Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Fréttir Fimm daga hálendistrimm á Austuriandi Fyrsta hálendis maraþonið hér Anna íngólödóttir, DV, Egflsstööum: Fimm daga hálendishlaup hóíst um helgina á Austurlandi með hálendis- maraþonhlaupi. Það mun vera í fyrsta sinn sem tekist er á við hálendismara- þonhlaup á Islandi og raunar einnig í fyrsta skipti í Evrópu. Hér eru á ferð- inni erlendir hlauparar, margir hveijir vel þekktir í sínum heimalöndum. Flestir þátttakendanna eru frá Sviss og Frakklandi. Hlauparamir hlupu í gær um þrjátíu kílómetra leið að Snæfelli, þar sem Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækurób. 14-15 Ab,Bb, Lb,Sb, Sp.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb, Úb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25,5-27 Bb,lb Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb Sér-tékkareikningar 4—15 Ab.lb, Vb Innlánverðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsöan Innlán meo sérKjörum 3-4 14-24,32 Ab,Úb Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Bb.Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 ! eða kge Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb.lb, Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Utlán verðtryggö 30 Allir . Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb Isl. krónur 27-29 Bb SDR B-8,25 Bb,Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3,5 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverðtr. ágúst 87 28,8 Verðtr. ágúst 87 VISITÖLUR 8,1% Lánskjaravísitala ágúst 1743stig Byggingavísitala ágúst (2) 321 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu): Avöxtunarbréf 1,2084 Einingabréf 1 2,248 Einmgabréf 2 1,328 Einingabréf3 1,396 Fjölþjóðabróf 1,060 Gengisbréf 1,0241 Kjarabréf 2,246 Lífeyrisbréf 1,130 Markbréf 1,120 Sjóðsbréf 1 1,095 Sjóðsbréf 2 1,095 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,213 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 194 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 118 kr. Iðnaðarbankinn 142 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 125kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. gist var í nótt. I dag verða hlaupnir 33 kílómetrar að Kverkfjöllum. Á morgun verða hlaupnir 32 kílómetrar að Oskju og á fimmtudaginn verður svo hlaupið frá Herðubreið yfir Ódáðahraun, um 30 kílómetra leið. André Podlewski, framkvæmdastjóri svissneskrar ferðaskrifstofu, átti hug- myndina að þessu hlaupi. En hvers vegna varð ísland fyrir valinu? André sagði að hér væri hægt að komast í nána snertingu við náttúr- una. Hér væri ekki allt malbikað eins og víðast hvar annars staðar. Svo væri fjölbreytni íslenskrar náttúru mikil og hefði það mikið gildi fyrir hlauparana. Það næðust miklu nánari tengsl við landið og náttúruna með því að hlaupa heldur en að ferðast í bíl. André sagði að allir í hópnum hefðu hrifist af ís- landi. „Hér gengur allt svo hægt fyrir sig. Hér hafa menn tíma til að hægja ferð- ina og líta í kringum sig.“ André sagði reyndar að sér fyndist sjórinn dálítið kaldur en hann var ánægður með veðrið. Hann skoraði á íslenska hlaupara að skrá sig í næsta hlaup, sem verður á sama stað að ári, og er ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði. Fyrsta daginn var hlaupið frá Skriðuklaustri í Fljótsdal til Egils- staða og eru það réttir 42 kílómetrar. Sigurvegarinn var elsti keppandinn í hópnum, Philippe Rochap, 53 ára Svisslendingur. Hann hljóp vega- lengdina á tveimur klukkustundum og fimmtíu og níu mínútum. Philippe var hrifinn af íslandi og kvað þetta hlaup öðruvísi en önnur, margar brekkur og krókar og mikil viðbrigði að hlaupa á malarvegum. Philippe er talinn með bestu lang- hlaupurum í sínu heimalandi. Hann er staðráðinn í að koma aftur hingað að ári. Verktaki í Húnavatnssýslu: Hljóp frá háffkláruðu verki Verktaki, sem tekið hafði að sér vegaframkvæmdir við Stóra-Vatns- skarð í Húnavatnssýslu, hefur hlaupið frá verkinu hálfkláruðu. Verktakinn átti að skila af sér framkvæmdum 15. október. Hann hefúr nú hætt vinnu og greinilegt er að verkinu verður ekki skilað á tilsettum tíma. Verktak- inn bauð 16,7 milljónir króna í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 20,3 milljónir. Tilboð verktakans var því 82,2% af kostnaðaráætlun. „Það er greitt eftir gangi verksins, verkstaða er tekin út áður en greitt er, þannig að það á ekki að vera búið að greiða meira en urrnið hefur verið. Þegar staða sem þessi kemur upp er farið nánar í hvemig verkið stendur," sagði Einar Gíslason, umdæmistækni- fræðingur Vegagerðarinnar á Norður- landri vestra. Einar sagði að það væri virkilega slæmt þegar staða sem þessi kæmi upp. Hann sagði að lítið hefði verið um slíkt í sínu umdæmi, þó sagðist hann vita að slíkt henti oft. Einar sagði að um framhald framkvæmda væri óákveðið, það yrði ákveðið í næstu viku. Einar sagði að allavega yrði gengið þannig frá veginum að hann yrði fær fyrir umferð í vetur. Verktakinn, sem fór frá hálfkláruðu verki, er Ömólfur Guðmundsson í Bolungarvík, ekki tókst að ná sam- bandi við hann. -sme Slippstöðin á Akureyri mun brátt hefja smíði á (jölveiðiskipum. Slippstöðin á Akureyri: Smíði að hefjast á fjölveiðiskipum Gjffi Kristjáiisscai, DV, Akureyit „Það má segja að við séum í starthol- unum, teikningar af skipunum em á teikniborðinu og við stefhum að því að hefja stálsmíðina innan tveggja mánaða," sagði Sigurður G. Ringsted, yfirverkfræðingur Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, í samtali við DV. Slippstöðin hefur senn smíði á tveimur 35 metra fjölveiðiskipum og er smíði þeirra ekki hvað síst tilkom- in vegna ótryggs ástands varðandi viðgerðarverkefhi síðari hluta vetr- ar. „Við erum með næg verkefhi eins og er og allt fram að áramótum en ástandið er í óvissu eftir það,“ sagði Sigurður. „Því förum við út í þessa nýsmíði og stefhum að því að ljúka við annað skipið næsta sumar. Ef hins vegar koma inn stór verkefhi varðandi viðgerðir þá tökum við þau að sjálfsögðu fram yfir þar sem við fáum greitt fyrir slíkt strax en skipin tvö smíðum við á okkar eigin reikn- ing.“ Sigurður sagði að mikill skortur hefði verið á vinnuafli hjá stöðinni allt árið, bæði hefði vantað iðnaðar- menn og verkamenn. „Jámiðnaðar- menn virðast til dæmis hreinlega ekki vera til í bænum," sagði Sigurð- ur G. Ringsted. Stærsta verkefiii Slippstöðvarinn- ar á árinu hefur verið við Akureyrar- togarann Sléttbak sem hefúr verið breytt í frystiskip. Þá var skipið lengt um nokkra metra og margt fleira endumýjað um borð. Slétt- bakur mun verða afhentur eigendum sínum eftir nokkrar vikur. Veiðivon Hörkulíf í laxveiðinni - hoil með 34 laxa í Fáskrúð í Dölum Rigningin, sem í bili virðist vera sest að hér sunnanlands, hefur hleypt lífi í laxveiðina núna í lokin og vatn hefur aukist töluvert í mörg- um veiðiám, maðkamir em komnir upp úr görðunum og leginn laxinn tekur. Nýr fiskur er farinn að ganga í veiðiá eins og Fáskrúð í Dölum, veiðimenn, sem vom að koma úr ánni, veiddu 34 laxa og em komnir 192 laxar. Það fór að rigna í Dölun- um og það hleypir lífi í laxa sem hafa verið að sveima fyrir utan ána. „Jú, þetta gengur þokkalega hjá okkur og vatnið hefur aukist vem- lega, enda farið að rigna aðeins," sagði Ólafur Ólafsson veiðivörður. „Á land em komnir 1053 laxar og á laugardaginn veiddist nýr lax í Hol- unni og í Laxfossi em nýir fiskar. Veiðivon Gunnar Bender Smáfiskur hefur skilað sér héma í Kjósinni og það er fullt af fiski víða í ánni. Veiðin hefur verið þetta 10-15 laxar á dag,“ sagði Ólafur. „Það em komnir 810 laxar og lax- inn hefur tekið héma eftir að rigna fór, fullt af laxi í hyljunum víða ofar- lega í ánni,“ sagði ráðskona í veiði- húsinu við Laxá í Leirársveit. En fréttir bárust um að veiðin hefði glæðst þar síðustu daga. „Islending-' ar em við veiðar héma núna og verða til loka veiðitímans. Þetta er það sem þurfti, rigning." (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, 0b = 0tvegsbankinn, Vb=Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2) Byggingarvísitala var sett á 100 þann 1. júlí, en þá var hún I 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Nánari uppiýsingar um peningamarkaöinn birtast i DV á fimmtudögum. ______________ Hressir veiðlmenn meö silung úr Þórisstaðavatni í Svínadal, 2 punda ur- riða sem tók gylitan tóbý á laugardaginn. Eitthvað hefur veiðst af laxi i vötnum í Svínadal I sumar og hellingur af silungi. G.Bender Þrír laxar hafa fallið i Setbergsá og eru komnir 87 laxar á land. Við fréttum að vatnið væri farið að lagast í ánni og fiskurinn væri að koma. Hann hefur víst sveímað þar í ósum árinnar i allt sumar. -Árni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.