Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. Dægradvöl Ættfræðinámskeið: „Ættfræðin í - segir Jón Valur Jensson Ættfræöi hefur lengi átt mikil ítök í íslendingum. Fyrr á öldum röktu menn ættir sínar til Norrænna kon- unga og þótti þaö sanna manngildi viðkomandi ef hann gat sýnt fram á skyldleika sinn við þá. Enn í dag er ættfræðin vinsæl og enn reyna menn að rekja ættir saman við ættir vold- ugra þjóðhöfðingja. Er þess skemmst aö minnast þegar reynt var að tengja Ronald Reagan Bandaríkjaforseta ís- lenskum ættum. Ekki hefur það enn sannast hvort Reagan er skyldur okkur hér uppi á íslandi en óneitan- lega hefur öll þjóöin haft gaman af að velta málinu fyrir sér. Ættfræðin snýst þó ekki eingöngu um að rekja ættir sínar til heldri manna heldur þykir skemmtilegt að íinna fjarlæg skyldmenni og komast jafnvel að því að vinir og kunningjar séu í raun frændur. Svo eru þeir til sem vilja leita uppruna síns og finna náin skyldmenni sem viðkomandi þekkir ekki af einhveijum orsökum. Dægra- dvöl brá sér á ættfræðinámskeið, ræddi við leiðbeinandann Jón Val Jensson og tvo þátttakenda um ætt- fræði og þann áhuga sem virðist vera fyrir fræðigreininni um þessar mundir. Mikil aðsókn Jón Valur gerðist leiðbeinandi á ættfræðinámskeiðum sem haldin voru á vegum ísafjaröarkaupstaðar árið 1983 og fann þar mikinn áhuga á fræðigreininni. Þegar hann fluttist til Reykjavíkur kviknaði hugmynd um að stofna Ættfræðiþjónustuna sem hann og gerði á síðastliðnu ári. Námskeiðin hafa gengiö mjög vel og notið mikilla vinsælda frá upphafi. Hver hópur samanstendur ajf 5-8 manns og hittast þeir eitt kvöld í viku á 8 vikna tímabili. Á síðasta ári tóku yfir 100 manns þátt í námskeiðunum og í vetur eru einnig margir hópar í gangi. En fræðumst um hvað fólk lærir á ættfræðinámskeiði. Réttar vinnuaðferðir nauð- synlegar Á námskeiðinu fær þátttakandinn fræðslu um rétta notkun heimilda sem bæði auöveldar honum leit að forfeðrum sínum og eykur öryggi í ættfærsium. Það getur nefnilega ver- ið nokkuð snúið að finna upplýsingar um forfeöur sína ef viðkomandi þekkir el ki nokkur einfóld lykilat- riði til að auðvelda leitina. Það flýtir mjög mikið fyrir að kunna til verka. Einnig eru skrár um heimildabækur afhentar á námskeiðinu og nemand- inn fær t.d. lykil að gamalli skrift sem mörgum getur reynst erfið ef þeir þurfa að glugga í gamlar handskrif- aðar bækur s.s. manntöl og kirkjubækur. Kennt er aö skrá ættir niður á skipulegan hátt en að sögn Jóns Vals er þaö eitt einfaldasta at- riðið. Þátttakendur á öllum aldri - En hverjir koma á ættfræðinám- skeið? Jón Valur segir þátttakendur á öll- um aldri, sá yngsti sem komið hefur á námskeið til hans er 15 ára og sá elsti 85 ára. AUir aldursflokkar þar á milli sækja námskeiðin en ekki bara eldra fólk eins og margir haida. „Framan af voru þátttakendur frek- ar eldra fólk en nú orðið hefur ungu fólki flölgaö á námskeiðunum og má segja aö enginn sérstakur aldurs- hópur komi öðrum fremur. Ætt- fraeðin er greinilega í sókn og ungt Jón Valur Jensson, eigandi Ættfræðiþjónustunnar. fólk hefur ekki síður áhuga en þeir eldri. Sjálfur fékk ég til dæmis áhuga á ættfræði 16 ára gamall, eftir aö ég kynntist ættartölu afa míns. Flestir sem sækja námskeiðin koma vegna áhuga á eigin ætt en svo eru sumir með niðjatöl í smíðum og vilja fá meiri þekkingu til að auðvelda sér ritun þeirra.“ Áður aðeins fyrir aðalsmenn Ættfræðiáhugi hefur alltaf verið mikill hér á landi og fræðigreinin náö til allra stétta. Aftur á móti var ætt- fræði elstu tíma, hér á landi sem annars staðar, aðallega stunduð af höfðingjum eða fyrir höfðingja. Bestu heimildir í evrópskri ættfræði, sem varðveist hafa, eru um konungs- og aðalsættir. Eftir siðaskipti fer hin uppvaxandi borgarastétt að fá meiri áhuga á ættum sínum heldur en áð- Guömundur Kristján Magnússon skrálr forfeður sína niður. ur. Það gerist samfara aukinni sjálfs- vitund stéttarinnar á þessum tima. Á öldinni sem er að hða verður svo eins konar bylting í ættfræðiritun með geysimikilli ritun niðjatala og ætt- fræðibóka sem varða ættir allrar alþýðu. Jón Valur segir þó ástæðu til að ætla að ættfræði hafi verið stunduð frá upphafi sem munnleg fræði. „Það má með vissu fyllyrða að ættfræðin er ein þeirra fræði- greina sem voru iðkaðar frá upphafi ritaldar. Lítið hefur varðveist af þess konar bókmenntum en helsta heim- ildin er Landnámahók. Líklegt er að kjarni þessarar ættfræði á íslandi hafi verið tekinn upp í þeirri bók.“ „Ættfræðiáhugi mestur I stór- um samfélögum“ Á síðustu áratugum hafa orðið snögg umskipti í ættfræðiástundun á íslandi. Það verður sífellt almennara að fólk láti eftir sér að grafast fyrir um ættir sínar en það er mjög tímaf- rekt tómstundagaman. Nú orðið lifir þorri fólks í bæjar- eða borgarsam- félagi og telja þá margir að samfara því hafi fólk minni áhuga á ættum sínum. En svo er alls ekki. í htlum samfélögum úti á landi eru ættar- tengslin yfirleitt mjög sterk. Fólk er þar í nánu sambandi við marga ætt- ingja sína, þaö tilheyrir þessum ákveðna hópi og finnur því htla þörf fyrir að grafast nánar fyrir um uppr- una sinn. Aftur á móti vih oft fara svo á möhnni að ættartengslin dofna eða shtna. Borgarsamfélagið gerir fólk mjög einangrað og finnur það þá hjá sér mikla.samkenndarþörf og reynir að uppfylla hana með því að leita uppruna síns. Þetta gerist yfir- leitt hjá annarri eða þriðju kynslóð eftir að fjölskylda flyst búferlum frá ættingjum sínum. Til dæmis má nefna Vestur-íslendingana. Sumir þeirra hafa algerlega aðlagast lífs- háttunum fyrir vestan haf en aðrir finna sterka hvöt hjá sér til að endur- vekja tungu sína og þjóðlegar hefðir. Nú er mikill áhugi hjá mörgum Vest- ur-íslendinganna um að finna uppruna sinn og kynnast ættingjum sínum hér á íslandi. Fólk þetta er einmitt flest af annarri til fjórðu kyn- slóð þeirra sem fluttu upphaflega héðan. Þetta á ekki einungis við Is- lendinga heldur ahar aðfluttar þjóðir og þjóðarbrot," sagði Jón Valur. Kemur á námskeiðið frá Akranesi Dúa Þórarinsdóttir er annar nem- endanna sem við ræddum við. Hún kemur alla leið ofan af Akranesi til að sækja námskeiðin. „Það var af einskærri forvitni sem ég kom hing- að og ég sé alls ekki eftir því. Eg kynntist ættfræðinni ung og man eft- ir miklum áhuga á heimili afa og ömmu. Síðan hef ég alltaf verið spennt fyrir ættfræði, þá bæði minni eigin og annarra. Ég hef verið að fletta bókum og lesa mér til gamans gegnum tíðina en ekkert farið út í þetta af alvöru fyrr en nú.“ - Finnst þér ekki of langt að koma aha leið á frá Akranesi til Reykjavík- ur th að sækja námskeið? „Nei, ahs ekki. Ferðin tekur ekki nema rúman klukkutíma hvort sem ég keyri eða tek Akraborgina. Það er ekki of langur tími þegar áhuginn er fyrir hendi. Það er ágætt aö ná sér í þessa kunnáttu áður en maður fer á ehiheimiliö." Texti: Jóna Björk Guðnadóttir Myndir: Kristján Ari Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.