Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 40
40
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
Erlendir fréttaritarar
DV
Fagnaðarfundir
Ríkisstjómir Nicaragua og Honduras gerðu nýlega meö sér samning sem
heimilaði fjölskyldum, sem landamæri ríkjanna hafa aðskilið, að hittast einn
dag. Síðastliðinn laugardagur var valinn sem fyrsti „heimsóknardagurinn" og
urðu þá fagnaðarfundir við landamærin þegar ástvinir hittust, margir eftir ára-
langan aðskilnað.
Svo sem sjá má af myndinni hér að neðan biðu þúsundir íbúa Nicaragua við
landamærin í von um að fá að hitta ættingja sína í Honduras. Á myndinni til
hliðar fagnar Petrona Morales dóttursyni sínum meðan móðir hans þurrkar
sér um augun. Faðir piltsins, sem heitir Donald Salas, var einn af skæruliðum
kontrahreyfingarinnar og féll í baráttu við stiómarher sandinista fyrir nokkm.
Mótmæla aftökum
íbúar Tíbet hafa lengi haldið því fram að Kínverjar ætli sér að eyða þeim
gjörsamlega af yfirborði jarðar. Nýlega vora tveir Tíbetbúar, sem setið höfðu í
fangelsi í Tíbet um nokkurt skeið, teknir af lífi. Til mótmæla dró vegna aftöku
mannanns, meðal annars í Nýju Delhi á Indlandi en nokkur fjöldi Tíbetbúa
hefur flutt þangað undanfarin ár.
Mótmælin i Nýju Delhi fóra fremur friðsamlega fram og dreifðust þátttakend-
ur, sem vcra um tvö hundrað, fljótlega efiir að hafa haldið fund nálægt þinghúsi
borgarinnar.
Láta drauminn rætast
Eftirlíking af Santa Maria, skipi því sem Kristófer Kolumbus sigldi til
Ameríku 1492, er nú á leið til Miami frá Veracruz í Mexíkó og mun þaðan
halda austur um Atlantshaf til Spánar. Áhöfn skipsins er átján menn, einn
köttur og einn hundur og er ætiunin að láta draum Kolumbusar rætast.
Skip Kolumbusar sökk við eyna Hispaniola, sem í dag skiptist milli Haiti
og Dóminska lýðveldisins, um tveim mánuðum eftir að það lenti fyrst í
Ameríku.
Ferð þessi er farin til að minnast þess að fimm hundrað ár verða brátt
liðin frá ferð Kolumbusar en eftir að hafa siglt til Spánar og heimsótt þar
nokkrar borgir mun skipið, sem heitir Marigalante, fara til Rómar á fúnd
páfa. Að því loknu verður siglt aftur yfir Atiantshafið, gegn um Panama-
skurð út á Kyrrahaf þar sem stoppað verður í Acapulco í Mexíkó, áður en
siglt verður áfram til Japan.
Sand-
kassa-
list
Sandskúlptúrinn á meðfylgjandi
mynd vann fyrstu verölaun í sam-
keppni sandkassalistamanna á strönd
Virginíufylkis í Bandaríkjunum í
sumar. Skúlptúrinn sýnir sjávarguð-
inn Neptúnus hlynna að sjúkum
höfrangi og sorgmeedd hafineyja fylg-
ist með. Með verkinu vildu listamenn-
imir, sem era úr verkfræðideildum
bandaríska hersins, minnast dular-
fulls dauða hundraða höfrunga við
ströndina á þessu sumri.
Topplaus trnkona
Jessica Hahn, sem komst á blöð
sögunnar þegar prédikari varð að
segja af sér fyrir að hafa átt við
hana kynmök, er nú á leið upp
stjömuhimininn. Hún er vinsæl í
rabbþætti sjónvarps og nýlega
birtust af henni topplausar myndir
í tímaritinu Playboy.