Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Page 33
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987.
33
Stjömuspá
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir sunnudaginn 12. júlí.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú veist alls ekki hvort þú átt að eyða meiri tíma í menn
eða málefni. Þú þarft að vera dálítið ákveðinn við sjálfan
þig og aðra.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
Ef þú átt að láta álit þitt í ljós á einhverju skaltu vera
viss um að vita allar aðstæður. Þér hættir til þess að
skipta þér af vandamálum annarra í dag, reyndu að kom-
ast hjá því. Áttaðu þig í tíma.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Hrútar eru frjálsir og segja venjulega umbúðalaust það
sem þeir hafa að segja. Þú verður samt í sumum tiifellum
að reyna að gera einhverjum til hæfis.
Nautið (20. april-20. mai):
Ef þú hugsar ekki, áttu á hættu að gleyma einhverju mikil-
vægu sem þú ætlaðir að gera í dag. Þú ættir að reyna að
komast hjá því, annars veldur þú öðrum vonbrigðum.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Þú mátt búast við að þú hafir meira að gera í dag heldur
en þú ráðgerðir. Þú mátt líka gera ráð fyrir mörgum breyt-
ingum, þótt flest verði á sínum stað.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þetta er tilvaiinn dagur til þess að vera í hópvinnu. Mál
geta auðveldlega endað með rifrildi, svo þú ættir að reyna
að velja þér fólk sem hefur iíkar skoðanir og þú. Happatöl-
ur þínar eru 9, 14 og 35.
Ljónið (23. júli-22. ágúst):
Þú mátt búast við að hætt verði við eitthvað sem þú hef-
ur sérlegan áhuga á. Þú vilt heldur vera einn en í stórum
hópi.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Dagurinn verður dálítið sérstakur á einhvem hátt og það
verður skapið líka. Allt verður dálítið óvenjulegt. Þú
ættir jafnvel að fara eitthvað, þó ekki langt. Happatölur
þínar eru 10, 13 og 28.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Það pirrar þig að eitthvað sem þér er mikilvægt hefur
dregist á langinn það gæti þó endað á þann hátt sem þú
vilt, þótt það taki langan tíma. Stjörnurnar eru þér hag-
stæðar í ástamálunum.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Skjóttu ekki yfir markið með gagnrýni þinni. Þú ættir
að vera í skapi til þess að njóta þín og annarra.
Bogamaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Það ætti ekki að vera erfitt að draga pennastrik vfir gam-
alt og byrja upp á nýtt. Dagurinn er sérlega góður £jöl-
skyldu dagur.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þetta verður sennilega frekar ruglingslegur dagur. þú
ættir að forðast óákveðni. Þú þarft að fara varlega. sér-
staklega á þeim sviðum þar sem enginn hefur sýnt fordæmi.
Spáin gildir fyrir mánudaginn 13. júlí.
Vatnsberinn (21. jan.-19. febr.):
Þú ættir að treysta sem mest á sjálfan þig en á sumum
sviðum þarftu á sérfræðiþekkingu að halda og verður að
leita til annarra. Að öðru leiti ættirðu ekki að láta aðra
hafa áhrif á þig.
Fiskarnir (20. febr.-20. mars):
Það verður líflegt í kringum þig fyrri partinn og líklegt
að þú verðir fyrir þrýstingi ættingja í ákveðnu máli. Vertu
opinn fyrir gagniegum ábendingum, sérstaklega þeim sem
eru vel meintar.
Hrúturinn (21. mars-20. apríl):
Þú færð mörg góð tækifæri sem jafnvel opna þér nýjar
leiðir. Heimilismálin þarfnast fersks anda. Kvöldið verður
ljúft.
Nautið (21. apríl-21. maí):
Fólk er opið gagnvart nýjungum svo þú ættir að koma
þínum hugmyndum á framfæri við rétta aðila. Þú ættir
að nýta fyrri part dagsins vel því kvöldið verður ekki eins
notadrjúgt.
Tvíburarnir (22. maí-21. júní);
Láttu ekki trampa á þér og þolinmæði þinni. Þér gengur
vel að sjá málin í réttu ljósi svo þú ættir að nýta þér dag-
inn til að leysa ýmiss vandamái sem þú hefur slegið á frest.
Krabbinn (22. júní-23. júlí):
Einhverjar breytingar verða þér auðveldari heldur en þú
heldur. Það er ekki ólíklegt að þú getir tekið stórt stökk
fram á við fljótlega og við það verða miklar breytingar á
högum þínum.
Ljónið (24. júlí-23. ágúst):
Ef þú ert í einhverjum vafa í sambandi við viðskipti eða
fjármál, farðu vel yfir öll smáatriði áður en þú tekur ák-
vörðun. Treystu á eigin dómgreind.
Meyjan (24. ágúst-23. sept.):
Vertu ekki hissa á því ef sannleikurinn kemur fram í
annarri mynd heldur en þú hafðir hugsað þér. Fólk leitar
til þin um aðstoð og ráðleggingar.
Vogin (24. sept.-23. okt.):
Vogir eru stundum dálítið þráar. Þetta getur sett þær í
erfiða aðstöðu. Reyndu að vera svolítið jákvæðari gagn-
vart hugmvndum annarra. Happatölur þínar eru 1. 19 og
27.
Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.):
Þú þarft sennilega að velja á milli tveggja valkosta. Gefðu
þér tíma til þess að thuga málið gaumgæfilega og þá verð-
ur málið auðvelt.
Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.):
Eyddu ekki tíma þínum í vangaveltur á máli sem þú skil-
ur ekki. Breyttar aðstæður og óbein aðstoð hjálpar til
seinna að sjá málið í réttu ljósi.
Steingeitin (21. des.-20. jan.):
Þú þarft að hugsa vandlega um fjármál þín og hvernig
best er að spara. Þú ættir að þó ekki að velta þér upp úr
þessu endalaust. Happatölur þínar eru 3. 17 og 32.
Slökkviliö Lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið
og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 3333, slökkvilið
sími 2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og í símum
sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666,
slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, brunasími
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna í Reykjavík 10. til 16. júlí er í
Lyljabúðinni Iðunni og Garðsapóteki.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl-
una frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni
virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýs-
ingar um jæknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar
í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl.
9 18.30, laugardaga kl. 9 12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga föstu-
daga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11 14. Sími
651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl.
9-19, laugardaga kl. 9 12.
Hafnarfjörður: Hafnarfjarðarapótek og
Apótek Norðurbæjar eru opin virka daga frá
kl. 9 19 og á laugardögum frá kl. 10-14. Apó-
tekin eru opin til skiptis annan hvem
sunnudag frá kl. 11 15. Upplýsingar um opn-
unartíma og vaktþjónustu apóteka eru gefnar
í símsvara Hafnarfjarðarapóteks.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9 19 virka
daga, aðra daga frá kl. 10 12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga
kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga
kl. 9 12.30 og 14-18. Lokað laugardaga og
sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Ak-
ureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum
á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sína
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgi-
dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidög-
um er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum
er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru
gefnar í síma 22445.
HeOsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími
51100, Keflavík, sími 1110, Vestmannaeyjar,
sími 1955, Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á veg-
um Krabbameinsfélagsins virka daga kl. 9-11
í síma 91-21122.
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnar-
nes og Kópavogur er í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08,
á laugar- og helgidögum allan sólarhringinn.
Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230.
Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru
gefnar í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8 17 alla virka
daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni
eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa-
og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum
og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin
virka daga kl. 8 17 og 20 21, laugardaga kl.
10 11. Sími 27011.
HafnarQörður, Garðabær, Álftanes: Neyð-
arvakt lækna frá kl. 17 8 næsta morgun og
um helgar, sími 51100.
Keflavík: Dagvakt. Ef ekki næst í heimilis-
lækni: Upplýsingar hjá heilsugæslustöðinni í
síma 3360. Símsvari í sama húsi með upplýs-
ingum um vaktir kl. 17.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma
1966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8 17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgi-
dagavarsla frá kl. 17 8, sími (farsími)
vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar
hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í
síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heiirisóknartínú
Landakotsspítali: Alla frá kl. 15 16 og
19 19.30. Barnadeild kl. 14 18 alla daga. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud. föstud. kl. 18.30
19.30. Laugard. sunnud. kl. 15 18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30 19.
30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15 16og
19.30 20.00
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá
kl. 15 16, feður kl. 19.30 20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga
kl. 15.30 16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15 16 og 18.
30 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 16.30.
Landakotsspítali. Alla daga frá kl. 15.30 16
og 19 19.30. Barnadeild kl. 14 18 alla daga.
Gjörgæsludeild eftir samkomulagi.
Grensásdeild: Kl. 18.30 19.30 alla daga og
kl. 13 17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 17 á
helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud. laugard.
kl. 15 16 og 19.30 20. Sunnudaga og aðra
helgidaga kl. 15 16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15 16 og
19 19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 Sjúkra-
húsið Ákureyri: Alla daga kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga
kl. 15-16 og 19 19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30 16
og 19 19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19 20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og
19.30 20.
Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnud. kl.
14-17. Fimmtud. kl. 20-23. Laugard. kl. 15-17.
Söfnin
Borgarbókasafn
Reykjavíkur
Aðalsafn: Þingholtsstræti 29a. sími 27155.
Sólheimasafn, Sólheimum 27. sími 36814.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju. sími 36270.
Borgarbókasafnið i Gerðubergi, Gerðu-
bergi 3 5. símar 79122 og 79138.
Frá 1. júní til 31. ágúst verða ofangreind söfn
opin sem hér segir: mánudaga. þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 9 21 og miðvikudaga og föstu-
daga kl. 9 19.
Hofsvallasafn verður lokað frá 1. júlí til 23.
ágúst. Bókabílar verða ekki í förum frá 6.
júlí til 17. ágúst.
Ameríska bókasafnið: Opið virka daga kl.
13 17.30.
Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunartími
safnsins er á þriðjudögum. fimmtudögum.
laugardögum og sunnudögum frá kl. 14 17.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Safnið
er opið alla alla daga nema laugardaga kl.
13.30 16.
Árbæjarsafn: opið eftir samkomulagi.
13.30 18 nema mánudaga. Strætisvagn 10 frá
Hlemmi.
Listasafn íslands við Hringbraut: Opið dag-
lega frá kl. 13.30 16.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið
sunnudaga. þriðjudaga. fimmtudaga og laug-
ardaga kl. 14.30 16.
Norræna húsið við Hringbraut: Opið dag-
lega frá kl. 9 18 og sunnudaga frá kl. 13 18.
Þjóðminjasafn íslands er opið sunnudaga.
þriðjudaga. fimmtudaga og laugardaga frá kl.
13.30 16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel-
tjarnames, sími 686230.
Ákureyri, sími 22445. Keflavík sími 2039.
Hafnarfjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar,
sími 1321.
Hitaveitubilanir: Revkjavík og Kópavogur.
sími 27311. Seltjarnarnes sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Seltjarnar-
nes. sími 621180. Kópavogur. sími 41580. eftir
kl. 18 og um helgar sími 41575. Akureyri. sími
23206. Keflavík. sími 1515. eftir lokun 1552.
Vestmannaeyjar. símar 1088 og 1533. Hafnar-
íjörður. sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík. Kópavogi. Sel-
tjarnarnesi. Akureyri. Keflavík og Vest-
mannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311:
Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til
8 árdegis og á helgidögum er svarað allan
sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitu-
kerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum. sem
borgabúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgar-
stofnana.
Tilkynningar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál
að stríða. þá er sími samtakanna 16373. kl.*"
17 20 daglega.
LaBiogLína
C1980 King FMturw Syndkat,. Inc. Wortd rightt iM»v«d. ® BuLLS |2-|0
Svo þú ert Feitilíus. Eg hefði þekkt þig hvar sem er af lýsingu Önnu.
Vesalings Emma