Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Side 38
,38 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Kvikmyndahús Bíóborgin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bláa Bettý Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. Bíóhúsið Undir eldfjallinu Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11. The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 10. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 9 og 11. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Um miðnætti Sýnd kl. 7.30. Háskólabíó Ginan Sýnd kl. 7, 9 og 11. Laugarásbíó Rugl i Hollywood Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Vslhöll Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Foli Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Vildi að þú værir hér Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.15. Kvennabúrið Sýnd kl. 9 og 11.15. Villtir dagar Sýnd kl. 3, 5, 7. 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 3. 5.20, 9 og 11.15. Þrir vinir Sýnd kl. 3, 5 og 7. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.06 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. Þjóðleikhúsið Sala aðgangskorta hefst fimmtudag- inn 3. september. Verkefni í áskrift leik- árið 1987-1988. Rómúlus mikli eftir Friedrich Durrenmatt. Brúðarmyndin eftir Guðmund Steinsson. Vesalingarnir, Les Miserables, söngleikur byggður á skáldsögu eftir Victor Hugo. Listdanssýning íslenska dansflokksins. A Lie of the Mind eftir Sam Shepard. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Lygarinn eftir Goldoni. Verð pr. sæti á aðgangskorti með 20% afs- lætti kr. 4320. Ath! Fjölgað hefur verið sætum á aðgang- skortum á 2.-9. sýningu. Nýjung fyrir ellilífeyrisþega: Aðgangskort fyrir ellilifeyrisþega á 9. sýn- ingu kr. 3300. Kortagestir leikárið 1986-1987: Vinsamlegast hafið samband við miðasölu fyrir 10. september, en þá fara öll óseld aðgangskort i sölu. Fyrsta frumsýning leikársins, Rómúlus mikli, verður 19. september. Almenn miðasala hefst laugardaginn 12. september. Miðasala opin alla daga kl. 13.15-19 á meðan sala aðgangskorta stendur yfir. Simi i miðasölu 11200. LUKKUDAGAR 1. sept. 40123 Nissan Sunny bifreið frá Ingvari Helgasyni að verðmæti kr. 400.000,- Vinningshafar hringi i síma 91-82580. Kvikmyndir Laugarásbíó/Rugl í Hollywood: Sannkallað rugl Hollywood Shuffle Framleiðandi og leikstjóri: Robert Towns- end Handrit Robert Townsend og Carl Craig. Myndatökustjóri: Keenen Ivory Wayans. Tónlist Patrice Rushen, Udi Harpaz. Aðalhlutverk: Robert Townsend, Anne- Marte Johnson, Startetta Dupois, Helen Martin, Craigus R. Johnson. Ekki er öll vitleysan eins. Nú þykj- ast menn vera búnir að finna velheppnaða vasaútgáíú af Eddie Murphy, Robert nokkum Townsend, sem framleiðir, leikstýrir, semur handritið og fer með aðalhlutverk í þessari ótrúlega mislukkuðu mynd. Þar segir frá piltinum Bobby Tayl- or, blökkumanni sem býr í Los Angeles og á sér þá ósk heitasta að slá í gegn í Hollywood, og gefa upp á bátinn starf á skyndibitastaðnum Winky Dinky Dog, þar sem hann hefur unnið í nokkur ár. Hann er svo heppinn að vera valinn úr hópi ungra svertingja og fær hlutverk í kvikmynd. Draumurinn hefur ræst en hlutverkið sem hann fær er dæmi- gert fyrir þau hlutverk sem svert> ingjar fá, hann á að leika morðingja í glæpagengi. Eftir mikla umhugsun ákveður hann að gefa hlutverkið upp á bátinn í stað þess að niður- lægja sig og svarta kynstofhinn með því að leika það. Myndin er sögð eiga að vera gam- anmynd, en mikið óskaplega er hún langt frá því að vera fyndin, ekki í eitt skipti kallaði hún fram bros enda brandaramir frekar langsóttir þar sem húmorinn er afskaplega amerískur, m.a. er gert grín að ýms- um þáttum á amerískum sjónvarps- stöðvum sem íslendingar þekkja hvorki haus né sporð á. Ekki bætir ruglingslegt handrit úr skák, aðal- persónan sveiflast á milli drauma um betra blökkumannalíf og hins vegar veruleikans. Það er ekki skrýtið að Robert þessi Townsend skuli ekki hafa fengið framleiðanda að myndinni heldur þurft að fjármagna hana sjálfúr. Myndin ber þess líka merki að lítið er í hana lagt. Hins vegar kemur á óvart að bandaríski kvikmyndaleikarinn Eddie Murphy er sagður hafa hrifist af myndinni og ráðið Taylor um- svifalaust sem leikstjóra í næstu mynd sinni, eins og segir í auglýs- ingu með þessari mynd. Honum hljóta að hafa orðið á mistök þar. BTH Á ferðalagi____________________________________ Eitthvað við allra hæfi í Keriingarfjöllum Kerlingaríjöll eru sérstæð fjalla- þyrping sem rís yfir hásléttuna suðvestur af Hofsjökli. Þau eru klasi af ólíkum tindum og dalkvosir og gljúfragil eru á milli. Snjór situr all- an ársins hring í efetu tindunum sem eru nærri 1500 metra háir og mynda jökla. Einnig eru þar óteljandi hver- ir og pyttir enda er jarðhiti geysimik- ill í Kerlingaríjöllum. Fjölbreytnin er einstök á jafnlitlu svæði og eru Kerlingarfjöllin mikil fjallaprý'ði á Kili. Kerlingarfjöll draga nafn sitt af 25 m háum drangi eða kerlingu sunnan í Kerlingartindi i vestanverðum Qöllunum. Ágætis vegur liggur til Fjallanna til hægri af Kjalvegi. Fljótlega til hægri handar má sjá marka fyrir flugvelli og skömmu síðar er komið að tveimur gljúfrum. Þar fellur all- mikill foss, Gýgjarfoss, niður í klettaþró. Vegurinn liggur brúaður yfir annað gil og foss, Hvin, og þá er stutt eftir þangað til grösugur hvammur blasir við þar sem sæluhús Ferðafélags íslands ásamt skíðaskál- anum stendur. Nefriist þar Árskarð og þar er frá fomu fari áfanga- og áningarstaður í Kerlingaríjöllum. Nú er þama vinsæll ferðamanna- og skíðastaður og hinn nafnkunni skíðaskóli í Kerlingarfjöllum er þar starfræktur yfir sumarmánuðina. Margar styttri og lengri göngu- ferðir er hægt að fara frá skálanum í Árskarði. Ein sú allra stysta og auðveldasta er einfaldlega upp á Árskarðsfjall, austan megin skálans. Þaðan er ágætis útsýni um Kerling- aríjöllm sjálf og auðvelt að átta sig á umhverfinu. Hveradalir skera Kerlingaríjöllin í tvennt og liggja dalimir inn frá Árskarðinu. Þar er jarðhiti mestur í Fjöllunum öllum. Hægt er að fara í örstutta gönguferð og skoða fyrstu hverina en skemmti- legast og jafnframt lengra mun vera að ganga á Hánípur og þaðan um dalina. Þegar komið er til Kerlingaríjalla beinist athyglin öðm fremur að háum, hömrum girtum tindi sem gnæfir við himininn. Það er Loð- mundur, næstshæsti tindur Kerling- arfjalla. Hann er girtur skriðjöklum á þrjá vegu og aðeins á tveimur eða þremur stöðum em einstigi þar sem komast má upp á sléttan og flatan kollinn. Enda þótt vegalengdir í Kerlingar- fjöllum séu ekki miklar er víða seinfarið og landslag svo fjölbreytt að staðir þeir sem fjærst liggja sælu- húsinu verða út undan. Þeir ferða- menn, sem ætla sér að dvelja nokkra daga í Fjöllunum, ættu því að hafa með sér tjald og útbúnað til útilegu svo að þeir geti skoðað þau öll. Þá er hægt að fara í Kisubotna og skoða Kerlingargljúfur, sem er eitt hið stórkostlegasta klettagljúfúr á landinu, og margt fleira. Möguleikamir á gönguferðum em nær ótæmandi í Kerlingarfjöllunum og hægt er að finna eitthvað fyrir alla, létt og erfitt, stutt og langt. Loðmundur, næsthæsti tindur Kerlingarfjalla. Útvaip - Sjónvarp RÚV, rás 1, kl. 22.45: Frá einleikara- prófstónleikum Nokkrir ungir, efnilegir tónlistar- ;nn þreyttu einleikarapróf í Há- ólabíói 14. febrúar síðastliðinn. issir nemendur vom allir úr Tónlist- skólanum í Reykjavík og eiga untíðina fyrir sér. Ríkisútvarpið ;ði leið sína þangað og hljóðritaði aleikana. Memendumir vom þrír, þau Bryndís örgvinsdóttir, Helga Bryndís Magn- dóttir og Bjöm Pavíð Kristjánsson. Verkin sem leikin vom: Sellókonsert nr. 1 í a-moll op. 33 eftir Camille Saint- Saens þar sem Bryndís leikur á selló, Helga Brýndís leikur á píanó Píanó- konsert í G-dúr eftir Maurice Ravel og Bjöm leikur Flautukonsert eftir Jacques Ibert. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur með í öllum verkimum, Mark Reed- man stjómar. .8 i oa i ‘ .i r Sjónvarpið kl. 21.05: Velsk mynd Æskuminningar skóladrengs heib ir velsk mynd, sem verður í sjón- varpinu, eftir Huw K. Evans. Leikstjóri er Meredith Edwards. Villi sex var maður einn kallaður á árum áður en hvere vegna er eklri ljóst Alla vega hafði þessi maður mikil áhrif á þann er þessi mynd fjallar um. Þessi tiltekni maöur rifjar upp minningar frá fyrri tíð er hann gekk í skóla í Norður-Wales áaamt þessum félaga sínum, Villa sex. Þeir brölluðu margt saman í æsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.