því hvar þeir
planta sér í lífinu.
Maður málamiðlunar
Matthías Á. Mathiesen er hvorki
betri né verri en aðrir stjórnmála-
menn í þessum efnum. Hann er hins
vegar klókari og sterkari en margur
annar og þar af leiðandi hefur hon-
um tekist betur en flestum að koma
ár sinni fyrir borð. Ferill hans talar
þar sínu máli.
Kosningamar í Hafnafirði vorið
1959 vora sögulegar og eftirminnileg-
ar fyrir þá sök að þrítugur Hafnfirð-
ingur bauð sig fram fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í fyrsta skipti og gerði sér
lítið fyrir og felldi Emil Jónsson þá-
verandi forsætisráðherra. Hafnar-
Ellert B. Schram
fjörður var þá einmenningskjördæmi
og höfuðvígi Alþýðuflokksins. Þetta
þótti mikið afrek hjá unga mannin
um. Davíð sigraði Golíat. Þessi Dav-
íð hét Matthías Á. Mathiesen. Allar
götur síðan hefur Matthías
verið i öraggu sæti Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu og nú á
seinni árum ótvíræður leiðtogi
flokksins á Reykjanesi.
Það verður ekki sagt um Matthías
að hann hafi verið brimbijótiu eða
fánaberi í fremstu fylkingu þegar í
odda hefur skorist. Skoðanir hans
hafa á stundum verið til hlés. eins
og bátur sem siglir milli skers og
bára. En Matthías hefm' hins vegar
verið maður málamiðlunar og um-
burðarlvndis. sáttasemjari og friðar-
höfðingi, sjálfrmi sér og flokknum til
farsældar. Vinsældir hans eru ekki
tilviljun.
Þessi maður hefúr notið mikils
trausts í Sjálfstæðisflokknum og
þótti sjálfkjörinn til ráðherradóms í
ríkistjórn Geirs Hallgrímssonar og
aftur í fráfarandi stjórn. Hann hefur
reynst drjúgur í ráðherrastörfúm
sínum og góður fúlltrúi flokks síns
og stefnu.
Það er þessi sami Matthías sem
nú situr uppi með þá skoðun Morg-
unblaðsins að hann standi nýrri
ríkisstjóm fyrir þrifum. Komi í veg
fyrir ferskan blæ hennar. Skorti stór-
hug til að standa upp fyrir nýjum
mönnum! Já, það er meira en lítið
sem Matthías hefur á samviskunni!
Það er aldeilis að hann er orðinn
fyrir. En fyrir hverjum? Mér er
spurn.
Svarta klíkan
Þegar ríkisstjóm Geirs Hallgríms-
sonar var mynduð á vordögum 1983
vora margir kallaðir en fáir útvald-
ir. Að minnsta kosti fimmtán
þingmenn flokksins gáfu kost á sér
- flestir með steinbam í maganum.
þar á meðal undirritaður. Þá vora
nú menn ekki aldeilis á þeim buxun-
um að sýna stórhug eða standa upp
fyrir nýjum mönnum eða hugsa um
ferskleika í ráðherraliðinu. Þrír af
ráðherrum flokkins frá fyrri áratug
þóttust vera sjálfkjörnir. þar á meðal
einn sem var fallinn út af þingi. Þá
réð lögum og lofum í þingflokknum
hópur sem gekk undir nafriinu
svaita klíkan og átti það takmark í
pólitíkinni að komast sem næst kjöt-
kötlunum. Þetta lið sórst í bræðra-
lag. gerði síðan bandalög út og suður
við minni spámennina og sveik siðan
alla samninga þegar sakleysingjam-
ir höfðu gengið í gilch-una. Þetta
samsæri gekk jafnvel svo langt að
einn fóstbræðranna. sem hélt til á
Azoreyjum imi þær mundir. skildi
eftir innsiglaðan atkvæðaseðilinn
þai- sem hann krossaði við sína menn
án þess að hafa hugmynd um hverjir
vora í kjöri!
Ferskleikinn í ráðhen-aliðinu varð
eftir því. án þess að Morgunblaðið
sæi ástæðu til að skrífa vandlæting-
arleiðara í það skiptið imi skort á
endumýjun. Morgunblaðið telur
þvert á móti þennan garnla þingflokk
skulda skýringu á því af hverju Geir
Ha’lgrímsson skyldi ekki fá að vera
forsætisráðherra. Þeir vora víst ekki
búnir að finna upp ferska blæinn á
þeim tíma!
Hverjum skvldi detta það í hug að
fólki eins og Sveni Hemiannssyni
og Ragnhildi Helgadóttur skvldi
vera ósárt um að ganga nú úr ráð-
herrastólum sínum? Halda menn að
það hafi verið af einskæram stór-
hug? Hevr á endemi. Sverrir kallinn
hefði svo sannarlega barist fyrir sin-
um stól ef hann hefði haft pólitíska
stöðu til þess. Af hverju halda menn
að Egill lagsbróðir Sverris að austan
hafi setið hjá? Eða af hverju var
Ragnhildiu Helgadóttir að gera at-
hugasemdir um að engin kona væri
í ríkisstjóminni? Og hvers vegna
greiddi Matthías Bjarnason ekki at-
kvæði með tillögu Þorsteins?
Hann hefur níu líf
í grein, sem Agnes Bragadóttir
skrifar í Morgunblaðið sama daginn
og vandlætingarkveðjan til Matthí-
asar birtist. segir frá þrí að sú
skoðun hafi verið uppi meðal þing-
manna að Friðrik varaformaður
skyldi einbeita sér að flokksstarfinu
í stað þess að setjast í ráðherrastól.
Talsmenn þessa sjónai-miðs vora
einkum Evjólfur Konráð og Guð-
mundm' Garðarsson. að sögn
Agnesar. Báðir þingmenn Reykja-
víkur. Með allri virðingu f>TÍr
þessum tveim ágætu mönnum verð-
ur auðvitað ekki önnur ályktun
ch'egin en sú að með því að úthýsa
varaformanninum frá ráðherradómi
jukust þein-a eigin líkur að sama
skapi.
Þannig er hver maður sjálfum sér
næstur og enginn annars bróðir i
leik. Það er eins og hvert annað
kjaftæði og hræsni að halda því fi-am
að rnenn dragi sig í hlé af stórhug
eða tillitssemi við aðra. Slík göfug-
mennska á ekki upp á pallborðið í
Sjálfstæðisflokknum og talai- þá sá
sem reynsluna hefur.
Meðan þetta lögmál fnmiskógar-
ins gildir hlýtur Matthías Á.
Mathiesen að hafa rétt til þess að
taka þátt í hanaslagnum eins og
hver annar - og fara eftir sömu leik-
reglum og hinir. Ef Matthías hefur
styrk til að beija í borðið og bm'ði
til að koma sjálfrmi sér í ráðherra-
stól af hverju skyldi hann þá ekki
gera það? Hvenær var það bannfært
í flokknum að berjast fyrir lífi sínu?
Ég sé heldur ekki betur en að þeir
sem ófýrirleitnastir era. óvífnastir
og óbilgjamastir. séu mennimir í
pólitiska uppáhaldinu. Allavega hef-
ur enginn tapað á því i pólitíkinni
að skara eld að sinni köku.
Formanni flokksins var það í lófa
lagið að gera tillögu um annan ráð-
herra en Matthías Á. Mathiesen eins
og hugur hans er sagður hafa staðið
til. Styrkur Matthíasai', reynsla og
stjómmálakænska kom i veg fyrir
þá fyrirætlan. Ekki er það merki um
veikleika Matthiasar hvað hann er
sterkur. Ekki er það hans sök ef
formaðurinn skilur áður en skellur
í tönnum. Pólitík er barátta um völd,
barátta um styrk. Matthias Á.
Mathiesen varð einfaldlega sterkari
en aðrir á endasprettinum. Þeim
tókst ekki að slátra honum. Hann
hefur nefnilega níu líf.
Ellert B. Schram