Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987.
19
Erlend myndsjá
Aurora endurbyggð
Beitiskipið Aurora, sem á sínum tíma lék svo mikilvægt hlutverk við upphaf
sovésku byltingarinnar, hefur undanfarið verið í slipp þar sem gagnger endumýj-
un hefur farið fram. Nú er Aurora komin á flot að nýju og verður væntanlega
aftur til sýnis þeim sem forvitnir eru um slíka gripi.
Gáfað-
asta
kona
heims
Þessi mynd var tekin af Marilyn
Mach Von Savant á brúðkaupsdegi
hennar síðastliðinn sunnudag. Mari-
lyn er í dag talin greindasta kona
heims, enda hefur gáfnavisitala henn-
ar mælst 228 stig, eða næstum því hin
sama og Albert Einstein er talinn hafa
borið. Raunar var Einstein karlinn
aldrei mældur, svo Marilyn á eina
staðfesta heimsmetið í gáfum, sam-
viskusamlega skráð í Heimsmetabók
Guinness.
Brúðguminn er enginn andlegur
aukvisi heldur. Nafh hans er Robert
Jarvik, hann er læknir og sá hinn
sami og hannaði Jarvik-hjartað, gervi-
hjarta sem nota má í fólk.
Citroen-
sigling
Citroen-verksmiðjumar sýndu um
helgina bíla, sem breytt hafði verið
í báta, til þess að láta þá taka þátt
í keppni á hátíð í Saint Nazaire í
vesturhluta Frakklands.
Bílamir breyttu sjást hér til vinstri
en til hægri sést flak eins af hrað-
bátum þeim sem tóku þátt í hátíð-
inni. Bátnum hvolfdi á miklum
hraða með þeim afleiðingum að þrír
menn létu lífið, eigandi bátsins.
blaðamaður og annar farþegi.
Leikfong handa Ceciliu
Cecilia Cichan, fjögurra ára stúlka, sem ein farþega lifði af flugslysið í Detroit
í síðustu viku, er enn á sjúkrahúsi þar sem hún er að byrja að gróa sára sinna.
Landar hennar, Bandaríkjamenn, hafa verið iðnir við að senda henni kveðjur
og gjafir og nú er svo komið að starfsmenn sjúkrahússins eiga í mestu vandræð-
um með að koma flóðinu fyrir. Sjúkrastofa Ceciliu rúmar ekki meir og
geymsluherbergi em einnig orðin fidl.
AðHess
látnum
Dauði eins gamalmennis getur
haft ótrúleg áhrif, að minnsta kosti
þegar hinn ellihrumi er Rudolf Hess.
fyrrum nasistaforingi, sem lést í síð-
ustu viku.
Sovéskir, bandarískir og breskir
hermenn þurfa nú ekki lengur að
gefa hver öðrum hornauga við
vaktaskipti í Spandau-fangelsinu því
Hess var eini fanginn þar og því
leggst nú varðstaðan niður. Sonur
Hess liggur nú á sjúkrahúsi eftir
hjartaáfall. Nýnasistar kveðja nú
einn siðasta leiðtoga sinn hinstu
kveðju og starfsmenn kirkjugarðsins
í Wunsiedel þurfa að snyrta grafreit
Hess-fjölskyldunnar, gera allt tilbúið
að taka við þessum umdeilda leið-
toga.