Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 32
OLÝMPIAO 44 MÁNUDAtiUR 17. ÁGÚST 1987. Jarðarfarir Steinunn Gróa Bjarnadóttir er látin. Hún var fædd á Reykjafirði við ísafjarðardjúp 9. september 1924, dóttir hjónanna Guðrúnar Ólafs- dóttur og Bjarna Hákonarsonar. Steinunn giftist Trausta Eyjólfssyni en hann lést árið 1971. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Útför Steinunn- ar Gróu verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. María S. Hjartar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 17. ágúst, kl. 13.30. Jarðarför Sigurðar Eyjólfssonar, Langeyrarvegi 3, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði '7" mánudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Útför Stefaniu Sigmundsdóttur, sem andaðist í Landspítalanum 9. ágúst sl., fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 17. ágúst, kl. 15. Útför Magnúsar Brynjólfssonar bókbandsmeistara, Lynghaga 2, fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 19. ágúst kl. 13.30. Valborg Júlíusdóttir lést í Borg- arspítalanum hinn 31. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk '.Jiinnar látnu. Hrund Jónsdóttir, Sævangi 40, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Hansína Guðmundsdóttir, Njáls- götu 12, Reykjavík, er lést laugar- daginn 8. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 15. Jarðsett verður í Hafn- arfjarðarkirkjugarði. Útför Sigrúnar Einarsdóttur hár- greiðslumeistara, Lönguhlíð 3, Reykjavík, verður gerð frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 18. ágúst kl. 15. Tilkynningar Átthagasamtök Héraðsmanna efna til hópferðar á Njáluslóðir laugardag- inn 22. ágúst nk. Upplýsingar gefur Hreinn Kristinsson í síma 84134. Aðstoðarmaður landbúnað- arráðherra ráðinn Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, hef- ur ráðið Bjarna Guðmundsson, sem verið hefur aðstoðarmaður hans sl. 4 ár, áfram til að sinna því starfi. Bjami er ráðinn í starfið að 2/3 hlutum en auk þess mun hann taka að sér kennslu við búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri, þar sem hann starfaði áður en hann réðst í land- búnaðarráðuneytið. Bjarni er doktor í landbúnaðarfræðum frá norska landbún- aðarháskólanum. Þá hefur landbúnaðar- ráðherra ráðið Niels Árna Lund, ritstjóra Tímans, til starfa á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins til næstu áramóta. Starf hans mun m.a. felast í kynningu á málefn- um landbúnaðaráðuneytisins en auk þess mun hann verða landbúnaðarráðherra til aðstoðar í vmsum sérverkefnum. Níels hefur þennan tíma fengið leyfi frá rit- stjórnarstarfi við Tímann en því starfi hefur hann gegnt sl. 2 ár. Ársrit Útivistar1987 erkomið út Það geta allir eignast sem gerast Útivist- arfélagar og greiða árgjald, kr. 1.200. Meðal efnis eru leiðsögn um Dali, Viðey og Þjórsárver. Fjöldi litmynda er í ritinu, m.a. af íslenskum hraunhellum. Útivistar- félagar: Greiðið heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldinu og fáið ritið sent strax. Aldraðir í Langholtssókn Bifreiðarstjórar Bæjarleiða og fjölskyldur þeirra bjóða öldruðum velunnurum Lang- holtskirkju út fyrir borgarmörkin mið- vikudaginn 19. ágúst nk. Haldið verður kl. 13 til Borgarfjarðar. Leiðsögumaður fararinnar verður Jón Ámason skóla- stjóri. Félagar úr kven- og bræðrafélagi safnaðarins aðstoða eftir föngum og bjóða til kaffidrykkju í Hótel Borgarnesi. Lagt verður stað frá safnaðarheimilinu stund- víslega kl. 13. I gærkvöldi Kjartan Gunnar Kjartansson blaöamaöur: Er frjálshyggja ekki sljómmálaskoðun? Kynni mín af blaðamannsstarfinu gefa eindregna vísbendigu í þá átt að blaðamenn hafi ekki tíma til að glápa á sjónvarp þó fréttamenn þurfi að vísu að fylgjast vel með fréttun- um. Aldrei þessu vant sat ég þó við skjáinn í gærkvöldi og fylgdist með dagskrá ríkissjónvarpsins. Nú hef ég reyndar ekkert út á fréttaflutning ríkissjónvarpsins að setja en ég get heldur ekki tekið undir þá skoðun sem stundum sést á prenti að ríkisfjölmiðlum sé betur en öðrum treystandi fyrir því vanda- sama hlutverki að upplýsa landslýð- inn um markverðustu viðburði líðandi stundar. Stöð tvö gefur t.d. fréttum ríkissjónvarpsins ekkert eft- ir. I gærkvöldi var þáttur í ríkissjón- varpinu sem vissulega vakti forvitni mína og gat lofað góðu en því miður varð ég fyrir vonbrigðum þegar upp Kjartan Gunnar Kjartansson var staðið enda var viðfangsefhið vandmeðfarið. Gerð var úttekt á ís- lenskri æsku, hvorki meira né minna, og ég get ekki neitað því að þátturinn var heldur yfirborðs- kenndur. Stjómendur þáttarins gerðu ör- stutta úttekt á tíðaranda æskufólks á V esturlöndum frá upphafi rokksins og fram til vorra tíma og höfðu þá helst áhyggjur af því hvort og hvers vegna unglingamir vildu ekki breyta þjóðfélaginu. Mér fannst sú afstaða skína í gegn að þeir einir unglingar væm meðvitaðir um sam- félag sitt og stöðu þess sem héldu uppi andófi og væm nógu vinstri sinnaðir. Stjómmálaáhugi unga fólksins, sem nú er að hasla sér völl, var einfaldlega afgreiddur á þann veg að hann væri enginn. En mér er spum: Hafa menn ekki skoðanir ef þeir em ekki vinstri sinnaðir? Er ekki bara málið það að vinstri stefria 68-kynslóðarinnar hefiir beðið hug- myndafræðilegt skipbrot sem enginn fær varið? Átthagasamtök Héraðsmanna • efna til hópferða á Njáluslóðir laugardag- inn 22. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur Hreinn Kristinsson í síma 84134. Samnorrænt þing um vinnuumhverfismál Dagana 25.-27. ágúst verður haldið á Hót- el Sögu á vegum Vinnueftirlits ríkisins samnorrænt þing um vinnuumhverfismál (36. Nordiska arbetsmiljömötet). Þingið munu sitja yfir 200 þátttakendur, þar af yfir 180 erlendir gestir. Þátttakendur verða helstu sérfræðingar Norðurland- anna á sviði vinnuumhverfismála. Kynningarnámskeið fyrir fóstrur Dagvist barna í Reykjavík mun dagana 17. og 18. ágúst standa fyrir kynningar- námskeiði fyrir fóstrur og annað uppeldis- menntað fólk sem hefur verið fjarverandi dagvistaruppeldi forskólabarna um lengri Spakmælið Vér höfum ekki enn lært að þekkja lífið, hvernig ættum vér þá að þekkja dauðann? Konfúsíus SKÓLARTTVÉL sem hefur allt og meira til Olympia Carrera, ritvélin sem hlaut vestur-þýsku IF87 viðurkenninguna fyrir hönnun og útlit er ritvél hinna fjölhæfu og vandlátu. Skólaritvél, ferðaritvél, heimilisritvél og atvinnuritvél, - aðeins 6,5 kg. með alspenni og tösku til að fylgja þér hvert sem er. Ritvél, hlaðin kostum, með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem auðveldar hraða og villulausa vélritun, 24 stafa leiðréttingaminni, mismunandi leturgerðir, síendurtekningu áöllum lyklum og ásláttarjafnara, allt til að tryggja góðan frágang án fyrirhafnar. Carrera er aðhæfð ritvinnsluforritum og tengjanleg við allar tölvur. OLYMPIAO / í i 1 i ! II! t 11 1 » i 1 \ \ I I I I 11111111(5 I M hi I I I I I I M I i M * I - II I I I M M I n « n E KJARAN ÁRMÚLA 22, SÍMI (91) 8 30 22, 108 REYKJAVÍK eða skemmri tíma en hefur hug á að hefja starf að nýju. Námskeið þetta er fyrst og fremst hugsað sem kynning á hinni fjöl- breyttu starfsemi Dagvistar barna í Reykjavík, auk þess sem kynntar verða nýjungar í dagvistaruppeldi á Islandi sl. 5Á0 ár. Námskeiðsstjórar eru umsjónar- fóstrurnar Fanný Jónsdóttir og Arna Jónsdóttir sem jafnframt veita allar nán- ari upplýsingar og annast innritun þátt- takenda í síma 27277. Félag eldri borgara í Reykjavik ráðgerir 5 daga hálendisferð 26.-30. ágúst nk. Farið verður norður Sprengisand um Gæsavötn og Öskju í Herðubreiðarlindb síðan til Mývatns og suður um Kjöl. Gist- ing í Nýjadal, Laugum í Reykjadal og Þelamerkurskóla. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Tapað - Fundið Lyklakippa fannst Lyklakippa með bíllykli, húslykli og naglaklippu fannst í grennd við Holtsgötu. Upplýsingar í síma 28052. Til ritstjóra DV, Ellerts B. Schram og Jónasar Kristjánssonar Á undanfömum mánuðum heíúr blað yðar fjallað um tiltekið mál sem varðar meint kynferðisafbrot gagn- vart bömum. Hefur mál þetta verið til meðferðar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Blaðamenn DV hafa kosið að gefa máli þessu síaukið rúm og vægi. Skrif þessi hafa verið slík að flestir helstu fjölmiðlar landsins hafa talið sig knúna að birta fréttir af málinu. Hefúr mjög verið þrengt að ýmsum aðilum sem tengdir em fyrrgreindu máli. Að mati undirrit- aðra og blaðamanna sjálfra hefur umfjöllun þessi farið langt út fyrir siðleg mörk. Á aðalfundi Blaða- mannafélags íslands 15. júní 1985 vom samþykktar nýjar siðareglur. 3. grein þeirra hljóðar svo: „Blaðamaður vandar upplýsingaöfl- un sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem vald- ið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Ekki verður betur séð en grein þessi hafi verið freklega brotin í við- tali helgarblaðs DV, meðal annars er bam þar nafngreint og afar óvið- urkvæmileg ummæli höfð eftir um böm. I 2. grein sömu siðareglna: „Blaðamanni er Ijós persónuleg ábyrgð á öllu, sem hann skrifar.. Ekki verður séð að Elín Alberts- dóttir og Siguijón M. Egilsson, blaðamenn DV, hafi velt þessu fyrir sér er þau vega af fullum þunga að sálarheill og félagslegri velferð vam- arlausra bama í skrifúm sínum. Mörg mál af þessum toga eru í vinnslu hjá hinum ýmsu bama- vemdamefndum um land allt og virðist alfarið tilviljun háð hvaða mál em birt í blaðinu. Venjan er sú hjá bamavemdamefhdum að fjalla ekki um einstök mál á opinberum vettvangi og er hagur skjólstæðinga ekki sfst hafður í huga. Skal bent á að starfshættir bama- vemdamefnda taka almennt mið af lögum um vemd bama og ungmenna nr. 53 frá 1966 og Bamalögum nr. 9 frá 1981. Þeir einstaklingar, er telja sig órétti beitta í málsmeðferð bama- vemdamefnda, geta leitað til Bamavemdarráðs íslands. Að lokum vilja undirritaðir beina þeim tilmælum til ritstjóra DV með bamavemdarsjónarmið í huga að blaðið birti ekki frásagnir af einstök- um bamavemdarmálum. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu, Leifúr Helgason, formaður bamavemdamefiidar Hafnarfjarðar. Marta Bergman, félagsmálastjóri í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.