Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Page 26
26
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987.
Andlát
Magnús Vigfússon frá Þórólfsstöð-
um andaðist 19. júlí sl.
Valgerður Kristjana Einarsdóttir,
Reykjalundi, lést á Vífilsstöðum 16.
júlí sl.
Ketil S. Guðmundsson, fyrrum
bóndi, Finnastöðum, Hrafnagils-
hreppi, lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 20. júlí.
Ferdlög
Útivistarferðir
Miðvikudagur 22. júlí.
kl. 20 Dauðadalahellar. Hellaskoðun
sunnan Grindaskarða. Hafið ljós með.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Verð kr. 600.
Frítt f. börn m. fullorðnum.
Fimmtudagur 23. júlí.
Kl. 20 Þemey. Brottför frá Kornhlöðunni
Sundahöfn. Gengið um eyjuna sem er mjög
áhugaverð. Verð kr. 400. Frítt f. börn 12
ára og yngri í fylgd m. fullorðnum.
Helgarferðir 24.
26. júlí.
1. Þórsmörk- Goðaland. Gist í Útivistar-
skálunum Básum. Gönguferðir við allra
hæfi.
2. Helgarferð á Kjalarsvæðið. Gist í tjöld-
um og húsi. Þjófadalir, Rauðkollur,
Hveravellir, Beinahóll og Kerlingarfjöll.
Gönguferðir við allra hæfi. Uppl. og farm.
á skrifstofunni, Grófinni 1, símar: 14606
og 23732.
Ferðir um Verslunarmannahelgi 31.júli
til 3. ágúst.
1. kl. 20 Núpsstaðaskógur. Tjöld. Einn
skoðunarverðasti staður á Suðurlandi.
2. kl. 20 Lakagigar-Leiðólfsfell. Gengið
um Lakagiga. Ekið Línuveginn.
Heim um Eldgjá og Laugar. Hús og
tjöld.
3. kl. 20 Kjölur-Drangey-Skagafjörður.
Farið um Skagafjörð og ógleymanlega
Drangeyjarsiglingu. Svefnpokagisting.
4. kl. 20 Þórsmörk. Ódýr Þórsmerkurferð.
Skálagisting í Básum.
Laugardag kl. 8. Skógar-Fimmvörðu-
háls-Þórsmörk.
Sumarleyfisferðir.
1. Eldgjá-Strútslaug-Þórsmörk. 27.júlí -
2. ágúst. Bakpokaferð.
2. Hornstrandir-Hornvik. 31. júlí - 4.
ágúst. Rúta eða flug til ísafjarðar, með
skipi til Homvíkur og tjaldbækistöð þar.
3. Lónsöræfi. 5.-12. ágúst. Tjaldbækistöð
við Illakamb.
4. Hálendishringur. 9.-16. ág. 8 dagar.
Gæsavatnsleið-Askja-Kverkfjöll
Mývatn.
5. Tröllaskagi 9.-15. ágúst. Ný ferð. Farin
Tungnahrygg úr Barkardal, að Hólum og
síðan ekið til Siglufjarðar, gengið þaðan
um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar. Gist í
húsum og tjöldum. Uppl. og farm. á skrifst.
Grófinni 1, símar 14606 og 23732.
Tilkyimingar
KORTABÓK / ROAD MAP
T500000
Landmælingar Islands hafa nú sent frá sér
nýja útgáfu af kortabókinni, í mælikvarða
1:500 000. Bókin er mikið endurskoðuð og
betmmbætt frá fyrri útgáfu. Hún hefur
fengið nýja kápu og er prentuð í sjö litum.
Mikið er af hagnýtum upplýsingum fyrir
ferðafólk í kortabókinni til að auðvelda
ferðalagið og gera það ánægjulegra. Svo
dæmi séu nefnd em bensínstöðvar, bif-
reiðaverkstæði, hótel, söfn og sundlaugar
merkt á kortið. I kortabókinni er einnig
listi yfir góð ráð frá Umferðaráði, um akst-
ur á þjóðvegum. Þá em Almannavarnir
ríkisins með leiðbeiningar um viðbrögð
ef hætta steðjar að. Einnig er Landssam-
band skáta með ráðleggingar og frá
Náttúmverndarráði kemur „Lögmál
ferðamannsins". Á lokasíðu em svo síma-
númer lögreglu og læknavakta allt í
kringum landið. Sölustaðir korta eru um
200 um allt land. Landmælingar Islands
reka sérverslun með kort að laugavegi 178.
I gærkvöldi
lagnússon garðyrkjumaður og yfirþjónn:
ekki sjónvarp
en hlustar á Bylgjuna
Ég horfi aldrei á sjónvarp, einfald-
lega vegna þess að ég á ekki sjón-
varp. Þegar ég kemst í kassann hjá
velviljuðum vinum og kunningjum
læt ég fréttimar ekki fara fram hjá
mér. Annars finn ég ekki fyrir sjón-
varpsleysi. Þetta apparat er algjör-
lega óþarft nema ef vera skyldi fyrir
fréttimar. Auk þess vinn ég vakta-
vinnu þannig að nánast er
að horfa og fylgjast með framhalds-
þáttum.
Aftur á móti hlusta ég þó nokkuð
mikið á útvarpið. Hádegisfréttimar
í ríkisútvarpinu em alveg ómiss-
andi. Það sem mér finnst mest
áhugavert í fréttunum þessa dagana
er að salmonellan skuli vaða svona
uppi. Að þetta skuli geta gerst á
þessum tímum.
Ég hlusta svo til einungis á létt-
metið og ríkisútvarpið í bland.
Bylgjan finnst mér best af þessum
léttu stöðvum. Hún er einfaldlega
hressari stöð með skemmtilegra
fólki.
Ég fer í bíó eins og gengur og ger-
ist. Líklegast svolítið reglulega því
ég fer að meðaltali 1 sinni í viku.
Ég er tiltölulega sáttur við það úr-
val sem bíóin hafa upp á að bjóða,
þetta verður alltaf betra og betra.
En eins og gengur em stundum eng-
ar góðar myndir og stundum allt
fullt svo maður kemst ekki yfir að
sjá þær allar. Videó horfi ég lítið á
en þegar ég geri það þá tek ég syrp-
ur og gleypi í mig eina til þrjár sama
kvöldið.
Annars reyni ég nú frekar að kom-
ast eitthvað til að veiða og í
gönguferðir þegar ég á frí. Enda hef
ég mun meira gaman af allri útivem
heldur en innisetu.
Katla:
Vægur órói
„Hér hefur örlítill órói fundist í nótt,
en það er ekkert sem heitir og svona
mælist t.d. þegar brim er mikið úti
fyrir ströndinni. Ég hef grun um að
þetta megi rekja til hreyfinga í skrið-
jöklinum. Katla hefur hins vegar
ekkert látið á sér kræla í nótt. Maður
er nú vanur meiri tilþrifum hjá henni,“
sagði Einar H. Einarsson bóndi á
Skammadalshóli þar sem skjálftar
hafa mælst síðustu daga.
„Það var hins vegar verra síðasta
sólarhring, sérstaklega í fyrrinótt þeg-
ar margir skjálftar mældust og tveir
þeirra vom rúmlega tvö stig á Rich-
ter. Þetta hefur verið nokkuð samfelld
hrina frá 16. júlí. En það er allt að
róast núna,“ sagði Einar.
Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlis-
fræðings virðist sem óróinn, sem
í nótt
mældist í gær, hafi átt upptök sín
sunnan við Mýrdalsjökul en skjálft-
amir frá nóttunni áður hafi átt upptök
á Kötlusvæðinu. Það mældust tveir
vægir skjálftar í nótt. Hrinan virðist
gengin yfir en ástæða er samt til að
fylgjast vel með mælum á þessu
svæði.“
-BTH
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útfðr
INGU NILSEN BECK
frá Reyðarfirði
Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og öðru
starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað.
Kristinn Beck
Kristin Beck
og fjölskylda.
Nýtt póst- og símahús á
Blönduósi.
Nýlega var boðin út smíði nýs póst- og
símahúss á Blöndósi. Tvö tilboð bárust í
verkið. Lægra verkið var frá Fjarðarsmiðj-
unni hf. í Garðabæ, að fjárhæð kr. 16.8
milljónir sem er 97.5% af kostnaðaráætl-
un. Hitt tilboðið var frá Trésmiðjunni
Stíganda á Blöndósi, að fjárhæð 17.9 millj-
ónir sem er 104.3% af kostnaðaráætlun.
Samið hefur verið við Fjarðarsmiðjuna hf.
um smíði hússins, en ráðgert er að það
verði fullbúið á miðju næsta ári. Póst- og
símahúsið verður 355 fermetrar á einni
OLLUM
ALDRI
VANTAR í
EFTIRTALIN
HVERFI
AFGREIÐSLA
Þverholti 11, sími 27022
Breiðás, Garðabæ
Stórás, Garðabæ
Melás, Garðabæ
Lækjarfit, Garðabæ
Lyngás, Garðabæ
Löngufit, Garðabæ
Smáragrund, Garðabæ
Ránargrund, Garðabæ
Markargrund, Garðabæ
Ásgarð, Garðabæ
Hringbraut 39-90
Birkimel
Sólheima 25-út
Steinagerði
Teigagerði
Breiðagerði
Eskihlíð
Blönduhlið
Vantar á skrá
i miðbæ
vesturbæ
Laugarnes
Heima og
Voga
HannesogÞröstur
töpuðubáðirídag
Hannes Hlífar og Þröstur Þórhalls-
son töpuðu skákum sínum í dag á
heimsmeistaramóti unglinga fyrir
tuttugu ára og yngri á Filippseyjum.
Harmes tefldi við efhilegan skákmann
frá Ástralíu en Þröstur tefldi við
Ivanchoch frá Sovétríkjunum. Hannes
og Þröstur eru nú báðir með tvo vinn-
inga eftir fjórar umferðir.
-KGK
Byggingarvísitalan:
Hækkaði
Hækkun byggingarvísitölunnar
milli júní og júlí var mjög lítil, um
0,3%.
En hækkun síðustu þriggja mánaða
er hins vegar 4,5% sem svarar til rúm-
lega 19% verðbólgu á ári.
0,2% hækkunarinnar í júlí stafa af
hækkun gatnagerðagjalda og 0,1%
stafa af hækkun ýmissa liða.
Nú reiknar Hagstofan byggingavísi-
töluna út mánaðarlega en áður var
hún reiknuð út ársfjórðungslega.
-ES
Húsnæðið í Hveragi ■■■ erði:
Stendur ei in til boða
Eins og greint hefur verið frá í DV hefur fjölskyldu, sem neyðst hef- blaðinu að sá húsnæðið hefð sem bauð hjónunum ekki heiraild til þess.
ur til að búa í tjaldi ofan við Svo mun ekki vera. Húsnæðið stend-
Hafbarfjörð, verið boðið frítt hús- næði í Hveragerði. Vegna misskiln- ur þeira til bof bauð að hjóni a og er von þess sem n geti nýtt aér hús-
ings milligöngumanna var sagt í næðið. -sme
Spakmælið
Betra er að kveikja hvaða lítið Ijós sem er en formæla
myrkrinu.
hæð og mun standa við Hnúkabyggð.
Áætlað er að byggja síðar við húsið í þvf
skyni að koma þar fyrir íjarskiptabúnaði,
en hann verður enn um sinn í tækjahúsi
við Húnabraut.
Landbúnaðarsýningin ,87.
verður dagana 14.-23. ágúst nk. í Reið-
höllinni í Víðidal 14. Þetta verður stærsta
landbúnaðarsýning sem hér hefur verið
haldin. Tilgangur hennar er að kynna 150
ára sögu búnaðarsamtaka á Islandi og
stöðu framleiðslu og úrvinnslu núna, en
ekki síst að sýna hvemig landbúnaðurinn
bregst við á þeim tímamótum sem nú eru
að verða. Sérstök áhersla verður lögð á
nýgreinar. Einkunnarorð sýningarinnar
eru „Máttur lífs og moldar".