Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
7
Fréttir
Félagarnir og fóstbræðurnir Megas og Bubbi voru sérstakir gestir á Rik-
krokki i Fellahelli. Þeir mættu með kassagítarana og tóku fjögur lög saman.
DV-mynd S
Rokkaðí
Fellahelli
Harðir rokkarar streymdu að Fella-
helli á laugardagmn. Þar voru þriðja
árið í röð haldnir Rikkrokk- tónleikar
en þeir hafa verið vettvangur fyrir
óþekktar hljómsveitir að kynna afurð-
ir sínar.
Tónleikamir hófust klukkan fimm,
eða einum tíu mínútum síðar sem þyk-
ir stundvíslegt á íslenskan mæli-
kvarða. Ekki var linnt látum fyrr en
klukkan ellefu um kvöldið.
Þóttu tónleikamir takast mjög vel og
vera vel skipulagðir. Það vom Fella-
hellir og útvarpsstöðin Bylgjan sem
stóðu að tónleikunum. Kynnir var
skáldið Sjón. Um tvö til þrjú hundmð
manns vom á tónleikunum þegar mest
var. -Ró.G.
A sýningunni Bú 87 er ýmislegt um að vera. Sögudeildin er eitt sýningarat-
riða og er spunnið þar lon og don. Þarna kemst fólk i snertingu við gamla
timann og svo snögglega aftur þann nýja þegar það gengur yfir i tölvu-
deildina sem er við hliðina. DV-mynd BG
Bú 87:
Verða að fá um
60.000 manns
„Við verðum að fá fimmtíu til sextíu
þúsund manns á sýninguna til að hún
standi undir sér,“ sagði Ólafur Torfa-
son, blaðafulltrúi landbúnaðarsýning-
arinnar Bú 87, í samtali við blaðamann
DV. „Við erum sæmilega bjartsýnir á
að það takist ef við miðum við fyrri
sýningar. Einnig er þessi nýja reiðhöll
spennandi sýningarsvæði sem margir
hafa gaman af að berja augum sem
og auðvitað þau mörgu áhugaverðu
atriði sem boðið er upp á að þessu
sinni.“
Sýningin var opnuð á föstudag og
er fjöldi þeirra sem sáu sýninguna
þessa fyrstu helgi um níu þúsund. Sýn-
ingunni lýkur sunnudaginn tuttugasta
og þriðja ágúst.
Af því sem borið hefur hæst má nefna
fjárhundasýningu, reiðsýningu og
daglega kynningu matreiðslumanna á
úrvinnslu og framreiðslu kjöts. Um
kvöldmatarleytið í gær þótti líka tíð-
indum sæta þegar stjóm Landssam-
bands sauðfjárbænda hélt grillveislu
og voru margir bændur þar að stíga
sín allra fyrstu spor í matargerð.
I dag, mánudag, verða sýndar fimmt-
án bestu kýr landsins - þokkadísir
Suðurlands.
En hvaða kostum em þær kýr gædd-
ar?
„Bestu kýr landsins em þær sem
mjólka mikið og vel, hafa getið af sér
góð afkvæmi og þar fram eftir götun-
um,“ sagði Ólafúr. „Ein kýrin, sem
kemur fram á sýningunni, er til dæm-
is móðir annars tuddans sem er hér á
sýningunni alla dagana."
Á sýningunni er í gangi hrossamark-
aður. Fjórtán hestar em sýndir og
gefst áhugasömum að gera tilboð i
þann hest sem viðkomandi kýs. Til-
boðunum er stungið í kassa en á
lokadegi sýningarinnar verður kass-
inn opnaður. Eigendum hestanna er
skylt að selja hest sinn hæstbjóðanda
hvað sem upphæðin hljóðar upp á.
-Ró.G
SmRKOMATIC
VILTU ÓDÝRT EN VANDAÐ BÍLTÆKI?
ÞÁ ER VALIÐ AUÐVELT
Þetta frábæra tæki með MB FM stereo og kassettu ásamt tveimur
20 vatta hátölurum er á sérstöku tilboðsverði.
D
Verð aðeins kr. 5.985,
Það gerist ekki ódýrara.
Sendum í póstkröfu.
i . i
ÍXdOlO
jL_r_
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,
VIUMRK/ÖR
V/SA
IEURC
KRIrPIT
í Kápunni færðu kápurnar