Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987.
29
Hótel Borg hefur undanfarinn einn
og hálfan mánuð tekið nokkrum
stakkaskiptum. Það er veitingasalur
Borgarinnar sem hefur verið breytt
í „brasserie“. Þar er átt við fjöl-
breytt kaffihús með smáréttum,
heimilismat í hádeginu, margs konar
kaffitegundum, kökum og svo auð-
vitað þyngri réttum á kvöldin.
„Það er verið að létta braginn en
um leið að draga fram sérkenni stað-
arins. Hótel Borg er kaffihús og
matsölustaður fyrir alla, ekki bara
alþingismenn eins og sumir hafa
haldið," sagði Rögnvaldur Ólafsson
framkvæmdastjóri. „Það verður spil-
uð lifandi tónlist úr ýmsum áttum
undir borðum. Breytingamar hafa
tekið nokkum tíma en Borginni hef-
ur ekki verið lokað á meðan. Við-
skiptavinir hafa því getað aðlagast
smám saman og margir hafa komið
með athugasemdir sem teknar hafa
verið til greina. Við vonum að allir
megi vel við una því hótelið hefur
óneitanlega ákveðinn virðingarsess
í hugum Reykvíkinga," sagði Rögn-
valdur að lokum.
Myndarlegt kaffihlaðborð trónar i miðjum salnum. Auk þess er hægt að fá alls konar heita smárétti á viðráðan-
legu verði.
Breytingar á Borginni
Ein nýjungin er sú að á borðunum eru sérstök blöð og litir. Fólk getur svo
dundað sér við að teikna. Listaverkin eru svo hengd upp, öörum til yndis-
auka. Það er greinilegt að þarna er eitt meistaraverkið að fæðast.
Bryndis og Þórhildur sjá um tónlistina annan hvern dag. Þær eru báðar
við nám i Bandarikjunum en eru í sumarfríi og sjá gestum Borgarinnar
fyrir Ijúfri tónlist á meðan. DV-myndir JAK
Passaðu þig, maður
- þú ert að fá glugga í höfuðið
Arkitektinn sem teiknaði fjölbýlishúsið á Long Beach í Kaliforníu er ekki
svo ruglaður að hann hafi teiknað einn gluggann svona skakkan heldur er
þessi gluggi og andlitið, sem er að kíkja út, teiknað á húsið. Ósjálfrátt lítur
maður samt tvisvar á húsið og sannfærir sjálfan sig um að allt sé örugglega
með felldu.
rJW v«Bil
Regnhlífaskógur
Golfaramir á opna breska meistaramótinu, sem haldið var um síðustu
helgi, voru ekki alls kostar heppnir með veður. Þeir hrepptu stanslausa rign-
ingu og slagveður meðan á mótinu stóð. Golfmótið var haldið í Muirfield,
um 50 km utan við Edinborg í Skotlandi. Það var haft á orði að mótið líkt-
ist öllu heldur skíðamóti en golfmóti um mitt sumar, því allir voru með
húfur og trefla, í regngöllum og skjálfandi úr kulda. Áhorfendur virtust þó
ekki láta þetta mikið á sig fá og þyrptust bara með regnhlífamar sínar á
áhorfendapallana.
Sviðsljós
Ólyginn
Prince
hélt upp á 28 ára afmælið
sitt fyrir stuttu. Hann var
flottur á því og flaug til Italíu
þar sem hann hélt veislu í
fínum ítölskum næturklúbbi.
En það virtist ekki hafa verið
mikið fjör fyrir Prince. Hann
hafði nefnilega hirð lífvarða
I kringum sig og tók ekki
mikinn þátt í veislunni. Það
var dýrindis matur á boðstól -
um en Prince smakkaði ekki
matarbita fyrr en einkalíf-
vörðurinn hafði smakkað
kræsingarnar og athugað
hvort þær væru eitraðar.
Ekki einu sinni afmælistertan
fékk að renna óprufuð ofan
í maga poppstjörnunnar.
Roger
og Sean
núllnúllsjöarar eru bestu vin-
ir þrátt fyrir keppnina um
Bondhlutverkin. Enda er
þeirra tími í hlutverki spæjar-
ans útrunninn. En nú brugga
þeir tveir vinirnir launráð og
eru að spá í að slá kröftum
sínum saman og gera mynd.
Þeir eru mjög dularfullir um
áform sín og vilja ekkert upp
gefa hvernig mynd þetta
verður. Það má þó þúastvið
einhverri góðri spennumynd
frá þeim tveim sem þekkja
James Bond best allra.
Priscilla
Presley
fór út að borða í hæðum
Beverly með eiginmanni sín-
um og barni fyrir skömmu.
Það væri ekki í frásögur fær-
andi nema því aðeins að í
miðju borðhaldi fór að heyr-
ast óánægjuhljóð í barninu.
Priscilla var fljót að upp-
götva hvað var að og á
augabragði var hún byrjuð
að skipta á barninu inni í
veitingasalnum. Eftirathöfn-
ina bað hún þjóninn vin-
samlegast um að koma
notuðu bleiunni fyrir á við-
eigandi stað. Það var heldur
betur upplit á fólkinu inni á
staðnum. Hneykslunin skein
úr galopnum augunum,
maturinn stóð í nokkrum og
hóstakjöltur kváðu við. Sem
betur fer urðu þó engin al-
varleg slys á mönnum.