Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Page 20
20
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987.
tímaleysi
í umferðinni.
Það ert ýcí sem
situr við stýrið.
UUMFERÐAR
Tímarit
Jíft
afsláttur
í júní og júlí veitum við
15% staðgreiðsluafslátt af
pústkerfum í Volksvagen
og Mitsubishi bifreiðar.
Kynntu þér okkar verð,
það getur borgað sig.
f——1 SÍMAR:
91-695500
91-695650
91-695651
LESEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
Urval
HEKIAHF
Bridge
Norðurlandamótið á Hrafnagili:
Mikil skipting olli erfiðleikum
Á nýafstöðnu Norðurlandamóti
yngri spilara, sem haldið var á
Hrafnagili í Eyjafirði, voru spiluð
sömu spil í öllum leikjum og því
bæði fróðlegt og skemmtilegt að
bera saman árangurinn.
Spil 5 í síðustu umferðinni var
mikið skiptingarspil og árangur
æði misjafn.
N/N-S
G109754
94
9872
D
KD108532
K105
G93
ÁKD8632
Á76
542
G
ÁDG643
ÁK10876
■ Leikur umferðarinnar var á milli
A-sveitar Noregs, sigurvegaranna,
og sveitar Svíþjóðar.
I opna salnum, þar sem Stövneng
og Voll sátu n-s íyrir Noreg, varð
lokasamningurinn 5 tíglar í suður.
Eriksson spilaði út hjartakóng og
Mattsson gætti ekki að sér og kall-
aði einungis. Eftir það var allt
orðið of seint og Voll gaf aðeins
einn slag á tromp til viðbótar. Slétt
unnið og 600 til Noregs. í lokaða
salnum opnaði Jim Höyland í aust-
ur á fjórum spöðum, Gregorson í
suður sagði fjögur grönd og fimm
tíglar norðurs urðu lokasögnin,
dobluð af vestri.
Nú kom spaðaásinn út og eftir
það var spilið tapað því vestur fær
alltaf tvo slagi á tromp. Það voru
200 í viðbót til Noregs sem græddi
13 impa á spilinu.
En skoðum árangurinn í leik
yngri liða Noregs og Danmerkur.
í opna salnum sátu n-s fyrir Dan-
mörk, Pedersen og Rolf-Larsen.
Áður en varði voru norsku strák-
arnir komnir með sex hjörtu sem
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Larsen doblaði. Pedersen spilaði
út laufadrottningu og Larsen brosti
með sjálfum sér og kallaði með
tíunni. Nú varð löng bið og að lok-
um spilaði Pedersen spaða. Unnið
spil. Dýr mistök hjá Larsen að gefa
laufadrottninguna en hann ætlaði
að trompa spaða.
í lokaða salnum varð norður
sagnhafí í sex tíglum dobluðum.
Spaðakóngur kom út og það voru
500 upp í skaðann en Noregur
græddi 12 impa á spilinu.
í leik eldra liðs Islands og Dan-
merkur lentu Jakob Kristinsson og
Garðar Bjamason í fimm laufum á
n-s spilin. Útspilið var hjarta-
drottning og silfurverðlaunahafinn
frá heimsmeistaramótinu í Miami,
Palmund, lét sexið. Þá kom tígull,
trompað af austri, síðan spaði,
trompað og yfirtrompað. Tígul-
kóngurinn var svo fjórði slagur
varnarinnar. Tveir niður og 200 til
Danmerkur. I lokaða salnum lentu
Danirnir í fimm tíglum dobluðum
í norður og Hrannar Erlingsson
spilaði út spaðakóng. Þar með var
spilið andvana og ísland fékk 200.
Spilið féll.
Siðasti leikur umferðarinnar var
á milli yngra liðs Islands og eldra
liðs Finnlands. Spilaskýrslumar
sýna að Finnamir spiluðu fimm
tígla doblaða í norður og austur
spilaði út spaðaás. Þar með á spilið
að tapast en Finnarnir fengu 750.
Bræðmnum Steinari og Ólafi hefur
fatast vörnin, líklega hefur vestur
yfirtrompað gosa eða drottningu
suðurs og tapað þar með trompslag.
En þetta skipti ekki öllu máli í
leiknum, (hálfleikurinn tapaðist
reyndar 17-90) því á hinu borðinu
enduðu Finnarnir í sex hjörtum
dobluðum. Ari Konráðsson spilaði
út spaðagosa og Kjartan fngvars-
son brosti í laumi þegar hann
trompaði með hjartagosanum.
Brosið hvarf þegar Finninn yfir-
trompaði og vann sitt spil.
Berðu ekki við