Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987.
Fréttir
Fyrir tæpri hálfri öld sungu revíu-
leikarar Leikfélagsins um það að
réttast væri að bregða sér á
Báruball. Báran, sá vinsæli
skemmtistaður, er löngu horfin
en nú þessa dagana er unnið að
því að taka jarðvegssýni á svip-
uðum slóðum því þar á að rísa
ráðhús borgarinnar.
DV-mynd Brynjar Gauti
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 10-15 Lb.Sp
3ja mán. uppsögn 13-16 Ab.Lb. Sp
6 mán. uppsógn 14-20 Ib.Vb
12 mán. uppsögn 17-26.5 Sp.vél.
18mán. uppsogn 25-27 Ib
Ávísanareikningar 4-12 Ab
Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-8 Ib.Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsogn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb
10-24,5 Lb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6-6.5 Sp.Vb. Ab
Sterlingspund 7.5-9 Vb
Vestur-þýsk mörk 2.5-3.5 Vb
Danskarkrónur 8.5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennir víxlar(forv.) 24-28,5 Bb.Úb. Sb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) 25-26 eða kge
Almenn skuldabréf 25-29.5 Úb.Sb
Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 25-30 Bb.Sb
Skuldabréf
Að2.5árum 7-9 Sb
Til lenari tíma Útlántilframleiðslu 7-9 Sb
Isl. krónur 21-24 Úb
SDR 7.75-8.25 Bb.Lb. Úb.Vb
Bandarikjadalir 8.75-9.25 Bb.Lb. Sp.Vb
Sterlingspund 10-11.5 Bb.Lb, Vb
Vestur-þýsk mörk 5,25-5.5 Bb.Lb, Úb.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 36
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júlí 1721 stig
Byggingavísitala 320 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði9%1.júni
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða (uppl. frá Fjár-
festingarfélaginu);
Ávöxtunarbréf 1,1634
Einingabréf 1 2.163
Einingabréf 2 1.283
Einingabréf 3 1.337
Fjölþjóðabréf 1,030
Kjarabréf 2,158
Lifeyrisbréf 1,088
Markbréf 1,075
Sjóðsbréf 1 1,058
Sjóðsbréf 2 1,058
Tekjubréf HLUTABRÉF 1,174
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 112 kr.
Eimskip 255 kr
Flugleiöir 175kr.
Hampiðjan 114 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 114 kr.
Iðnaðarbankinn 137 kr.
Skagstrendingur hf. 350 kr.
Verslunarbankinn 120kr
Útgerðarf. Akure. hf. 150kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla
gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= lönaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaölnn
birtast f DV á fimmtudögum.
Forsætisráðherra, VSÍ og Þjóðhagsstofnun telja aukinn kaupmátt illmögulegan:
Leiðréttingamar
mikilvægastar
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra segir að ríkissjóður geti ekki
liðkað íyrir kjarasamningum með
mildandi aðgerðum, eins og gert
hefur verið í síðustu samningum.
Þá hefur Þjóðhagsstoínun lýst því
yfir að ekki sé svigrúm til frekari
kaupmáttaraukningar án þess að
- segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ
þess gæti í viðskiptajöfnuði og verð-
bólgu. I kjölfarið lýstu fulltrúar VSÍ
því yfir að þeir teldu kaupmáttar-
aukningu ekki mögulega.
„Menn eru nú orðnir vanir yfirlýs-
ingum sem þessum með einhverjum
hætti þegar samningar eru um það
bil að hefjast," sagði Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, í morgun þegar
hann var spurður álits á stöðunni
nú í upphafi samninga.
Ásmundur sagði mikilvægast nú
að fá leiðréttingu fyrir þá sem setið
hefðu eftir á þessu ári, svo sem fisk-
vinnslufólk.
„Þessi leiðrétting er meginmálið í
fyrstu umferð. Samninga um 1988
getum við kallað seinni umferð og
það getur svo margt breyst áður en
kemur að þeim að það er ekki tíma-
bært að fara að gefa yfirlýsingar
ennþá. Hugsanlega kemur ný
skýrsla frá Þjóðhagsstofnun áður,“
sagði Ásmundur. -ES
Nýtt vettingahús tekið í
a •
Veitinga- og gistihúsið Snekkjan.
DV-mynd Ægir Kristinsson
notkun
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Nýtt veitinga- og gistihús hefur
verið tekið formlega í notkun á Fá-
skrúðsfirði.
Herbergin eru vel búin húsgögnum.
Auk herbergja í nýja hótelinu getur
hótelið útvegað 13 tveggja manna her-
bergi úti í bæ. Veitingasalur rúmar
sextíu til áttatíu manns í mat, sameig-
inlegt eldhús er fyrir nýja veitingasal-
inn og grillið sem verður áfram á
gamla staðnum.
Snekkjan hefur fengið vínveitinga-
leyfi og þar er skemmtilegur bar og á
skemmtunum er aðstaða fyrir allt að
120 manns.
Nýja byggingin er alls um 600 fm á
þremur hæðum, framkvæmdir hófust
við nýbygginguna fyrir um fjóruni
árum.
Viðtalið
„Fæ mér fn' frá fótbottanum“
- segir Hákon Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdasfjóri íslenskra getrauna
„Þetta verður mjög fjölbreytt starf
sem þarfnast mikillar skipulagning-
ar, er raunar fyrsta stjómunarstarfið
sem ég tekst á við. Ætlunin er að
fara af stað með mikla kynningar-
herferð strax í haust, nú er ég að
setja mig inn í málin áður en ég tek
formlega við stöðunni þann 1. sept-
ember,“ sagði Hákon Gunnarsson,
27 ára viðskiptafræðingur, sem í
haust tekur við stöðu framkvæmda-
stjóra íslenskra getrauna.
Hákon er Kópavogsbúi, lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð árið 1979 og dvaldi að
því loknu eitt ár í borginni Lyon í
Frakklandi þar sem hann nam bók-
menntir og frönsku við háskóla.
Síðan lá leiðin í viðskiptafræðideild
Háskóla Islands og þaðan útskrifað-
ist hann í október á síðasta ári.
Síðustu sumur hefur hann starfað á
endurskoðunarskrifstofu Gunnars
R. Magnússonar.
„Mitt helsta áhugamál gegnum
árin hefúr verið fótboltinn. Það hef-
ur fátt annað komist að. Frá því ég
var strákur hef ég spilað með Breiða-
bliki, eins og sönnum Kópavogsbúa
sæmir, og hef spilað í meistara-
flokksliði Breiðabliks undanfarin
níu ár í stöðu framherja eða væng-
tengiliðs. Síðasta keppnistímabil fór
hins vegar ekki vel hjá mér þar sem
ég sleit krossband í fæti í einum
leiknum. Þess vegna hef ég verið í
fríi frá fótboltanum að undanfömu.
En það er margt annað sem ég finn
mér að gera í tómstundum, auðvitað
er ég mikill áhugamaður um get-
Hákon Gunnarsson, 27 ára viðskiptafræðingur og knattspyrnumaður,
sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra íslenskra getrauna þann 1. sept-
ember. DV-mynd JAK
raunir og hef tippað í fjölda ára. Við
vorum með dálítið kerfi nokkrir
kunningjar en höfum samt aldrei
fengið þann stóra, komumst mest í
um 60 þúsunda króna vinning í vet-
ur sem leið. Svo er ég mikill
áhugamaður um Frakkland og allt
sem viðkemur þeirra menningu,
sérstaklega eftir árið sem ég dvaldi
í Lyon sem var alveg einstakt.
Mig langar að sjá meira af Frakk-
landi."
Hákon segist hvergi vilja búa
nema í Kópavoginum, hann býr
núna á Furugrundinni ásamt konu
sinni, Katrínu Björgvinsdótturhjúk-
runarfræðingi og dótturinni, Dag-
björt, þriggja ára. „Ég bjó í
vesturbænum í Reykjavík í fimm
mánuði fyrir nokkrum árum en leist
ekkert á það til frambúðar og flutti
í gamla bæinn minn aftur. Hér er
líka prýðilegt að búa, þægilegt að
vera með böm hér og fjarlægðin frá
vinnustaðnum alveg mátuleg."
Undanfarinn mánuð hefur Hákon
kynnt sér starfið, sem hann tekur
við í haust, í samvinnu við fráfar-
andi framkvæmdastjóra, Bimu
Einarsdóttur. „Þetta er mjög fjöl-
breytt starf en vinnutíminn verður
eflaust langur til að byrja með. Fót-
boltinn verður því líklega að víkja
næsta keppnistímabil ef maður ætlar
að eiga einhvem tíma afgangs handa
fjölskyldunni. Ég held þó áfram að
fylgjast vel með þessu áhugamáli
mínu númer eitt,“ sagði Hákon að
lokum.
-BTH