Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. Afmæli 60 ara er í dag, li. juii, nermann Ragnar Stefánsson danskennari, Grænuhlíð 20, Reykjavík. 60 ára verður á morgun, sunnudag 12. júlí, Sigurður Ingimundarson, vistmaður á Kópavogshæli. Hann er fæddur á Hellissandi 12. júlí 1927. Tilkyrmingar Matthías Á. Mathiesen "samstarfsráðherra Norðurlanda A ríkisstjórnarfundi 9. júlí sl. var sam- þykkt að tillögu forsætisráðherra að Matthías Á. Mathiesen samgönguráð- herra yrði jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar. Matthías Á. Mathiesen var einnig samstarfsráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar þar til 16. október 1985. Fráfarandi samstarfsráðherra er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Námskeið í lífeðli og djúpslökun l’rteðslumiðstöðin Þrídrangur verður með námskeið í lífeðli og djúpslökun. Leið- beinandi er Gunnhildur H. Axelsdóttir og fylgir námskeiðinu slökunarsnælda og les- efni. Námskeiðið er um helgi og eitt kvöld. Fyrra námskeiðið er helgina 18. -19. júlí og hið síðara 25. 26. júlí nk. I námskeiðinu eru kenndar lífeflisæfingar dr. Alexanders Lowens. Lífeflisæfmgakerfið er stundum nefnt „yoga tuttugustu aldarinnar'* og Jjykir henta vel sem alhliða heilsuvernd. Ávinningur af lífeflisæfíngum er m.a.: Að losa um vöðvaspennu, dýpka öndunina, auka orku og vellíðan í kynlífi. Námskeið- ið gerir jafnframt ítarleg skil á hvíldar- þjálfun sóvéska læknisins dr. A.G.. Odessky. Þessi slökunaraðferð var sér- staklega hönnuð fyrir geimfara og er talin meðal fremstu aðferða til tauga- og vöðva- slökunar. Hún byggir á áhrifamætti sjálfs- sefjunar, öndunartækni úr yoga og sérstakri tónlist sem hefur sjálfkrafa slök- u»f í íor með sér. Innritun og upplýsingar eru á milli kl. 20 og 23 í síma 671168. 011- um er heimil þátttaka. Aðalfundur Landsbyggða- samtaka verslunarfólks, haldinn í Borgarnesi 30. maí 1987, ályktar að ekkert eitt félag innan L.I.V. megi hafa þar meirihluta. Vegna þess er aðkallandi að breyta skipulagi landssambandsins á næsta þingi. Einnig ályktar fundurinn að stjóm L.Í.V. eigi að starfa í anda 1. kafla laga Landssambandsins sem fjallar um til- gang þess og forystu. Fundurinn ályktar að félög innan Landsbyggðarsamtakanna afli sér heimildar til úrsagnar úr L.l.V. nái ofangreindar skipulagsbreytingar ekki fram að ganga á næsta þingi L.Í.V. Júlíblað Mannlífs komið út Meðal efnis er athyglisvert forsíðuviðtal við fyrsta 'íslenska geimfarann, Bjarna Tryggvason. Tveir valinkunnir leikarar, Horst Tappert og Tom Konti ræða við blaðamenn Mannlífs um líf sitt og starf. Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur ger- ir með hreinskilnum hætti upp framtíðina. Birtar eru einstæðar litmyndir af Reykja- vík stríðsáranna. teknar af ljósmyndara bandaríska hersins. Margt fleira fjörlegt og fróðlegt efni er í blaðinu sem er að vanda prýtt fjölda litmynda. Otgefandi Mannlífs er Frjálst framtak hf. Tímaritið Þroskahjálp 2. tölublað 1987 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. Að venju eru í ritinu ýmsar greinar, viðtöl, upplýs- ingar og fróðleikur um málefni fatlaðra. Sem dæmi má nefna leiðara sem að þessu sinni er um nýjar baráttuleiðir í málefnum fatlaðra. Sagt er frá kosningavöku sem Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp efndu til í mars sl. og greint frá nýju skammtíma- heimili í Reykjavík. Fastir pistlar eru á sínum stað, s.s. Bókakvnning, réttur þinn og Af starfi samtakanna. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fimm sinnum á þessu ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu Þroskahjálpar að Nóa- túni 17, 105 Reykjavík. Ritið er einnig hægt að fá keypt í bókabúðum og á blað- sölustöðum. Askriftarsíminn er 91-29901. Hús & híbýli 1 nýafstaðinni lesendakönnun, sem fram- kvæmd var af Hagvangi, sönnuðust vinsældir Húsa & híbýlis eina ferðina enn. Blaðið er á toppnum ásamt tveim öðrum tímaritum. I nýjasta tölublaði er m.a. að finna innlit til Snjólaugar Bragadóttur skáldkonu og fjölskyldu hennar. Fleira er snertir innréttingar og húsmuni er að sjálfsögðu í blaðinu. M.a. eru birtar mynd- ir frá breytingunum sem gerðar hafa verið á Hótel KEA og einnig eru í blaðinu mynd- ir frá glæsilegri sólbaðsstofu á Akureyri. Litast er um í nýju hverfi sem er að rísa t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og ömmu Sigríðar P. Guðbrandsdóttur, Rauðalæk 18. Snorri Júlíusson Guðrún Snorradóttir Jón Ingibergsson Hilmar Snorrason Guðrún H. Guðmundsdóttir og barnabörn. í Bærum í Noregi í tengslum við bygging- arráðstefnu sem haldin verður í haust. Svo eru líka myndir frá gömlum pakkhúsum í Kaupmannahöfn sem breytt hefur verið í vandaðar skrifstofubyggingar, lúxushótel og íbúðahús. Sagt er frá húsgagnasýning- unni í Bella Center og opnun nýrrar og glæsilegrar húsgagnaverslunar í Reykja- vík. Og þeim sem vilja smíða sin húsgögn sjálfir er leiðbeint um smíði garðhús- gagna. Mataruppskriftir, prjónauppskrift- ir og prjónaþáttur eru einnig í blaðinu. Arkitekt blaðsins svarar fyrirspurnum og blómaþátturinn er á sínum stað. Útgefandi er SAM-útgáfan. Ritstjóri er Þórarinn Jón Magnússon. Áskriftasíminn er 83122. Ferðahandbókin Land Nýlega kom út ferðahandbókin Land. Brot ritsins hefur verið smækkað til að auð- velda meðhöndlun bókarinnar á ferðalög- um. Þar nýtist bókin best þó hún sé einnig kjörið lesefni hvar sem er því í bókinni leynist hafsjór fróðleiks. Útlit bókarinnar er breytt, nú fara saman þjónustulistar, kynningargreinar og auglýsingar ákveð- inna sveitafélaga. 1 bókinni eru þjónustu- listar sveitarfélaganna. Þar er hlutlaus upptalning á nær allri ferðaþjónustu sem í boði er á íslandi. Fjölmargar kynningar- greinar um sveitarfélög eru í bókinni, þar er m.a. fjallað um sögu og stöðu byggðar- innar. Útgefandi ferðahandbókarinnar Land er Ferðaland hf., Bolholti 6. Reykja- vík s. 91-687868. Ritstjóri, bókarinnar er Björn Hróarsson jarðfræðingur en auk hans unnu að útgáfunni Magnfríður Júl- íusdóttir og Ása Hreggviðsdóttir. Auk ritstjóra eiga Björn Rúriksson og Mats Wibe Lund flestar myndir í bókinni. Bjöm Br. Björnsson teiknaði bókina og sá um útlit hennar. Bókin er gefin út í 60.000 eintökum á íslensku og 40.000 eintökum á ensku. Þessi góði ferðafélagi kostar kr. 185 og fæst á flestum blaðsölustöðum. Bjarkarlundur 40 ára Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því hótel Bjarkarlundur í Reykhólasveit tók til starfa. Húsið var vígt með athöfn 29. júní 1947. Það var Barðstrendingafélagið í Reykjavík sem byggði hótelið á árunum 1945-47. Félagið leigði hótelið til rekstrar fyrstu árin en árið 1957 tók félagið sjálft við rekstrinum og hafði hann á hendi til ársins 1972, en það ár gengu fleiri aðilar til liðs við félagið. Árið 1972 var hlutafé- lagið Gestur stofnað af Barðstrendingafé- laginu, Ferðaskrifstofu ríkisins og sýslu- og hreppsfélögum á Vesttjörðum. Síðar gerðist Kaupfélag Króksíjarðar stór hlut- hafi. Það leikur ekki á tveim tungum að Bjarkarlundur hefur á -þessum 40 árum verið snar þáttur í samgöngumálum Barðastrandarsýslu og raunar allra Vést- Qarða. Þar hefur margur ferðlúinn maður fengið húsaskjól og annan beina. .Enda þótt margt hafi breyst á þessum 40 árum, sérstaklega í samgöngumálum, er Bjarkar- lundur enn á sínum stað, reiðubúinn að veita ferðamönnum skjól og næringu. Teningur Teningur er kominn út, fjórða hefti tíma- ritsins sem er vettvangur fyrir bókmenntir og listir, Að venju eru á Teningnum marg-' ar hliðar, efnið fjölbreytt og komið að listunum úr ýmsum áttum. Af frumsömdu bókmenntaefni sætir mestum tíðindum ljóð eftir eitt fremsta ljóðskáld Islendinga á vorm dögum, Sigfús Daðason. Aðrir sem eiga ljóð í Teningnum eru Margrét Lóa Jónsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, Sigrún Björnsdóttir, Hreinn Guðlaugsson og Gunnar Harðarson. Fimm smásögur eru eftir þá Octavio Paz, Guðmund Andra Thorsson, Þórð Kristinsson, Garðar Bald- vinsson og Benedikt Gestsson. Viðtöl eru við Ólaf Gunnarsson og Gyrði Elíasson. Af myndlistarefni tímaritsins fer mest fyr- ir löngu viðtali við Kristján Guðmundsson og með því eru birtar myndir af ýmsum verka hans. Þá á Halldór Ásgeirsson einn- ig myndir og ljóð í Teningi. Ennfremur Spakmælið___________________________ Aðrir lifa til að borða en ég borða til að lifa. Sókrates Samkaup á litasjónvörpum frá Kína Síðastliðið haust tók Hljómbær hf., Hverf- isgötu 103, þátt í samkaupum á litasjón- varpstækjum frá Kína ásamt fyrirtækjum annars staðar á Norðurlöndum. Með því að sameinast um stóra pöntun náðust afar hagstæðir samningar við Bejing Televisi- on Factory í Peking. Umrædd, sjónvarps- tæki, sem heita Peony, komu í þessum fyrstu samkaupum aðeins i einni stærð, þ.e. 14 tommu. Flóknari hlutar tækjanna. svo sem myndlampar, koma frá japönskum framleiðendum. Óhætt er að fullyrða að tækin hafi reynst mjög vel en þeim fylgir þriggja ára ábyrgð á myndlampa en eins árs á öðrum hlutum. 1 framhaldi af hinum góðu viðbrögðum við þessum tækjum á Norðurlöndum, þar sem 15 % markaðs- hlutdeild náðist í fyrstu umferð þá hafa þeir aðilar, sem stóðu af fyrstu samkaup- unum ákveðið að færa út kvíarnar og taka einnigstærri litsjónvarpstæki á næstunni. er vert að minna á ritgerð eftir hinn kunna franska heimspeking, Paul Ricoeur. Áskriftarsími Tenings er 18417 en hann fæst einnig í öllum helstu bókaverslunum landsins. andi stjórnarkreppu. Við ríkjandi aðstæð- ur í efnahags- og atvinnumálum eykur óvissa um stjórnarstefnu á vandann og torveldar lausnir sem miðað geta að end- urheimtu stöðugleika þess sem hillti undir á síðasta ári. Nordex - ný norræn við- skiptasímaskrá Póst- og símamálastofnunin hefur sent frá sér símaskrá yfir útflutnings- og þjónustu- fyrirtæki á Nórðurlöndunum. Skráin er sameiginlegt verkefni símamálastjórn- anna á Norðurlöndum og verður gefin út árlega. Hún er prentuð í fimm mismun- andi útgáfum, þ.e. á máli hvers lands fyrir sig, þó efnið sé það sama í þeim öllum. Nordex er skipt í tvennt, starfsgreinaskrá og nafnaskrá. I henni er að finna upplýs- ingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Norðurlöndum. Nordex er ætlað að greiða fyrir samskiptum á milli landanna og auð- velda leiðir að nýjum viðskiptasambönd- um. Nordex 1987 verður dreift ókeypis til þeirra er þess óska á meðan upplag endist. FramkvæmdastjórnVinnu- veitendasambands íslands fjallaði á fundi sínum 24. júní sl. um ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum og samþykkti af því tilefni svohljóðandi' ályktun: Nær tveir mánuðir eru liðnir frá því kosið var til Alþingis og enn er full- komin óvissa ríkjandi um það hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og hvaða efna- hagsstefnu verður framfylgt á komandi misserum. Á sama tíma hefur þensla í efna- hagslífinu aukist til muna og nú er svo komið að eftirspurn eftir vinnuafli hefur ekki verið meiri sl. áratug. Kaupmáttur launatekna hefur að meðaltali aukist langt umfram það sem raunhæft hefur verið talið, miðað við óbreytt hlutfall inn- lends sparnaðar. Vaxandi innflutningur og upplýsingar um þróun peningamála benda til þess að neyslugjöld vaxi langt umfram sparnað. Því kann að stefna í verulegan viðskiptahalla á næstu misser- um. Jafnframt ríkir óvissa um þróun kaupgjalds á almennum vinnumarkaði á næstu 18 mánuðum, m.a. með hliðsjón af kjarasamningum opinberra starfsmanna á þessu ári. Sá mikli dráttur, sem orðinn er á myndun ríkisstjórnar, eykur enn á óvissu um framvindu efnahagsmála og tef- ur nauðsynlegar ákvarðanir, jafnt á sviðum ríkisfjármála, peningamála og í atvinnurekstri landsmanna. Fram- kvæmdastjórn VSÍ telur því brýnt að hið allra fyrsta verði bundinn endi á yfirstand- Ýmislegt Landsmót AA-samtakanna verður haldið í Galtalækjarskógi dagana 17.-19. júlí nk. Þar verður margt til skemmtunar gert. Hljómsveit Grétars Örv- arssonar leikur fyrir dansi bæði föstudags- og laugardagskvöld, fjölskylduleikir, varðeldur og söngur, AA Ala-tín og Ala- non fundir, sameiginlegt grill og morgun- matur, skemmtilegar uppákomur fyrir yngstu kynslóðina og margt fleira. Barna- gæsla verður á staðnum. Miðaverð er kr. 1000 fyrir 16 ára og eldri. Ferðir verða á mótið föstudaginn 17. júlí kl. 19 og laugar- daginn 18. júlí kl. 8. Farið verður frá Tjarnargötu 3-5 (rauða og græna húsinu) og Hópferðamiðstöðinni á Ártúnshöfða á sama tíma. Mætið tímanlega. Ferðir frá Galtalækjarskógi á sunnudag eftir móts- slit kl. 16. Leiðrétting í frétt, sem birtist í DV síðastliðinn fimmtudag, urðu þau mistök að í stað Svefneyja stóð á einum stað í fréttinni Skáleyjar. DV biður viðkomandi vel- virðingar á þessum mistökum. Hella: Læknirinn í sumarieyfi Haraldur Blöndal lögfræðingur hefúr óskað eftir að birt yrði sú at- hugasemd varðandi frétt DV í gær að heilsugæslulæknirinn á Hellu hafi tekið sér sumarfrí en ekki verið leystur frá störfum eins og í grein- inni stóð. Að fríinu loknu muni hann fara í ársleyfi til endurmenntunar. „RTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.