Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987.
Utlönd
Kóngulær, snákar, kolkrabb-
Brúna ekkjan er nýjasta viðbótin i hrellingaflokk Ástralíu. Talið er að hún hafi borist þangað frá Afríku eða Ameríku. Símamynd Reuter
Ástralir hneigjast til þess að gefa
aískaplega jákvæða mynd af Sydney,
gerast ljóðrænir í tali þegar á borgina
er minnst og segja hana höfuðborg
sólar, hafs og brimbrettareiðar. Þeim
láist hins vegar oft að geta hinnar
hliðarinnar, þeirrar sem einkennist af
eitruðum kóngulóm, snákum og há-
körlum. Þeim er borgin ímynd hins
ljúfa lífs þótt mörgum ferðamanninum
kunni að virðast lífið þar fyrst og
fremst markast af baráttu við að lifa
af í borginni.
10000 kóngulóategundir
Ótal hættur stafa af dýralífi í Syd-
ney, líkt og viðar í Ástralíu. Eru
eitraðar kóngulær þar ekki minnsta
ógnin. Algengt er að svonefndur
„rauðbakur“ dyljist undir setunni í
náðhúsinu eða á garðstólum. Rauð-
bakurinn er þó ekki jafii banvænn og
„trekt-vefarinn“ sem dylst gjama í
garðskálum og í dyngjum af laufi eða
jafnvel ofan í skóm manna. Og nýjasta
kóngulóin í Ástralíu, „brúna ekkjan“,
sem líklega fluttist þangað frá Banda-
ríkjunum eða Suður-Afríku, er
næstum því jafh hvimleið. Hún kemur
sér helst fyrir inni í bifreiðum og bíður
þar fómarlamba sinna.
Alls er talið að um tíu þúsund teg-
undir af kóngulóm búi í Ástralíu, þótt
dýrafræðingar hafi aðeins gefið tveim
þúsundum nafri. Sjaldgæft er nú orðið
að menn hljóti bana af stungum þeirra,
því mótefhi em orðin góð og sjaldan
langt að fara til að fá þau. Þó hafa
tólf manns látist af völdum trektvefar-
ans undanfama áratugi og árlega
bítur rauðbakurinn um fimm hundmð
karla, konur og böm.
Snákar
Ekki fylgir því heldur neitt öryggi að
fá sér gönguferð úti í skóginum. Á
skógi vöxnum svæðum Ástralíu ráða
ríkjum liðlega tuttugu tegundir eitr-
aðra snáka sem em misjafnlega
hættulegir.
Óheppinn náttúmunnandi gæti til
dæmis stigið í ógætni ofan á lítinn,
smáhreistraðan snák, sem talið er að
hafi nóg eitur til að drepa tvö hundmð
þúsund mýs í einni atlögu.
Á ári hverju verður að leggja um
þrjú þúsund Ástralíubúa á sjúkrahús
vegna snákabits. Líkt og með kónguló-
astungumar em það einkum böm, því
þau láta oft forvitnina bera varkám-
ina ofurliði og hætta sér of nærri.
Hákarlar og krókódílar
Ekki tekur svo betra við þegar á
ströndina kemur. Steinfiskar, kol-
krabbar, eitraðar marglyttur og
hákarlar bíða þar í leynum, reiðubúin
að hrella hvem þann ferðalang sem
ekki gætir að sér.
Marglyttur hafa orðið sjötíu óvark-
árum sjó-sullurum að bana á síðustu
þrem áratugum. Þær fara um í torfum
og þegar vart verður við þær loka yfir-
völd baðströndum meðan þær fara
hjá. Ástæðan er einfaldlega sú að eitr-
ið úr þeim getur drepið fullvaxta mann
á þrem mínútum.
Aðrar hættur í hafi em steinfiskur-
inn, um þrjátíu tegundir af eitmðum
sæslöngum og fyrirbæri sem kallast
garfish, en hann getur valdið alvarleg-
um innvortis meiðslum með trjónu
sinni, sem er einna líkust spjóti.
Hákarlar em víða við strendur Ástr-
alíu þótt vamir gegn þeim séu orðnar
svo góðar að árásir em sjaldgæfar.
Öllu fleiri verða í dag fyrir árásum
krókódíla, en þeir hafa á síðasta hálfa
öðm ári gert sér málsverð úr níu
manns í norðanverðri Ástralíu.
Sinna hættum engu
Þótt Ástralíubúar viti af hættum
þessum virðast þeir ekki sinna þeim
að neinu marki. Áf ofannefndum kvik-
indum er einna helst að hákarlar valdi
þeim einhverjum áhyggjum þótt árásir
af þeirra hálfu séu nú ákaflega fáar.
Ástralir hafa gjama með sér flösku
af ediki til að bera á stungur og bit
af völdum minniháttar ógna. Þeir
neita hins vegar alfarið að breyta lífs-
munstri sínu hið minnsta vegna þessa.
Þeir halda áfram að baða sig og veiða
á svæðum þar sem vitað er um krókó-
díla. Þeir synda um með brimbrettin
sín og sulla í fjöruborðinu þótt hákarl-
ar, steinfiskar og marglyttur séu allt
um kring. Og aðspurðir yppa þeir öxl-
um, því þessi kvikindi em víst jafn
mikill hluti af lífríki álfunnar og þeir
sjálfir. Eða, svo finnst þeim að minnsta
kosti og í hvert sinn, sem krókódíll
krækir sér í mannasteik, em þeir jafri-
margir sem hrópa á vemdun þeirra
sem dýrategundar og hinir sem vilja
láta uppræta þá.
Af öllu má þó vera ljóst að Ástralía
er ekki draumaland þeirra sem óttast
kóngulær.
Blökkumaður á grænni grein
Þrátt fyrir aðskilnaAarstefnuna i Suður-Afríku hefur blökkumanninum Ja-
mes Ngcoya tekist að komast til vegs og viröingar þar í landi. Hann er í
forsvari fjörutíu og fimm þúsund leigubflaeigenda sem nú hyggjast færa
Út kvíamar. Simamynd Reuter
James Ngcoya er dæmigerður
millistéttarmaður með góðar tekjur.
Hann hefur hreiðrað um sig í sex
herbergja húsi, á nýjan japanskan
bíl, er vel klæddur og ráðgerir ferð
til Evrópu í nóvember næstkomandi.
James Ngcoya er auk þess blökku-
maður.
Hann er einn fárra svartra Suður-
Afiíkumanna sem tekist hefur að
vinna bug á fátæktinni sem flestir
hinna tuttugu og fimm milljóna
blökkumanna þar í landi búa við.
Ngcoya minnist með nokkurri
beiskju þeirra tíma þegar enn meir
bar á aðskilnaðarstefriunni en nú
og fyrir kom að svörtum var ýtt út
af gangstéttunum. Tilfinningar hans
í garð hvítra eru þar af leiðandi
blendnar og hann kveðst ekki geta
hugsað sér að búa innan um hvíta
þó svo að það væri leyfilegt. Hann
tekur sem dæmi muninn á menningu
kynstofnanna.
Ánægður með kerfið
Ngcoya hrósar stjóminni í Suður-
Afríku fyrir þær hægfara breytingar
sem fyrirhugaðar em á aðskilnaðar-
stefhunni en tekur fram að hann
hafi engan áhuga á stjómmálum.
Það er þó augljóst af skoðunum
hans að hann er hægri sinnaður og
næstum jafhlangt frá herskáum
svörtum þjóðemissinnum eins og
hvítu mennimir sem reyna að bæla
niður alla stjómarandstöðu. Segist
Ngcoya vera sæmilega ánægður með
núverandi kerfi vegna þess að hon-
um hafi tekist að notfæra sér það.
Eftir að hafa stundað ýmsa iðju
hóf Ngcoya, sem nú er 51 árs, leigu-
bílaakstur í Durban árið 1971. Hann
valdi sér rétt svið því þörfin fyrir
leigubíla hefur vaxið gífurlega í Suð-
ur-Afiíku.
Milljónir þeirra blökkumanna, er
þurfa að fara í aðra borgarhluta, það
er að segja borgarhluta hvítra, til
að sækja vinnu, ferðast með leigubíl-
um sem flestir em litlir sendiferða-
bílar.
Reynt að banna bílana
Snemma á þessum áratug reyndu
yfirvöld að banna sendiferðabílana
á þeim forsendum að hætta stafaði
af þeim í umferðinni og að notkun
þeirra varðaði við lög. En framleið-
endur sendiferðabifreiðanna græddu
á tá og fingri og tókst þeim að sann-
færa stjómina í Pretoríu um að fara
sér hægt.
Ngcoya víkkaði út starfeemina og
bætti við sig heilum flota af leigubíl-
um. Hann gegndi brátt ábyrgðar-
stöðu innan samtaka leigubílstjóra
og er nú í forsvari samtaka fjörutíu
og fimm þúsund leigubílaeigenda.
Frekari áform
Samtökin og Ngcoya hafa verið í
fréttum að undanfomu vegna
áforma um að kaupa stærstu lang-
ferðabifreiðastöðina í Suður-Afríku
sem blökkumenn sækja þjónustu til.
Það er ekki útilokað að yfirvöld hiki
við að láta af hendi svo stórt fyrir-
tæki, sem nýtur stuðnings ríkisins,
í hendur blökkumönnum en hag-
fræðingar telja að það gæti verið
áhrifaríkt að koma því undir stjóm
manna eins og Ngcoya sem tekist
hefur að koma sér vel fyrir þrátt
fyrir að aðstæður hafi verið honum
óhliðhollar. Blökkumenn myndu líta
á þá sem stjómendur svarts fyrir-
tækis.