Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. íþróttir -I- • Guðmundur Steinsson. Gummi Steins Irtillega meiddur Guðmundur Steinsson, lands- liðskempa og fyrirliði, meiddist lítillega á æfingu með ólympíulið- inu í gær. v Sneri hann sig á ökkla. Gert erX ráð fyrir að Gummi verði góður á morgun og mæti þá galvaskur á landsliðsæfingu á jFramvelli - nán- ast í dagrenningu. í öllu falli verður kappinn orðinn hress fyrir leikdag. Hafi hann sama lag á þá og í úrslitasennunni við Víði nú nýverið þurfum við mör- landar lítið að óttast. Guðmundur gerði nefnilega tvö glæsileg mörk í þeim leik, bæði með kollspymu. -JÖG Skoskur eftiiiitsmaður Skotinn Thomas Wharton, sem var einn frægasti knattspymu- dómari heims á árum áður, verður eftirlitsmaður FIFA á landsleik íslands og A-Þýskalands. Wharton á nú sæti í dómaranefnd FIFA. Dómaratríóið kemur frá Wales. Dómari verður Howard King. -SOS Mótherjar Valsí sviðsljósinu Fjórir leikmenn a-þýska ólymp- íuliðsins í knattspymu, sem mætir íslendingum á Laugardalsvellin- um annað kvöld, leika með Wismut Aue. Það er félagið sem leikur gegn Valsmönnum í UEFA-bikarkeppninni. Jörg Weissflog, sem hefúr leikið m'u landsleiki, er markvörður liðsins. Volker Schraidt er vamarleikmað- ur ug þeir Harald Mothes og Steffem Krauss eru miðvallarspil- arar. -SOS Forráðamenn KalmarFFeru bjartsýnir „Draumadráttur fyrir Kalmar“ mátti sjá í sænsku blaði fyrir stuttu þegar rætt var um Evrópukeppn- ina í knattspymu. Kalmar FF mætir bikarmeisturunum frá Akranesi og eru Svíar greinilega ánægðir að dragast gegn félagsliði frá lslandi. Svíar eru greinilega búnir að gleyma því þegar Keflvíkingar slógfu Kalmar FF út úr Evrópu- keppninni um árið. Skagamenn hafa sýnt það að undanfomu að þeir em til alls líklegir. Þeir hafa yfir skemmtilega leikandi liði að ráða sem er skipað gömlum refúm og ungum efiiilegum leikmönnum. -sos Ágúst Már verður ekki með gegn A-Þjóðverjum - er meiddur í nára. Heimir G. valinn í hans stað Ágúst Már Jónsson, miðvörðurinn sterki hjá KR, gefur ekki kost á sér í ólympíideikinn gegn A-Þjóðverjum annað kvöld. Ágúst Már hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nára. Hann hefur hug á að reyna að klára keppnis- tímabilið með KR-liðinu. Skagamað- urinn Heimir Guðmundsson tekur sæti hans í liðinu. Sigi Held landsliðsþjálfari hefur va- lið þá leikmenn sem mæta A-Þjóðverj- um. Friðrik Friðriksson, Fram og Guðmundur Hreiðarson, Val, eru markverðir. Aðrir leikmenn eru: Guðni Bergsson, Val, Heimir Guð- mimdsson, Akranesi, Þorsteinn Þorsteinsson, Pétur Amþórsson, Guð- mundur Steinsson, Ormar Örlygsson og Viðar Þorkelsson, allir úr Fram. Valsmennimir Njáll Eiðsson, Ingvar Guðmundsson og Valur Valsson. Guð- mundur Torfason frá Winterslag, Skagamennimir Sveinbjöm Hákonar- son og Ólafur Þórðarson og Halldór Áskelsson frá Þór. -SOS • Þeir glíma við A-Þjóðverja á Laugardalsvellinum á morgun. Tony Galvin til Sheff. Wed.? - og liveipool og Man. Utd. berjast um Pallister Sheffield Wednesday er nú á höttunum djarfúr leikmaður, er metinn á 400 þús. Aston Villa, hefúr snarað peningabudd- eftir Tony Galvin, miðvallarspilara Tott- pund. Hann er 22 ára. unni á borðið og keypt tvo leikmenn. Lee enham. Galvin, sem er 30 ára, er metinn Butler frá Lincoln á 85 þús. pund og Lee á 100 þús. sterlingspund. Sheff. Wed. hef- • Southampton hefúr keypt Derek Tumbull frá Middlesbrough á 5 þús. ur keypt Greg Fee frá Boston United á Statham, fyrrum bakvörð enska lands- pund. Þá seldi hann Kevin Poole til 20 þús. pund. liðsins, frá WBA á 100 þús. pund. Middlesborough á 50 þús. pund. Liverpool og Man. Utd. keppast nú um • Leicester festi kaup á Jari Rantanen •Southampton keypti John Burridge að fá Middlesborough-leikmanninn Gary frá IFK Gautaborg á 100 þús. pund. markvörð frá Sheff. Utd. á 30 þús. pund. Pallister til sín. Pallister, sem er sókn- • Graham Taylor, framkvæmdastjóri -SOS • Agúst Már Jónsson. KörfuknatUeikur: Evrópulið íslandstil Sviss íslenska landsliðið í körfuknattleik, sem keppir í Evrópukeppninni í Sviss í næstu viku, hefúr verið valið og er það skipað eftirtöldum leik- mönnum: Bakverðir Pálmar Sigurðsson, Haukum Jón Kr. Gíslason, ÍBK Jóhannes Kristbjömsson, UMFN Aðrir leikmenn Torfi Magnússon, Val Ivar Webster, Haukum Guðmundur Bragason, UMFG Birgir, Mikaelsson, KR Valur Ingimundarson, UMFN Hreinn Þorkelsson, ÍBK Guðni Guðnason, KR • Sturla Örlygsson, Val, fer utan með liðinu sem varamaður. Liðið heldur utan á fostudag og tekur þátt í móti í Belgíu og Sturla mun leika með þar. Ef einhver leikmanna landsliðsins meiðist mun Sturla koma inn í liðið sem keppir í Sviss. • Tómas Holton, Val, er fyrsti varamaður hér heima og æfir hann með liðinu. Þjálfarar landsliðsins em þeir Einar Bollason og Gunnar Þorvarðarson. -SK Helga komst ekki áfram í 400 m grindah. á HM í Róm Helga Halldórsdóttir úr KR náði ekki að komast áfram í 400 m grindahlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Róm. Helga hljóp í þriðja riðli og varð fimmta á 57,82 sek. íslandsmet hennar er 57,71 sek. Judi Brown-King frá Bandaríkjunum var sig- urvegarinn í riðlinum á 55,35 sek. Besta tímanum í undanrásunum náði Margarita Khromova frá Rússlandi, 55,21 sek. SOS „Ég vil IHa í ró ásamt mínum nánustu“ - segir Schuster sem hættir með Börsungum í vor Bemd Schuster, v-þýska knattspymu- goðsögnin sem leikur með Barcelona á Spáni, segist feginn að losna undan kvöðum frá félagi sínu á komandi vori. Þótt Schuster sé nú í upphafsliði Börsunga er hann enn ósáttur við stjóm félagsins. „Ég mun ekki endumýja samning minn við Barcelona í vor, svo mikið er víst. Gengi okkar á þessu leikári ræður engu þar um. Meistaratitill skiptir mig litlu þótt sá yrði óneitan- lega ágætt smiðshögg á erfitt tímabil." Þetta segir Schuster í spjalli við blaðaskríbent nú nýverið. Ljóst er að kappinn mun leika við hlið Gary Lineker í vetur og er því lokið áralangri baráttu hans fyrir þvi einu að leika ellegar hætta af öðrum kosti. Hefúr Schuster átt í þrætum við forvígismenn Börsunga vegna þessa máls og hefur kempan sótt sitt mál fyrir dómstólum. „Ég hef ekkert við forseta Barcelona að tala, umræðuefnin em hreinlega þrotin... og mér stendur á sama,“ segir Schuster. Hvert pilturinn stefnir með vori er enn óljóst en Búndeslígan er víst all fjarri myndinni. „Ég get vel hugsað mér að leika í V-Þýskalandi að nýju en eins og mál- um er komið standa fjölmiðlar í veginum. Ég vil lifa í ró ásamt mínum nánustu en það fer víst ekki saman við hringiðu Búndeslígunnar. Launin varða mig engu. Ég hætti í landsliði vegna ágangs fjölmiðla 0g hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun minni.“ -JÖG • Bemd Schuster, knattspymukappinn kunni hjá Barcelona. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.