Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. 13 Hvevs eiga ferða- menn að gjalda? Það vill svo til að ég er nýkomin úr ferðlagi um næstum hálfan hnött- in og var tímamismunur yfir 10 klukkustundir. Ég flaug til London, þaðan með flugfélagi Indónesíu, Garuda, til Abu Dhabi og þaðan lá leið mín til Bali. Eftir fiögurra daga dvöl hélt ég álram til Sydney í Ástralíu, til New South Wales. Síðan lá leið mín flug- leiðis til Perth í Vestur-Ástralíu til „draugaborga" gullnámutímans og þaðan til baka til Sydney, og frá Sydney beint til Thailands. Á mörgum viðkomustöðum mínum varð ég að biðja um upplýsingar enda voru upplýsingar frá ferðaskrif- stofum hér ófullnægjandi. Ég fann víða ferðaskrifstofur og upplýsinga- miðstöðvar sem merktar voru með „i“ sem er alþjóðlegt merki íyrir „In- formation for tourists" eða upplýs- ingar til handa ferðamönnum. Merkið „i“ er enn til í Reykjavík, á Lækjartorgi, en þar eru engar upp- lýsingar faanlegar. Tuminn var áður sjoppa og hefur nú verið lokað, þann 7. júlí síðastliðinn, síðasti afgreiðslu- dagurinn var 6. júlí. Þar sem ég kom heim 3. júlí og átti von á gestum frá útlöndum fór ég 6. júlí í leit að upp- lýsingum. Leið mín lá í tuminn á Lækjartorgi og á 10 mínútum komu þar um 10 manns til að leita sér upplýsinga. Turninum lokað á aðalferða- mannatímanum Daginn eftir var hann lokaður, engar leiðbeiningar og ekkert annað en óhreinn tuminn með innihalds- lausum auglýsingum, til skammar fyrir borgina. Hjá Ferðamálaráði að Laugavegi 3, þar sem engin merking er fyrir vegfarendur, fékk ég upplýs- ingar um það að til stæði að opna upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn í Ingólfsstræti, en hvemig erlendir ferðamenn ættu að vita það var mér hulin ráðgáta, og auk þess hvar Ing- ólfsstrætið er? Allt sem ég frétti var KjaUaiinn Friðrik Brekkan blaðafulltrúi pg Heathrow Mundu eftir Terminal 1 á Heathrow Þar eru Flugleiðir SZ „íslenskum farþegum er gefið blað í London sem myndin sýnir. Þar er bent á afgreiðslu farþega, (Check-in) þar sem vísað er á endastöð 1, (Terminal 1) en ekki skýrt frá því hvar hjá hverri stöð er tekið á móti farþegum til íslands." „Allt sem ég frétti var að Reykjavíkur- borg hafði ákveðið að loka turninum á aðalferðamannatímanum. Greinilegt var og er að meiri áhugi er hjá borginni að selja sokka og fatnað í göngugötunni.“ að Reykjavíkurborg hafði ákveðið að loka tuminum á aðalferðamanna- tímanum. Greinilegt var og er að meiri áhugi er hjá borginni að selja sokka og fatnað í göngugötunni. Ég bað Ferðamálaráð um upplýs- ingar um leiguflug innanlands svo að fólkið gæti séð landið, til dæmis farið til Vestmannaeyja í skoðunar- ferð. Ég fékk gefið upp eitt símanúm- er um flug frá Vík í Mýrdal, en sem betur fer fékk ég upplýsingar frá miðstöð í Ingólfsstrætinu um flug frá Reykjavík. Hve mikilvægar eru tekjur af ferðamönnum? Samkvæmt upplýsingum í Hag- tölum mánaðarins vom tekjur af erlendum ferðamönnum árið 1985: fargjöld 1340 milljónir króna, uppi- hald og þess háttar 1761 milljónir. Það gerir samtals 3101 milljónir króna. En þjóðartekjur vom 119 milljarðar. Tekjur af ferðamönnum em því um 2,6 % sem er ekki svo lítið, eða hvað? Nauðsynlegt er að taka inn í myndina að miklu fleiri ferðamenn koma til landsins nú. Samkvæmt upplýsingum frá útlend- ingaeftirlitinu kom 18.921 ferðamað- ur til landsins. Hvað er hægt að gera? Það er augljóst að erlendir ferða- menn lesa ekki Morgunblaðið og vita ekkert um útvarpsfréttimar á ensku. Hvemig er hægt að koma upplýsingum til þeirra? Málið er ekki svo erfitt þegar það er hugleitt? 1) Flestir erlendir ferðamenn koma flugleiðis frá heimalandi sínu. Þeir verða að leggja farmiða sinn fram og láta vigta farangur sinn. Einfald- ast væri að rétta þeim fjölritað eða prentað blað, líklega munu 80 þús- und eintök vera notuð á ári. Á blaðinu ættu að vera upplýsingar á fimm tungumálum um staðsetningu upplýsingamiðstöðvar og uppdráttur af leiðarkorti. Einnig um það hvaða upplýsingar em til. Málin ættu að vera íslenska, franska, enska, danska og þýska. 2) Á Lækjartorgi ætti að vera góð- ur uppdráttur af borginni og merkt inn á hvar maður er staddur. Æski- legt væri og mjög einfalt að hafa þar skilti með upplýsingum á fimm tungumálum um upplýsingamið- stöðina í Ingólfsstræti. Auk upplýs- inga um fréttir fyrir erlenda ferðamenn á ensku á rás 1. 3) Slík skilti ættu einnig að vera í gluggum Flugleiða og á öllum ferðaskrifetofum. Aðstoð við farþega I London íslenskum farþegum er gefið blað í London sem myndin sýnir. Þar er bent á afgreiðslu farþega, (Check-in) þar sem vísað er á endastöð 1, (Terminal 1) en ekki skýrt frá því hvar hjá hverri stöð er tekið á móti farþegum til íslands. Þann 2. júlí síðastliðinn var ég þar stödd. Burð- arkarl hafði tekið farangur minn úr rútu, enda lenti ég á endastöð 4 og vissi ekki hvar við áttum að fá af- greiðslu. Þá sá ég skilti sem á stóð Iceland Air, á básum British Air- ways, og var þar stödd aðeins ein stúlka sem hafði aldrei heyrt að hún ætti að taka á móti íslenskum far- þegum. Hún vissi aðeins um Arab Airlines, en hún var svo góð að taka á móti tveimur konum í hjólastól. Og svo fór hún og enginn kom í hennar stað. Væri ekki hægt að semja við ákveðið flugfélag um leið- beina ferðamönnum? Eiríka A. Friðriksdóttir Skilur þú eiturlyfjavandann? gildismat og skilningur þess orðinn sljór og algerlega úr tengslum við gild- ismat okkar hinna.“ Mikið er talað um eiturlyfjavanda- málið í heiminum enda ástæða til því það er ærið. Um áratugaskeið hafa hingað og borist eiturlyf í ýmsu formi, hass, marijúana, LSD, speed, kókaín og allt hvað það nú heitir. Þá eru ungmenni að sniffa kveikj- arabensín og koma sér í vímu á ýmsan hátt. Þetta er stórvandamál og erfitt viðfangs. Fjölmiðlar hafa lagt þessu máli nokkurt lið undan- farið, en betur má ef duga skal. Ég harma það að stjómvöld skuli ekki fyrir löngu, og þá meina ég fyrir áratug eða fyrr, hafa komið af stað skólasjónvarpi til þess að gera megi alla fræðslu í skólakerfinu markviss- ari. Með skólasjónvarpi má hamra sífellt á hlutnum, en í mismunandi formi, og þannig hafa áhrif á æsku- fólk og hugsunarhátt þess gagnvart eiturlyfjum. Nokkru hefur verið safriað af fjármunum til þess að beij- ast gegn eiturlyfjavandanum en til samanburðar við þær fjárhæðir, sem eiturlyfj aheimurinn ræður yfir, eru þær upphæðir eingöngu smáaurar. Stjórnmálamenn „keyptir“ Til þess að menn skilji þann vanda sem um er að ræða skal ég rifja upp nokkrar dæmigerðar tölur sem við þekkjum úr fréttum og annars staðar að. Stjómmálamenn í þeim löndum sem eiturlyf eru framleidd eða flutt í gegnum eru „keyptir" og eru yfir- leitt greiddir um milljón dollarar fyrir meðalstjómmálamann og hug Kjallarinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur hans, þ.e. um fjörtíu milljónir ís- lenskra króna. Tíu sinnum meira en safnaðist í hinni virðingarverðu söfiiun einnar útvarpsstöðvarinnar fyrir skömmu. Þessi stjómmálamað- ur gæti í landi sínu lokað augunum fyrir einhveijum flutningum sem gætu svo endað á íslandi. Þessi heimur, sem við lifum í, er svo lítill og allt tengist saman á einhvem hátt. Eiturlyfjasalar, sem flestir hafa stundað iðju sína alla ævi, líta á hana sem fullgildan atvinnuveg því þeir þekkja ekki annað líf. Þeir vilja eiga nóg af peningum og taka áhætt- una og líta þannig á að ef þeir taki áhættuna þá eigi þeir líka skilið að eiga allan þann gróða sem þeir afla. Yfirvöld I klípu Vandræðamál er að koma upp á Spáni en þar var leyft fyrir nokkrum árum í tilraunaskyni að menn „ættu og notuðu" eigin eiturlyf. Með því að leyfa þetta vom opnaðar dymar fyrir verslun og upp spmttu þúsund- ir manna og kvenna sem vegna atvinnuleysis í því landi litu á þetta sem sinn atvinnuveg. Neysla efii- anna var svo bönnuð og allt gert ólöglegt. Þannig sat uppi „stétt" sem hafði lifibrauð af eiturlyfjasölu og hún hélt áfram, þrátt fyrir bönn, og efriaðist vel. Nú ákveður stjóm landsins að gera herferð og hand- taka eins marga og hægt er og sitja nú þúsundir eiturlyfjasala í fangels- um. En það hefur bmgðið við að þeir séu leystir úr haldi séu til næg- ir peningar. Þama em yfirvöld í þessu landi búin að koma sér í mikla klípu, fyrst að leyfa, svo að banna. Þeir sem lifðu af eiturlyfjasölu í fjöldamörg ár líta á sig sem „svikna stétt“ og bera sig aumlega þessa dagana. Þama sjáum við andstæð- umar sem verið er að berjast við. Margt af því fólki, sem selur eitur- lyf, notar sjálft yfirleitt kókaín og er því gildismat og skilningur þess orðinn sljór og algerlega úr tengslum við gildismat okkar hinna. Þetta verðum við að hafa hugfast þegar reynt er að komast að rótum vand- ans, skilja hann og útskýra. Pening- ar em ekkert vandamál í þessum skuggalega heimi en hægt er að leysa vandann með skipulagðri heil- brigðri upplýsingasteftiu. Við megum ekki kasta til höndunum þegar við leiðbeinum komandi kyn- slóðum, það verður dýrt spaug. Friðrik Ásmundsson Brekkan „Nokkru hefur verið safnað af fjármunum til þess að berjast gegn eiturly fj avandan- um en til samanburðar við þær fjárhæðir, sem eiturlyQ aheimurinn ræður yfir, þá eru þær upphæðir eingöngu smáaurar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.