Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Erlend myndsjá Uppreisnin mistékst Uppreisnarmenn á Filippseyjum gáfust upp fyrir helgi, þegar ljóst var orðið að þeir ættu sér hvorki stuðning þjóðarinnar né hersins almennt. Leiðtogar byltingarmanna bundu þá hvíta klúta á riffla sína (efst til vinstri) og voru menn þeirra síðan aívopnaðir (efet til hægri). Yfirmaður herja Filippseyja, Fidel Ramos, hershöfðingi (til hægri), hélt blaða- mannafund á laugardag þar sem hann skýrði frá því að nú væri aðeins eftir að hreinsa upp dreggjamar af uppreisninni. Hershöfðinginn vildi ekki tjá sig um það hvað yrði gert við uppreisnarmennina, en ljóst er að leiðtogar þeirra verða sóttir til saka, að minnsta kosti þeir sem til næst. Gregorio „Gringo" Honasan (neðst til vinstri), sem var aðalforsprakki byltingarmanna, komst und- an í einkaflugvél. Byltingartilraun þessi olli miklu tjóni og á mikið eftir að koma í ljós. Mikið af búnaði filippseyska hersins eyðilagðist í bardögum milli uppreisnarmanna og hersveita sem tryggar reyndust stjóminni. Meðal annars brunnu nýjar aðal- stöðvar hersins í Manila (neðst til hægri). Þegar upp er staðið eftir átök af þessu tagi hafa í raun allir tapað, bæði í efnislegum verðmætum og því er lýtur að trausti manna á milli. Ef til vill em blaðsöludrengimir hinir einu sem hafa ágóða af átökunum og hann er aðeins skammtímagróði þvi þeim afleiðingum átakanna, sem síðar koma í ljós í efna- hagslífi landsins, verða drengimir að taka sem aðrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.