Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Side 16
16 MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Opinbert hneyksli Ekki vantar það að nýja flugstöðvarbyggingin er glæsileg endurbót á því ófremdarástandi sem ríkti á Keflavíkurflugvelli til skamms tíma. Auk þess sem ís- lendingar þurftu að auðmýkja sig og gesti sína til og frá útlöndum með því að aka gegnum erlenda herstöð og víggirðingar var flugstöðvarbyggingin að niðurlotum komin og þjóðinni til skammar. Það var löngu orðið tímabært að aðskilja almenna umferð frá varnarliðs- svæðinu og bjóða upp á mannsæmandi aðstöðu fyrir þær þúsundir ferðamanna sem fara um flugstöðina á hverju ári. Þrátt fyrir pólitískar deilur um það samstarf, sem tókst við Bandaríkjamenn um byggingu nýrrar flug- stöðvar, er enginn vafi á því að það samstarf og samkomulag var okkur íslendingum í hag, enda var þar gert ráð fyrir að Bandaríkjastjórn greiddi tuttugu millj- ónir dollara af áætluðum byggingarkostnaði sem nam fjörutíu milljónum dollara. Hlutur íslendinga átti sam- kvæmt því að vera tuttugu og tvær milljónir. Nú er þessi nýja bygging orðin að veruleika og hefur mælst vel fyrir í öllum aðalatriðum að því er varðar útlit og nýtingu. En það er ekki sopið kálið þótt í aus- una sé komið. Nú hafa þær upplýsingar lekið út að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr öllum áætl- unum og tveir ráðherrar hafa staðfest að hann nemi að minnsta kosti sjötíu milljónum dollara: með öðrum orðum tuttugu og átta milljónir dollara fram úr áætlun sem kemur í hlut íslendinga að greiða. Hinn nýi fjármálaráðherra er að vonum ekki kátur yfir þessum tölum. Hann sér ekki aðrar leiðir en sér- staka skattheimtu til að mæta þessum óvæntu útgjöld- um. Það eitt út af fyrir sig er vitaskuld áhyggjuefni en hitt er þó miklu stærra og alvarlegra mál hvernig í veröldinni það er hægt að missa slíkt verk svo gjörsam- lega úr böndum. Tuttugu og átta milljónir dollara eru um það bil tólf hundruð milljónir íslenskra króna, hvorki meira né minna. Hver ber ábyrgðina á slíku hneyksli? Ríkisvaldið skipaði byggingarnefnd og framkvæmdastjóra til eftir- lits og umsjónar með verkinu. Gengu þessir menn sjálfala? Hafa þeir engar skyldur? Flestir þeirra eru nú horfnir til annarra starfa, hafa jafnvel verið verðlaunað- ir í kerfinu með stöðuhækkunum og virðulegum frama, rétt eins og þeim komi það ekki lengur við hvað þarna gerðist. Einn þessara manna leyfir sér meira að segja að koma með afkáralegar skýringar sem eiga að sanna að halinn sé styttri en staðfestar tölur segja til um. Hann vitnar í verðbólgu, viðbætur og gengismun og ætlast til að það sé tekið gott og gilt að ríkisvaldið eyði milljarði fram yfir áætlanir af því að dollarinn stóð í stað meðan verð- bólgan óð áfram á íslandi. Stóð ekki ríkisstjórnin sjálf fyrir fastgengisstefnunni? Vissi vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerði? Eða var bara vaðið áfram af full- komnu ábyrgðarleysi í skjóli þess að verið var að eyða peningum annarra? Spyr sá sem ekki veit. Einn milljarður er einn milljarður, hvernig sem menn reikna og reikna. Framhjá því verður ekki vikist að greiða þá skuld. Það kemur í hlut þjóðarinnar að borga brúsann vegna þess að þeir sem ábyrgð báru á verkinu voru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta er gamla sagan. Þegar hið opinbera er annars vegar er allt látið vaða á súðum þangað til kemur að skuldadögunum. Þá er hlassinu velt yfir á aðra. Ellert B. Schram „Ekki veit ég hve miklu meiri tekjur þarf til að kaupa Wagoneer en Lödu en Ijóst er að meðan skattlagningin á láglauna Lödueigandanum hækkar um 2% þá sleppur sá tekjuhærri með 0,32%.“ Skattlagning - aðför að láglaunafólki Það virðist hafa náðst um það nokk- uð víðtæk samstaða í þjóðfélaginu að tekjuskatturinn eða jafnvel beinir skattar almennt séu af hinu illa. Þá beri þess vegna að afnema, a.m.k. af almennum launatekjum, hvað sem það nú er, og auka neysluskatta í staðinn, þ.e. söluskatta, tolla, virðis- aukaskatt o.s.frv. Það er ef til vill ekki vanþörf á að líta aðeins á þau rök er hér liggja að baki. Launamannaskattur Tvær fyllyrðingar e'ru ansi hávær- ar í þessari umræðu. Annars vegar að opinberir starfsmenn borgi hærri skatta en aðrir og hins vegar að tekjuskatturinn sé fyrst og fremst launamannaskattur. Fyrri fullyrðingin er einfaldlega röng. Segja má að launþegar upp til hópa sitji við sama borð gagnvart sköttum. Rannsóknir sýna hins veg- ar að tekjuskatturinn er fyrst og fremst launþegaskattur. Atvinnu- rekendur hafa töluvert af löglegum og ólöglegum smugum til að skjóta tekjum sínum undan. Það virðist fyrst og fremst vera þetta misræmi sem hefur aukið fylgi við afnám tekjuskattsins. Auk þess bætist við að hann er ekki falinn eins og söluskatturinn. Þú sérð greinilega um hver mánaðamót hve mikið þú greiðir í tekjuskatt en leið- ir ekki hugann að því hve stór hluti innkaupanna fer í söluskatt. Að lokum rugla menn gjaman saman útsvari og tekjuskatti, þannig að tekjuskattsupphæðin er í hugum manna hærri en hún er í raun. En eru þetta rök? Ég hef ætíð átt erfitt með að skilja að afnema eigi tekjuskattinn með þeim rökum að einhverjir eigi auð- veldara með að svíkja undan skatti en aðrir. Ef einhverjir eiga auðvelt með að svíkja undan skatti - og gera það - þarf einfaldlega að herða skattaeftirlit. Enn erfiðara á ég með að skilja að lausnir á tekjuskattssvikunum felist í yfirfærslu í óbeina skatta - rétt eins og þar sé ekki svikið undan skatti líka! Ég vil slá því föstu að skattsvik eru ekki rök á móti hvorki beinum sköttum né óbeinum. Þau geta hins vegar verið rök fyrir einföldun skatt- kerfa - en það gildir að sjálfsögðu jafnt um beina skatta sem óbeina. Tilfærsla milli launþega Að þessu slepptu koma þessir skattar töluvert mismunandi niður á launafólki, þ.e.a.s. tekjuskatturinn leggst með auknum þunga á há- launamennina meðan hinir lægst launuðu sleppa. Hins vegar leggjast óbeinu skatt- amir með sama þunga (%) á alla - að því tilskildu að allar vörur séu með sömu skatta og allir eyði öllum tekjum sínum til neyslu á þessum KjaUaiinn Björn Arnórsson hagfræðingur BSBB vörum. - Þama stendur hnífurinn hins veg- ar í kúnni því matvaran hefur til þessa verið undanaskilin sem er verulega miklu brýnna hagsmuna- mál fyrir láglaunamanninn en hinn hálaunaða, eins og ég kem að síðar. Mér er ekki gmnlaust um að sú staðreynd að hálaunamenn hafi töluvert betri aðgang að fjölmiðlum en láglaunamenn hafi átt mikinn þátt í því mikla fylgi sem afhám tekjuskattsins á að fagna. Skattur á matvæli Það er brýnt mál að menn skilji mismuninn á matvælaskattinum gagnvart hálaunamanninum annars vegar og láglaunamanninum hins vegar. Launþegi með 40 þús. á mánuði eyðir 20 þúsundum í matvæli á mán- uði, 20 þúsundum í annað. Ef skattur á matvæli er hækkaður um 20% aukast heildarskattar hans um 10% - hvorki meira né minna. Launþegi með 100 þús. á mánuði eyðir hins vegar 20 þúsundum í matvæli á mánuði en 80 þúsundum í annað. Sams konar sölskattur eyk- ur skattbyrði þessa launþega aðeins um 4%. Þeir fá sömu krónutöluhækkun í skatta (þ.e. 4 þúsund) en hafa mjög mismunandi tekjur til að mæta hækkuninni. Matvæli þau sem ríkisstjómin setti 10% söluskatt á nýverið nema um 10% af vísitölugrundvellinum. Ef við höldum áfram með dæmið héma að ofan þá jók hún skattbyrði 40 þúsund króna mannsins um 0,5% en 100 þúsund króna mannsins um 0,2%. Ér þá reiknað með báðum bamlausum. Munurinn er ekki ýkja mikill en hinum láglaunaða í óhag og boðað er að þetta sé aðeins byijunin. Áfram skuli haldið á sömu braut. Bílaskatturinn Dæmi um hve skattlagning ríkis- stjómarinnar er óréttmæt er bíla- skatturinn. Bíllinn er orðinn nauðþurft á Is- landi í dag. Það eru fleiri bilar á fjölskyldu en t.d. þvottavélar, svo dæmi séu nefhd. Hins vegar er stór munur á hvem- ig bíl fjölskyldan getur eignast. Algengir bílar hlaupa á verðinu frá 200 þúsundum og upp í 2 milljónir og er þá eingöngu verið að tala um nýja bíla. I samningunum 1985 var samið um lækkun á bílverði sem var umtals- verð kjarabót fyrir láglaunamann- inn enda jókst mjög innflutningur á bílum í kjölfarið á þessum samning- um. Ýmsir gátu fengið sér bíl í fyrsta- skipti og aðrir hrintu tímabærri end- umýjun í framkvæmd. Hinn nýi bifreiðaskattur bitnar hins vegar fyrst og fremst á láglaunamanninum. Sá sem aðeins hafði efni á að kaupa sér Lödu, sem vegur ca 1000 kg og kostar 200 þúsund krónur, borgar 4.000 kr. í þennan skatt. Það er 2% af bílverðinu. Sá sem kaupir sér hins vegar Wag- oneer, sem vegur ca. 1.300 kg og kostar um 1600 þúsund, borgar 5.200 krónur. Það em 0,32% af bílverðinu. Ekki veit ég hve miklu meiri tekj- ur þarf til að kaupa Wagoneer en Lödu en Ijóst er að meðan skattlagn- ingin á lálauna Lödueigandann hækkar um 2% þá sleppur sá tekju- hærri með 0,32% Aðför að samningum Það er deginum ljósara að þau til- tölulega hagstæðu verðbólguskil- yrði sem við höfúm búið við undanfarin 2 ár em fyrst og fremst verk launþegasamtakanna. Það er því hastarlegt þegar ríkis- stjómin tekur til við þann enda sem að henni snýr, þ.e. ríkisfjármálunum, þá skuli vegið að þessum samningum og fyrst og fremst þeim aðstandend- um þeirra sem minnst mega sín, þ.e. láglaunafólki. Bjöm Amórsson „Launþegi með 40 þús. á mánuði eyðir 20 þúsundum í matvæli á mánuði, 20 þúsund- um í annað. Ef skattur á matvæli er hækkaður um 20% aukast heildarskattar hans um 10% - hvorki meira né minna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.