Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. Utlönd Atvinnulaus verkamaður á Filippseyjum við sykurekru sem hefur verið yfir- gefin. Verðfall á sykri hefur komið illa niður á bæöi jarðeigendum og verkamönnum. Símamynd Reuter Sykurbarónar á Filippseyjum vígbúast Á yfirborðinu virðist allt með kyrr- um kjörum í „sykurskál“ Filipps- eyja, eyjunni Negros, en margir íbúar eyjarinnar segja að ekki sé langt í uppreisn jarðeigenda þar. Sykurbarónar hafa komið sér upp eigin her í baráttu sinni gegn áform- um Aquinos um að skipta jörðinni. Á Negros fara tveir þriðju hlutar allrar sykurræktar landsins fram sem er rúm milljón tonn á ári. Verð- fall á sykri, aukin afskipti kommún- ista og of lítið íjámiagn hefur þó orðið til þess að margir landeigenda hafa yfirgefið plantekrur sínar þar sem illgresið nær nú að skjóta rót- um. Sex cent fást nú fyrir pundið af hrásykri á heimsmarkaðnum en í byrjun áratugarins fengust flörutíu cent fyrir pundið. Fordæma skiptinguna Sérfræðingar í atvinnumálum segja að lækkun sykurverðsins muni eiga meiri þátt í að minnka misréttið heldur en jarðaumbætur forsetans sem tilskipaðar voru í síðastliðnum mánuði. Skipta á öllu ræktuðu landi, þar á meðal sykurekrunum, milli milljóna fátæklinga sem ekki eiga neina jörð. Sykurbarónamir fordæma þessa ákvörðun og segja sykurræktina vera lífsstíl. Ekrumar hafi gengið í arf. Svo lengi sem menn muna hafi forfeður þeirra átt landið. Þeir hafi tilheyrt sykurblokkinni, áhrifamesta hópnum á þingi. Nokkrir hafa breytt þeim hluta ekra sinna sem em við hafið og rækta þar rækjur sem er mikilvæg útflutningsvara á Filippeyjum. Þrátt fyrir þessar breytingar hefúr efha- hagurinn ekki batnað. Aukin fátækt Fyrir verkamenn á ekrunum hefúr verðfallið á sykri leitt til aukinnar fátæktar. Þeir áttu allt sitt að sækja til landeigandans sem í mörgum til- fellum hefur flutt til höfuðborgar- innar. Verkamennimir unnu áður myrkranna á milli á plantekmnum fyrir lág laun. Híbýli þeirra vom kofar sem reistir vom á ekrunum. Landeigendur sáu um allar þarfir þeirra. Hollusta við húsbóndann gekk oft í arf frá einni kynslóð til annarrar. Ekki sykurekru Síðustu árin hefur hagur verka- manna farið hríðversnandi og þeir þykjast ekki allir hafa gagn af skipt- ingu jarðanna. Ef þeir fái sykurekm þá hafi þeir ekki hugmynd um hvað þeir eigi að gera við hana. Þeir gera sig aftur á móti ánægða með jarðar- skika þar sem þeir geta ræktað hrísgrjón, kom og grænmeti ef enga vinnu er að fá á ökrunum. Á Negros myndi jörðum tuttugu og sjö þúsund landeigenda verða skipt á milli þrjú hundmð þúsund verkamanna en helmingur þeirra er atvinnulaus. Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir Oskuhaugamir lífsviður væri bama og unglinga Landið var eitt sinn auðugt þótt smátt væri og snautt að náttúruleg- um auðlindum. Það var miðstöð fjármálaviðskipta fyrir botni Mið- jarðarhafs og velmegun sú er fylgdi fjármagnsstreyminu náði til mest allrar þjóðarinnar að einhverju leyti. Böm í landinu nutu góðrar skóla- göngu, gátu mörg vænst þess að komast úr landi til sérmenntunar. Þau bjuggu að vísu við misjöfn kjör en áttu það flest sameiginlegt að fátækt og hungur virtist aðeins §ar- læg martröð, eitthvað sem gerðist annars staðar. Nú er fátæktin staðreynd, hungrið yfirvofandi og fjöldi bama og ungl- inga hefúr um nokkurt skeið þurft að drýgja fjölskyldutekjumar með betli og öðrum ráðum. Hið nýjasta þeirra er gjömýting á öskuhaugum í grennd við höfuðborgina þar sem fjöldi bama og unglinga vinnur alla daga við að hirða það sem hugsan- lega má selja fyrir smáaura. Landið er Líbanon, höfuðborgin Beirút, og tólf ára styrjaldarástand í landinu er nú um það bil að þurrka út allan þann kjaramismun sem finnanlegur var þar meðan friður ríkti. Þess er skammt að bíða að allir Líbanonbúar verði jafrisnauðir og háðir góðgerðarstarfsemi annarra þjóða. Skipulagt Starf barna og unglinga á ösku- haugum við þjóðveginn að alþjóða- flugvellinum í Beirút hefur þegar verið skipulagt. Bömin segjast starfa fyrir „fyrirtækið", en þau mæta flest þar hvem morgun, taka á móti ösku- bílunum og gramsa í flutningi þeirra í leit að söluhæfum vamingi. Fyrir skömmu var óþekkt að fólk leitaði nýtilegra hluta á öskuhaug- um í Líbanon. Nú starfa hundmð daglega við þennan eina haug og þótt starfsemin sé hvergi annars staðar skipulögð á sama veg er aug- ljóst að sama ástand er að skapast víðar í landinu. Af neyð einni saman Þeir sem flykkjast að öskuhaugun- um hvem morgun em þangað komnir af neyð einni saman. Meðal- árslaun í Líbanon hafa í dag innan við tíunda hluta þess kaupmáttar sem þau höfðu fyrir tólf árum þegar borgarastyrjöldin braust út í landinu. Árslaun nema nú að verð- gildi liðlega tuttugu og fimm þúsund íslenskum krónum og duga skammt til framfærslu fjölskyldu. Þegar tillit er tekið til þess að um áttatíu prósent af neysluvöru lí- bönsku þjóðarinnar em innflutt er ljóst að ástandið er ólífvænlegt. Ef allirvinna Fréttamenn, sem heimsótt hafa öskuhaugana, bera þaðan ófagrar lýsingar. Böm nærast þar á hálfrotn- uðum matarleifum, litið er á niður- soðna matvöm, sem fleygt hefúr verið vegna hættu á að hún væri skemmd, sem fjársjóð. Launin em ekki há. Með iðju og eljusemi má hafa vikulaun sem svar- Börn og unglingar flykkjast á öskuhaugana við hraðbrautina út á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Þar vinna þau daglangt við að hirða tómar dósir, kassa og gler sem þau selja fyrir smáaura sér til framfæris. Símamynd Reuter ar eitthvað á annað hundrað krónum íslenskum. Böm geta þó tæplega haft meira en um fjömtíu krónur á dag, jafnvel enn minna. Fjölskyldur, sem hafa innan sinna vébanda einvörðungu vinnufært fólk, böm og fullorðna, geta komist af með öskuhaugavinnunni. Um leið og einhver heltist úr lestinni vegna veikinda eða annars blasir næring- arskorturinn við. Þess em fjölmörg dæmi að í slíkum tilvikum geri fjöl- skyldan ekki betur en vinna fyrir lyfjum og fæstir geta veitt sér þann munað að leita læknishjálpar fyrr en sjúklingurinn er nánast dauð- vona. Þær fjölskyldur, sem hafa fyrir ungbömum eða gamalmennum að sjá, eiga sér ekki viðreisnar von. Afkoma þeirra er alfarið háð fram- lögum hjálparstofnana og ölmusum þeirra sem enn em aflögufærir að einhverju. Flestir þeirra sem þama starfa em Shi’itar, múhameðstrúarfólk úr vest- urhluta Beirút. í allri þeirri fátækt sem styrjaldarástandið hefur skap- að, er hlutskipti þeirra ef til vill einna bágast. Enginn skóli Oskuhaugabömin í Beirút munu starfa hjá fyrirtækinu allt þetta ár. Þeirra bíður engin skólaganga í haust því foreldramir hafa enga leið til að sjá fjölskyldunni farborða án vinnu þeirra. Jafnvel þótt unnt rejmdist að fæða bömin með vinnu foreldranna tækist aldrei að öngla saman þeim þúsund krónum sem talið er að skólaganga bams kosti hvem vetur. Ljóst er því að breytist ástand í Líbanon ekki til hins betra á næstu mánuðum stefuir þjóðin inn í víta- hring sem erfitt, jafnvel ómögulegt, gæti reynst að komast út úr aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.