Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Síða 18
18
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Pantanasími 13010
Litakynning.
Permanettkynning.
Strípukynning. {'/■< j
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
FELAGSMALASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
AUGLÝSIR
Lausar stöður félagsráðgjafa á hverfaskrifstofum fjöl-
skyldudeildar í Vonarstræti 4 og Síðumúla 34.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma
25500. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
Dagvist barna í Reykjavík
tilkynnir opnun leyfisveitinga fyrir
DAGGÆSLU Á EINKAHEIMILUM
á tímabilinu 1. ágúst til 31. október.
Vakin skal. athýgli á því að sérstaklega er þörf fyrir
dagmæður í eldri borgarhverfum.
Nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur með dagvist
á einkah.eimilum áskrifstofu Dagvistar í Hafnarhúsinu
v/Tryggvagötu, sími 27277.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dag-
7- " '
Lausar eru til umsóknar 2 stöður lögreglumanna við
emþætti undir/itaðs nieð aðsetri á Húsavík. Umsókn-
arfrestur er til 10. september nk. Stöðurnar veitast frá
'1. októfc
Allar upplýsingár. gefa Þröstur Brynjólfsson yfirlög-
jluþjónn og Daníel Guðjónsson varðstjóri í síma
96 41630. /
• Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
bæjarfógeti Húsavíkur.
Halldór Kristinsson.
- * ------——r-----?-----------------------
f JREY KJKMÍKURBORG ||«
AdUéOA Stödívi W
Unglingaathvarfið, Tryggvagötu 12, óskar eftir starfs-
manni í 46% kvöldstarf. Æskilegt að umsækjendur
hafi kennaramenntun eða háskólamenntun í uppeld-
is-, félags- og/eða sálarfræði.
Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 1987. Nánari upplýs-
ingar veitir forstöðumaður í síma 20606 eftir hádegi
virka daga.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
Fulltrúastarf
Stjórn Kennarasambands íslands auglýsir eftir starfs-
manni til að sinna verkefnum er varða kjara- og
félagsmál kennara.
Um er að ræða 50% starf og hugsanlega aukið starfs-
hlutfall á álagstímum.
Umsækjendur þurfa að hafa kennaramenntun og
kennslureynslu, auk þess að hafa áhuga á félagsstarfi
í stéttarfélagi kennara.
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 1987.
Allar frekari upplýsingar gefur formaður KÍ í síma
91 -24070.
Umsóknir skulu sendar til stjórnar Kennarasambands
Islands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, merktar „Full-
trúastarf".
Fréttír
Eskifjörður:
Bjótgunarsveitin fær bát
Nýi báturinn sem Hjálparsveit skáta hefur fest kaup á.
DV-mynd Emil Thorarensen
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Hjálparsveit skáta á Eskifirði, sem
stofnuð var fyrr á þessu ári, fékk
fyrir nokkru síðan afhentan björgun-
arbát sem sveitin ákvað að festa
kaup á. Björgunarbátur þessi er af
gerðinni FORCE 7. Hann er 27 feta
langur og hefur 290 hestafla utan-
borðsmótor. Kaupverð var kr.
1.400.000.
Félagar hjálparsveitarinnar hafa
verið mjög áberandi í starfi sínu frá
stofnun og reynt að finna sem flestar
fjáröflunarleiðir. Enda veitir ekki af
þegar ráðist er í jafnstórt verkefni
og kaup á björgunarbát. Veltan hjá
hjálparsveitinni þessa fáu mánuði,
sem hún hefur starfað, er orðin um
1,5 milljónir og átti hún 325.000 krón-
ur til að greiða í kaupverðið.
Afgangurinn var fenginn að láni.
Það er því mikið starf framundan
hjá þessu áhugasama fólki, sem
stendur að sveitinni, við að greiða
niður skuldirnar. Formaður Hjálpar-
sveitar skáta á Eskifirði er Bjarni
Hávarðarson.
DV á Dahrík:
Vélaþvegið er vel þegið
Það er senniiega betra að fara í hund-
ana en að lenda í þessum hundi.
DV-mynd JGH
Jón G. Haukssan, DV, Akuieyri:
„Það er mikið um að menn komi
og láti þvo vélamar - enda er skemmti-
legra að hafa allt hreint undir húdd-
inu,“ segir Gestur Jóhannesson,
bifvélavirki á Dalvík.
Gestur vinnur á bílaverkstæðinu
Kambi ásamt foður sínum. Hann notar
sjóðandi heitt vatnið beint úr kranan-
um til að gusa á vélamar.
„Það er einkabíllinn núna. Hann er
að fara á bílasölu," sagði Gestur um
farkostinn sem hann smúlaði þegar
okkur bar að.
Það er vissara að hafa allt á hreinu
undir húddinu.
DV á Hofsósi:
Hundur
í hundi
Jón G. Hauksscn, DV, Akureyxi
Sé það rétt að stundum sé hundur í
mönnum þá var hundur í þessum
hundi á Hofsósi. Til stóð að mynda
seppa þar sem hann lá angurvær á
teppi og slakaði á. En það tók annað
við þegar komið var nálægt honum.
Hann rauk upp og gelti. Vígtennumar
blöstu við. Sem betur fer var hann í
bandi. Og þökk sé bandinu, það hélt.
En er það nema von að til sé eitthvað
sem heitir hundasúrur. Hundar geta
verið súrir.
Gusugangur á Dalvik. Gestur þvær vélarnar upp úr sjóðandi heitu vatni. „Það
er skemmtilegra að hafa allt hreint undir húddinu." DV-mynd JGH
Heilsteyptir steypumenn fyrir framan steypustöðina í
Gunnólfsvík. Frá vinstri: Þórir Jónsson, Þorgeir Hauks-
son og Reimar Sigurjónsson, allir frá Þórshöfn.
DV-mynd JGH
DV í Gunnótfsvík:
Eitt stykki steypustöð
til að steypa eitt hús
Jón G. Hauksscn, DV, Akureyri:
íslenskir aðalverktakar hafa reist danska steypustöð í
Gunnólfsvík. Stöðin framleiðir steypu fyrir eitt hús. Það
er að sjálfeögðu hús ratsjárstöðvarinnar uppi á Gunnólf-
svíkurfjalli. Búið er að steypa grunninn. Éftir verkið fer
sú danska suður. Svo fullkomið er mælaborðið í stöðinni
að ef menn vissu ekki betur mætti halda að þetta væri
stýriborð eldflaugaskotpalls.
DV á Sauðárkróki:
Rollurassar blasa við
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri:
H ún er nýstárleg veggskreytingin á sláturhúsinu á Sauð-
árkróki sem blasir við þegar ekið er framhjá húsinu. Ekki
er annað að sjá en meginuppistaða listaverksins sé rol-
lurassar. Starfsmaður sláturhússins sagði að verkið ætti
að sýna lífshlaup rollanna, allt frá fæðingu til slátrunar.
Hvað um það, skreytingin er skemmtileg og rollurassam-
ir taka sig vel út, hengdir upp á vegg.
■■Í.wv.x: <ív.» Sí'-.: ‘ ' iSa*-■ ■
Rollurassamir á sláturhúsi Sauðárkróks. DV-mynd JGH.