Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. 11 Hluti vopna þeirra, sem tekin hafa verið af nýnasistum, á samkomum þeirra við kirkjugarðinn þar sem átti að grafa Hess. Sitnamynd Reuter Hess grafinn í kyrrþey í gær Rudolf Hess, fyrrum foringi þýskra nasista og einn helsti aðstoðarmaður Adolfs Hitler, leiðtoga nasista, var í gær grafinn í kyrrþey og ekkert heíur verið gefið upp um greftrunarstað hans. Lík fyrrum nasistaforingja hafa til þessa yfirleitt verið brennd og ösku þeirra dreift yfir Þýskaland, til þess að koma í veg fyrir að grafreitir þeirra yrðu að helgistöðum nýnasista. í gær gáfu þau fjögur ríki sem gættu Hess í Spandau fangelsinu, þá fjóra áratugi sem hann var fangi þar, út sameiginlega jdirlýsingu um dauða hans. I yfirlýsingunni, sem undirrituð var af fulltrúum Breta, Frakka, Bandaríkjamanna og Sovétmanna, segir að Hess hafi hengt sig í raf- magnssnúru. I yfirlýsingunni segir að háls Hess hafi ekki brotnað við heng- inguna, heldur hafi nasistaforinginn aldni kafnað. Lögreglan í Austurríki handtók í Lögfræðingur Hess fjölskyldunnar á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti að sonur Rudolf Hess hefði fengið slag. Simamynd Reuter gær þrettán nýnasista, sem viðstaddir voru minningarathöfn um Hess fyrir utan dómkirkju í miðborg Vín. Tals- menn lögreglunnar sögðu mennina hafa verið handtekna þar sem þeir brutu með samkomu sinni lög þau er banna allar athafni nýnasista í landinu. Austurrískir nýnasistar sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir for- dæma aðgerðir lögreglunnar gegn „fríðsömum hóp manna sem komu saman til að syrgja hinn mikla, þýska píslavott, Rudolf Hess.“ I gær tóku breskir hermenn við gæslu í Spandau fangelsinu í Vestur- Berlín, þar sem Hess dvaldi allt frá því dómur var felldur yfir honum. Undirbúningur er þegar hafin að þvi að rífa fangelsið en samkomulag var fyrir löngu gert milli ríkjanna fjögurra um að brjóta það til grunna um leið og Hess, sem var eini fanginn þar sfð- ustu tuttugu árin, létist. Fordæma stjóm ina fyrir Kaledóníu Franski sósfalistaflokkurinn for- dæmdi í gær ríkisstjóm landsins fyrir það hvemig hún tók á aðgerðum lög- reglunnar í Nýju-Kaledóníu gegn þeim sem þar mótmæltu fyrirhugaðri þjóð- aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði um helgina. Talsmaður flokksins, Jean-Jack Qu- eyranne, sagði í gær við fréttamenn að þjóðaratkvæðagreiðslu væri ekki hægt að halda með kylfum og öðmm bareflum. Queyranne vísaði í orðum sínum til þess að um helgina réðst lögregla í Nýju-Kaledóníu á þrjú hundruð al- menna borgara, sem þá tóku þátt í friðsamlegum mótmælum, og dreifði þeim með kylfúbarsmíð og táragasi. Búist er við að í þjóðaratkvæða- greiðslunni, sem fyrirhuguð er þann 13. september, muni niðurstaðan verða sú að meirihluti íbúa landsins, sem er í Suður-Kyrrahafi, haldi yfirstjóm Frakka þar. Miklar dcilur hafa staðið um sjálf- stæði landsins undanfarið milli þjóð- flokks Kanaka annars vegar og franskra innflytjenda hins vegar. Tveir leiötoga kanaka á Nýju-Kaledóniu við dómhúsið Noumea í gær. Símamynd Reuter Utlönd Nefta að semja við Líbýumenn íhuga að leyfa nunnum að stavfa Stjómvöld í Moskvu íhuga nú að heimila fjórum nunnum, úr reglu móður Teresu, að starfa á sjúkrahúsum eða á bamaheimilum í Sovétríkjunum að sögn háttsetts embættismanns þar. Talsmaður sovéskra stjómvalda sagði { gær að yfirvöld hefðu nú til um- fjöllunar umxnæli móður Teresu, sem hún lét sér um munn fara í ávarpi til sovésku friðamefndarinnar, en móðirin sagði að það myndi gleðja sig mjög ef mmnur fengju að starfa í Sovétríkjunum. Móðir Teresa hefúr undanfarið verið á ferðalgai um Sovétríkin. Móðir Teresa hefur ekki enn farið þess á leit að nunnur úr samtökum hennar. sem nefiiast Boðberar ölmusu, fengju starfsleyfi í Sovétríkjunum. Samtökin starfa að líknarmálum fyrir snauða í sjötfu og sjö löndum. Móðir Teresa, sem er sjötíu og sex ára, sagði í gær að það væri mun áuð- veldara að gefa hungniðum brauð heldur en að létta einmanaleik og andlegu hungri fólks i iðnvæddum ríkjum heimáns. Herstöðvamar hindra þróunina Filippseyskur öldungadeildarþing- maður, sem hefur yfirumsjón með rannsóknimi Filippse>dnga á her- stöðvum Bandaríkjiinianna á eyjun- um og áhrifúm þeirra þar, sagði í gær að nærvera herstöðvanna í landinu hindraði iélagslega og aðra þróun þess. Öldungadeildarþingmaðurinn sagði á fúndi í þinginu í gær að Filippseyjar þörftiuðust þess sárlega að eignast sjálfstæða stefnu í utan* ríkismálum. Sagði hann að vegna herstöðvanna og vegna yfirþyrmandi bandaríski menningaráhrifa, gengj Filippseyingum mjög illa að fa sjálfetæði átt viðu kennt. Sagði hann tímabært að þróa sjálfstæða utanríkisstefriu, hversu erfi sem það kynni að reynast til að byrja með. Utanríkisráðherra Chad neitaði aifarið í gær þeim möguleika að stjóm landsins gengi til samninga við Líbýumenn um Aouzou-svæðið í norðurhluta Chad sem heijir land- anna tveggja hafa barist um undan- farið. Utanríkisráðherrann ítrekaði þessa stefiiu stjómar Chad af því tilefoi að Kenneth Kaunda, forseti Zambíu og nýkjörinn aðalritari ein- ingarsamtaka Afrikuríkja, mun éiga fund með Muaammar Gaddafi, leið- toga Líbýu, siðar í þessari viku. Sagði ráðherrann landsmenn sína vonast til þess að Kaunda tækist að koma vitinu fyrir Gaddafi og stjóm hans. Aouzou-svæðið er um hundrað og tíu þúsund ferkílómetra landspilda, sem Líbýumenn héldu hemumdri í fjórtán ár en stjómarher Chad náði á sitt vald stærsta bæ svæðisins, Aouzou, þann 8. ágúst síðastliðinn. Kæra fyrrverandi kanslara Ríkissaksóknari Austurríkis skýrði frá því í gær að hann hef'ði fengið fyrimiæll um að höfða mál á hendur fyrrverandi kanslara lands- ins, Fred Sinowatz, fyrir að hafa misbeitt valdi sínu í tengslum við skjöl vegna þátttöku Kurt Wald- heim, núverandi kanslara, í síðari heimstyrjöldinni. Talsmaður émbættis ríkissaksókn- arans sagði að beiðnin um máls- höfðun hefði verið nafhlaus. Talsmaðurinn vildi ekki fcjá sig nánar um málið og fékkst ekki til að segja hvort Sinowatz, og Hans Pusch, sem ákærður er fyrir sömu sakir, yrðu drégnir fyrir dóm. Sagði hann þáð myndi gerast því aðeins að saksóknara þættu ásakanimar á hendur þeim á rökum reistar. Sinowatz og Pusch hafa neitað sakargiftum. Þeim er gert að sök að hafa á ólöglegan máta fengið aðgang að skýrslum um styijaldarferil Waldþeim, í þeim tilgangi að nota þær gegn honum í kosningunum um kanslaraembættið á síðasta ári. Waldheim vann sigur í kosningunum og sagði Sinowatz af sér í kjölfar þeirra. Waldheim hefúr verið sakaður um að hafa verið félagi í nasistaflokknum á tímum síðari heimsstyrj aldarinnar og að hafa tekið þátt í ógnarverkum gegn gyðingum á Balkanskaga. Hann hefúr þvertekið fyrir hvoru tveggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.