Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 17 _________________Lesendur Víti til vamaðar Sigurgeir Orri Sigurgeirsson skrifar: Fyrir u.þ.b. tíu mánuðum sat ég og hlustaði á þáttinn Léttur laugardagur með Jóni Axel Ólafssyni á Bylgjunni. í þann tíma var lag nokkurt, er heitir „You’ve lost that loving feeling“, úr kvikmynd fremur vinsælt. Vandamálið var að ekki var til á útvarpsstöðinni, að mig minnir, lagið með upprunalega flytjandanum. Var þá tekið til þess ráðs að auglýsa eftir einhveijum hlustanda sem ætti það lag í fóruip sínum. Þó svo ég ætti ekki upprunalegu útgáfúna ákvað ég í bamaskap mínum að fara með plöt- una, enda gott lag. í húsakynnum Bylgjunnar tekur enginn annar en fyrrverandi starfsmaður hennar, Jón Axel, á móti mér. Hann var þá enn í loftinu. Hann þakkar mér alveg kær- lega fyrir framtakið og segist ætla að senda mér plötuna með leigubíl daginn eftir. Ekkert var athugavert við það og ég gaf honum nafn og heimilisfang. Svo líður og bíður og aldrei lætur plat- an sjá sig. Mánuði seinna á ég leið um Snorra- brautina og athuga um plötuna. Jón var ekki á staðnum svo ég skildi eftir Bréfritari hefur ekki fengið plötu sem hann lánaði Bylgjunni og Jóni Axel Ólafssyni til baka þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þaö er eins gott að halda utan um plötusafnið sitt og vera ekk- ert að lána það út um allar trissur. skilaboð. Það þarf varla að taka fram að akkúrat ekkert gerðist. Jón Axel hélt áfram að vera skemmtilegur við aðra landsmenn en mig. Eftir annan mánuð næ ég f skottið á honum og minni hann á plötuna. Jú, jú, hann mundi meira að segja hvaða plata þetta var. Með leigubíl á morgun, voru hans orð. Daginn eftir sit ég og bíð. Auðvitað kom bíllinn ekki fremur en platan. Það er svo fáránlegt að í hvert skipti sem ég heyri í hinum þá minnir það mig á glötuðu plötuna mína. Jafnvel einmitt nú á þessu andartaki. Vel getur verið að Jón blessaður hafi einfaldlega gleymt að koma henni til min í þrígang. En hvort sem óminnishegrinn eða eitthvert annað fyrirbæri hafi haft þessi áhrif á Jón þá breytir það því ekki að platan er enn hjá honum og mun verða það um ókomna framtíð. Þvi ég hef nú orðið mér úti um annað eintak af henni, svo Jón Axel Ólafsson útvarpsmaður, ef þú lest þetta, þá veistu að platan er þín en mundu að hún er og verður ávallt illa forgeng. Þessi orð mín eiga að vera víti til vamaðar þeim sem kynnu að eiga lög í fórum sínum sem auglýst er eftir. Þá sérstaklega ef tiltekinn útvarps- maður á í hlut. Stórsvert Ríkisútvarpsins: Fer á fulla ferð í haust Ólafur Þórðarson, tónlistarfulltrúi Ríkisútvarpsins, skrifar: Vegna fyrirspumar í DV þann 26. úgúst um hljómsveitir Ríkisútvarpsins er okkur ánægja að upplýsa að ekki er hér um tvær hljómsveitir að ræða, heldur aðeins eina sem breytt hefur um nafii. Heitir sveitin ekki lengur Léttsveit Ríkisútvarpsins heldur Stór- sveit Ríkisútvarpsins og hefur ekki verið fækkað í sveitinni heldur fjölgað. Það er okkur útvarpsmönnum mikið gleðiefhi að hlustendur útvarpsins láti sig mál þess varða og sé ekki sama hvað verður um hina fjölbreyttu dag- skrá sem útvarpið hefur upp á að bjóða. Sérstaklegaa finnst mér vænt um að menn vilji heyra meira í Stór- sveitinni. Það er skemmst frá því að segja að frá því í vor hefúr Stórsveitin verið í sumarfríi eins og aðrir en kemur sam- an til æfinga um mánaðamótin sept/ okt. Þá verður hafist handa við nýtt efni sem tónskáld og útsetjarar vinna nu ’ð. Stórsveitin mun í vetur halda tónleika, hljóðrita talsvert efni og koma fram í útvarpi, sjónvarpi og við- ar. Það er auðvnað von okkar að bréf- ritari fyrmefnds lesendabréfs komi á fyrstu hljómleikana sem og aðrir áhugamenn um sveitina. Við tökum auðvitað undir með honum að ekki veiti af því að auðga íslenska tónlist, vanda hana og gera kröfur bæði til flytjenda og hlustenda og við erum ekki í nokkrum vafa um að hijóð- færaleikarar Stórsveitar Ríkisútvarps- ins munu leggja sig alla fram til þess að svo megi verða. Stórsveit Ríkisútvarpsins í upptöku i gamla útvarpssalnum á Skúlagötu. JEPPI Á FJALLI Við viljum taka á leigu upphækkaðan og vel útbúinn NISSAN PATROL, með eða án bílstjóra, til fjallaferðar í þrjár vikur nú í september. Hringið í síma 641483 eða 985-25509. Ólsal hf Hreinlætis- og ráðgjafarþjónusta auglýsir eftir starfs- fólki, körlum og konum, til starfa í Kringlunni. 1. Almenn þrif í Kringlunni, vaktavinna á bilinu kl. 10-22. Aðlaðandi vinnuaðstaða. 2. Hreingerningar, föst störf, mikil vinna Ólsal hf., Dugguvogi 7 - sími 33444 HEIMILISIÐNAÐAR- SKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 INNRITUN ER HAFIN Vefnaður 7. sept. Útskurður 16. sept. Prjóntækni 23. sept. Leðursmíði 26. sept. Þjóðsbúningasaumur 2. og 3. okt. Tauþrykk 6. okt. Fatasaumur 12. okt. Bótasaumur 13. okt. Tuskubrúðugerð 13. okt. Knipl 14. okt. Spjaldvefnaður 22. okt. Vefnaður, uppsetning 2. nóv. Myndvefnaður 5. nóv. Baldýring 9. nóv. Saumagínugerð 20. nóv. Innritun fer fram á skrifstofu skólans að Laufásvegi 2. Námskeiðaskrá afhent þar og hjá ísl. heimilisiðn- aði, Hafnarstræti 3. Upplýsingar í síma 17800. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAK0TI STARFSSTÚLKA/MAÐUR Landakotsspítali rekur barnaheimili og skóladag- heimili við Holtsgötu 7 Jyrir börn starfsfólks. Okkur vantar aðstoðarfólk á bæði heimilin. Það er um 100% starf að ræða á dagheimilinu Brekkukoti, upplýsingar gefnar í síma 19600-250, og svo 60%starf á skóladag- helmilinu Brekkukoti, upplýsingar í síma 19600-260. RÖNTGENDEILD Okkur vantar aðstoð á röntgendeild Landakotsspítala. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf strax. Upplýs- ingar gefur deildarstjóri í síma 19600-330. RÆSTING Landakot er notalegur vinnustaður. Ef þú hefur áhuga þá vantar okkur gott fólk til ræstinga. Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 19600-259 frá kl. 10-14. HAFNARBÚÐIR SJÚKRALIÐAR Það vantar sjúkraliða í Hafnarbúðir, öldrunardeild Landakotsspítala. Um er að ræða fullt starf en hluta- starf kemur einnig til greina. Upplýsingar veittar í Hafnarbúðum í síma 29466.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.