Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
9
Utlönd
Kínverskir fjól-
miðlar greina ffá
mótmælum í Tíbet
Kínverskir fjölmiölar birtu í gær frá-
sagnir af mótmælum aðskilnaöar-
sinna í Tíbet og þykir þaö tíðindum
sæta og jafnvel benda til nýrra
strauma.
Það var á sunnudaginn sem tuttugu
og sex manns, aðallega búddamunkar,
söfhuðust saman á götu í Lhasa í Tí-
bet og hrópuðu slagorð og kröfðust
sjálfstæðis Tíbets. Mótmælin fylgdu í
kjölfar aftöku tveggja manna sem yfir-
völd segja hafa verið glæpamenn.
Útlagar frá Tíbet, búsettir í Indlandi,
segja mennina hins vegar hafa verið
samviskufanga sem barist hafi fyrir
sjálfstæði Tíbets.
Fyrr í vikunni hafði utanríkisráðu-
neytið í Kína veist harkalega að
Bandaríkjaþingi fyrir að leyfa Dalai
Lama, útlaganum og andlegum leið-
toga búddamunka í Tíbet, að tala á
fundi þingnefndar um sjálfstæði Tí-
bets. Voru þingmennimir bandarísku,
sem buðu Dalai Lama að halda ræðu,
sakaðir um afskipti af innanríkismál-
um Kína. Bandaríkjastjóm var einnig
ávítuð fyrir að hafa ekki komið í veg
fyrir að Dalai Lama yrði boðið.
Sjálfsstjórn
í ræðu sinni fór Dalai Lama fram á
að allir kínverskir hermenn yrðu kall-
aðir heim til Kína og að öryggi fengist
fyrir því að borin yrði virðing fyrir
lýðræðislegum réttindum Tíbetbúa.
Tibet er eitt af fimm sjálfsstjómar-
umdæmum Kína en er þó með sér-
stöðu og ekki innlimað í neitt
kínverskt svæði. í Tíbet em um
hundrað þúsund kínverskir embættis-
menn og nokkur hundmð þúsund
kínverskir hermenn. Innfæddir em
um tvær milljónir en taliö er að um
sex milljónir manna frá Tíbet búi í
nálægum kínverskum hémðum, í
Búthan, Nepal og Indlandi.
Uppreisn
I byijun áfjándu aldar náðu Kín-
veijar yfirráðum yfir Tíbet en í kjölfar
hnins kínverska keisaradæmisins
lýsti Dalai Lama, æðsti prestur, yfir
sjálfstæði Tíhets árið 1913. Kínverskir
herir réðust inn í landið 1950 og ári
síðar neyddist þáverandi Dalai Lama
til að sætta sig við að Kína færi með
Dalai Lama, æðsta presti og útlaga
frá Tibet, er bannað að snúa aftur til
heimalands síns en honum hefur ve-
rið boðið að setjast að i Peking.
utanrikis- og hemaöarmál landsins.
Yfirvöld í Kína lofuðu aftur á móti að
virða trú og siðvenjur innfæddra.
í raun vom hafnar róttækar breyt-
ingar á þjóðfélaginu í því skyni að
innlima það alveg í Kína. Árið 1956
var gerð uppreisn gegn Kínveijum
sem náði hámarki sínu 1959 er æðsti
prestur neyddist til að flýja til Ind-
lands. Eftir að herforingjastjóm hafði
verið við völd í nokkur ár var komið
á sjálfsstjóm í Tíbet.
/
Klaustur endurreist
Á árum menningarbyltingarinnar í
Kína, 1966-1976, harðnaði afstaðan til
Tíbets og vom næstum öllum klaustur
landsins, tvö þúsund talsins, eyðilögð.
Uppbygging nokkurra er Jjó hafm,
þar sem nú ríkir meira fijálslyndi
gagnvart minnihlutahópum, og skóla-
böm fá að læra sitt eigið mál í skólun-
um ásamt kínversku. Lofað hefur
verið að fækka kínverskum embættis-
mönnum í Tíbet um áttatíu prósent
en lítið hefur orðið um efndir.
Dalai Lama leyfist ekki að snúa heim
aftur úr útlegð sinni í Indlandi en hon-
um hefur verið boðið að setjast að í
Peking. Hann hafnar því boði.
ALTMULIGT
Verslun með hitt og þetta
Það er sama hvar þú ert staddur
og hver þú ert.
Þú getur alltaf skemmt þér með..
IIO
Kynningarverð á CASIO-hljómborðum.
Dúndursánd og góðir taktar.
Sýnir með Ijósum það sem á leiknina vantar.
Verð frá kr. 1790,-
Kaupið
LEÐURLUX
sófasett
Hornsófar - Sófasett - Svefnsófar - Hvíldarstólar
Margir litir - Góð húsgögn - Gott verð
Opið
alla
helgina.
TM-HUSGOGN
Sióumúla 30, sími 68-68-22.
Sérstök
október-
kjör.
Góðar
tekjur af
ökuníð-
ingum
PáB ViBpmflBOT. DV, Odó:
Norskir ökuníðingar hafa borgaö
sem svarar einum milijaröi is-
lenskra króna i rikiskassann þaö
sem af er árinu. í ár hélt lögreglan
uppi strangara eftirliti á vegum í
Noregi en oft áður. Aukið eftirlit
þykir gefa góða raun. Slysum
fækkar og umferðarmenning batn-
ar segir lögreglan.
Ekki síður gefa ökuniöingar af
sór góöar tekjur til ríkiskassans.
Kostnaðurinn við aukið eftirlit er
ekki nema brot af þeirri upphæö
sem sektimar gefa.
TEGUND PORTO
STIGATEPPI
Hentug fyrir
stigaganga, skrifstofur,
verslanir, forstofur o.fl.
BYGGINGAVORUR
Hringbraut 120 - sími 28600,
Stórhöfða - sími 671100.
Verð á fermetra
890
kr
VILDARK/ÖR
V/SA
KT^IbygeihcavdmhI