Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 5 Fréttir Gamla flugstöðin afhent vamarliðinu Póstur og sími og Landsbanki íslands verða þar áfram Nú ,er verið að ganga frá sam- komulagi á milli utanríkisráðuneyt- isins og Vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli um yfirtöku Bandaríkja- manna á gömlu flugstöðinni þar. Segir Pétur Guðmundsson flugvall- arstjóri að reiknað sé með því að Bandaríkjamenn yfirtaki flugstöð- ina nú um mánaðamótin. Gamla flugstöðin er komin nokkuð til ára sinna en hún var byggð árið 1948 og vígð ári síðar. Ráku Banda- ríkjamenn stöðina til ársins 1967 en þá tóku Islendingar við rekstri henn- ar. Hefiir hún verið rekin af íslend- ingum óslitið til þessa. Gamla flugstöðin er eign Bandaríkjamanna og taka þeir hana nú að mestu í þjón- ustu sína en þó munu Póstur og sími og Landsbanki íslands halda þar áfram starfsemi bæði fyrir Vamar- liðið og verktaka á vamarliðssvæð- inu. Einnig munu Flugleiðir hafa nokkur herbergi áfram í flugstöð- inni. Þegar tíðindamenn DV vom á ferð nýlega um flugvallarsvæðið var ver- ið að bera síðustu kassana út úr flugstöðinni til þess að flytja þá í nýju flugstöðina, Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Annars vom flest her- bergin yfirgefin, eldhús og gangar auðir og yfirgefnir og heldur tómlegt um að litast. Enda beðið eftir nýjum yfirvöldum. -ój Aðeins einn bíll var fyrir utan gömlu flugstöðina - öðruvisi mér áður brá! AKKiVAl KOMUPARÞEGAB Síðasti kassinn borinn á brott. Starfsstúlka hjá Flugleiðum í flutn- ingum. DV-myndir S Akureyri: Samkeppni um framtíðar- skipulag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Verðlaun til handa sigurvegaran- um í samkeppni um framtíðarskipu- lag Ráðhústorgs og Skátagils á Akureyri nema 500 þúsund krónum en heildarverðlaun eru 900 þúsund krónur. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um mótun og frá- gang svæðisins i hjarta bæjarins í samræmi við það hlutverk sem því er ætlað sem útivistar- og göngu- svæði og er stefnt að því að verðlaun- atillögur verði framkvæmdar á næstu árum. Allir íslenskir ríkisborgarar og er- lendir menn búsettir á Islandi haf? þátttökurétt í keppninni. Útboðs- gögn verða tilbúin til afhendingar nú í vikunni en skilafrestur hefur enn ekki verið ákveðinn. í dómnefnd sitja Finnur Birgisson formaður, Tómas Ingi Olrich og Árni Steinar Jóhannsson, tilnefndir af Akureyrarbæ, og Sigríður Sigþórs- dóttir og Björn Kristleifsson, til- nefnd af Arkitektafélagi íslands. íkveikja í torfhúsi Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að út um miðnætti í gær. Kveikt hafði verið í sýningarhúsi í Vatnsmýrinni en húsið var reist á sínum tíma til að kenna hleðslu úr torfi. Það liggur ljóst fyrir að eldur var borinn að húsinu. Það tók slökkriliðið um eina klukkustund að ráða niðurlögum elds- ins. Húsið er talið ónýtt. -sme Mæðgurnar Anna Birna Sigurðardóttir og Þuriður Eyjólfsdóttir í glæstum garðinum. „Við erum ekki hressar með tíðina á Vopnafirði i sumar.“ DV-mynd JGH DV á Vopnafirði: Húsgagnasýning öll kvöld til kl. 22 þessa viku og alla næstu helgi á meðan á sýningunni „Veröldin ’87“ stendur. TM-HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22 Mæðgur í garðvinnu „Það er mikil vinna að halda svona garði við,“ sagði Þuríður Eyjólfsdóttir þar sem hún var að vinna í glæsilegum garðinum sínum á Vopnafirði. Dóttir- in Anna Bima Sigurðardóttir tók líka til hendinni. Fallegt gróðurhús setur svip sinn á garðinn. Þar inni eru útsprungnar rósir í öllum litum. Þær eru úr Hvera- gerði. Ekki voru þær mæðgur hressar með tíðina á Vopnafirði í sumar, allt of mikil væta. Öðruvísi Vopnfirðingum áður brá því að Vopnafjörður hefúr verið frægur með 30 stiga dagana sína á sumrin. -JGH VATNSDÆLUR • HJ0LATJAKKAR • BÚKKAR • HJÓLKOPPAR • SÆTAÁKLÆÐI • AUKAHLUTiR • KVEIKJUHLUTIR • BREMSUKLOSSAR • STÝRISENDAR • HJÖRULIÐIR • HÖGGDEYFAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.