Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Spumingin Hvað finnst þér um kart- öfluútsöluna sem verið hefur í gangi undanfarið? Guðrún Guðmundsdóttir: Ég rækta mínar kartöflur sjálf og þarf því ekki að kaupa mér kartöflur. Ég hef því ekkert til málanna að leggja um þetta mál. Auðunn Bragi Sveinsson: Mér finnst það ekki vitlaust. Þegar svona fram- boð er þá hlýtur þetta að gerast og mér finnst það líka alveg rétt. Ragnheiður Indriðadóttir: Ég er með kartöflur sjálf en mér finnst sniðugt að það skuli vera hægt að selja þetta í staðinn fyrir að henda þessu. Það mætti gera meira að þessu, t.d. með tómatana. Arngrímur Jóhannesson: Mér finnst hún afar slæm. Eftir því sem ég hef heyrt þá eru þeir að snuða og leika sér með bænduma. En kartöflumar eru sjálfsagt ágætar samt sem áður. Björgvin Bergsson: Það er sjálfsagt að selja þær heldur en að henda þeim. Það er aldrei að vita nema maður næli sér í poka. Laufey Sigurðardóttir: Ég veit ekk- ert um þetta mál en ég held þó að þetta sé bara fínt. Lesendur „Varið ykkur á sölumönnum‘‘ til 10 ára eða lengur var ég alls ekk- ert yfir mig hrifinn. Svör forsvarsmanns fyrirtækisins em svo einfaldlega þau að sölumað- urinn hefði ekki mátt segja neitt sem ekki stæðist og því beri fyrirtækið enga ábyrgð á vinnubrögðum hans. Gaf hann mér síðan upp nokkur símanúmer og sagði mér að ég gæti sjálfúr haft upp á þessum manni. Ekki veit ég hvað ég hefði átt að segja við þennan sölumann því að mínu mati hlýtur fyrirtækjum að bera skylda til að sjá um að sölu- menn þeirra fari með rétt mál en gangi ekki í hús og beinlínis ljúgi að fólki til að fá það til að kaupa af þeim. Blöðin með útreikningunum hef ég ekki þannig að erfitt er fyrir mig að sanna mitt mál. Sölumaður þessi var sagður dug- legur við söluna en ekki fékkst svar við hve möig af skírteinum hans eru enn í gildi en fyrir víst veit ég að tveir vinnufélagar mínir eru hættir að endumýja sínar tiyggingar vegna þess að ekki stóðst það sem hann sagði. Hann er nú farinn að selja bækur og fleira vítt um landið en vonandi ekki með sömu vinnubrögð- um. Ég vil því vara fólk sérstaklega við þessum sölumönnum því ekki er allt gull sem glóir og þess vegna ekki óeðlilegt að fá umhugsunartíma þeg- ar um er að ræða atriði sem skipta menn þúsundum króna eins og er í mínu tilviki. Óskar Amórsson skrifar: Nú verður það æ algengara að sölumenn hvers konar vamings og þjónustu mæti við útidyr hjá okkur og vilji selja sitt. Fyrir þremur árum keypti ég af slíkum farandtryggingasala líftrygg- ingu með uppsöfnunarrétti frá Alþjóða líftiyggingafélaginu og var þó tregur til en lét tilleiðast eftir að maðurinn var búinn að sannfæra mig með útreikningum hvað greitt yrði til baka strax eftir þijú ár. End- urgreiðslan átti að vera samkvæmt útreikningum hans sem svaraði 75% af iðgjöldum, verðtryggt, en þau 25%, sem eftir stæðu, jafrigiltu ið- gjaldi af tryggingu án uppsöfhunar. Allt leit þetta mjög vel út. Nú þegar ég hyggst segja upp tryggingunni og fá greidda uppsöfh- unina mín kemur í ljós að hún er engin. Meira að segja að það borg- aði sig alls ekki að segja trygging- unni upp og fá greidda uppsöfhun fyrr en eftir 10 ár. Þar sem ég hafði alls ekki hugsað mér að festa sparifé „Ekki er allt gull sem glóir,“ segir bréfritari og biður fólk að hafa vara á þegar sölumenn eru annars vegar. Allt er þó best í hófi og yfirleitt er óþarfi að hefja kökukefli á loft þegar sölumenn ber að garði. Alltaf á tali hjá Sakaskrá ríkisins Einn frá Bakkafirði hringdi: Ég er búinn að reyna að ná í Saka- skrá ríkisins í nokkra daga en ekkert gengur. Dag eftir dag er á tali. Ég var orðinn nokkuð þreyttur á þessu og hringdi í 05 (bilanatilkynn- ingar) til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með símann þarna. Þeir athuguðu málið og sögðu að tólið lægi bara ekki á. Það er engu líkara en tólið sé tekið af og lagt til hliðar allan daginn því mér finnst ótrúlegt að það sé svo mikið að gera að óger- legt sé að ná þangað. En sé svona mikið að gera þá er það ekki nema sjálfsögð þjónusta að bæta við símum og afgreiðslufólki. Það væri gott að fá einhverjar upp- lýsingar um það hvernig fólk utan af landi á að ná til þeirra þarna hjá Sakaskránni. Það væri hægt að fara sjálfur á skrifstofuna ef maður byggi í bænum en þetta virðist vonlaust mál utan af landi. „Ekki loka göngugötunn!“ Vegfarandi hringdi: Ég má til með að ambra svolítið því nú er komið upp mál sem ég sætti mig ekki alls kostar við. Þannig er að þeir sem eiga búðir við Austurstræti eru alltaf að kvarta und- an brotnum rúðum og eina ráðið sem þeir sjá við því vandamáli er að opna Austurstrætið aftur fyrir bílaumferð. Ég held að þetta leysi engan vanda og ég er mikið á móti þessu. Það er svo heimilislegt og indælt að hafa þessa markaði á daginn og það lífgar heilmikið upp á miðbæinn. Það yrði mikill missir ef göngugötunni yrði lok- að. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað, t.d. að hafa lögreglu- vakt til að passa rúður verslanaeig- enda. , íí.ji „Það lífgar heilmikið upp á miðbæinn að hafa þessa markaði í Austurstræti á daginn. Það yrði mikill missir ef göngugötunni yrði lokað.“ Sigríður Ólafsdóttir hringdi: Mér finnast þessar skýringar ansi Eg get bara ekki lengur setið á þunnarogþásérstakiegaþegarþetta mér. Nú nýlega hafa tveir venjulegir kemur fyrir aftur og aftur. Ég veit neytendur kvartað á lesendasíðu DV þess ótai dæmi að svona kemur fyr- yfir hróplegum verðmiamun milli ir. Það er ekki haldbær skýring að verelana. það hafi bara gleymst að skipta um Þeir hafa farið í eina búð og keypt verð í skiptibyssunni, svona á ekki einhvem hlut, í fyrra skiptið voru að koma fyrir. það súkkulaðikúlur í Nýjabæ og í Mér oíbauð Jiegar ég las um aúkku- það síðara kaffikönnuhreinaiefm í laðikúlumar frá Nýjabæ því versl- Hagkaupi, Síðan, þegar íarið er í unaretjórinn hafði ekki einu sinni aðrar búðir, kemur í ljós að varan á fyrir því að bjóða kaupandanum, að vera miklu ódýrari. sem lenti í þessu, að koma og fá Þegar forsvarsmenn verslananna endurgreiddan þann miamun aem eru spurðir um áatæður þesaa yppa var á vörunum. Hve lengi eiga versl- þeir öxlum og segja að það hafi anir að komast upp með þetta? „bara“ verið vitlaust verðmerkt. Bílstjórarnir eru úti aö aka með sím- ann á eyranu og sjá hvorki né heyra það sem fram fer umhverfis þá. „Farsímaruglið" Vegfarandi skrifar: Hann er skrýtinn kýrhaus Islend- inga. Eitt dæmi þess er fareímaruglið sem er að verða algjör plága hér á landi. f Þegar eitthvað þessu líkt kemur til Islands ijúka allir upp til handa og fóta og verða bókstaflega að eignast eitt eintak. Síðan kann fólk ekkert að nota þessa hluti og svo er með farsím- ana. Bílstjóramir eru úti að aka með sím- ann á eyranu og sjá hvorki né heyra það sem fram fer umhverfis þá. Erlend- is eru séretakir þreifarar tengdir hraðamælissnúru sem kemur í veg fyr- ir að símar séu notaðir á ferð. Þannig má koma í veg fyrir mörg slys. Hringið í síma 27022 xnilli M. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.