Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987.
3
dv___________________________________________________________________________________________Fréttir
Héðinn Steingrímsson, nýbakaður heimsmeistarí 12 ára og yngri:
Þetta var nokkuð erfitt mót
„Já, ég var að standa upp frá tafl-
borðinu. í síðustu skákinni tefldi ég
við strák frá Venezúela og hann gaf
skákina eftir tuttugu og sjö leiki.“ Það
er Héðinn Steingrímsson sem þannig
svaraði blaðamanni DV í gærdag en
Héðinn hafði þá fyrstur manna tryggt
sér heimsmeistaratitil tólf ára og yngri
með sérstaklega glæsilegri frammi-
stöðu á fnðarskákhátíð í Puerto Rico
sem jafnframt var opinbert heims-
meistaramót Alþjóðaskáksambands-
ins.
Héðinn tapaði ekki skák á mótinu.
Hann vann allar sínar skákir að und-
anskildu einu jafntefli og hlaut níu
og hálfan vinning af tíu mögulegum.
Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er
heimsmeistaramót drengja tólf ára og
- Vann síðustu skákina eftír 27 leiki
yngri en næsta mót verður haldið í
Rúmeníu að ári.
Við óskuðum Héðni til hamingju
með sigurinn og spurðum hann hvort
hann væri ekki orðinn þreyttur.
„Jú, svolítið. Þetta er búið að vera
nokkuð erfitt mót.“
Hver heldur þú að hafi verið erfið-
asti mótherjinn?
„Ætli það hafi ekki verið Gabriel
Salzmann frá Rúmeníu, hann er ansi
góður.“ En er samt ekki gaman að
vera orðinn heimsmeistari?
„Jú, jú, það er ágætt.“
Hvenær byrjaðir þú að tefla, Héð-
inn?
„Ég var sex eða sjö ára. Ég var þá
í skóla ísaks Jónssonar en þar er mik-
ið teflt. Við sátum þá oft og tefldum á
Héðinn Steingrimsson, nýbakaður heimsmeistari
meðan við biðum eftir að pabbi kæmi
að sækja okkur heim úr skólanum.
Svo tefldi ég stundum við afa minn.“
Foreldrar Héðins eru Fríða Valgerð-
ur Ásbjömsdóttir húsmæðrakennari
og Steingrímur Baldursson efnafræði-
prófessor. Móðir Héðins fór með
honum á mótið en þau eru væntanleg
heim eftir tvo til þrjá daga.
Héðinn er þriðji opinberi íslenski
heimsmeistarinn en í vor varð Hannes
Hlífar heimsmeistari unglinga sextán
ára og yngri og fyrir tíu árum varð
Jón L. Ámasop heimsmeistari ungl-
inga sautján ára og yngri. Karl
Þorsteins varð svo heimsmeistari á
mjög sterku óopinberu móti fyrir sex-
tán ára og yngri árið 1980.
KGK
Flirtningur utanríkisviðskipta:
Lagabreytingar þarf til
„Það þarf líklega einhverjar laga-
breytingar áður en allur flutningur
utanríkisviðskipta, frá viðskipta-
ráðuneyti til utanríkisráðuneytis,
getur átt sér stað,“ sagði Steingrímur
Hermannsson utanríkisráðherra í
gær þegar hann var spurður hvemig
undirbúningi að flutningi utanríkis-
viðskiptanna miðaði.
Bent hefur verið á að þrátt fyrir
að Steingrímur hafi sett reglugerð
um flutning utanríkisviðskiptanna
síðasta morgun sinn i embætti for-
sætisráðherra þá sé bjöminn ekki
unninn. Lagabreytingar þurfi til að
flutningur allra utanríkisviðskipta
geti átt sér stað. Þetta sagði Stein-
grímur að sér væri ljóst og nauðsyn-
legar tillögur að lagabreytingum
yrðu lagðar fram um leið og þing
kemur saman, fyrst í október.
- En hvers vegna er verið að standa
í þessu umstangi, er nauðsynlegt að
flytj a. utanríkisviðskiptin?
„Það er verið að reyna að nýta
utanríkisþjónustuna betur í þágu
útflutnings. Að vísu hafa sendiráðin
sinnt útflutningsmálum með ýmsum
hætti hingað til, t.d. sendiráðið í
Brussel. En það er töluvert annað
þegar allt er undir sama hatti og
nýtingin á sendiherrum og starfs-
fólki sendiráða verður betri,“ sagði
Steingrímur.
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri viðskiptaráðunejdisins, sagði
í samtali við DV í gær að ekki væri
hægt að tímasetja það hvenær þessi
yfirtaka verkefha myndi eiga sér
stað. „Ráðherramir munu taka end-
anlega ákvörðun um það hvað
verður flutt og hvenær."
Ýmislegt er því enn á huldu um
þessa miklu uppstokkun á verkefn-
um ráðuneytanna. Þó er Ijóst að
margvíslegar breytingar á manna-
haldi munu fylgja í kjölfar hennar.
-ES
Deilt um veiðirétt:
„Hættum
ekki
að veiða
í lónunum“
- segja bændur
„Við höfum enga ákvörðun tekið
í þessu máli nema það að við hætt-
um ekki að veiða. Samkvæmt
lögum eigum við veiðiréttindi í
vötrnun á okkar afréttum og þetta
er ekki undanskilið. Við hljótum
þó að komast að samkomulagi við
Landsvirkjun um þetta eins og
önnur mál. Það standa viðræður
jfir núna en við veiðum á raeð-
an,“ sagði Ölvir Karlsson, oddviti
í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, um
deilur sem standa yfir milli Lands-
virkjunar og bænda í nágrenni
Sigöldu og Hrauneyjarfosavirkj-
unar vegna veiðiréttinda í miðlun-
arlónum þar og einnig við
Sultartangastíflu og Kvíslarveitu
Landsvirkj unnar.
„Fiskurinn í þessum lónum kem-
ur ofan úr Þórisvatni sem áður var
eitt fiskauðugasta vatn landsins.
Nú eru hrygningaretöðvar þar
ónýtar m.a. út af þessu og veiði
algerlega dottin niður. Þeir segjast
hafa búið til þessi lón og eigi því
veiðirétt í þeim en þau eru samt
sem áður á afréttum sem tilheyra
nágrannahreppunum,“ sagði Ölv-
ir.
Að sögn Halldórs Jónatansson-
ar, forstjóra Landsvirkjunnar, eru
lónin eign Landsvirkjunnar sam-
kvæmt virkjanaleyftim iðnaðar-
ráðuneytisins og lögum um
hlutaðeigandí virkjanir. „Við von-
umst til að ná samkomulagi við
bændur um þetta, það er þeirra að
svara okkur eftir fund sem við
héldum með oddvitum nágranna-'
hreppanna fyrir skömmu,“ sagði
Halidór. -BTH
CFY Á^T/FfíllR
áf hverju TARKETT
er mest selda
parketið hér á landi:
w
uf'
m
Ef þú vilt gott parket veldu þá Tarkett.
HARÐVIÐARVAL HF.,
KRÓKHÁLSI4,110 RVÍK. SÍMI671010.
Tarkett er með nýrri lakkáferð sem
gerir það þrisvar sinnum endingar-
betra en væri það með venjulegu
lakki.
Veitir helmingi betri endingu gegn
rispum en venjulegt lakk.
Gefur skýrari og fallegri áferð.
Tarkett er auðvelt að leggja.
Tarkett er gott í öllu viðhaldi.
Verðið á Tarketti er hagstætt.