Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987. Fréttir Hallmar Sigurðsson, nýr leikhússtjóri Leikfélags Reykjavikur, kynnir leikurum og starfsmönnum Leikfélagsins verkefni nýs leikárs. DV-mynd S Nýr leikhússtjóri tekinn til starfa hjá LR: Leikið á tveim leiksviðum allt leikárið Hallmar Sigurðsson, leikstjóri, tók formlega við stöðu leikhússtjóra Leik- félags Reykjavíkur í gær. Hann hefur þó starfað í sumar hjá Leikfélaginu við undirbúning leikársins sem hefst í þessum mánuði í Iðnó og í Leik- skemmu Leikfélags Reykjavíkur við Meistaravelli. Fyrsta verk Hallmars, eftir að hann tók formlega við leikhússtjórastarfinu í gær, var að halda fund með leikurum og starísmönnum Leikfélags Reykja- víkur. Þar kynnti hann starfsemina á leikárinu sem er að byrja og sagði frá verkefnum ársins, auk þess sem hann gat nokkurra væntanlegra verkefna næsta leikárs. Á þessu leikári verða tvö verk frá fyrra ári tekin upp og fimm ný verk frumsýnd, þar af tvö íslensk. Verkin sem tekin verða upp frá fyrra ári eru Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson í leikstjóm Stefáns Baldurssonar og Djöflaeyjan sem er leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og verður verkið flutt í Leikskemmunni við Meistaravelli. Nýju verkin eru Faðirinn eftir Ágúst Strindberg í leikstjóm Sveins Einars- sonar, Hremming eftir Barrie Keefe í leikstjóm Karls Ágústs Úlfssonar og Algjört rugl eftir Christopher Durang og mun Bríet Héðinsdóttir leikstýra verkinu. Þá verður frumsýnt leikritið eða söngleikurinn Síldin kemur, síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur. Tónlistin er eftir Valgeir Guðjónsson og leikstjóri verður Þó- runn Sigurðardóttir. Verkið verður flutt í Leikskemmunni. Annað íslenskt verk verður frumsýnt á leikárinu en forráðamenn Leikfélagsins vilja hvorki láta uppi nafn verks né höfund- ar. Sýningar á Degi vonar og Djöflaeyj- unni hefjast um miðjan september en fyrsta frumsýning leikársins, sem verður á Föðumum eftir Strindberg, er áætluð 22. september. -ATA DV Álafoss: Leitar eftir eriendu vinnuafli „Það er verið að athuga möguleik- ana á því að ráða erlent vinnuafl til verksmiðjunnar og umboðsmaður okkar í Bretlandi vinnur nú að því að ráða 20-24 breska ríkisborgara. Það er hins vegar ekkert vitað um það ennþá hvort þeir verða enskir, pakist- anskir eða indverskir að uppruna," sagði Geir Thorsteinsson, starfs- mannastjóri hjá Álafossi. „Okkur vantar núna um fjörutíu starfsmenn í band- og prjónframleiðsl- una. Ef kostur væri á því að ráða íslendinga þá vildum við það miklu frekar en íslenskur starfskraftur ligg- ur ekki á lausu. Umboðsmaðurinn okkar í Bretlandi gjörþekkir Álafoss- verksmiðjuna og hann er á höttunum eftir vönu fólki úr spunaiðnaði. Það er alveg ljóst að það verður lít- ið mál fyrir okkur að ráða útlendinga til vinnu. Við eigum von á því að fá þetta nýja starfsfólk í þessum mánuði. Núna stendur aðallega á því að útvega húsnæði fyrir starfsfólkið. Við sjáum um að útvega húsnæðið en starfs- mennimir verða að sjálfsögðu að greiða húsaleiguna sjálfir,“ sagði Geir Thorsteinsson. -ATA Borgaraflokkurinn: Ásgeir Hannes í framboð Það styttist þangað til Borgara- flokkurinn heldur fyrsta landsfimd sinn, um síöustu helgi í þessura mán- uði. Reiknað er með að Albert Guðraundason verði kosinn formað- ur flokksins. Nú þegar hefúr Ásgeir Hannes Eiríksson varaþingmaður tilkynnt framboð aitt í sæti vara- formanns. Nú er verið að ljúka stofhun kjör- dæmisráða í öÚum kjördæmum landsins. Formenn þeirra munu mynda flokksstjóm ásamt formanni, varaformanni og ef til vill einura eða tveim öðrura sérstaklega kjömum stjómarmönnum á landsfúndi. Ef Albert verður kosinn formaður flokksins er reiknað með að hann víki sæti sem þingflokksformaður og annað hvort Oli Þ. Guðbjartason eða Júlíus Sólnes taki við þvi embætti. -HERB í dag mælir Dagfari Svavar hættir Nýjustu fréttir úr herbúðum Al- þýðubandalagsins em þær að formaðurinn hefúr ákveðið að hætta að vera formaður. Svavar Gestsson gefúr ekki kost á sér til endurkjörs þegar landsfundur Alþýðubanda- lagsins verður haldinn í nóvember næstkomandi. Þessa ákvörðun skýr- ir Svavar svo, að hann vilji halda endumýjunarreglu flokksins í heiðri og vill um leið skapa svigrúm fyrir nýja og samhenta forystu. Yfirlýsing Svavars verður ekki skilin öðmvísi en svo að hann telji sjálfan sig vera orðinn vandamál í flokknum og er það sennilega rétt ályktun hjá Svav- ari. Svavar Gestsson er ekki gamall maður, rétt rúmlega fertugur. Hon- um hefúr tekist að leiða Alþýðu- bandalagið til þess árangurs að tapa að mestu öllu sínu fyrra fylgi, og eftirlifandi kjósendur em varla aðrir en þeir, sem kjósa Alþýðubandalagið af gömlum vana. Kvenfólkið er hætt að kjósa flokkinn, unga fólkið er hætt að kjósa flokkinn og verkalýð- urinn er löngu hættur að kjósa flokkinn. Samkvæmt síðustu skoð- anakönnun nýtur Alþýðubandalag- ið fylgis rétt rúmlega átta prósenta kjósenda, en það er öllu minna en Kvennalistinn fær og mun minna en Borgarflokkurinn, sem ku vera nýi verkalýðsflokkurinn í landinu. Al- þýðubandalagið og Svavar geta þó huggað sig við að bæði Flokkur mannsins og Þjóðarflokkurinn em minni en Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið lagði ofurkapp á þann málfutning, að með atkvæði sínu gætu kjósendur látið í ljós vilja sinn og skoðun á því hver staða Alþýðubandalagsins skyldi vera í íslenskri pólitík. Þessu ákalli alla- balla svömðu kjósendur með því að flykkjast frá flokknum. Þeir vildu sem sagt ekkert meira með Alþýðu- bandalagið hafa að gera og dæmdu það til pólitískrar útivistar. Forysta Alþýðubandalagsins varð í fyrstu orðlaus en hóf síðan opin- bera naflaskoðun, þar sem flestir kváðu upp úr um það, að ekki væri von að flokkurinn fengi fylgi, þar sem hann væri bæði leiðinlegur og ólýðræðislegur. Þegar hér var komið sögu, að bæði kjósendur og forystu- menn flokksins vom orðnir sammála um hvers konar flokkur Alþýðu- bandalagið væri, var auðvitað ljóst, að eitthvað þurfti að gera. Það þurfti að skipta um andlit. Andlit Svavars var orðið gamalt og leiðinlegt að þeirra eigin mati. Formaðurinn var orðinn að vandamáli, gott ef ekki vandamálið sjálft. Nú ætlar Alþýðubandalagið að skipta um vandamál. Velja nýjan formann, vegna þess að það þarf að endumýja fertugan formanninn, með einhverju öðm fertugu gamal- menni. Ýmsir em nefndir. Þar á meðal Steingrímur Sigfússon, sem er ekki enn orðinn fertugt gamal- menni, en hefur komið sér upp myndarlegum og gljáfægðum skalla til að yngja sig upp. Einnig er Ólafur Ragnar Grímsson talinn líklegur frambjóðandi. Hann er auðvitað mikil endumýjun, því hann er alinn upp í öðrum flokkum, meðal annars Framsóknarflokki og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, þann- ig að Álþýðubandalagið er vissulega að endumýja sig með því að munstra þennan flokkaflæking sem formann. Kosturinn við Ólaf er líka sá, að hann hefur æfingu í ganga úr flokk- um og í flokka, þannig að því má nokkum veginn treysta að end- umýjunarreglan verði áfram í heiðri höfð í Alþýðubandalaginu, þegar Ólafúr endumýjar flokkinn, með því að hrekja núverandi félaga í burtu. Af öðrum kandídötum má nefna Ragnar Amalds sem er maður end- umýjunarinnar, vegna þess að hann verður þá endumýjaður sem formað- ur eftir að hafa verið formaður fyrr á þessari öld. Síðast en ekki síst má ekki gleyma Guðrúnu Helgadóttur, sem skrifar bamabækur meðan hún situr á þingi og veit því mæta vel um þarfir og hugsanir ungu kynslóð- arinnar, sem ekki er búin að fá kosningarétt. Sennilega væri skyn- samlegast fyrir Alþýðubandalagið að einbeita sér að bömum og ungl- ingum sem ekki mega kjósa því þá er enginn hætta á því að fylgismenn- imir kjósi aðra flokka á meðan. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.