Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. Utlönd Felldu 150 Lýbíumenn Talsnmður stjómarhersins í Tehad skýröi frá þvi í gær að hundrað ofí fimmtíu lýbískir hermerm hefðu fall- ið og nær fimmtíti verið teknir höndum þegar árás lýbískra herja á bæinn Aouzou, í norðanverðu Tchitd, var hrundið tyrir nokkrum dögum. í yfirlýsingu hersiiis segir að aðéiris einn hafi fallið úr liði Tchad. Muammar Gaddafi, leiðtogi Lýbíu, hefur þurft að sætta sig við hvem hemaðarósigurinn é fætur öðrum það sem af er þessu ári. Hann hefur heit- ið því að ná að nýju undir sig Aouzou-svæðinu sem er liðlega hundrað þúsund ferkílómetrar að stærð. Lýbía hertók svæðið fyrir nokkrum árum og hefur haldið því þar til Tchad tók það aftur í sínar hendur fyrir skömmu. Tóku vopn skæruliða herfangi Stjómarherinn á Filippseyjum tók herfangi nokkurt magn af byssum, skot- færum, jarðsprengjum og flugritum eftir að til átaka kom við skæruliða kommúnista í Tandag á norðanverðum eyjunum. Skæruliðar kommúnista hafa hert starfsemi sína nokkuð undanfarið en Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hefúr heitið á her og lögreglu landsins að sýna hermdarverkamönnum úr röðum stjómarandstæðinga enga miskun. Síkhar myrða hjón Skæmhðar úr röðum aðskilnaðar- sinna sikha á Indlandi myrtu um helgina stjómmálamann og eigin- konu hans meðan Indveijar almennt mínntust þess að fiörutíu ár eru nú liðin frá því að landið fékk sjélfstæði. Hermdarverkamenn síkha réðust í gær inn á heimili leiðtoga Kongress- flokksins í Chandigarh í Panjab-héraði og skutu hann og eiginkonu hans til bana. Áttatíu manns hafa nú látist í ofbeldisaðgerðum síkha í þessum mánuði og meira en átta hundruð hafa látið lífið það sem af er þessu óri. Kynþáttaóeirðir Töluvert hefur verið um kyn- þáttaóeirðir í Ástrab'u undanfarið og virðist spenna hafa aukist vera- lega milli fiumbyggja annare vegar og hvítra innílytjenda hins vegar. Um helgina kom til átaka þegar hópur drukkinna frumbyggja réðst inn á hótel í bænum Brewarrina, tun átta hundruð kílómetra norð-vestur af Sydney, með þeim afleiðingum að tveir lögreglumeun meiddust alvar- lega. Mikill órói hefúr verið meðal frum- byggja á svæði þessu allt frá því að einn þeirra farrnst hengdur í fanga- klefa á lögr-eglustöð bæjarins fyrst í mónuðinum. í Ástralíu 160 fórust í Björgunarmenn að vinnu við brak flugvélarinnar í Romulus í nótt. Símamynd Reuter Hundrað og sextíu manns létust í nótt er brennandi þota frá Northwest Airlines hrapaði á þjóðveg við bæinn Romulus í Michigan skömmu eftir miðnætti í nótt. Slysið varð skömmu eftir að þotan, sem. var af gerðinni Douglas DC-9, tók á loft frá flugvellinum í Detroit, á leið til Phoenix, Arizona. Að sögn lögreglunnar var talið að allt að hundrað og sextíu manns hefðu látið lífið í slysinu þar af hundrað fiörutíu og sex farþegar og áhöfri úr þotunni. Talið var að fjórtán manns hefðu látist í bifreiðum sem urðu fyrir braki úr þotunni sem hrapaði á þjóð- veginn. Að sögn sjónarvotta eyðilögðust að minnsta kosti tíu bifreiðar þegar þotan lenti. Þotan var frá flugfélaginu North- west Airlines. Veður .var sæmilegt og allar aðstæður til flugs einnig. Að sögn sjónarvotta virtist vinstri vængur þotunnar snerta jörð, rétt eft- ir flugtak af flugvellinum. Við það kviknaði í vængnum, þotan lenti á þjóðveginum, sem liggur milli Detroit og Chicago, og hrapaði síðan niður á veg sem liggur undir þjóðveginn. Talsmaður loftferðaeftirlits Banda- ríkjanna sagði í morgun að óstaðfestar fregnir hermdu að annar af hreyflum þotunnar hefði bilað rétt í þann mund sem hún hóf sig á loft af flugvellinum. Yfirvöld mótmæltu harðlega þeim sögusögnum, sem bárust út skömmu eftir slysið, að þotan hefði hrapað af völdum sprengju. Hjálparskip sprakk í loft upp Á laugardaginn sprakk birgðaskip með ellefu manna áhöfri í loft upp við aðalskipalægið fyrir utan Persa- flóann eftir að hafa rekist á tundur- dufl. Einn maður lést og fimm er saknað. Atburðurinn átti sér stað degi eftir að Sameinuðu arabísku fúrstadæmin lýstu yfir að siglinga- leiðir þar fyrir utan væru örugg- ar. íranir leita nú tundurdufla í flóan- um og hafa tilkynnt að óþarfi sé fyrir aðrar þjóðir að gera slíkt hið sama. Bandaríkjamenn gruna írani um að hafa komið fyrir tundurduflum sem fundist hafa nálægt Kuwait og við aðalskipalægið fyrir utan Samein- uðu arabísku furstadæmin fyrir utan Persaflóa. Iranir fullyrða aftur á menn þeirra hafi komið tundurdufl- móti að Bandaríkjamenn eða banda- unum fyrir. Einn maður lést og fimm er saknað eftir að birgðaskip, er rakst á tundur- dufl, sprakk í loft upp á laugardaginn. Simamynd Reuter LA - 30-50% afsláttur Herra: Verð áður 1.689,- nú 1.189,- Hvítt/svart Herra: Verð áður 2.729, nú 1.910,- Hvítt/grátt Herra: Verð áður 2.150,- nú 1.505,- Hvítt/svart Herra: Verð áður 2.695,- nú 1.886,- Hvítt/grátt Dömu: Verð áður 3.805,- nú 2.263,- Svart/grænt Dömu: Verð áður 1.768,- nú 1.238,- Hvítt/ svart/grátt Dömu: Verð áður 1.564,- nú 782,- Svart/ hvitt Dömu: 1.488,- nú 1.042,- Mikið úrval SENDUM í PÓSTKRÖFU Laugavegi 98 - sími 22453

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.