Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987.
>30
Kvikmyndahús
Bíóborgin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Bláa Bettý
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20.
Bíóhúsið
Undir eldfjallinu
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
Tveir á toppnum
Sýnd kl.5,7, 9og11.
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Angel Heart
Sýnd kl. 5 og 10.
Lögregluskólinn 4.
Sýnd kl. 5 og 7.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 9 og 11.
Blátt flauel
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Um miðnætti
Sýnd kl. 7.30.
Háskólabíó
Gínan
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Laugarásbíó
Rugl i Hollywood
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Valhöll
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Foli
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Regnboginn
Vildi að þú værir hér
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Kvennabúrið
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Villtir dagar
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Herdeildin
Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Otto
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.06 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Neðanjarðarstöðin
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
Þjóðleikhúsið
Sala aðgangskorta hefst fimmtudag-
inn 3. september.
Verkefni í áskrift leik-
árið 1987-1988.
Rómúlus mikli
eftir Friedrich Dúrrenmatt.
Brúðarmyndin
eftir Guðmund Steinsson.
Vesalingarnir. Les Miserables,
'•#' söngleikur byggður á skáldsögu eftir Victor
Hugo.
Listdanssýning
Islenska dansflokksins.
A Lie of the Mind
eftir Sam Shepard.
Fjalla-Eyvindur
eftir Jóhann Sigurjónsson.
Lygarinn
eftir Goldoni.
Verð pr. saeti á aðgangskorti með 20% afs-
lætti kr. 4320.
Ath! Fjölgað hefur verið sætum á aðgang-
skortum á 2.-9. sýningu.
Nýjung fyrir ellilífeyrisþega:
Aðgangskort fyrir ellilífeyrisþega á 9. sýn-
ingu kr. 3300.
Kortagestir leikárið 1986-1987:
Vinsamlegast hafið samband við miðasölu
fyrir 10. september, en þá fara öll óseld
aðgangskort í sölu.
Fyrsta frumsýning leikársins,
Rómúlus mikli, verður 19. september.
Almenn miðasala hefst laugardaginn 12.
september.
Miðasala opin alla daga kl. 13.15-19 á
meðan sala aðgangskorta stendur yfir. Simi
í miðasölu 11200.
LUKKUDAGAR
2. sept.
31660
Raftæki frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 3.000,-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580
Kvikmyndir
Bíóhúsið/Undir eldfjallinu:
Útbrunnið eldfjall
Opnunaratriði myndarinnar er góður forsmekkur þess sem koma skal en
myndin er ölt hin drungalegasta!
Under the volcano
Bandarisk.
Leíkstjóri: John Huston.
Aðalhlutverk: Albert Rnney, Jacqueline
BisseL Anthony Andrews.
Kvikmyndin Undir eldfjallinu getur
vart talist til merkilegri mynda sem
leikstjórinn nýlátni, John Huston,
hefur komið nálægt. Hins vegar er
ekki hægt að segja annað en að hún
sé ein sú furðulegasta.
Kvikmyndin gerist í mexíkanskri
sveit og við komum inn í söguna á
„degi hinna látnu“. Upphafið lýsir
kannski vel myndinni sem er öll hin
drungalegasta. Albert Finney leikur
fyrrverandi starfsmann bresku utan-
ríkisþjónustunnar í Mexíkó sem
hefur ílengst þar. Hann er virkur
alkóhólisti og saknar eiginkonunnar
sem farið hefur frá honum. Hann
flækist eitt og annað þetta kvöld
ásamt vini sínum, mexíkönskum
lækni. Meðal annars liggur leið
þeirra inn í kapellu þar sem heilög
guðsmóðir er beðin fyrir endurkomu
eiginkonunnar.
Dagmn eftir er eiginkonan komin,
full iðrunar og dregur manninn út
af einni knæpunni. Hins vegar er
alveg vonlaust fyrir hana að fá hann
til að taka frí frá stútnum og allar
tilraunir hennar til að endurreisa
sambandið brotna á beiskju hans.
Ekki bætir úr skák að hjá þeim
býr hálfbróðir drykkjumannsins,
leikinn af Anthony Andrews. Sífellt
er verið að gefa í skyn að þau tvö
hafi átt vingott saman og það mildar
ekki afstöðuna.
Leið þeirra þriggja liggur á hátíð
í nærliggjandi þorpi en á leiðinni sjá
þau mann sem augljóslega hefúr
verið myrtur. Áfram er drukkið á
hátíðinni og þaðan liggur leiðin á
veitingahús sem stendur við nauta-
atshring. Andrews tekur sig til,
hoppar niður til bola og tekur nokk-
ur lauflétt spor með rauða klútinn,
áhorfendum til mikillar ánægju. Eft-
ir það fær beiskja eiginmannsins
útrás, hann hellir sér yfir þau bæði
og lýkur síðan á braut.
Hann fer inn í heldur óvistlega
krá, drekkur áfram og er útveguð
gleðikona. Þegar út er komið lendir
hann í illdeilum við morðingja
mannsins fiá deginum áður sem lýk-
ur með því að þeir slá hann af.
Nánast samtímis hleypur hestur á
eiginkonu hans og myndin endar
þannig, með sameiningu í dauðan-
um.
Eins og áður er sagt er myndin
hin drungalegasta, fúrðuleg og langt
í fiá skemmtileg. Fólk ætti heldur
að velja sér aðrar kvikmyndir til
skemmtunar nema það hafi unun af
góðum vinnubrögðum leikstjórans.
-JFJ
Á ferðalagi________________
Enn
Milli Hofsjökuls og Langjökuls
liggur háslétta allmikil og er hún
venjulega nefnd Kjölur, einu nafiú.
Þama uppi á hæsta punkti verða
vatnaskil milli Norður- og Suður-
lands og renna þaðan stórámar
Blanda, norður eftir, og Hvítá, suður
eftir. Breidd Kjalar á milli jöklanna
er um 20 til 25 km. Þetta er eins og
áður sagði háslétta og þar liggur
Kjalhraun. Nokkur einstök fjöll og
fell rísa upp af þessari hásléttu. Hið
mesta þeirra er Kjalfell sem rís um
400 m yfir umhverfið.
Skammt norðaustan við Kjalfell
er Beinahóll eða Beinabrekka, þar
sem Reynisstaðabræður, fé og föm-
neyti, urðu úti árið 1780. Þar finnast
enn bein úr fé þeirra bræðra og
þekkist hóllinn úr fjarlægð vegna
hvítra beinanna sem standa út úr
hólnum.
Jafnmikið hefúr ömgglega ekki
verið skrifað og rætt um nokkum
slysaatburð hér á landi sem þennan.
Atburðurinn þykir enn þann dag í
dag mjög dularfullur og ekki hefur
fengist fúllnægjandi skýring á sumu
því er í þessari för gerðist.
Um helför þessa yrkir Jón Helga-
son prófessor í Áföngum:
Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
mun reimt á Kili
beisklegur aldurtili;
skuggar lyftast og líða um hjam
líkt eins og mynd á þili;
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í dimmu gih.
Árið 1971 var reistur minnisvarði
um Reynisstaðabræður úr stuðla-
bergi á Beinahól.
Eftir dauða bræðranna og fylgdar-
manna frá Reynistað fékk almenn-
ingur mikinn ímugust á þessari
öræfaleið sem annars hafði um
margar aldir verið ein fjölfamasta
samgönguæð milli landsfjórðunga.
Það lá við að Kjalvegur legðist af
hátt upp í hundrað ár. Reimleikaorð
fór að myndast um leiðina, einkum
í nánd við Kjalfell og hraunið. Ekki
dró svo útilegumannatrúin úr
hræðslunni.
Óhugnanleg hula svífur enn yfir
þessum stað og verður seint aflétt.
Kjalvegur er þó aftur orðinn fjölfar-
in leið og þeir eru óteljandi ferða-
mennimir, íslenskir sem erlendir,
sem leggja leið sína þama um enda
er margt að sjá og skoða.
Beinahóll þar sem Reynisstaðabræður báru bein sín. Kerlingarfjöll i baksýn.
LEIKFÉLAG
REYKJAVlKUR
Aðgangskort
Sala aðgangskorta, sem gilda á leiksýningar
vetrarins, stendur nú yfir. Kortin gilda á eftir-
taldar sýningar:
1. Faöirinn eftir August Strindberg.
2. Hremming eftir Barrie Keefe.
3. Algjört rugl Christopher Durang.
4. Sildin kemur, síldin fer eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur, tónlist eftir Valgeir
Guðjónsson.
5. Nýtt islenskt verk, nánar kynnt síðar.
Verð aðgangskorta á 2.-10. sýningu kr.
3.750.
Verð frumsýningakorta kr. 6.000.
Upplýsingar, pantanir og sala i miðasölu
Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó daglega kl.
14-19. Sími 1-66-20.
Einnig slmsala með VISA og EUROCARD á
sama tíma.
Útvarp - Sjónvarp
Stöð 2 kl. 20.15:
Lögreglan í
Reykjavík snýr
lukkuhjólinu
Þátturinn Happ í hendi, sem allf-
lestir ættu núorðið að kannast við,
er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld í
umsjón Biyndísar Schram að vanda.
í þessum þætti fáum við að sjá svart/
hvítú karlana spreyta sig á lukku-
hjólinu. Þessir svart/hvítu menn em
að sjálfsögðu lögreglan í Reykjavík.
Þeir verða að vísu ekki í búningun-
um en engu að síður verður gaman
að fylgjast með hvort þeim tekst eins
vel upp án þeirra og í þeim á götum
úti.
Lögreglan í Reykjavík snýr lukkuhjótinu