Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987.
7
Utlönd
Hundruð Parísarbúa tóku í gœr
þátt í mótmœlagöngu gegn stefhu
frönsku ríkiastjómarinnar í málefii-
um Nýju Kaledóniu. Lýstu mótmæl-
endumir yfir stuðningi við
hugmyndir kanaka um sjáhstæði
þessarar frönsku nýlendu og báru
spjöld með myndum af einum leið-
toga kanaka, Eloi Maehoro, sem féll
i átökum við lögreglu í nýlendunni
fyrir liðlega tveim árum.
Þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram í Nýju Kaledóníu innan skamms
um
ur nái meirihluta fyrir því að vera áfram frönak nýlenda.
Bjartsýnir eftir fund með páfa
Leiðtogar heimssambands gyð-
inga, sem áttu fund með páfa í gær,
lýstu bjartsýni eftir fundinn og
sögðu að samband gyðinga við páfa-
garð ætti nú að geta lagast að nýju
eftir að hafa beðið mikinn hnekki
þegar páfi bauð Kurt Waldheim, for-
seta Austurríkis, í opinbera heim-
sókn til páfagarðs.
Alls voru það níu af leiðtogum gyðinga sem heimsóttu páfa í gær en fund-
ur af þessu tagi hefur ekki verið haldinn áður. Stóð fundurinn í liðlega
klukkustund í sumarhöll páfa sunnan við Rómaborg.
Engfnn komst Irfs af
Ljóst er nú orðið að enginn komst lífs af í flugslysinu sem varð undan
vesturströnd Thailands fyrr í vikunni. Allir þeir áttatíu og þrír, sem voru
um borð í Bœing 737 þotunni, sem þar steyptist i hafið, eru taldir látnir
þótt ekki hafi fúndist nema fáein Ifk á slysstaðnum.
Ekkert er enn ljóst um tildrög slyssins annað en að flugmenn þotunnar
misstu greinilega stjóm á henni í aðfiugi og steyptist hún beint í hafið.
Fyrstu fregnir af þvi að þeir heföu orðið að sveigja skyndilega úr vegi ann-
arrar þotu reyndust algerlega tilhæfulausar.
Björgunaretarf heldur enn áfram og í gær reyndu kafarar að leita í flaki
þotunnar sem liggur á grunnsævi.
Hungursneyð í Zambíu
Talið er að hunguraneyð hrjái nú um sjö hundruð og sjötíu þúsund íbúa
Zambíu en neyðarástand þetta er til komið vegna mikilla þurrka í mörgum
héruðum landsins.
KANARIEYJAR - JOLAFERÐ
Enska ströndin og Tenerife. Vetraráætlunin komin. íbúðir og hótel
á eftirsóttum stöðum.
VETRARDVÖL A MALLORCA
5 mánuðir,
kr. 67.850,-
Pantið snemma.
FLUGFERDIR
SGLRRFLUG
Vesturgötu 17 símar 10661, 15331, 22100.
HAUSTTILBOÐ
SOLHUSIÐ
Sólbaðsstofa
Astu B. Vilhjálms,
Grettisgötu 18, sími 28705
Nýjar perur
Nýjar perur
á að seljast. J \ Nýjarperur
VERIÐ VELKOMIN
ÁVALLTHEITTÁ
KÖNNUNNI
Reykingabann
í Belgíu
Reykingamenn í Belgíu, sem
freistast til að kveikja sér í einni
í opinberum byggingum, eiga nú
von á því að verða sektaðir. Sam-
kvæmt nýjum lögum, sem tóku
gildi í gær, er nú heimilt að leggja
þungar sektir á þá sem brjóta
reykingabann í opinberum bygg-
ingum.
Samkvæmt lögum þessum er
bannað að reykja í skólum, á
sjúkrahúsum, í biðsölum jám-
brautarstöðva og menningar- og
íþróttamiðstöðvum í eigu opin-
berra aðila.
Þá eru veitingastaðir skyldaðir
til að hafa reyklaus svæði í veit-
ingasölum sínum.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
meirihluti belgískra borgara er
fylgjandi þessu banni. Aðeins átt-
undi hver aðspurðra var mótfall-
inn því.
Samtök, sem beijast gegn krabba-
meini í Belgíu, lýstu því yfir í gær
að þessu banni beri að fylgja eftir
með hækkun á tóbaki til að mæta
þeim kostnaði sem notkun þess
veldur þjóðfélaginu. í yfirlýsingu
samtakanna sagði að þrefalda
þyrfti verð á tóbaksvörum í þessu
skyni. Verð á sígarettupakka yrði
þá hátt á þriðja hundrað íslenskra
króna.
Hárlos ?
ÁSTA KAREN VAR ORÐIN ÞREYTT
Á AÐ HAFA BURSTANN ALLTAF
FULLAN AF HÁRUM.
Hún gerði sér grein fyrir að þéttur og góður hár-
vöxtur krefst réttra næringarefna, sem stundum skort-
ir í fæðuna.
Þess vegna reyndi hún HÁRKÚR töflurnar. Hálfum
mánuði eftir að hún byrjaði að nota þær var hún laus
við hárlosið og hefur það ekki angrað hana síðan.
HÁRKÚRtöflurnar innihalda næringarefni sem eru
nauðsynleg góðum hárvexti.
Laugavegi 24, Nýbýlavegi 22,
sími 17144. Kópavogi, sími 46422.