Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Page 32
w
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rilstióm - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
MIÐVIKUDAGUR 22. JULI 1987.
Bretland:
íslendingur
ákærður
Islendingurinn, sem setið hefur í
gæsluvarðhaldi í Manchester í Bret-
landi vegna tengsla við hið svo-
nefhda hassolíumál, hefur nú verið
ákærður fyrir að reyna að smygla
um 500 grömmum af hassolíu, í mag-
anum, inn í landið.
-JFJ
Kynferðisafforot:
Maðurinn laus
Maðurinn, sem setið hefur í gæslu-
varðhaldi um hríð vegna kæra um
kynferðislegt ofbeldi á bömum, var
látinn laus í morgun. Að sögn Rann-
sóknarlögreglunnar var ekki ástæða
til að krefjast þess að gæsluvarð-
haldið yrði framlengt.
Rannsóknarlögreglan sagði í
morgun að rannsókn á málinu væri
langt komin og yrði það sent til
ákæmvaldsins þegar rannsókn lyki.
-sme
Salmonellusýkingin:
Uppruni í
svínabúi
„Það náoist að einangra niður á 8
bæi hvaðan kjötið var sem fór vestur
í dali. Eftir að sýni frá þeim hafa
verið rannsökuð á Keldum benda
allar líkur til þess að salmonellusýk-
ingin sé upprunnin frá einu ákveðnu
svínabúi fyrir austan §all,“ sagði
Halldór Runólfsson dýralæknir, hjá
Hollustuvemd ríkisins.
Halldór sagði að staðfesta þyrfti
hvaða tegund salmonellu um væri
að ræða svo og hvort hún væri ör-
ugglega sú sama og greinst hefði í
fólkinu.
Halldór sagði að svínabúið yrði
tekið til frekari rannsóknar á vegum
yfirdýralæknis og kannað hvemig
þetta hefði getað komist í svínin, um
margar leiðir væri að ræða. „Ég verð
þó að játa þeirri spumingu að til að
fólk smitist þurfa að eiga sér stað
einhver mistök við matreiðslu,"
sagði Halldór Runólfsson.
-JFJ
ÓVENJU LÁGT VERÐ
0PIÐ TIL KL. 16.00
Á LAUGARDÖGUM
Smiðjuvegi 2, Kópavogi.
Símar 79866, 79494.
LOKI
Nýjasta aukabúgreinin er
salmonellurækt!
Kaupmannahöfn:
Islendingur hand
tekinn með kíló
af amfetamíni
íslendingur, 53 ára karlmaður, var
handtekinn í fyrradag af ffkniefna-
lögreglunni í Kaupmannahöfh eftir
að eitt kíló af amfetamfni fannst við
húsleit í íbúð hans á Amager í út-
hverfi Kaupmannahafhar.
Samkvæmt upplýsingum DV hefur
maðurinn lengi verið búsettur í
Kaupmannahöfti og er þetta ekki í
fyreta skipti sem hann keraur við
sögu hjá fíkniefhalögreglunni þar.
Hefur hann verið settur i þrettán
daga gæsluvarðhald á meðan rann-
sókn málsins stendur yfír. Er talið
að þetta mál tengist fíkniefrmm sem
gerð voru upptæk í Málmey í Svi-
þjóð i gærdag og að fleiri íslendingar
séu viðríðnir það.
Að sögn Amars Jenssonar hjá
fíkniefhadeild lögreglunnar hefur
íslensku fíkniefhalögreglunni ekki
borist tilkynning frá dönskum yfir-
völdum um handtöku mannsins né
fceiðni um aðstoð við rannsókn máls-
ins en hann sagðist þó kannast við
það. Bjóst hann við slíkri tilkynn-
ingu fljótlega. Ekki gat hann að svo
stöddu gefið upplýsingar um hvort
þessi maður hafi komið við sögu hjá
íslensku fíkniefiialögreglunni áður.
-BTH
Ragnhildur og Jakob:
Dóttir
fædd
„Fæðing einstaklings er stór-
kostlegt kraftaverk og upplifun
sem ég hefði ekki viljað missa af
fyrir nokkum mun,“ sagði Jakob
Magnússon Stuðmaður eftir að
hafa verið viðstaddur fæðingu
dóttur þeirra Ragnhildar Gíslad-
óttur.
Þessi hreinræktaði Stuðmaður/
kona fæddist rétt fyrir klukkan 5
í gær, var 56 cm á lengd og 17'4
mörk á þyngd. Jakob var afar stolt-
ur af þessu fyrsta bami sínu, en
þess má geta að þetta er fyrsta
bamabam foður hans, Magnúsar
Guðmundssonar frá Hvítárbakka,
og sömuleiðis fyreta langafabam
afa Jakobs, Jakobs Frímannsson-
ar. Litla dóttirin er hins vegar
annað bam móður sinnar, Ragn-
hildar, því hún átti aðra dóttur
fynr. DV-mynd JAK/A.BJ.
Veðrið á morgun:
Víðast
vestan
Vestan- og norðvestanátt verður á
morgun og víðast gola. Smáskúrir
verða á annesjum vestan- og norðan-
lands en þurrt að mestu annars
staðar. Víða verður léttskýjað á
Austfjörðum og Suðausturlandi.
Blanda:
Samningar
náðust
Fulltrúar Landsvirkjunar og verka-
manna og iðnaðarmanna við Blöndu-
virkjun náðu samkomulagi rétt fyrir
klukkan átta í morgun.
Samningafimdur hafði þá staðið síð-
an kl. 15 í gærdag. Verkfall hófst á
miðnætti í gærkvöldi svo því var af-
stýrt áður en það fór að hafa áhrif á
starfsemi við virkjunina.
í morgun vildu deiluaðilar ekki upp-
lýsa um efnisatriði samkomulagsins
þar sem eftir er að bera það undir við-
komandi félög til samþykktar. .gg
t
i
i
i
Skákþing Norðurianda:
Tveir á
toppnum
Hagur íslendinga hefur heldur betur
vænkast á skákþingi Norðurlanda í
Færeyjum. Margeir og Helgi unnu
báðir sínar skákir í gær og tróna nú
einir á toppnum þegar aðeins ein um-
ferð er eftir. Margeir vann Danann
Mortensen sem hafði verið í efsta sæti
fyrir þessa umferð og Helgi vann Ost-
enstad frá Noregi. Skák Jóns L.
Ámarsonar fór hins vegar í bið.
Margeir og Helgi eru því í fyrsta og
öðru sæti með sjö vinninga eftir tíu
umferðir, Mortensen er í þriðja sæti
með sex og hálfan vinning og Curt
Hansen er í fjórða sæti með sex vinn-
mga.
Ellefta og síðasta umferðin verður
tefld á fimmtudaginn. Þá teflir Helgi
við Tisdall frá Noregi og Margeir tefl-
ir við Ostenstad.
KGK
Jóhann vann
Jóhann Hjartarson vann bandaríska
stórmeistarann Christiansen eftir
fjörutíu leiki í fjórðu umferð á milli-
svæðamótinu í Ungverjalandi í gær.
Jóhann er nú í fjórða sæti með tvo
og hálfan vinning ásamt ýmsum fleiri.
Hann hefur reyndar staðið sig vel
enda hefiir hann gert jafntefli við tvo
af sterkustu mönnum mótsins, þá
Portisch fiá Ungverjalandi og Eng-
lendinginn John Nunn. í þeim fjórum
skákum sem Jóhann hefur teflt hefur
hann þrisvar sinnum stýrt svörtu
mönnunum.
Efstir á mótinu eru þeir Salov frá
Rússlandi og Nunn, með þrjá og hálfan
vinning, en Ljubojevic fiá Júgóslavíu
er í þriðja sæti með þrjá vinninga.
Á morgun teflir Jóhann við Spán-
verjann Garcia.
KGK
Þyria Vamariiðsins:
Sóttiþrjá
sjomenn
Þyrla frá Vamarliðinu fór snemma
í morgun til að sækja þrjá erlenda sjó-
menn vegna slysa og veikinda.
Búlgarekur togari óskaði eftir aðstoð
vegna þess að um borð var maður slas-
aður á hendi og annar skipveiji var
með slæmt botnlangakast. Togari fiá
Kúbu óskaði einnig eftir aðstoð vegna
þess að skipverji hafði slasast, ekki
var vitað hvað komið hafði fyrir
manninn.
Skipin eru stödd um 200 sjómílur
suðvestur af Reykjanesi. Eldsneytis-
flugvél fylgir þyrlunni og var von á
henni til Reykjavíkur skömmu fyrir
hádegi. -sme
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i